Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 33 Myndasögur Fréttir W W (Ö Fh 3 w w •H o T5 tí :0 w '<D 'S 3 Hlíðarfjall: Hillir undir lok kláfferjumálsins - almennur fundur um málið á Akureyri í kvöld DV, Akureyri: Sérfræðingur frá austurríska fyrirtækinu Doppfelmayer, sem framleiðir m.a. búnað í skíðalyftur og kláfferjur, ýmiss konar, mun í dag kynna sér aðstæður í Hlíðar- fjalli á Akureyri vegna fyrirhug- aðrar uppsetningar á kláfferju upp á topp Hlíðarfjalls. Hugmyndin er komin frá Sveini Jónssyni, húsa- smíðameistara í Ytra-Kálfskinni í Eyjafírði, en Sveinn hefur barist fyrir því í fimm ár að kláfferjunni verði komið upp og nái hún upp á fjallstopp þaðan sem stutt er inn á Vindheimajökul. í samtali við DV í gær sagði Sveinn að austurríski sérfræðing- urinn myndi að lokinni heimsókn sinni í Hlíðarfjall geta með nokk- urri nákvæmni sagt fyrir um hversu löng ferjuleiðin þyrfti að vera, hversu marga „tuma“ þyrfti að byggja og fleira í þeim dúr. Fyr- ir liggur að búnaöurinn erlendis mun kosta um 150 milljónir króna, síðan þarf að flytja búnaðinn, sem vegur um 300 tonn, hingað til lands og loks að setja hann upp. „Nú fer að sjást fyrir endann á þessu ef fjárfestar fást. Þetta mun kosta um hálfan mUljarð króna með veitingahúsi uppi á fjalli, aðstöðu- húsi vegna skíðaiðkunar á Vind- heimajökli og lítilli togbraut þar til að geta boðið upp á aðstöðu til skíðaiðkunar þar á sumrin og vet- urna þegar ekki er snjór niðri. Svo vantar mig bara harðan markaðsað- ila til að selja þetta úti í heimi og sem myndi sinna því af alvöru," segir Sveinn. Sveinn segir að áætlanir hafi gert ráð fyrir að kláfferjan yrði tekin í notkun vorið 2001. Ferjan sé komin í hlutafjárútboð hjá Kaupþingi og 1 kvöld verði efnt til fundar á Foss- hóteli KEA á Akureyri þar sem mál- ið verður kynnt og menn geta skráð sig fyrir hlutafé. Fundurinn hefst kl. 20,00. -gk lllugi fór út fyrir mörk og reglur RÚV Meirihluti útvarpsráðs telur að Dlugi Jökulsson hafi farið út fyrir öll mörk og reglur Ríkisút- varpsins í umfjöllun sinni um foðurinn sem sýknað- ur var af ákæru um kyn- ferðisafbrot gagnvart dótt- ur sinni. Útvarpsráð tók þátt Illuga fyrir í fyrradag að beiöni Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lög- manns föðurins. Illugi nafngreindi föðurinn og telur ráðið það bæði gróft og alvarlegt brot. Meirihlutinn tel- ur ekkert mæla gegn því að Illugi hafi tjáð skoðim sína með frjálsum hætti en telur að hann hafi með umfjöllun sinni um málið vegið að einstaklingum sem ekki geti borið hönd yfir höfuð sér. Fulltrúar stjómarand- stöðu í útvarpsráði töldu að Illugi hafi einungis gert mistök en ekki hafi verið um alvarlegt brot að ræða af hans hálfu. Kröfum um að fá úthlutað jafnlöngum tíma til að fjalla um málið og Illugi gerði var hafnað. Það kemur því í hlut út- varpsstjóra að ákveða hvort frekar verður aðhafst í málinu. -hdm lllugi Jökulsson. , Under licence of General Mills StjörnusnakK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.