Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 onn Ummæli Umhverfis- samtök sæta lagi „Umhverfissamtök af ýmsu tagi hafa verið að sæta lagi og troöa fæti milli stafs og | hurðar hjá öllum alþjóðlegum app- arötum þar sem f fiskveiðiráðgjöf kemur við sögu. í Yfirlýst markmið slíkra samtaka er að draga úr, eða stöðva nánast allar fiskveiðar nema þá kannski á stöng.“ Kristinn Pétursson fram- kvæmdastjóri, í Morgun- blaðinu. Markmið Fiskistofu „Þaö er sorglegt að aðal- markmiö Fiskistofu um þessar mundir virðist vera að klekkja á venjulegum sjómönnum og sekta þá fyrir að taka sér í soð- ið fyrir sig og sína.“ Pétur Geir Helgason, fyrrv. yfirfiskmatsmaður, í Morg- unblaðinu. Hviss, búmm og bang ____ „Það getur verið stórhættulegt þeg- ar böm eiga eng- in orð til að lýsa þeim veruleika sem þau sjá í tölvuheiminum, nema hviss, búmm og bang.“ Andri Snær Magnason r'rt- höfundur, í Degi. Stöðugleikinn „Hvaða stöðugleika era menn að tala um þegar fólk er að afsala sér 5% launahækk- unum í vinnustaðasamning- um til að halda vinnunni." Jón Kjartansson, form. Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja, í Degi. Þingmaðiir og for- maður bæjarráðs „Vonandi verður seta Gunn- ars (I. Birgissonar) á þingi tii þess að hann áttar sig bet- ur á eðlUegum og nútímalegum stjórnunarhátt- um hjá opinber- um aðilum og að teknir verði upp nýir siðir í Kópavogi. Annars verða skattborgarar Kópavogs að halda áfram að borga sérstakan „verktakaskatt" til formann bæjarráðs." Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, í DV. Einar Þór Daníelsson knattspyrnumaður: Var kominn til Stoke sólarhring eftir að haft var samband I fyrrakvöld lék Stoke City sinn fyrsta leik undir stjóm Guðjóns Þórðarsonar og er ekki hægt að segja annað en að hann hafi farið vel af stað. 4-0 sigur á útivelli segir aUt sem segja þarf. í lið- inu voru tveir ís- ________________ lenskir knatt- spymumenn, KR-ingarnir Einar Þór Daníelsson og Sigursteinn Gíslason. Guðjón ákvað að stilla Sigursteini upp í byrjunarliðið en að láta Einar Þór vera á vara- mannabekknum. Gæfan lék ekki við Sigurstein, sem fór úr axlaliðn- um og því var Einar settur inn á, mun fyrr en hann hafði búist við. Einar Þór setti mark sitt eftirminni- lega á leikinn þegar hann skoraði þriðja markið á giæsUegan hátt, lék á nokkra vamarmenn að mark- manninum meðtöldum og renndi boltanum í netið. í stuttu spjaUi sagði Einar að hann hafi fengið óskabyrjun: „Ég reiknaði með að ég fengi að spiia síðasta korterið, en þegar Sigursteinn meiddist fór ég nánast ískaldur inn á vöUinn og var skUjanlega dálítið spenntur. Ég er búinn að vera það lengi í boltanum að ég var fljótur að finna mig og fannst bara mjög gaman að spUa með liðinu en var að vísu þreyttur eftir leikinn. Þetta em frískir strákar og gaman að leika með þeim og von- andi verður framhaldið eitthvað í likingu við þennan leik.“ Þegar Einar var spurður hvort hann væri ekki búinn að tryggja sér sæti í byrjunar- ----—----------------- liðinu vUdi hann Maðurdagsins “ & ______________________ það: „Það er ómögulegt að vita hvemig Guðjón stiUir upp Uðinu og ég verð bara að bíða og sjá hvað setur. Það era æfingar á undan næsta leik.“ Einar Þór hefur verið með bestu leikmönnum íslandsmeistara KR í mörg ár og hefur einnig leikið með erlendum liðum á vetuma: „Þetta er í fyrsta sinn sem ég leik á Englandi. Ég hef leikið í Þýskalandi og Grikk- landi svo hér er að opnast nýr heim- ur fyrir mér. Það má segja að þetta hafi skeð mjög snögglega, hringt var í mig á miðvikudegi og ég fór utan á fimmtudegi og hef nú gert samn- ing um að leika tU 18. aprU. Eins og er búum við Sigursteinn á hóteli en væntanlega munum við fá íbúðir fyrir okkur. Heima á ég konu og bam og ég vonast tU að fá þau í heimsókn. Það er mjög líklegt að ég komi ekkert heim fyrr en í vor. í Englandi er leikið á jólum og páskum og því lítið um frítíma á þessum hátíðum.“ Einar ber Stoke söguna vel: „Mér líst ágæUega á mig. HeimavöUur- inn er stórkostiegt mannvirki og fótboltaáhuginn mikUl. Eins og er gerir maður lítið á mUli æfinga, það er helst að við foram í snóker, en þegar maður ér án fjölskyldunnar kemur að því að eitthvað verður að finna sér tU afþreyingar." -HK Séra Jón Bjarm- an les úr ævi- sögu sinni. Af föngum og ffjálsrnn mönnum í dag, kl. 17, verður upp- lestur á vegum Ritiistar- hóps Kópavogs í Gerðar- safni. Séra Jón Bjarman les úr nýrri ævisögu sinni, Af föngum og frjálsum mönn- um. Aögangur er ókeypis og aUir velkomnir. Höfundar lesa úr nýjum bókum í kvöld lesa höfúndar úr nýjum bókum sínum á Súfistanum, bókakafii í verslun Máls og menningar. Andri Snær Magnason les úr bók sinni, Sagan af bláa hnettinum. Stefán Máni les úr bók sinni, Myrkravél, og Didda les úr bók sinni, GuUið í höfðinu. Einnig les Bókmenntir Hjalti Rögnvaldsson leikari úr bók Barkar Gunnars- sonar, Sama og síðast. Dag- skráin hefst kl. 20 og er að- gangur að vanda ókeypis og öUum heimiU meðan hús- rúm leyfir. Myndgátan Opinberar tölur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Einleikari á píanó í kvöld er Ástral- inn Roger Woodward. Perlur tuttugustu aldarinnar í kvöld verða spennandi tónleik- ar hjá Sinfóníunni. Þeir eru í blárri áskriftaröð sem er tUeinkuð perl- um tuttugustu aldarinnar. Á verk- efnaskrá eru verkin: The Chair- man Dances, eftir mínimalistann John Adams, sem hann samdi í tU- efni fyrsta fúndar Nixons og Maós, hinn magnaði 3. píanókonsert Prokofievs og að síðustu Coniuntio eftir Snorra Sigfús Birgisson. Tónleikar Hljómsveitarstjórinn verður Anne Manson, ein af fáum kven- hljómsveitarstjórum sem komist hafa í fremstu röð. Hún er að verða tíður gestur hér á landi og hefúr fengið góða dóma fyrir hljómsveit- arstjóm hér. Einleikari á píanó verður Ástralinn Roger Woodward. FeriU Woodwards hófst í Pól- landi árið 1968, þegar hann bar sig- ur úr býtum í Chopain-píanókeppn- inni. AUar götur síðan hefur hróð- ur hans aukist jafnt og þétt og nú við aldarlok er hann kominn í rað- ir fremstu píanóleikara heims. Tónleikamir hefjast kl. 20. Bridge Noregur og Finnland mættust í sjöundu umferð Norðurlandamóts yngri spUara. Sá leikur endaði með skiptum hlut, 15-15, en sveiflur vora þó miklar í báðar áttir (64-66 í impum í 28 spUa leik). Norðmenn græddu 13 impa á þessu spUi í leiknum. Sagnir gengu þannig í opnum sal, vestur gjafari og AV á hættu: 4 ÁD763 «4 842 * G8 * 963 4 2 «4 10 4 K5432 * ÁKDG74 4 K9854 «4 KG53 4 976 * 2 Vestur Norður Austur Suður Makik. Kvangr. Heikkin. Harr 1 * 14 dobl 2 pass £4 34 44 dobl p/h Tatu Heikkinen í austur nefndi aldrei lágliti sína, gaf aðeins nei- kvætt dobl á einn spaða og kröfu- sagði meö 3 spöðum. Af þeim sökum fór góð slemma í súginn og Finnam- ir fengu aðeins 500 í sinn dálk (fyr- ir þijá niður). Norska parið Mari- anne Harding og Stig Roar-Hakkebo sagði betur á sín spU í lokuðum sal: Vestur Norður Austur Suður Harding Tamm. Hakke. Jáfs 1 «4 24 dobl pass 34 pass 4 grönd 54 6* pass 64 p/h Ákvörðun Finnans Frederik Jafs, að passa dobl austurs á tveimur spöðum, gerði sagnir auðveld- ari fyrir AV. Loks þegar suður ákvaö að segja 5 spaða við ása- spumingu aust- urs, var það orð- ið of seint. Norð- mennimir náðu slemmunni og þó að 6 tíglar sé að- eins lakari samningur en 6 lauf, þá kom það ekki að sök í þessu tilfeUi. ísak öm Sigurðsson 4 G10 «4 ÁD976 4 ÁD10 * 1085

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.