Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1999, Blaðsíða 36
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ NYJAR 'j j VÍDDIR Veðrið á morgun: Él norðan- lands Á morgun verður norðan- og noröaustanátt, él norðanlands og suöur með austurströndinni en annars úrkomulaust og bjart veður. Veöriö í dag er á bls. 37. Siglufirði FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1999 Vandaðar kveðjur Glöggir vegfarendur hafa tekið eftir því að í vesturglugga Hallgrímskirkju, sem blasir við á leið upp Skólavörðustíg, hefur verið komið fyrir listaverki eftir Leif Breiðfjörð, glæsilegum 9 metra háum steindum glugga með myndefni úr kristnum trúarritum. Hér sést listamaðurinn við verk sitt. Giugg- inn verður helgaður við messu kl. 11 á sunnudaginn af herra Karli Sigur- björnssyni biskupi. DV-mynd Pjetur Sími 569 4000 SVR: Lilja hótar vagnstjórum Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, hefur kallað tvo vagnstjóra á teppið og kraflst þess að þeir taki ummæli sín í DV um ör- yggismál strætis- vagnanna aftur ellegar fái þeir áminningu eða verði reknir. Vagnstjóramir Lilja Olafsdótt- ir. höfðu gert skrif- legar athuga- semdir um örygg- ismál vagnanna sem þeir sögðu vera senda út í umferðina með bil- aðar bremsur og stýri, svo dæmi sé tekið. Athugasemdir sínar sendu þeir stjóm SVR, Vinnueftirlitinu og embætti lögreglustjóra. Gaf forstjór- inn þeim frest til klukkan ellefu í dag til að biðjast afsökunar og draga orð sín til baka. „Þetta er alvarlegt mál og ég mun spyrjast fyrir um þetta á stjómar- fundi," sagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og stjómarmaður í SVR. „Strætisvagnaflotinn er kominn til ára sinna, meðalaldurinn er tólf ár, og það þýöir aukið álag á verkstæðið. Það þarf að endurnýja bílaflotann og styrkja verkstæðið en þessi mál hafa setið á hakanum. Ég er þó sannfærð- ur um að öryggi farþega hefur aldrei verið stefnt í hættu," sagð'i Kjartan Magnússon. -EIR Naktir draum- ar og einelti í Fókusi sem fylgir DV á morgun er umfjöflun um myndina Myrkra- höföingjann og viðtal við Hilmi Snæ sem leikur aðalhlutverkið. Einnig er spjallað við Diddu, sem segir að það sé leiðinlegt að vera nýbúi, og Jagúar opinberar sína nöktustu drauma. Þá hittast gerendur og þolendur eineltis og kryfja málið ofan í kjölinn. Lífið eftir vinnu er svo á sínum stað, umfjöllun um væntanlega menningar- og listvið- burði. BREM5AN ER I LAGI ,HJÁ FORSTJÓRANUM!; Vinningstölur miðvikudaginn 24.11. ’99 4 10 24 25 35 37 I Fjöldi vlnnlngar Vinnlngóupphœð vmninga 19.638.420 2.S a 6 3.118.630 3:.5Q>6 64.010 4-4 at 6 202 2.520 5-3 at 6*: 430 ■ 498 ■ HeUdarvinningsupphœð 43.438.700 Á íslandi 4.161.860 MBm LÓTT9 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Sýknuð af ákæru um að upplýsa ekki hver ók of hratt: Sagði ekki lögreglu hver ók eigin bíl - vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu Eigandi bíls, sem mældist á mikl- um hraða á móts við Kópavogslæk, hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa ekki gefið upp hvaöa ökumaður var undir stýri þegar lögreglan mældi hraðann og tók mynd af bílnum fyrir réttu ári. Kona, sem er eigandi bíls- ins, hafði sagt lögreglu að hún myndi ekki hver hefði ekið bílnum í mnrætt 6**tsinn - faðir hennar, móðir, systir og barnsfaðir hefðu einnig haft afnot af bílnum - því gæti hún ekki upplýst hver hefði verið á honum. Lögreglan mældi bílinn á 112 km hraða á klukkustund á móts við Kópa- vogslæk en hámarkshraði þar er 70 km á klukkustund. Ljósmynd var tek- in af bílstjóranum en hann þekktist ekki vel á myndinni. Boðaði þá lög- reglan konuna til skýrslutöku - vegna of hraðs aksturs. Þegar lögreglumaður upplýsti eig- andann um að ef hann upplýsti ekki hver hefði ekið bílnum þá varðaði slikt aflt að 20 þúsund króna sekt. Konan kvaðst ekki geta þekkt öku- manninn á myndinni og sagðist ekki muna hver ók bílnum á téðum degi. Málið snerist síðan um að konan þurfti í raun ekki að tjá sig um hver hefði ekið bílnum þar sem meginregl- an væri samkvæmt Mannréttindasátt- mála Evrópu að sakborningur ætti rétt á því að tjá sig ekki um það sem honum væri gefið að sök - þ.e. sakar- giftir um að upplýsa hver ók bílnum. Samkvæmt þessu voru mistök lög- reglu að láta konuna yfirhöfuð tjá sig um sakarefnin sem sneru að meintri sök hennar gagnvart þvi að upplýsa hver ók bílnum - ekki hraðakstrinum sjálfum. Héraðsdómur Reykjaness segir í niðurstöðu sinni að þegar konunni barst tflkynning lögreglunnar í Kópa- vogi hefði hún talist vera í stöðu grun- aðs samkvæmt skilgreiningu Mann- réttindadómstóls Evrópu. Af þeim sökum hefði verið andstætt íslensku stjómarskránni að beita þvingunarúr- ræðum sem felast í umferðarlögum. „Verður því að telja að það hafl ver- ið refsilaust af ákærðu aö veita ekki þær upplýsingar sem lögregla krafð- ist,“ segir dómurinn. Dómurinn dæmdi ríkissjóð til að greiða 80 þúsund króna málsvamar- laun verjanda konunnar. -Ótt Ráðuneytið telur biðlista styttri: Mun skoða mál bæklunardeildar „Samkvæmt þeim upplýsingum sem okkur bárust nýlega frá land- lækni hafa biðlistar á bæklunardeild Landspítalans styst,“ segir Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri heilbrigð- isráðuneytisins. Eins og DV greindi frá í gær þarf Gróa Ormsdóttir að bíða eftir aðgerð i aflt að 10 mánuði. Hún er með ónýtan hnjálið og býr við stöðuga þjáningu sem leitt hefur hana inn í vítahring verkjalyfja og magalyfja. Afls kosta verkjalyf hana um 10 þúsund á mán- uði. DV hefur spurnir af fleirum sem búa við margra mánaða bið eftir að- gerð og halda sér gangandi á verkja- lyfjum. Sveinn segir að ráðuneytið muni skoða mál bæklunardeildarinn- ar og hvernig standi á aflri þessari bið. „Við munum hlera deildina í fram- haldi af þessu,“ segir Sveinn. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.