Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 DV óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjóm: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efnl blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Sumir heilsa nítjándu öldinni Því nær sem dregur aö áramótum, þeim mun áleitnari verður spurningin um aldamót og árþúsundamót. Hvort þetta séu þau mót eöa hvort menn séu aö taka forskot á sæluna einu ári of snemma. Raunveruleg aldamót og ár- þúsundamót komi ekki fyrr en eftir rúmt ár. Almenningur lætur þessar hugleiðingar sig litlu varða. í upphafi næsta árs hefst ártalið á tölustafnum tveimur í stað tölustafsins eins. Þessi stórfellda útlits- breyting ártala nægir flestum til að líta svo á, að nýtt tímabil sé hafið. Talan 2 hefur tekið við af tölunni 1. Þegar tímatal okkar var tekið upp, var núllið ekki komið til sögunnar á Vesturlöndum. Menn reiknuðu frá I upp í X. Núllið kom til Evrópu með aröbum og varð síð- ar hornsteinn stærðfræðinnar, en við sitjum enn uppi með tímatal, sem er arfur frá frumstæðara stigi. Þeir, sem lifðu við upphaf tímatals okkar, höfðu ekki hugmynd um, að svo væri. Þeir reiknuðu árin út frá mikilvægum atburðum, svo sem valdaskeiðum konsúla. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að farið var að reikna tímann aftur á bak og telja mínusár aftur fyrir Krist. Þá var talan 1 fyrir Krist næsta ár á undan 1 eftir Krist. Ekkert ár var til, sem kalla mætti 0-ár. Þar með varð árið ekki fullnustað fyrr en að því loknu. Þetta er helzta röksemdin fyrir því, að fólk sé ári of snemma að undirbúa hátíðahöld í tilefni næstu árþúsundamóta. Fyrst og fremst er þetta leikur að tölum, því að óvissa í tímamælingum yfir þúsundir ára veldur því, að aldrei er hægt að segja með fullri nákvæmni, hvað langt sé frá atburðum, sem gerðust t.d. 334 árum fyrir tímatal okkar. Sjálft fæðingarár Krists er raunar með öllu óvíst. Forfeður okkar héldu upp á síðustu aldamót á mótum áranna 1900 og 1901. Samt þurfum við ekki að hafa sam- vizkubit út af því að ætla að halda upp á aldamót og ár- þúsundamót á mótum áranna 1999 og 2000. Við getum til öryggis endurtekið hátíðahöldin ári síðar. Miklu merkilegri er sú staðreynd, að einungis hluti þjóðarinnar fer inn í 21. öldina um næstu áramót, að vísu meirihluti hennar. Eftir sitja margir á 20. öldinni og sumir verða í þann mund að fara inn í 19. öldina. Eru þar fremst þeir, sem eru enn að iðnvæða ísland. Rétt eins og iðnbyltingin kom til sögunnar í lok 18. ald- ar og einkenndi 19. öldina, þá hefur þekkingarbyltingin verið að koma til sögunnar í lok 20. aldar og mun ein- kenna þá 21. Á hverju ári margfaldast atvinna íslendinga af ótrúlegasta þekkingariðnaði af ýmsu tagi. Eftir sitja ýmsir byggðastefnumenn, verkalýðsforingj- ar, helztu afturhaldsmenn stjórnmálanna og ýmsir síð- búnir iðnbyltingarmenn. Þeir vilja reisa álver og orku- ver á Héraði, gulltrygg taprekstrarfyrirtæki, niðurgreidd af rafmagnsnotendum og lífeyrissjóðum. Söngkonan Björk og Guðjón í Oz vita, að Norsk Hydro selur álverinu hráefnið, kaupir afurðir þess, flytur hagn- aðinn til sin og ræður alveg, hvað íslenzkir lífeyrissjóð- ir fá fyrir eignaraðildina. Nútímafólk skilur, að á þekk- ingaröld þrífast álver helzt í þriðja heiminum. Á sama tíma og þekkingarfólkið er að fara inn í 21. öldina, sitja Halldór, Finnur og Siv á ofanverðri 18. öld og eru að búa sig undir iðnbyltinguna og 19. öldina. Það hefur því hver sín aldamót til að halda upp á um næstu áramót, hver eftir sínu stigi í þróunarbrautinni. Tíminn, hann er fugl, sem flýgur hratt. Hann flýgur kannski úr augsýn þér í nótt. Hann er fyrir löngu floginn frá þeim, sem eru enn að troða sér inn í 19. öldina. Jónas Kristjánsson Stríð og sjálfsmynd Stefna rússneskra stjómvalda 1 Tsjetsjeníu er eingöngu reist á hern- aðarforsendum. Vladimír Pútin for- sætisráðherra hefur ekki ljáð máls á pólitískri lausn og viðræðum við Alan Maskhadov, forseta Tsjetsjen- iu, eða foringja skæruliða. Það er mikil einioldun að skipta íbúum Tsjetsjeníu í tvo flokka, „hermdar- verkamenn" og löghlýðna Tsjetsjena, sem vilji að lýðveldið verði undir stjórn Rússa, eins og for- sætisráðherrann hefur gert. Staðreyndin er sú að fjöldi Tsjetsjena vill sjálfsstjórn og túlkar íhlutun Rússa sem hernám. Stuðn- ingur við skæruliða er vissulega mun minni en í fyrra Tsjetsjeníu- stríðinu á árunum 1994-1996, enda em Tsjetsjenar orðnir þreyttir á stjórnleysi og efnahagsöngþveiti. En hvernig er unnt að ætlast til þess, að þeir líti á Rússa sem frelsara eftir að hafa orðið fyrir hörðum loftárásum eins og undanfarnar vikur? Hemaðarstefna Rússa gengur út á að gera stórskotaliðsárásir á þorp og bæi, knýja íbúana til að reka skæruliða á brott og gera þannig rússneska hernum kleift að fara sínu fram án mót- stöðu. Fram að þessu hafa Rússar náð um 60 þéttbýlis- stöðum á sitt vald með þessum hætti. Hugmyndin er sú, að forðast mannfall í eigin liði svo að stjómmála- menn og almenningur í Rússlandi snúist ekki gegn stríðsrekstrinum eins og á árunum 1994-1996. Vinsældir stríðs Áhrifamestu fjölmiðlarnar í Rússlandi hafa verið mjög hallir undir stjórnvöld og stutt hernaðaraðgerð- imar í Tsjetsjeniu. Það sama má segja um megin- þorra rússnesks almennings og stjórnarandstöðuna. Pútin er orðinn langvinsælasti stjórnmálamaður Rússlands en hann var gjörsamlega óþekktur fyrir nokkrum mánuðum. Samkvæmt skoðanakönnunum hyggjast um 40% Rússa kjósa hann í forsetakosning- unum á næsta ári. Næstir í röðinni koma Gennadí Sjúganov, leiðtogi kommúnista, og Jevgení Príma- kov, fyrrverandi forsætisráðherra, en fylgi þeirra er mun minna eða um 10-15%. Þessi þróun er hættuleg: Það er ekki nóg með að flestir Rússar líti stríðsrekst- urinn í Tsjetsjeníu gagnrýnislausum augum heldur er sjálfsmynd þeirra farin að snúast um hann: Sam- kvæmt henni mun fulln- aðarsigur á vigvellinum marka upphafið að end- urreisn Rússlands sem stórveldis eftir niðurlæg- ingarskeið þessa áratug- ar. Jákvæða afstöðu rúss- neskra stjómmálamanna til hernaðaraðgerðanna má að miklu leyti rekja til kosningaskjálfta vegna þingkosninganna sem fara fram í næsta mánuði. Eitt dæmi þess er hentistefna Júrís Lúzhkovs, borgarstjóra í Moskvu, en hann fer ásamt Prímakov fyrir Föðurlandsflokknum, sem er mið-vinstra bandalag og spáð næst- mestu fylgi á eftir komm- únistum. Lúzhkov hafði áður lýst yfir því að Tsjetsjen- ar ættu að fá fullt sjálf- stæði en nú segist hann styðja stefnu Pútins í Tsjetsjeníu. Margir aðrir stjórnarandstöðuþing- skoðanir annarra menn hafa fallið fyrir sömu freist- ingum af ótta við fylgistap. Pólitískt úrræðaleysi Pútin stendur og fellur með stríðs- rekstri Rússa í Tsjetsjeniu, enda hefur hann getað sinnt litlu öðru síðan hann tók við embætti. En draga má sterklega í efa að Rússum takist að ná hernaðarmarkmiðum sínum í bráð. Engar orrustur hafa í raun enn verið háðar við skæruliða sem hafa haft hægt um sig og eru að safna birgðum fyrir veturinn. Rúss- ar eru vissulega með um 100 þúsund manna herlið í Tsjetsjeníu en að- búnaður þess er slæmur og birgða- flutningaleiðir ótryggar. Auk þess eru Rússar ekki þess megnugir að halda uppi svo stórum her í Norð- ur-Kákasus til langframa. Ört hækkandi olíuverð á heimsmarkaði hefur styrkt efnahagslíf Rússlands undanfarnar vikur en búast má við þvi að það komi að takmörkuðu gagni vegna þess hve stríðið í Tsjetsjeníu er kostnaðarsamt. Rússar segjast hafa umkringt um 80% af höfuðborginni Grosní og gera nú harðar stórskotaliðsárásir á hana. Síðan er ætlun- in að svæla skæruliða út úr borginni með sama hætti og annars staðar í héraðinu* Þeir segja að það verði gert án þess að gera innrás, eins og í fyrra Tsjetsjen- íu-stríðinu, en sú herferð mistókst gersamlega og kostaði þúsundir lífið. En þótt skæruliðar hafi ekki svarað stórskotaliðsárásum Rússa hafa þeir alls ekki gefist upp. Þeir eru að undirbúa sig undir langvinn- an hernað og þeir þekkja héraðið mun betur en rúss- neskir hermenn. Þeir eru auk þess á heimavelli í Suð- ur-Tsjetsjeníu, þar sem galllendi og dalir, henta þeim vel til skæruhernaðar. Og það er til marks um skammsýni Rússa að setja sakamanninn Beslan Gantamirov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra í stjórn Tsjetsjeníu á árunum 1994-1996, yfir rússneska leppstjórn í héraðinu. Hann var hliðhollur Rússum í fyrra Tsjetsjeníu-striðinu en var dæmdur árið 1998 í sex ára fangelsi fyrir að draga að sér fé sem nota átti til uppbyggingarstarfs í Tsjetsjeníu. Þessi ákvörðun sýnir að rússnesk stjórnvöld hafa ekki upp á neina trúverðuga pólitíska kosti að bjóða. Það er þeim mun átakanlegra fyrir þá sök að Tsjetsjeníu-deilan verður ekki leyst með hervaldi. Rússar eru greinilega staðráðnir í að knýja fram hernaðarlausn í Tsjetsjenfudeil- unni, enda hafa þeir ekki sett fram neina pólitíska kosti. Meginþorri Rússa styður enn hernaðaraðgerðir Rússa, sem eru réttlættar í nafni baráttu gegn hryðjverka- starfsemi, og stuðningur við Vladímír Pútin forsætisráðherra hefur stóraukist að undanförnu. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson Ábyrgð NATO í Kosovo „NATO verður að axla ábyrgðina á að ekki hefur tekist að vernda Serba og sígauna og halda í þann möguleika að Kosovo verði byggt mörgum þjóðar- brotum. Þess i stað hafa flestir Serbar flúið yfir til Serbíu eða safnast saman í nyrsta hluta Kosovo. Franskir yfirmenn NATO-sveitanna þar hafa rang- lega látið viðgangast óopinbera skiptingu svæðisins með vegartálma sem veldur því að ein helsta auðlind héraðsins, blý- og sinknáma og vinnsla, er í höndum Serba.“ Úr forystugrein New York Times 25. nóvember. Forréttindastefna „Fjarlægðin milli þeirra sem taka ákvarðanir og almennings er að aukast. Margir borgarar líta á stjórnmálamenn og embættismenn sem eigin stétt fjarlægja venjulegu fólki. Forréttindastefnan í þjóð- félaginu er grundvöllur fyrir siðleysi. Valdamann- irnir gera eins og þeir vilja og skapa sér sérstakan heim forréttinda og greiða. Betra eftirlit, skýrari reglur og aukin viðbrögö við siðleysi eru ráð gegn spillingunni. Eftir því sem fleiri borgarar fá að taka þátt í og fylgjast með stjórnmálunum og stjórnun þeim mun erfiðara verður fyrir valdhafana að skýla sér á gráu svæði svindlsins." Úr forystugrein Aftonbladet 25. nóvember. Dómurinn yfir Öcalan „Umheimurinn varð fyrir vonbrigðum og það ekki að ástæðulausu þegar áfrýjunardómstóllinn í hæstarétti Tyrklands staðfesti dauðadóminn yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan. Vonir eru nú bundnar við að tyrkneskir stjórnmálamenn skilji hversu mikilvægt það er, bæði vegna álits annarra á Tyrklandi og sambandsins við kúrdísku þjóðina og annarra í Tyrklandi, að fresta aftöku Öcalans um óá- kveðinn tíma. Þann tíma mun Tyrkland geta notað til að komast að því hvort þjóni hagsmunum lands- ins betur, að hefna sín á Kúrdaleiðtoga eða taka til- lit til pólítískra afleiðinga þegar til lengri tima er lit- ið.“ Úr forystugrein Aftenposten 26.nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.