Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 JCl'V’ lönd Reyfarahöfundur féll á reyfarakenndri lygi: Archer framkvæmir áður en hann hugsar Skyldi Jeffrey Archer geta bjarg- að sér úr klípunni sem hann er bú- inn að koma sér í, ef hann væri persóna í eigin skáldsögu? Ekki ólíklegt. En skáldskapurinn og veruleikinn haldast ekki alltaf hönd í hönd. Archer, sem situr í lávarðadeild breska þingsins fyrir íhaldsflokk- inn, neyddist tii að draga framboð sitt til embættis borgarstjóra Lund- úna til baka um síðustu helgi. Þá skýrði æsifréttablað frá því að Archer hefði beðið gamlan vin sinn um að ljúga fyrir sig eiðsvarinn i meiðyrðamáli sem hann hafði höfð- að á hendur öðru æsifréttablaði, Daily Star, fyrir tólf árum. í örmum vændiskonu Daily Star hélt því fram að kvöld nokkurt í september 1986 hefði Archer sængað hjá vændiskonunni Monicu Coghlan. Archer höfðaði skaðabótamál á hendur blaðinu og bað gamlan vin sinn, sjónvarps- myndaframleiðandann Ted Franc- is, um að segja að umrætt kvöld hefðu þeir snætt saman á veitinga- stað einum nærri Sloane Square. Archer var reyndar ekki með vændiskonunni þetta kvöld, heldur annarri konu, fyrrum aðstoðar- konu sinni, og vildi hann forða henni frá öllum vandræðum. Skemmst er frá því að segja að Daily Star var dæmt til að greiða Archer hálfa milljón punda i miskabætur fyrir fréttina og rúm- lega það í málskostnað. Blaðið vill nú fá peningana endurgreidda, og það með rentum. Frestur sem Archer hafði til þess að endur- greiða blaðinu alls þrjár milljónir punda rann út í fyrradag. Archer lýsti því yfir þegar á miðvikudag að hann myndi ekki verða við kröfu blaðsins. Atti ekki að gera þetta „Auðvitað hefði ég ekki átt að biðja Ted að hylma yfir fyrir mig, jafnvel þótt það sé hafið yfir allan vafa að ég var á veitingahúsinu þetta kvöld. Ég var bara að reyna að halda hlífiskildi yfir manneskj- unni sem ég var með,“ segir Archer núna. Reyndar var ekki þörf fyrir þessa fjarvistarsönnun Teds Franc- is þar sem rit- stjórar Daily Star sögðu að þeim hefði orðið á í messunni með dagsetningu fund- ar Archers og vændiskonunnar. Blaðið sagði að ástarfundurinn hefði farið fram deginum fyrr en fyrst var haldið fram. Sjaldan ein báran stök Jeffrey Archer hefur áður komist í hann krappan, og það oftar en einu sinni. Árið 1974, þegar hann var ungur og upp- rennandi þing- maður íhalds- fiokksins, lagði hann hálfa millj- ón punda í fyrir- tæki sem aldrei varð neitt úr og tapaði öllu. Þar sem gjaldþrot blasti við, sagði Archer af sér þingmennsku og fór að vinna fyrir fjölskyldunni með öðru móti. Hann gerðist rithöfund- ur. Fyrsta bókin sem hann sendi frá sér, Hvorki meira né minna (Not a Penny More, Not a Penny Less), sem skrifuð var á tíu vikum, varð metsölubók og fjölskyldunni var bjargað frá fjárhagslegu hruni. Vinir hans segja þó um hann að hann hafi varla verið læs og skrif- andi. Rak nú hver metsölubókin aðra, þar sem spilling, baktjaldamakk og pólitískt undirferli eru alls ráð- andi, og Archer varð vellauðugur fyrir vikið. Rithöfundurinn Jeffrey Archer: Hreinn snillingur - segir Björn Jónsson þýðandi „Archer er mjög góður rithöf- undur. Hann er frábær í að byggja upp sögu og láta hana enda á snúningi alveg i lokin. Hrein snilld," segir Björn Jónsson sem hefur þýtt fjórar bækur eftir Jef- frey Archer á íslensku. Bækumar sem Björn þýddi heita á íslensku Heiður í húfi, Hvorki meira né minna, Ekki er alit sem sýnist, og Banaráð. Þær komu út á árunum 1987 til 1990. Og eins og Bjöm orðar það, þá fjalla bækurnar um ýmsar flækjur í þéttbýli á Vesturlöndum. Þar eru svik og pólitískt undirferli snar þáttur. Þá hafa íslenskir sjónvarps- áhorfendur heldur ekki farið var- hluta af sögusnilld Archers, því að myndir gerðar eftir tveimur bóka hans hafa veriö sýndar í rik- issjónvarpinu. Hin fyrri, Fremst- ur meðal jafningja (First Among Equals), var sýnd í mars 1989 og hin siðari, Hvorki meira né minna (Not a Penny More, Not a Penny Less) var sýnd í mars 1993. Bjöm segir að Archer hafi ver- ið mjög þægilegur höfundur að þýða. „Hann skrifar mjög skemmti- legan texta. Hann var á réttri hillu sem rithöfundur og tókst ótvírætt að halda athygli lesand- ans. Það hefði mátt gefa meira út eftir hann þess vegna,“ segir Bjöm. Björn hafði ekki nein persónu- leg kynni af Archer á meðan hann glímdi við bækur hans. Til stóð að höfundurinn kæmi til íslands en ekki varð þó af því. Björn segist hafa bara fylgst lauslega með rithöfundarferli Archers eftir að síðasta bókin sem hann þýddi kom út. „Hann er snillingur og ég mæli með honum við hvern sem er. Hann skrifaði um svið sem hann þekkti vel og var trúverðugur í lýsingum sínum, hann var á heimavelli," segir Björn Jónsson, þýðandi Jeffreys Archers. Erlent frétta- Ijós f Efni í dálkaskrif mömmu Archer, sem er 59 ára gamaU, ólst upp i bænum Weston-super- Mare. Móðir hans, Lola, sá að mestu leyti ein um uppeldið þar sem faðirinn var iðulega að heim- an. Til að brauðfæða fjölskylduna tók Lola upp á því að skrifa dálk í dagblað bæjarins þar sem uppá- tæki Jeffreys litla voru oft aðalefn- ið. Frá níu ára aldri voru prakkara- strik hans undir smásjá almenn- ings og hann naut athyglinnar út í ystu æsar. Og lesendurnir fengu að vita að allt tU eUefu ára aldurs hafi Jeffrey litli aldrei farið seinna í rúmin en klukkan sjö. Árið 1955 gerðist atburður sem gamlir vinir Archers segja að hafi breytt lífi hans. Hann stakk sér í grynnri enda skólasundlaugarinn- ar og fór við það úr hálsliðnum. „Skyndilega breyttist hann í mann með brennandi metnað," seg- ir skólafélagi hans, Richard nokk- ur Benson, í samtali við Michael Crick, höfund ævisögu Archers. „Ég stend á því fastara en fótunum að það hafi orðið af því að hann datt á höfuðið," segir Benson. Kampavínið flæðir Á níunda áratugnum varð Archer eftirlæti ráðandi afla í Ihaldsflokknum. Hann varð þekkt- ur fyrir veislurnar sinar þar sem Krug kampavínið flæddi um allt og þar sem gestimir gæddu sér á fjár- hirðabökum. „Hann var út- hverfari en aUir aðrir,“ segir Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra, í endurminning- um sínum. „Hann bjó yfir gífurlegri orku. Hann var og er vinsælasti ræðu- maðurinn sem flokkurinn hefur nokkru sinni átt. Það kom hins vegar því miður á daginn að póli- tísk dómgreind hans var ekki jafnmikil og ork- an. Thatcher verð- launaði Archer fyrir gott starf í þágu íhalds- flokksins með því að gera hann að varaformanni ár- ið 1985. Aðeins ári síðar neyddist hann til að segja af sér vegna áð- urnefndrar Mon- icu Coghlan, vændiskonunnar sem enn einu sinni hefur skot- ið upp koUinum, þótt með óbein- um hætti sé, og gert pólitíska framadrauma Archers að engu. Vafasöm hlutabréfakaup Árið 1994 kom Archer sér enn einu sinni í vandræði. Þá komu fram efasemdir um kaup hans á hlutabréfum í Anglia sjónvarps- stöðinni þar sem Mary, eiginkona hans, var einn af æðstu yfirmönn- unum. Nokkrum dögum eftir hluta- bréfakaup Archers tUkynnti sjón- varpsstöðin að annað fyrirtæki hefði lýst áhuga á að kaupa það. Archer seldi hlutabréfm sín og hagnaðist um rúmar átta miUjónir króna. Hann þrætti fyrir að um innherjaviðskipti hefði verið að ræða en var þó ekki samkvæmur sjálfum sér þegar hann gaf skýring- ar á kaupunum. Ekki var gripið til neinna aðgerða gegn Archer fyrir kaupin. Mary, eiginkona Archers tU meira en þrjátiu ára, var vön að koma karli tU bjargar þegar hann komst i hann krappan áður. Ekki í þetta sinn. Engar Ijósmyndir Þegar Archer hafði lýst því yflr um síðustu helgi að hann væri hættur við borgarstjóraframboðið, ók Mary með hann til heimUis þeirra í Grantchester i Cam- bridgeskíri. í þetta sinn fengu ljós- myndarar ekki tækifæri tU að taka myndir af Archer með glæsUegri eiginkonunni. Mary hefur ávaUt haldið því fram að hún hafi staðið við bakið á eiginmanni sínum af því að hún vUdi það sjálf, ekki vegna einhverr- ar skyldurækni. Þau Jeffrey og Mary hittust í veislu fyrir 35 árum eða svo. Hún var þá aðeins nítján ára, afburða- nemandi í efnafræði við háskólann í Oxford. Hann var 24 ára. „Þetta var ekki ást við fyrst sýn, hann vakti miklu frekar forvitni mína,“ segir Mary þegar hún riíjar upp fyrstu kynni þeirra. Fyrirgefning syndanna Þau gengu í hjónaband þremur árum eftir fyrstu kynni. Hún hafði þú útskrifast úr háskólanum með tvöfalda gráðu. Hún viðurkenndi síðar að hún hefði verið aUt of ung en honum tókst að sannfæra hana um að ekki væri eftir neinu að bíða. Hún lét til leiðast. Kunnugir segja að þannig hafi hjónaband þeirra verið aUa tíð upp frá því. Mary gekk með síðari son þeirra þegar Jeffrey tUkynnti henni 1974 að hann hefði tapað öUu sparifé fjölskyldunnar, og meira tU. Eina skiptið sem Archer hefur beiðið eiginkonuna fyrirgefningar á öllum vandræðunum sem hann hefur ratað í var i tengslum við hlutabréfakaupin í Anglia. Ekki vegna þess að hann hefði gert eitt- hvað rangt, segir hún, heldur hins að málið kom henni líka i svo mikla klípu. Eða eins og Mary Archer segir: „Jeffrey er meira fyrir að fram- kvæma en að hugsa." Og það varð honum kannski að faUi. Byggt á Reuter, Sunday Times og BBC. Ted Francis, gamall vinur Jeffreys Archers, greindi frá því að rithöfundurinn og lávarðurinn hefði reynt að fá sig til að bera Ijúgvitni fyrir mörgum áru..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.