Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 14
14 %íoðanir LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 Skrípaleikir í læknadeild Ingvar Bjarnam prófessor í læknisfræði við Kings College í London, segir núverandi prófessora við læknadeild Háskóla íslands í þörf fyrir endurhæfingu um leið og hann gerir nokkrar athugasemdir við viðtal við Jóhann Ágúst Sigurðsson, forseta læknadeildar, sem birtist í DV fyrir hálfum mánuði Þaö var aldrei œtlun mín að flœkja mig í ein- hvers konar bréfaskrift- ir við lœknadeild þegar ég ákvað að segja skoð- un mína í viðtali við DVfyrir fjórum vikum enda gat ég ekki séð neitt ámœlisvert við það sem ég hafði að segja. í kjölfar viðtalsins var hins vegar viðtal við forseta lœknadeildar og prófessor í heimilis- lœkningum, Jóhann Ágúst Sigurðsson, sem virðist skynsamur ná- ungi. Þó sé ég mig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir við orð hans, vegna þess að í skjóli stöðu hans njóta þau nokkurs vægis. í grundvallaratriðum virðist Jóhann vera sammála flestum mín- um athugasemdum. Að minnsta kosti kemur ekki fram andstaða við þau meginatriði sem ég ræddi i viðtalinu. Hins vegar er metnaður hans í hróp- andi mótsögn við þá framtíðarsýn sem kollegi hans, Helgi Valdimars- son, hafði þegar hann var forseti læknadeildar. Fjöldaframleiðsla á nóbels- verðlaunahöfum eða metn- aðarleysi? Fyrir 6-7 árum buðum við, íslensk- ir læknar, Helga deildarforseta til London. Framtíðarsýn Helga (sem var sósíalisti af gamla skólanum og líklega einkar upptendraður þetta kvöld þar sem hann hélt erindi sitt á krá sem var á hæðinni fyrir neðan íbúðina þar sem Karl Marx bjó og starfaði í London) hvað þróun lækna- deildar við Háskóla íslands varðar, kom okkur öllum í opna skjöldu. Hann sá fyrir sér að læknadeildin heimti heim þá hæfileikaríku is- lensku lækna sem starfa erlendis, til að starfa við læknadeildina þar. Þar skyldi lagður grunnur að miðstöð vís- indalegrar afburðarhæfni sem stæð- ist samkeppni hvar sem er í heimin- um og fjöldaframleiddi nóbelsverð- launahafa. Hvilik andstæða þeirra lömuðu hugsjóna sem núverandi for- svarsmenn deildarinnar hafa þar sem akademískur metnaður virðist ná til þess eins að kenna nemendum á fyrstu stigum læknisfræðinnar og gera klínískar samantektir! Fyrir utan þetta metnaðarleysi var síðan eitt og annað 1 viðtalinu við Jóhann ónákvæmt, misvísandi og ómerkilegt. Klínískar skyldur íslenskra og enskra prófessora Hann byrjar á því að lýsa því yfir að hann vorkenni læknum sem helga líf sitt vísindastörfum. Ég get skilið sjónarmið hans, þótt ég sé ekki sam- mála þeim, en veit ekki að hverjum þeim er beint. Læknar sem stunda vísindastörf í Englandi, eins og ég sjálfur geri, eyða þremur dögum á viku (60% vinnuvikunnar) í klínísk störf. Flestir okkar stunda þijátíu legusjúklinga að staðaldri og tökum á móti sextíu göngudeildarsjúklingum á viku. Hins vegar eru íslenskir prófessor- Ingvar Bjarnason, prófessor í læknisfræði við King’s College í London. ar í mesta lagi með tiu legusjúklinga (stundum færri) og taka sjaldan á móti göngudeildarsjúklingum. Að halda því fram að það séu meiri kröf- ur gerðar til íslenskra prófessora í læknadeild til að stunda sjúklinga er því edger þvættingur. Ástæðan fyrir því að klínísk vinnuskylda á hvem prófessor í læknisfræði í Bretlandi er mun meiri en á íslandi er að hér em fjórum sinnum fleiri sjúklingar á hvem lækni. Sem dæmi má nefna að við King’s College era starfandi þrir meltingarsérfræðingar sem þjóna 250 þúsund manna svæði. Til að þjóna sama fjölda af Homo Nordicus á ís- landi era sérfræðingamir tólf. Það má vel vera rétt hjá Jóhanni að íslenskir sérfræðingar sinni fullt af sjúklingum, en það liggur í augum uppi að það gera þeir með því að vinna 1-2 daga í viku i einkageiran- um (sem hvorki nýtist sjúkrahúsun- um né Háskóla tslands). Það er ekki ólíklegt að þar með sé einmitt komin ástæðan fyrir litlum vísindalegum metnaði sumra læknaprófessora á ís- landi sem geta ekki treyst á grann- launin (sem era þau lægstu sem þekkjast í hinni siðmenntuðu Evr- ópu) til að framfleyta sér og sínum. Utanaðkomandi gæðanefnd Hvað „meðalmennsku” varðar þá verður að skoða þær athugasemdir í víðara samhengi. Það er jú stigskipt- ing í vísindalegum rannsóknum. Hvort heldur er á íslandi eða í Bret- landi þá höfum við vísindamenn klínískar skyldur, sem og símenntun- ar- og stjómunarskyldur, kennslu- skyldu við hjúkrunarfræðinga, fólk sem stundar rannsóknarstörf, lækna- nema, nemendur í framhaldsnámi (Msc, PhD og MD) auk þess sem við eram kallaðir til, til að halda fyrir- lestra heima og erlendis. Þessi vinna er talin sjálfsögð og kröfumar aukast eftir því sem menn gegna hærri akademískum stöðum. í Bretlandi verðum við sjálf að ganga frá um- sóknum um styrki til vísindarann- sókna þar sem nánast engir rann- sóknarstyrkir fylgja þeim stöðum sem við gegnum. Á fjögurra ára fresti er síðan feng- in utanaðkomandi nefnd til að meta gæði þeirrar vinnu sem fram fer í hverjum læknaskóla. Gæði vinnunn- ar era í auknum mæli (og í hlutfalli við hækkandi stöðugildi) metin eftir fjölda vísindagreina sem birtar eru, gæði þeirra vísindatímarita sem þær birtast í, rannsóknaferli þess vísinda- manns sem fyrstur er skrifaður fyrir hverri grein og því Qármagni sem tekist hefur að safna til vísindarann- sókna. Standi einhver deild skólans ekki undir kröfúm (nái 2 stigum eða minna af 5) lokar læknaskólinn þeirri deild og störf tapast. Ég er ekki í stöðu til að dæma vís- indavinnu á íslandi til hlitar. Hins vegar er það staðreynd að Birgir Guð- jónsson hefur ritað um rannsóknir sínar á vísindavinnu íslenskra lækna (Náttúrufræðingurinn 1999;69:19-26). Rannsóknin var gríðarlega yfirgrips- mikil og á Birgir lof skilið fyrir hana. Við lestur hennar veitti ég því sér- staklega athygli hversu varlega var farið í niðurstöður, en þó einkum því sem látið var ósagt i þeim. Frammistaða óásættanleg Eins og að framan segir er vísinda- vinna aðeins einn mælikvarðinn á hæfni prófessora. Engu að síður, og á það vil ég leggja áherslu, þá eru ein- kennilega fá nöfn á „topp 25 listan- um“ starfandi prófessorar í læknis- fræði á íslandi. Sumir af þeim pró- fessorum á íslandi sem sköraðu fram úr á „sínum tírna” fundust varla með- al fyrstu 250 mannanna á listanum og höfðu færri vísindaverkefni skráð en aðstoðarlæknar mínir. Flestir á list- anum era lægra settir vísindamenn, látnir, komnir á eftirlaun eða starf- andi erlendis. Það segir mér að nú- verandi prófessorar séu í bráðri þörf fýrir endurhæfingu. Þetta er ástæðan fyrir athugasemd minni um „litla“ vísindalega hæfni sumra þessara pilta og ætti að vera augljós hverjum þeim sem les grein Birgis. Um það hver ástæðan fyrir bragðdaufri frammistöðu þeirra er má líklega lengi deila. Hins vegar er frammistaðan óumdeilanlega undir því sem ásættanlegt er. Aldrei efasemdir um réttindi mín Jóhann ræðir lítillega um þær að- stæður sem vora í lífefnafræðinni þegar ég sótti um prófessorsstöðu þar. Þetta var viðkvæmt mál sem í mínum huga var vísbending um spill- ingu innan Háskóla Islands og metn- aðarleysi ýmissa starfsmanna hans. Öfugt við fullyrðingar Jóhanns var ég eini umsækjandinn sem hafði lokið æðri gráðu í lífefnafræði (Biochem- istry: Master of Sciencce, University of London 1984), en einhverjir af hin- um umsækjendunum höfðu náð sér í sérfræðingsréttindi í lífefnameina- fræði (Chemical Pathology). Hann heldur því fram að einhverj- ar efasemdir hafi verið um réttindi mín í lífefnameinafræði og og það valdið dómnefndinni áhyggjum. Hið rétta er að um þessi réttindi voru aldrei efasemdir þar sem ég hafði tek- ið mína MRCPath gráðu í lífefna- meinafræði nokkrum árum áður. MRCPath gráða er alþjóðlega viður- kennt próf og svo erfitt að aðeins ör- fáir íslendingar hafa náð þvi. Að gefa í skyn að ég hafi ekki náð þeirri gráðu, eins og Jó- hann gerir í sínu viðtali, er veru- lega móðgandi. Sá umsækjandi sem dómnefndin taldi hæfastan í stöðuna og sem á endanum fékk hana (um tíma; entist ekki árið) var innkirtlafræð- ingur en ekki líf- ethafræðingur. Jó- hann heldur því fram að mér hafi verið boðin staðan eftir að deildar- fundur fjallaði um umsóknirnar. Ég hef hins vegar aldrei fengið nein bréf þar að lút- andi frá Háskóla íslands. Um það leyti hafði ég reyndar skrifað rektor háskólans og dregið umsókn mína til baka. í bréfi mínu vakti ég máls á nokkrum mjög al- varlegum siðferði- legum spurning- um varðandi mat á umsækjendum og framkomu þá- verandi deildar- forseta. Eins og slæmt sirkusatriði Ég læt vera að fara út í smáatriði þar um, vegna þess að það er lang- dregin saga. Þó verð ég að segja að nokkur atriði reittu mig til mikillar reiði, ekki síst sú staðreynd að for- sendum fyrir vali á umsækjendum var breytt frá því sem hefðir höfðu skapast um hjá háskólanum - og eftir að umsóknarfresti lauk. Enn fremur hinar svívirðilegu til- raunir til að grafa undan Matthíasi Kjeld og bola honum í burtu úr hópi umsækjenda um prófessorsstöðuna. Til þess kynnti deildarforseti „æski- legt“ aldurstakmark (yngri en 50 ára) fyrir umsækjendur, sem hlýtur að vera kolólöglegt. Á þeim tíma var deildarforseti sjálfur kominn vel yfir fimmtugt. Ef hann var svo sannfærður um að mað- ur yfir fimmtugt gæti ekki svarað þeim kröfum sem gerðar voru til stöð- unnar svo vel færi, hefði hann sjálfur átt að sjá sóma sinn í að segja af sér, bæði sem deildarforseti og prófessor. Geðleikurinn sem var settur á svið í öllu þessu ferli minnti helst á slæmt sirkusatriði og fimm árum síðar er staðan enn þá laus. Það era margir mjög klárir og lús- iðnir vísindamenn starfandi við Há- skóla íslands sem rækja störf sín við óviðunandi aðstæður, án ásættanlegr- ar fjármögnunar, stuðnings eða hvatningar frá sínum félögum. Ég dá- ist að þeim fyrir trúmennskuna og er ekki að gagnrýna þá. Hins vegar era innan þessa kerfis lélegir, ófyrirleitn- ir, vanhæfir starfsmenn sem hugsa aðeins um að ota sínum tota. í Bret- landi eru slíkir menn fjarlægðir úr stöðum sínum. Þegar ég les viðtalið við Jóhann sýnist mér að núverandi stefna Háskóla íslands sé að lækka akademískar kröfur svo slíkir drag- bítar geti staðið undir þeim. Jóhann hefur hins vegar valdið til að gera strangari kröfur og ætti að ihuga að nota það vald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.