Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 16
16 j^eygardshornid LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 T>V Fjáröflunaraðferðir Háskóla Is- lands eru ekki til þess fallnar að auka hróður hans eða tiltrú fólks á því að þar sé um að ræða sjálf- stæða vísindalega stofnun sem hafi þekkingarleitina að leiðarljósi í öllum sínum verkum. Húsakost sinn fjármagnar Háskólinn með því að starfrækja fjárhættuspil víða um bæinn og hefur þannig fé af auðginntu fólki og er kominn langan veg frá því að starfrækja meinlítið happadrætti eins og var þegar ég var lítill. Þegar talsmaður Happadrættisins var spurður um þessa starfsemi i Degi nýlega hafði hann litlar áhyggjur af því að spilasjúkt fólk væri að fleygja sið- ustu aurunum sínum í vélar Há- skólans. Hann hafði nefnilega í höndunum bréf upp á það aö þetta væri í lagi. Sjálf Siðfræðistofnun Háskólans hafði sett heilan heim- speking í það að skrifa álitsgerð um málið og hann komist að þeirri niðurstöðu að starfsræksla spila- kassa væri í lagi. Ekki voru rök heimspekingsins tilgreind en það má láta sér detta í hug að hann hafi bent á að það sé í lagi að hagn- ast á veikleika fólks þegar svo mikilvæg og göfug starfsemi væri í húfi. Enda myndu bara aðrir - og jafnvel verri menn með verri mál- stað - verða til þess að starfrækja þessa starfsemi ef Háskólamenn hættu því. Hitt er kannski verra þegar sú mikilvæga og göfuga starfsemi sem stunduð er innan veggja Há- skólans fer að snúast í æ ríkari mæli um fjáröflun. Hlutverk Há- skóla er einungis eitt: að leita þekkingar, að varðveita þekkingu. Það er vafamál hvort það hlutverk samræmist vel því að deildir Há- skólans starfi eins og hver önnur fyrirtæki á hinum frjálsa markaði. Hugmyndir hljómar ekki illa: að koma þeirri miklu þekkingu sem býr í deildum Háskólans i verð. Að láta bókvitið í askana, hleypa hug- vitinu út í þjóðlífið, láta atvinnulif- ið njóta góðs af því mikla atgervi sem býr í því fólki sem starfar í Háskólanum, svo að þekkingin komi þjóðinni allri að notum og prófessoramir einangrist ekki í fílabeinsturnunum. Vísindin efla alla dáð. En kannski eiga prófessorar heima í filabeinstumum. Þaðan sést þó að minnsta kosti vítt yfir. Hvernig efla vísindin alla dáð? Með því að vísindamennirnir séu öllum hagsmunum óháðir og starfi ótruflaðir að æskilegum niðurstöð- um. Gallinn við þetta allt saman er sá að þótt „markaðurinn" sækist vissulega eftir þekkingu og þurfi sárlega á henni að halda, þá vill hann jafnframt hafa hönd í bagga með þeirri þekkingu: hann sækist sem sé ekki eftir hvers kyns þekk- ingu - allri þekkingu - heldur ein- ungis þeirri þekkingu sem honum kemur vel. Starfsemi Félagsvísindastofnun- ar hefur að undanförnu verið gott dæmi um þær ógöngur sem þessi stefna getur leitt háskólamenn út í. Stofnunin hefur leiðst út á þær ógæfubrautir að taka að sér að selja hagsmunaaðilum skoðana- kannanir. Framkvæmdin á þess- um könnunum virðist benda til þess að í raun sé verið að selja hagsmunaaðilum niðurstöðu - það sé verið að selja þjóðarvilja. Nú síðast var stofnunin þátttakandi í þrauthugsaðri gagnsókn þeirra sem vilja sökkva Eyjabökkum án þess að á undan fari lögformlegt umhverfismat. Samtök sveitarfé- laga á Austurlandi sem er helsti þrýstihópurinn í því að virkja í snatri fyrir austan lét Félagsvís- indastofnum gera fyrir sig skoð- anakönnun meðal þjóðarinnar um fyrirhugaðar framkvæmdir eystra og virðist eftir öllum sólarmerkj- um að dæma hafa haft hönd í bagga með því hvernig spurningar voru orðaðar - að minnsta kosti fengu sveitarstjóm- armennirnir þá niður- stöðu sem þeir höfðu óskað eftir: að þegar almenningur segðist vilja að umhverfismat færi fram áður en framkvæmdir hefðust þá hefði hann ekki hugmynd um hvað hann væri að biðja um. Spumingin sem ekki var lögð fyrir fólk í könnuninni var þessi: vilt þú að fram fari lögformlegt umhverfismat áður en ráðist verð- ur í Fljótsdalsvirkjun? Hins vegar var fólk spurt hvort það kynni skil á lögum um umhverfismat, sem er Guðmundur Andri Thorsson ámóta og að spyrja fólk um það hvort það hafi kynnt sér lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnu- stöðum og segja síðan að fenginni nið- urstöðu að þau lög séu þarf- laus. Þótt fólk vilji að stór- kostlegt jarð- rask og land- spjöll eins og vitað er að fylgja virkj- anaframkvæmdum fari eftir réttu og löglegu ferli - en sé ekki metið af framkvæmdaraðilum einvörð- ungu eins og raunin er um Fljóts- dalsvirkjun - er ekki þar með sagt að því beri einhver skylda til að þekkja það rétta og löglega ferli eitthvað sérstaklega. Það er eins og að ætlast til að það sé lítill Skipulagsstjóri ríkisins á hverju heimili. Gallinn viö þetta allt sam- an er sá að þótt „markaöur- inn“ sœkist vissulega eftir þekkingu og þurfi sárlega á henni aö halda, þá vill hann jafnframt hafa hönd í bagga með þeirri þekkingu dagur í lífi Leit að hreinum tóni - Sigurður Kristinsson píanóstillari vekur, syngur, stillir og eldar Sigurður Kristinsson píanóstiliari á yfirleitt annasama daga því mikil eft- irspurn er eftir þjónustu hans. Ég er mættur í vinnuna um leið og ég vakna því ég vinn hjá sjálf- um mér. Skrifstofan mín er eldhúsborðið heima í Laufbrekkunni og Opel Frontera sem er vinnubíllinn. Þennan hroflkalda vetrardag biðu mín nokkur verkefni. Það fyrsta var að laga kaffi og næsta var að vekja unglinginn á heimilinu eftir að hafa slökkt á fimm vekjara- klukkum í herbergi hennar. Þær höfðu ekki dugað til að vekja hana. Síðan er að drekka kaffið, koma unglingnum í skólann og líta síðan á dagskrá dagsins. Það tekur um það bil 1-2 klukkutíma að stilla eitt píanó svo á góðum degi kemst ég yfir að fara höndum um hér um bil 4 stykki. Fyrsta píanó dagsins Fyrsta píanó dagsins var á einkaheimili við Birkigrund í Kópavogi. Þar hef ég oft komið áður og þekki mætavel hljóðfærið sem hið vandaðasta að allri gerð. Það er nokkuð gamalt en hefur verið vel við haldið. Píanó eru til á fjölda heimila og sums staðar er lítið hirt um þau en flestir sem spila eitthvað sinna sínum píanóum ágætlega. Vanda- málið er það helst að erfitt er að fá stillingu á píanóið því við píanó- stiflarar erúm fáir og þar af leið- andi önnum kafnir. Neyðartilfelli Næsta píanó sem þurfti stilling- ar við var neyðartilfelli því það átti að nota til undirleiks við plötuupptöku um kvöldið. Það er því miður of algengt að píanóstill- arinn sé sá sem seinast er hringt í og iðulega hef ég stillt píanó á síð- ustu stundu fyrir mikilvæga tón- leika eða upptöku. I hádeginu skaust ég heim og hitti aldraðan heilsuveilan íöður minn sem ég held heimili með. Hann var sæmilega brattur eftir atvikum en hár blóðþrýstingur plagar hann i dag. Hann var hins vegar fínn í gær. Hjúkrunarfræðingur var í heim- sókn hjá þeim aldraða og hún bannaði honum að fara í sjúkra- þjálfun. Cheerios og jarðarför Ég fékk mér Cheerios á disk og kaffi í hádeginu en þurfti síöan að hafa fataskipti í hasti þar sem fyr- ir lá að mæta til jarðarfararsöngs. Ég syng annan bassa í karlakórn- um Fóstbræðrum og kórfélagar syngja oft við jarðarfarir og fer sá þáttur í kórstarfinu reyndar vax- andi. Ég rétt náði upp í kirkju á til- settum tíma og þar biðu félagar mínir ásamt organistanum og við fórum lauslega yfir þá sálma sem átti að syngja. Athöfnin fór vel fram enda Fóst- bræður þaulvanir eftir margra ára söng. Stillt í Breiðholti Næst var að þjóta heim, á lögleg- um hraða, hafa fataskipti og síðan beið eftir mér píanó i heimahúsi í Breiðholti sem þarfnaðist stilling- ar. Það sem þarf til að stilla píanó er næm heyrn og glöggt tóneyra. Einu verkfærin sem stillari þarf að hafa eru tveir þunnir gúmmí- kílar, stillilykill og tónkvísl. Af einhverjum ástæðum er samt verkfærataskan mín að minnsta kosti 15 kíló. Þetta skil ég ekki. Hinn hreini tónn Þegar þessari stillingu lauk taldi ég að vinnudeginum væri lokið en þá hringdi GSM-síminn einu sinni sem oftar á Breiöholts- brautinni og á hinum endanum var angistarfullur píanisti sem taldi sig greina óhreinan hljóm í hljóðfærinu sem hann átti að leika á um kvöldið. Þessu varð að bjarga og tók ekki langan tíma en píanist- inn hafði auðvitað rétt fyrir ser. Það er nefnilega bara einn tónn og hann er hreinn. Ég kom við í búð á heimleiðinni og keypti ýsu í matinn. Unglingur- inn fýldi grön við fiskinum þótt hún borðaði samt en pabbi var hæstánægður. Það verður þá bara pitsa á morgun. Með Aidu og Fóstbræðrum Eftir kvöldmat hefði verið gott að hvíla sig en það þurfti að skipu- leggja næsta dag og hringja í við- skiptavini á biðlista og bóka still- ingar. Biðlistinn nær orðið nokkuð fram á næstu öld. Þegar klukkan sló átta var ég mættur inn í Fóstbræðraheimili og byrjaður að æfa strófur úr Aidu ásamt 69 félögum mínum. Ekkert er eins afslappandi og að raula um stund á ítölsku hina íogru tónsmíð Verdis. Aida verður sýnd í febrúar og Fóstbræður verða þar í burðar- hlutverki. Tónelskur kórfélagi not- aði tækifærið og pantaði stillingu hjá mér fyrir jólin. Klukkan var að verða ellefu þeg- ar ég loksins settist í uppáhaldstól- inn minn fyrir framan sjónvarpið og náði ellefufréttunum. Það var ekkert að gerast í heiminum svo það lá beinast við að fara að sofa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.