Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 30"V Þar sem nektin fœr að njóta sín - DV á hnotskóg meðal nektardansmeyja og viðskiptavina þeirra Stúlkurnar sem sveifla sér á súlunum laða að sér einmana menn og ölvaða saumaklúbba. Nektardansstööum hefur fjölgað mikið í Reykjavík á skömmum tíma. Tilvist staðanna, réttindi og aðstœður starfsfólksins og flest sem varðar þessa fá- klœddu starfsgrein hef- ur valdið hávœrum um- rœðum og deilum í samfélaginu. Blaðamað- ur DV setti hvítt um hálsinn og brá sér af bœ eitt laugardagskvöld á vit nektarinnar. Það er laugardagskvöld í Reykjavík undir miðnætti og níst- ingskaldur vindur blæs miskunn- arlaust úr norðri. Hryssingslegar éljagusur skríða yfir flóann og ryðjast yfir stræti miðbæjarins og jólaskrautið yflr Lækjargötu berst umkomuleysislega í garranum. Þrátt fyrir það er víða fólk á ferli, pör og litlir hópar fólks sem öslar glaðbeitt áleiðis niður í miðbæ. Það verður ekki ráðið af klæða- burði þess að hitastigið sé langt undir frostmarki. Stúlkurnar eru i stuttum pilsum og flegnar niður á brjóst og herramir hneppa varla að sér jakka. Þessu fólki hlýtur að vera hlýtt hið innra, það hlýtur að loga eldur I æðum þess. Ég veit að áfengi víkkar háræðamar og eyk- ur tímabundið blóðstreymi til út- limanna. Það gæti verið skýringin. Förum á Clinton Inni á Hlöllabátum á Lækjar- torgi er hlýtt og notalegt en fáir viðskiptavinir orðnir svangir enda nóttin enn mjög ung. Tveir hör- undsdökkir menn panta New York bát og masa saman á einhverju óskiljanlegu slangri. Síðhærður maður og kona með svartan vara- lit bíða eftir afgreiðslu. Lágvaxinn maöur leiðir konu sem er höfði hærri en hann. Þau stefna i kvos- ina og gleðin skín úr andlitum þeirra. Ég sting mér yfir Aðal- strætið, inn Fischersundið, fram hjá líkkistuvinnustofunni og tek vinkifbeygju inn skuggasund og kný dyra á Club Clinton sem er einna umtalaðastur þeirra sjö nektarklúbba sem starfa í Reykja- vík.. Það kostar 500 krónur á mann inn en þaö koma vöflur á manninn í dyrunum þegar ég bið um nótu fyrir aurunum. Á endanum segir hann mér að fá nótuna á barnum. Þegar inn er komið gengur maður upp tvö þrep og kemur inn í rými þar sem er stór hornsófi og einn hægindastóll. Inn af því er enn stærra rými. Það er nær fyllt upp af sviði eða dansgólfi sem er í ríf- lega eins metra hæð yfir gólfi og lagað eins og bryggja sem gengur fram á gólfið. Fremst á sviðinu er súla úr ryðfríu stáli, ca 5-6 cm í þvermál. Með fram sviðinu eru kollstólar þétt við það og framan á sviðinu er brík sem hægt að að leggja frá sér glas á. Þarna er líka svolítill bar og nokkrir hæginda- stólar og tvö lítil borð sem tveir stólar eru áfastir við. Ég fer á barinn og fæ nótu fyrir aðgangseyrinum. Vertinn lítur á mig eins og ég sé áreiðanlega frá eftirlitmu eða eitthvað þaðan af verra. Eru ekki allir hressir? Öðrum megin við sviðið sitja fnnm ungir menn í röð. Þeir eru glaðir, tala hátt og skála í bjór sem þeir drekka úr flöskum. Andspænis þeim sitja tveir miðaldra menn í djúpum samræðum og gefa engan gaum að umhverfmu. Við annað litla borðið situr ungur maður og stúlka á bikini. Þau drekka. í hæg- indastólunum og homsófunum frammi sitja fáklæddar stúlkur sem ég geri ráð fyrir að séu nektardans- meyjarnar. Þær eru yfirleitt fá- klæddar, á bikini eða ígildi þess þó klæðnaður þeirra minni lítið á sundfot. Þær eru flestar hörunds- dökkar, alveg frá ljósleitum mokka- lit yflr í þeldökkt. Þetta era glæsi- lega vaxnar stúlkur, grannar og stæltar og bera sig vel. Sumar þeirra ganga um gólf og virða við- skiptavini fyrir sér en aðrar sitja og bíða og virðast vera hálfleiðar. Það er sæmilega bjart þama inni, frekar lágvær tónlist og það er vel hlýtt sem er skiljanlegt í ljósi þess hve starfsfólkið er fáklætt. Ég kasta tölu á hópinn. Inni eru 9 viðskipta- vinir og 11 aðgerðalausar dansmeyj- ar. Monica mætir á svið Senn dregur til tíðinda. Kynnir ræskir sig í kallkerfið og boðar komu Monicu á sviðið. Monica er ljóshærð og grannvaxin. Hún stíg- ur dansinn vasklega og fer I flestu eftir hefðbundum vinnuaðferðum nektardansmeyja. Hún sveiflar sér kringum súluna með fæturnar þétt upp við hana. Hún snýr baki f súl- una og nýr sér upp við hana með lostafullu látbragði. Hún grípur fast um súluna og hallar sér aftur uns hún horfist í augu við við- skiptavinina á höfði. Dans hennar og allra annarra sem ég sé fremja list sína þetta kvöld skiptist í tvo hluta. Fyrst er leikið tiltölulega fjörugt lag sem gefur meynni færi á að dilla sér taktfast. Síðan er leikið annað lag sem er heldur ró- legra og við undirleik þess verða hreyfingar dansmeynna munúðar- fyllri og þær enda jafnan á því að fara úr öllum fötunum og stíga dansinn á Evuklæðum um stund í lokin. Má ég sjá þetta betur? Monica vekur athygli piltanna fimm. Þeir færa sig nær borðinu og fylgjast grannt með hreyfingum hennar. Einn þeirra setur upprúll- aðan þúsundkall milli tanna sér og það vekur mikla kátínu þegar Monica skríður á fjórum fótum og bítur í hann og hefur á brott. Einn gestur sest við enda sviðsins og Monica brosir blítt til hans. Þegar hún er komin úr öllum fötunum færist fjör í leikinn. Piltarnir hvetja hana með lófataki og hún lætur ekki sitt eftir liggja heldur veltir sér á sviðinu rétt við andlit þeirra og strýkur kynfæri sin og líkama með eggjandi hreyfingum. Hún skríður á fjórum fótum alveg að manninum sem situr við svið- sendann og hvíslar einhverju í eyra Hans. Einn mannanna sem situr við hlið sviðsins notar tæki- færið og leggst fram á borðið og setur andlitið fast við þjóhnappa konunnar sem ber hæst á líkama hennar í þessari stöðu. Frá mér séð lítur þetta út eins og hann sé að leita að einhverju. í 3-5 sentímetra fjarlægð Stúlkan snýr nú athygli sinni að þessum frakka hópi og ekur sér sem ákafast á sviðsbrúninni fyrir framan þá. Ég sé ekki að þeir snerti hana nokkum tímann en þegar leikurinn stendur sem hæst er fjarlægðin frá óvörðum kynfæram hennar að and- liti ákafs viðskiptavinar ekki nema um 3-5 sentímetrar. Hún fær gott klapp að loknum dansi og tínir nokkra 500 kalla upp af sviðinu að launum. Miðaldra maður, grannur og harð- leitur með brilljantín í hárinu kemur inn. Hann er í dökkum jakkafótum og hvítri skyrtu með mjótt svart bindi. Þeldökk stúlka í bikini vindur sér kunnuglega að honum. - Viltu koma með mér upp, segir hún og mælir á ensku. Hann hristir höfuðið, fer á barinn, sest við sviðsbrúnina og spjallar við enn dekkri stúlku sem hann býður fljótlega upp á glas. Það kostar 2500 og menn njóta félagsskapar stúlkunnar á meðan. Af þessu dreg ég þá ályktun að hann hafi ákveöið að breyta til. Bridgeklúbburinn kominn Nú ganga skyndilega í salinn fjór- ir miðaldra karlar. Þeir eru í þéttreimuðum yfirhöfnum, vel klæddir, einn með vandaða hár- kollu og standa fast saman og horfa flóttalega í kringum sig. Sennilega bridgeklúbbur sem hefur ákveðið að láta slag standa og trompa hátt í lok kvöldsins. Þeir eru svo stressaðir að þeir snúa sér undan þó ný dansmey á sviðinu sé algerlega berstrípuð í glæsilegri sveiflu kringum súluna. Bridgeklúbburinn sest um líkt leyti og enn ein mærin stígur á svið. Þessi heitir Galaxy og hefur greini- lega farið á sama dansnámskeiðið og hinar. Hún skríður um sviðið á Qórum fótum og otar sléttrökuðum sköpum sínum ítrekað að bridgeklúbbnum en þeir sitja líkt og steinrunnir og hafast ekki að. Þá tekur ungur maður í peysu sig til qg fer að henda handfyllum af 500 króna seðlum inn á sviðið. Hvar er fúttið? - Fáum svoldið fútt í þetta, hróp- ar hann og sækir fleiri seðla á bar- inn. Vertinn sækir þá í kassann og virðist rétta honum bunkann án þess að telja. Hann stráir þeim kringum súluna yfir meyna sem engist líkt og i lostaflogi á gólfinu. Þetta vekur mikla gleði í hópi hinna stúlknanna sem klappa ákaflega og æpa af fögnuði. - Sýndu þessum körlum hvernig á að gera þetta, kalla þær og ein þeirra fer á barinn og sækir glas handa piltinum og færir honum við sviðið. Þegar dansinum lýkur liggja 16-20 þúsund krónur í gólfinu og dansmærin kraflar þá saman ásamt nærhaldi sinu og hverfur á braut. Allt þetta sjónarspil haggar ekki bridgeklúbbnum sem virðist stað- ráðinn í að slá ekki peningum í borðið að þessu sinni. Pilturinn örláti fer á barinn og stendur þar í miklu þrefi við vert- inn. Á sitt hvorri öxl hans hanga dansmeyjar sem vilja sýnilega njóta örlætis hans likt og stallsystir þeirra. Eftir mikið þras og hausa- hristingar hverfa vertinn og piltur- inn út i myrkrið. Ég ákveð að hverfa á braut líka og verð þeim samferða út á Ingólfstorg þar sem þeir fara saman í leigubíl - piltur- inn talsvert æstur en vertinn heldur rólegri, á skyrtunni. Gleðin eykst Næst liggur leiðin á Maxim’s í Hafnarstræti sem sérfræðingar mínir í næturlífi höfuðborgarinnar hafa sagt mér að sé botninn í þess- um kima næturlífsins. Það er kom- in talsverð sveifla í nóttina köldu. Það liggur óþreyja í loftinu, strætin iða af drukknu fólki á öllum aldri og langar biðraðir eru fyrir utan Kaffi Reykjavík, Hlöllabáta og Café Victor í Hafnarstræti. Út um glugg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.