Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 33
JjV LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 33 brídge Orbis heims- meistarakeppnin 2000 Tvö síðustu liðin til þess að vinna sér þátttökurétt í heimsmeistara- keppninni áriö 2000 voru Pakistan og S-Afrika. Þar með hafa 20 þjóðir öðlast þátt- tökurétt en keppnin hefst 7. janúar árið 2000 og er spilað á Bermúda. Spil- að er um hina frægu Bermúdaskál en fyrst var spilað um hana árið 1950. Þjóðimar sem hafa þátttökurétt eru þessar: Frá svæði 1: Ítalía, Svíþjóð, Noregur, Búlgaría, Frakkland, Pólland. Frá svæði 2: USA 1, USA 2, Bermúda, Kanada. Frá svæði 3: Brasilía, Argentína. Frá svæði 4: Pakistan, S-Afríka. Frá svæði 5: Guadalube Frá svæði 6: Kína, Formósa, Indónesía. Frá svæði 7: Ástralía, Nýja-Sjáland. Einnig er spiiað um Feneyjabikar- inn í kvennaflokki. Úrslitaleikurinn á svæði 4, milli Pakistans og S-Afriku, varð enda- sleppur því stuttu eftir að hann hófst fékk einn af liðsmönnum Pakistans hjartaslag og var einvíginu hætt og bæði lið úrskurðuð sigurvegarar. Pakistan gerði vel að komast til Bermúda án þess að hafa hinn fræga Zia Mahmood innanborðs, en Zia er nú bandarískur ríkisborgari og kepp- ir reyndar fyrir Bandaríkin um Bermúdaskálina. Við skulum skoða spil sem réð úr- slitum milli Pakistans og Indlands og sæti 1 keppninni um Bermúdaskálina. í lokaða salnum höfðu Indverjarnir stoppað í geimi eftir að vestur hafði opnað á þremur spöðum og suður sagt þrjú grönd. V/N-S 4 D1098762 <* K6 -f G7 * 95 ♦ A53 •» DG4 ♦ D1052 ♦ D106 * - 4* A10987532 ♦ 94 * 873 4 KG4 ♦ AK863 * AKG42 Menn biðu því spenntir þegar spil- ið kom upp á Bridge-Rama. Eins og í lokaða salnum opnaði vestur á þremur spöðum en Nafis Jafer frá Pakistan var ekki á þeim buxunum að reyna ekki við slemmu. Sagnimar þróuðust samt ótrúlega: Vestur Norður Austur Suður 34 pass pass 4 grönd pass 5 4! pass 7* pass pass dobl pass pass pass Fjögur grönd lýstu sterkri láglita- hendi og norður var vel með á köttinn þegar hann sagði frá spaðafyrirstöð- unni. Þegar suður stökk síðan í 7 lauf bjuggust flestir við því að norður myndi breyta í 7 tígla. Hann gerði það hins vegar ekki og má vera að suður hefði átt að segja 5 ________ sviðsljós grönd við 5 spöðum til að lýsa jafn- sterkum láglitum. Vonbrigði áhorfenda frá Pakistan vom mikil því ljóst var að það vora bara 12 slagir í sjö laufum þar sem 13 vom upplagðir í 7 tíglum. En þá kom austur á óvart með því að dobla sjö lauf. í þessum stöðum þýðir doblið fyrst og fremst að engin framtíð sé í spaðaútspili og vestur var með það á hreinu. Pakistanar eygðu nú von því norður gat nú breytt í sjö tígla. Hann var hins vegar ekki á þeim buxunum og vestur bjó sig undir að spila út. Hjarta virtist sjálfsagt útspil eftir Umsjón Stefán Guðjohnsen doblið og stuttu síðar birtist hjarta- sexið á borðinu. Menn trúðu ekki sínum eigin aug- um og útskýrendur voru fljótir að benda á aö vestur myndi lenda í há- litakastþröng. Það gerði hann lika svo sannarlega og Pakistan græddi 17 impa á spilinu og sæti í úrslitunum. Það var undarleg ákvörðun hjá vestri að spila undan hjartakóngin- um. Það gat bara blekkt makker sem hafði þó beðið um hjartaútspilið. Doblið hjá austri var hins vegar alveg út úr kortinu því hann vildi ekkert nema spaða út. Rauðagerði 26,sími 588 1259 r Utsala r Utsala á vönduðum vörum í Rauðagerði 26 í dag, laugardag, frá kl. 10-18. 25-80% afsláttur Flíspeysur, dragtir, peysur, buxur, jakkar, pils. Bolir frá 500. Buxur, peysur og pils frákr. 1200. Loksins kyssast Mulder og Scully Sjónvarpsþáttaröðin um X-Files hefur átt ríkan þátt í að ala á of- sóknaræði, samsæris- kenningum og hjátrú meðal annars vel upp- lýstra nútímamanna. Þættirnir eru íslend- ingum að góðu kunnir og hinir vösku rann- sóknarmenn Mulder og Scully hafa verið heim- ilisvinir margra árum saman. í rúm sjö ár hafa Mulder og Scully sent hvort öðru þýðingar- mikið augnaráð og stundum hefur verið gefið í skyn að milli þeirra neist- aði meira en almennt gerist milli tveggja fagmanna á vettvangi. Það hefur semsagt legið snefdl af róman- tík í loftinu. Stundum hafa varir þeirra næstum mæst, sérstaklega í senum sem síöar reynast vera draumur eða ein- hverjir órar af völdum geimvera. Vonbrigði áhorfenda hafa því oft ver- ið sár og mikil enda sýnast Mulder og Scully sköpuð fyrir hvort annað. Hann er kynlífsfikill og hún er læknir. Þetta getur ekki verið betra. Nú berast þau tíðindi vestan um haf að framleið- endur þáttanna hafi ákveð- ið að peppa þá upp með því aö láta til skarar skríða. Parið mun samein- ast í eldheitri kossasenu í þætti sem þegar er kominn í framleiðslu. Það eina sem kemur í veg fyrir að þetta hitti í mark eru stöðugar fréttir af ósamkomulagi Gillian Anderson sem leikur Scully og David Duchovnys sem leikur Mulder. sér Sófar • stólar Svefnsófí Fedra 182.000,- kr. höfðatúni 12 105 reykjavík sími 552 6200 552 5757 hus gogn KLAUSTRÍD ANNO MCMXCIX Forrittir Munkabaconpylsur á baunabeði með rauðlauk og bahamvinaigrette kr. 890 Humar i skel með reyktum lax, perlulauk og bvítlaukssmjöri kr. 1090 Granmetissoð með sjávarrétturn ogferskum kryddjurtum kr. 790 Caniloni með kjúkhnga chilifyllingu, parma sen sígaunas&suog beurre blanc kr. 950 Blandaður skelfiskur i kjúklingasoðsósu kr. 850 Aðalréttir Hnetulambafillet með tómötum, hvítlauk og tricastin kartöfium kr. 1950 Lax á rauðvinsrisotto með fersku estragoni og diUi, sitrónu og sellery kr. 1370 GrisamedaUur á bacon sveppabeði með sykurkáli og andarlifraterrine kr. 2050 Gufitsoðin lúða með kartöjlugratin, paprikusósu oggreenmeti kr. 1450 Oriental marineraður kjúklingur með kartöfluflögum, fersku salati og marineruðum perum og eplum kr. 1550 Nautalundir með sultuðum bvítlauk, smjörsteiktum sveppum og kartöflugratin kr. 2850 Snöggsteiktar lambasneiðar i rauðvínssósu með granmeti og kartöflum kr. 1650
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.