Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 37
1 3~\7' laugardagur 27. nóvember 1999 ifíelgarviðtal « ' Friðgeir á gönguferð um Laugardalinn ásamt Erró, ríflega tveggja ára Labradorhundi, sem er leiðsöguhundur hans. Rata blindandi um hverfið Friðgeir býr innarlega á Kleppsveg- inum ásamt Rögnu eiginkonu sinni sem vinnur á Hrafnistu, dóttur þeirra Helenu og bamungri dóttur hennar. Þeir félagar hann og Erró fara í reglu- legar gönguferðir bæði út í búð og þess háttar en einnig heilsubótar- og æf- ingagöngur um hverfið og allt inn í Laugardal. „Þetta hefur gengið ágætlega fyrir okkar fram að þessu. Þegar við höfúm lent í vandræðum þá er það mér að kenna. Ég er búinn að búa héma í hverfmu í 22 ár, fyrst í Efstasundi í 19 ár en flutti hingað á Kleppsveginn fyr- ir 3 árum. Ég get því með réttu sagt að ég rati blindandi héma um hverfið en þetta tekur tíma.“ Friðgeir segir að gönguferðimar séu þannig í senn heilsubót fyrir hann og æfing fyrir hann og Erró. Norskur þjálfari lagði siöustu hönd á þjáifún Emó og tók hann út sem leiðsöguhund ef svo má að orði komast og gaf honum góða einkunn. „Ég þarf að æfa mig betur. Mér hættir enn til þess að beygja inn í botn- langa eða inn um útkeyrslur og er lent- ur inn i garð hjá fólki hvað eftir ann- að. Menn em boðnir og búnir til að hjálpa og mér finnst ekkert óþægilegt að biðja um hjálp.“ Bókadómur um hljóðbók Dæmigerður dagur hjá Friðgeiri og Erró er upptekinn af því að kemba Erró á svölunum, fara með hann út svo hann geti gert stykki sín og síðan em yfirleitt tvær gönguferðir á dag. Þjáifari Errós er hættur að koma en umferlisþjálfarinn kemur nær á hveij- um degi og fer með þeim félögum í gönguferð. Friðgeir notar mikið hljóðbækur fyrir blinda og þegar við hittum hann er hann nýbúinn að lesa bókina Ámi á Hlaðhamri, glænýja skáldsögu eftir Bjöm Th. Bjömsson og ætlar reyndar að mæta í sjónvarpsþátt á Skjá einum til að segja álit sitt á henni. „Þetta er tilraun hjá útgefandanum að gefa hana út á snældum um leið og pappír. Mér finnst gaman að prófa þetta. Maður verður að taka með opn- um huga því sem að höndum ber. Það er vonlaust að sitja aðgerðalaus heima. Ég hef sótt mikið í Blindrafélagið og tekið þátt í allri félagsstarfsemi sem þeir bjóða upp á en síðan ég fékk Erró Erró er fyrsti blindrahundurinn á íslandi í meira en 30 ár. Starfsævi slíks hunds getur verið um 10 ár. DV-myndir Teitur hef ég verið talsvert upp- tekinn." Sjómaðurí 34 ár Friðgeir var til sjós á ýmsum skip- um í samtals 34 ár og segist hafa verið bæði háseti, stýrimaður, skipstjóri, vélstjóri, kokkur og hvað sem er. „Ég var lengi á togur- um, bæði Bjama Ben, Ottó N. Þor- lákssyni og Sólberginu frá Ólafsfirði þar sem við bjuggum við í átta ár en síð- asta skipið sem ég var á var Andey BA. Ég hafði engin réttindi til neins, hætti í skól- anum þegar ég var næst- um búinn með punga- prófið fyrir mörgum árum.“ Andeyin var seld 1997 og Friðgeir var í landi milli skipa þegar frændi hans fékk hann með sér í vinnu hjá Klæðningu og þar vann hann bæði við byggingu vamargarða gegn snjóflóð- um fyrir ofan Flateyri og síðan við Gilsfjarðarbrúna og kunni ágætlega við starfið. Hann segir að tryggingar hafi verið í góðu lagi en enn er ekki búið að meta endanlega örorku Friðgeirs og hann á eftir að fara í aðgerðir bæði á öðrum fætinum og einnig til þess að laga ann- að raddbandið sem lamaðist að mestu við slysið. Fyrir slysið var Friðgeir maður sem naut útivistar og hefúr reyndar prófað að fara í fjallgöngu eft- ir slysið. „Ég fór í göngu norður í landi með vinum mínum sem vom að fara að gera við gamlan gangnamannakofa. Þaö var talsvert erfitt því maður hreyf- ir sig auðvitað ekkert úti í náttúrunni án þess að einhver leiði mann. En maður nýtur návistar hennar þótt maður sjái ekkert." Friðgeir segist ekki enn vera farinn neitt að hugsa um vinnu fyrir alvöru en nefhir bæði vinnustaði eins og Burstagerðina, sem Blindrafélagið rek- ur, en nefnir það einnig að ef fyndist rúm fyrir starfskrafta hans í Hampiðj- unni gæti hann vel hugsað sér það. „Ég hef mikið handleikið net og troll ) um dagana og kannski get ég eitthvað | af því án þess að sjá.“ Maður er einn í myrlcrínu Friðgeir gerir að gamni sínu um ástand sitt og segir að það missi eng- inn kímnigáfuna þótt hann glati sjón- inni en lífið er ekki eintóm gleði. „Stundum stend ég héma heima hjá mér og teygi hendumar í aliar áttir en fmn ekkert og veit varla hvar ég er. Það getur komið yfir mann mikil ein- semd og ótti við þessar aðstæður. Ég sætti mig auðvitað aldrei við að vera blindur og þó maður sé oft umkringd- ur af fólki þá getur maður verið ótrú- lega einn í myrkrinu. Venjulegt fólk talar svo mikið saman með augunum. Verst er að vera í fjölmenni því þá er svo erfitt að átta sig í kliðnum. Það dugir samt ekki að sitja heima einn því maður verður að fara út og leita fé- lagsskapar. Fyrsta skilyrðiö er að vera jákvæður og reyna að læra á þessar nýju aðstæður. Sá sem er neikvæður og vorkennir sjálfum sér lærir aldrei neitt. Með þvi að vera jákvæður og beijast áfram getur maður ef til vill endur- goldið þá hjálp sem aðrir blindir hafa veitt mér.“ -PÁÁ r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.