Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 38
46 J ikynjamunur LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 DV - skyggnst unriir skelina Konur eru ekki eins og karlar og karlar eru ekki eins og konur. Þetta vita allir. Flestir vita aö konur og karlar eru ólík aö ýmsu líkam- legu leyti. Því veröur ekki breytt. Hinu vilja margir trúa aö frá nátt- úrunnar hendi sé and- legt atgervi kynjanna jafnmikið og því séu engar forsendur til ann- ars en aö jafnrœöi ríki á flestum sviöum. Þeir sem trúa á fullkomið jafnrétti skulu hvattir til þess að fylgja sannfæringu sinni eins lengi og skynsamlegt er. Hitt er svo annað mál að þegar skyggnst er undir höfuðskelina á heilann sem stjómar öllum mann- anna gerðum og ákvarðar getu hvers og eins til alira hluta, kemur í ljós aö milli karls og konu er mik- ill munur. Lítum á nokkur atriði: Á besta aldri í undirstúku heilans verða til hormónar sem stjóma kynhvöt okk- ar. Þar er örlítið líffæri í lykilhlut- verki sem heitir golgiílétta og er kennd við italskan visindamann sem fékk Nóbel 1906. Þessi flétta er stærri í körlum en konum þegar þeir em um 16 ára en á efri árum snýst þetta við og um fimmtugt er þessi flétta stærri í konum en körl- um. Viltu lækka í heilanum er að finna taugagripl- ur sem gegna því hlutverki sérstak- lega að skilgreina hvað okkur finnst . vera óþægilegur hávaði. Þessar griplur em mun smærri i körlum en konum. Þess vegna vilja þeir kynda þungarokkið en þær slaka á með Whitney Houston. Ég vann Sjónstöðvar heilans eru stærri í körlum en konum og þess vegna bregðast þeir hraðar við hlutum á ferð. Það skýrir hvers vegna karlar vinna konur í tennis og áþekkum boltaleikjum. Þess vegna keppa karlar og konur ekki í sama flokki í þessum iþróttum. Það skýrir samt ekki skiptingu milli kynja í skák. Ekki hreyfast taflmennimir svo hratt. Hvað meinarðu? í ennisblöðum heilans era stöðv- ar sem stjóma því hvemig við bregðumst við gagnrýni. Karlar beita því hægra meira en konur og það ýtir undir tilfinninguna að þeir standi einir gegn heiminum og veröi að berjast fyrir afstöðu sinni. Konur beita hinsvegar þvi vinstra sem dregur úr árásargimi. Þetta gildir ekki endilega í heimiliserjum þar sem konur geta varið hlut sinn af mikilli hörku þó þær láti sjaldan hendur skipta. 2,5 sinnum áhugasamari Undirstúkukjami í svokölluðum framanvíxlareit heilans sér um dæmigerða kynhegðun karla og er 2,5 sinnum stærri í körlum en kon- um. Hann inniheldur fleiri frumur T næmar fyrir karlhormónum en nokkur annar hluti heilcms. Þegar við hugsun og tilfinningar. Þessi rýmun veldur því skapstyggð og öðrum breytingum á persónuleika. Hjá konum rýma með aldri þau svæði sem fást við minni og áttun- arhæfni. Þær eru því líklegri en karlar til að eiga erfitt með að rata og muna þegar þær eldast. Tveggja vasaklúta mynd Karlar hafa færri móttökustöðvar í randkerfi heilans en konur. Rand- kerfið stjómar geðshræringum og þess vegna verða karlar svona æstir við að taka þátt eða horfa á íþróttir og geta reytt í sundur húsgögn fyrir framan sjónvarpið. Vel tengt rand- kerfi kvenna orsakar að þær gráta frekar í bíó en karlar sem vola sjaldnar þar þó það sé dimmt. Ég veit hvar þetta er I ennisblööum heilans er því stjómað hversu hvatvisir menn eru og viljugir að taka áhættu. Þetta svæði er minna í körlum en konum. Þeir eru því viljugri en konur að taka áhættu og síður viljugir til að hætta við það sem þeir eru byrjaðir á þó það gangi iila. Þetta til dæmis gerir að verkum að karlmaður spyr aldrei til vegar heldur þrjóskast við þar til hann rambar á staöinn. Kvenleg hugsun eða karlleg Rannsóknir sýna að karlar og konur nota heilann á mismunandi hátt. Þegar konur leysa flókin hugs- unarverkefni hneigjast þær til að nota báða helminga heilans til að leysa þau en karlar nota hins vegar oft aðeins þann helming sem hæfir best til verksins. Þetta virknimynst- ur gefur til kynna að konur hafi að sumu leyti víðari yfirsýn, taki fleiri þætti með í reikninginn þegar þær taka ákvarðanir. Karlar hafa hins- vegar meiri einbeitingu. Byggt á Men’s Health nóvember 1999 og Kortlagning hugans eftir Ritu Carter. Mál og menning 1999. Hvaða lykt er þetta? þetta svæði er örvað í karlöpum fá þeir ofsafenginn áhuga á hvaða ná- lægu kvendýri sem er. Hljómar þetta kunnuglega? Maðurinn minn skilur mig ekki Hæfileikinn til þess að lesa, skrifa og tjá sig felst í tengingum heilahvelanna. Þau eru skýrari og stærri í konum en körlum. Það sama gildir um framtengsl hvelanna sem eru frumstæðari gerð tengingar og tengir ómeövitaða hluta heilahvelanna saman. Þetta kann að skýra hvers vegna konur virðast meðvitaðri um eigin tiifinn- ingar og annarra en karlar - tiifinn- inganæmt hægra hvelið getur flutt fleiri boð til vinstra hvelsins sem hefur skarpari hugsun og meiri málgáf- ur. Það kann einnig að auð- velda þeim að taka tilfinn- ingalega af- stöðu með í tal- og hugs- anaferli. karlmönnum finnst ekki alltaf eins áríðandi að þrifa eins og konum. Þeir taka ekki eftir pestinni sem er orðin af öllu innanstokks. Viltu slást? Hormónar og boðefni sem stjórna árásarhneigð eiga upptök sin í ákveðnum kirtli í heilanum. Það kemur kannski ekki á óvart að hann er mun stærri í körlum en konum. Ein ág sit og sauma Karlmenn hafa færri tengingar við heilabörkinn en konur. Þetta leiðir til þess að karlar hafa minna vald á finhreyfingum sínum en kon- ur. Þetta vita allir handavinnukenn- arar. Samt gera fleiri karlmenn við Þegar konur leysa flókin hugsunar- verkefni hneigjast þær til að nota báða helminga heilans til að leysa þau en karlar nota hins vegar oft aðeins þann helming sem hæfir betur til verksins. sjálfskiptingar en konur og einn þekktasti bankastjóri á íslandi, Bjami Ármannsson, fæst viö út- saum. Hvar erum við? Heilavefur karla rýmar fyrr þeg- ar ellin færist yfir og í meira mæli en hjá konum. Þessi vefjamissir kemur einkum fram í ennis- og gagnaugablöðum heUans sem fást Svæðin í heUanum sem greina og skU- greina lykt eru átta sinnum minna virk í körlum en konum. Það skal fuUyrt að þetta móti af- stöðu karla tU hreinlætis og húsverka meira en margan gmn- ar. Þetta getur líka skýrt hvers vegna Hæfileikinn til þess að lesa, skrifa og tjá sig felst í tengingum heilahvelanna. Þau eru skýrari í konum en körlum. Hvað er óiíkt með körlum og konum? Með ólíka hluti á heilanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.