Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 ífjölskyldumál 47 Túrbó-fjölskyldan Hin dæmigerða íslenska túrbó-fjölskylda er með bensínið í botni og nýtir túrbó-kraftinn til fulls til að keyra sig áfram á hraðbraut nútíma samfálags, segir séra Þórhallur Heimisson, sem mun á næstu vikum skrifa nokkra pistla um fjölskyldumál. Flestir kannast efalaust við túrbó-vélar í bílum. „Túrbó“vél hefur þennan eftirsótta aukakraft, kemur farartækinu lengra og hrað- ar en aörar vélar gera, i gegnum snjó og aur, upp brekkur og torfær- ur. Sem sagt góð til síns brúks. Gallinn er sá að þeir sem eiga öku- tæki búnum slíkum vélum freistast oft til þess að leggja meira á heimilisbilinn en góðu hófi gegnir. Sem aftur þýðir að hann slitnar fyrr og bræðir jafnvel úr sér í einhverri tor- færunni af því að eigandinn gáir ekki að sér. Á vissan hátt er hægt að líkja mörg- um nútíma, íslensk- um íjölskyldum við túrbó-vélarnar. Ég hef stundum leyft mér að kalla þær „túrbó-f]ölskyldur“. Hin dæmigerða íslenska túrbó-fjöl- skylda er með bensínið í botni og nýtir túrbó-kraftinn til fulls til að keyra sig áfram á hraðbraut nú- tímasamfélagsins. Og það er svo sannarlega margt sem kallar á kraftana. Flest hjón vinna bæði úti langan vinnudag, miklu lengri en gerist í nágrannalöndum okkar, enda launin lægri og neyslan meiri sem þarf að fjármagna. Og þetta byrjar snemma! Unglingar á haus í vinnu eftir skóla Út um allt land eru framhalds- skólanemar útkeyrðir í skólanum, ekki vegna þess að þeir séu aö lesa yfir sig, heldur vegna þess að þeir eru á haus i vinnu eftir skóla. Það er reyndar ekkert auð- velt að segja í vinn- unni „nei, nú ætla ég að hætta og fara heima að sinna fjöl- skyldunni minni“, því það er eins gott að hafa vinnuveit- endur góða ef böm- in veikjast. Þið munið, túrbó-fjöl- skyldan á bara sjö veikindaga á ári vegna vekinda bama. Svo þarf að kaupa í matinn, taka til og þvo þvott, borga skuldir, skutla börnunum í alls konar félags- starf, já og kaupa handa þeim allar nýjustu græjurnar (= meiri yfir- vinna!), ef ekki er verið að sendast með þau milli „gæsluúrræða" í há- degispásunni. Ekki má gleyma að sinna líkamsræktinni, golfinu eða gleðskapnum með vinnufélögunum (“næst tökum við makann með, ha!“). Og túrbó-fjölskyldan stendur sig vel, fyrirmynd annarra fjöl- skyldna. Þórhallur Heimisson. Tími til að skipta um gír? En svo einn góðan veðurdag, öll- um að óvörum, bræðir túrbó-vél fjöl- skyldunnar úr sér. Þá uppgötvast að það gleymdist að viðhalda því sem mestu máli skipti. Það er sambandi þeirra sem túrbó-Qölskyldan byggir á, sambandi pabba og mömmu. Þau áttu víst aldrei stund saman nema þegar þau voru að skipuleggja vakt- ina næsta dag. Svo voru allir þotnir af stað. Þau þekktust ekki lengur! Og þess vegna bræddi fjölskyldan úr sér. Er ekki kominn tími til að skipta um gír og hugsa um það sem mestu máli skiptir? Áður en allar túrbó-fjöl- skyldur landsins bræða úr sér? Góðanótt! Vertu velkomin/n í verslun okkar og fáðu faglega ráðgjöf um dýnu sem hentar þér. remstir í flokki dýnu- framleiöendu í Bandaríkjunum MörUinni 4 • 108 ReyLrjavíL Mmi: 533 3500 * l'ax: 533 3510 * www.marco.is Við sfcyðjum við bakið á þér! UONS JOUJAÍATÍ10 eru komin á alla útsölustaði Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála. FUJIFILM Skipholti 31,568 0450 Kaupvangsstræti 1, Ak. 461 2850 VELDU BESTU FRAMKÖflUNIKA SAMANBURÐUR Á ENDINGU Á UTMYNDAPAPPÍR Niðurstöður Rannsóknar Wilhelm Imaging Research Fujicolor Crystal Archive pappír 60 ár Kodak Edge 7 og Royal VII pappír 18 ár Kodak Portra III Professional pappír 14 ár Konica Color QA pappír gerð A7 14 ár Agfacolor pappír gerð 11 13 ár Copyright 1999 Wilhelm Imaging Research Inc. www.fujifilm.is FUJIFILM FRAMKÖLLUN UM ALLT LAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.