Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 41
Jjl"Vr LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 %ákarkafíi Með yfirlegu og þrautseigju nær Sveinn að standa menn að verki við að urða Umfjöllun blaðsins verður m.a. til þess að útsölur taka við af urðun. að búið var að grafa eins konar gjótu og þá grunaði mig strax að þeir væru að ljúga að mér. Ég fór út fyrir svæðið og beið þar en það hef- ur orðið til þess að karlarnir áttuðu sig á þvi að ég vissi hvað til stæði. Þeir gripu þá til þess að loka svæð- inu þannig að ég komst ekki niður eftir aftur. Nú voru góð ráð dýr og ég ákvað að láta sem ég gæílst upp og ók í burtu. Síðan kom ég að í hvarfi hinum megin og varð að klöngrast yfir haugana sem auðvit- að voru drullusvað eftir undanfar- andi rigningar. Ég missti báða skóna í forina og varð haugdrullug- ur upp að hnjám. Bíllinn kemur með kjötið Það gafst enginn tími til að huga að skónum því nú sá ég hvar vöru- bíll, hlaðinn lambakjötsskrokkum, nálgaðist og ég, þrátt fyrir að vera ekki vel hannaður til hlaupa, nán- ast sveif áfram á sokkaleistunum yfir alit sem fyrir varð, heltekinn af þeirri hugsun einni að ná mynd. Ég kom mér síðan fyrir í góðri sjónlínu við gjótuna og náði þessum líka finu myndum af því þegar kjötinu var sturtað. Þrátt fyrir að körlunum væri djöfullega við að ég myndaði þarna þá gátu þeir ekki annað en hlegið þegar þeir sáu mig þarna grútskítugan með myndavélina um hálsinn. Ég var víst æði groddaleg- ur en það skyggði hvergi á ánægju mína yfir því að hafa náð góðri mynd. Þegar heim kom hnussaði i konunni og hún spurði hvaða kæf- andi pest þetta væri af mér. Skómir fundust aldrei en myndin fór á for- síðu blaðsins og ég fékk mikið hól. Það dugði mér ágætlega því þrátt fyrir að skórnir kostuðu mun meira en sem nemur afrakstri myndanna þá er það nú einhvern veginn þannig að góð mynd sem ratar á for- síðu slær flest annað út. Ég er viss um að ekki var til sælli maður en ég þar sem ég kom skólaus og drullu- skítugur frá því að mynda kjötið.... Öðru sinni fór ég á haugana þar sem spurnir bárust af því að verið væri að fleygja grænmeti. Ég komst óséður þangað sem ég gat fylgst með allri umferð. Þar kom ég mér fyrir bak við pappakassa og hafði kíki auk myndavélarinnar. Viti menn! Flutningabíll, merktur ákveðnu fyr- irtæki sem verslaði með grænmeti, kjöt og sönnunargögnin birtast í DV. birtist. Út úr honum komu menn sem byrjuðu að tina út kassa og fleygja. Ég komst að þeim og mynd- aði í gríð og erg en þeir gjörsamlega trylltust þegar þeir urðu mín varir. Það kom þó ekki til þess að þeir veittust að mér heldur hættu þeir að tína úr bílnum og óku í burtu í loftköstum með hluta af farminum. Þetta reyndist vera mikið af tómöt- um og ég byrjaði nú á því að stinga undan tveimur kössum af þessari finu vöru. Starfsmenn hauganna höfðu þarna orðið mín varir og sögðu mér að hypja mig þar sem ég hefði ekkert leyfi til að mynda. Það gerði ekkert til því ég var búinn að ná þessum finu myndum og í bónus nokkrum kílóum til aö fara með heim. Þetta voru stórfinir tómatar sem voru á borðum heima hjá mér næstu daga. Mér leist þó ekkert á það þegar fréttastjórarnir vildu í framhaldi af þessu helst hafa mig á haugunum til að mynda. Það hefði orðið til þess að maður hefði legið þarna meira og minna án þess að ná upp þeim fjölda mynda sem þurfti til að komast bærilega af. Það að ná þvílíkum myndum gaf manni auð- vitað mikla ánægju en það var ekki mikið upp úr þessu að hafa þar sem ég fékk borgað ákveðið á hverja mynd. Ekki var svo verra að Jónas Kristjánsson ritstjóri hrósaði mér í hástert fyrir frammistöðuna en kjöt- skrokkar og grænmeti á haugunum voru á þessum tíma hans hjartans mál. Á slysstað Ég held að þrátt fyrir ýmislegt háskalegt sem ég hef lent í hafi ég verið hættast kominn í Hvalfirði þar sem ég fór til að mynda mjög al- varlegt bílslys. Ég heyrði í skannan- um að óskað var eftir tafarlausri að- stoð þyrlunnar og vissi þá strax að mikil alvara væri á ferðum og brun- aði strax upp í Hvalfjörð. Þegar ég kom á staðinn gerði ég mér grein fyrir að varla þyrfti að binda um nein sár. Bifreið hafði farið út af veginum sjávarmegin og kastast fram af hamrabelti ofan í fjöru, Þetta var að vetri til og fljúgandi hálka. Ég fór niður svellbunkann til að ná mynd af þyrlunni þar sem hún skreið niður með klettaveggn- um til að komast að flakinu. Ég hugsaði eitthvað litið út í hvað ég var að gera enda var myndin aðalat- riðið. Ég fór eins nærri brúninni og ég þorði og náði mjög góðri mynd. Það fór svo í verra þegar ég ætlaði til baka aftur. Ég komst hvergi og, það sem verra var, ég smámjakaöist niður á við í átt að brúninni þrátt fyrir að ég reyndi að læsa fingrun- um í frerann og stöðva mig þannig. Ég var um 150 kíló að þyngd á þess- um tíma og þungt á mér skriðið. Mér brá alveg óskaplega enda hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum hefði ég farið fram af klettabeltinu. Ég átti örstutt eftir í brúnina þegar vegfarandi sá til mín og tókst að kasta til mín reipi ofan af veginum og draga mig upp. Mér létti óskap- lega þegar ég var kominn úr hásk- anum því þarna fannst mér min síð- asta stund vera runnin upp. ... Eitthvað er á pallinum sem Sveini þykir ástæða að kanna nánar. 49 I lúsasixiiðjaii Skútnvogi verður opiii á sunnudögum frákl. 13-17. fram að áramótum HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is da a Fjölbreytt austurlensk hátíð Súlnasal Hótel Sögu nk. sunnud. Árshátíð nýstofnaðs Thailandsvinafélags eftir stofnfund. Thailandsvinafélagið slær a.m.k. þrjár flugur í einu höggi með því að halda framhaldsstoíhfund og aðalfund, kynningu á landi og þjóð og glæsilega árshátíð. Kl. 19.00 Húsið opnað með barþjónustu og tónlist. Nýir félagar geta skráð sig og gerst stofnfélagar með réttindum félaga. Kl. 19.45 Hátíðin hefst með tónlist, myndasýningum og ljúffengri kvöldverðarþrennu: BALI HAI tígrisrækja í kókos Gómsætt heilagfiski PATONG Tandori -kjúklingur CHLANG RAI MATARVERÐ AÐEINS KR. 2000. Meðan á máltíð stendur: LOÐSKINN og SAMKVÆMISFÖT - glæsileg tískusýning undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur. Thailenskar meyjar sýna austurlenska dansa. Myndasýning og ferðakynning: UNDRA-THAILAND í dag. Happdrætti: 5 ferðavinningar dregnir út um kvöldið. DANS: Hljómsveit Stefáns Jökulssonar og Sigrún Eva stjórna fjörinu í dansinum til kl. 23.30. AÐGANGUR ÓKEYPIS FYRIR MATARGESTI. BORÐPANTANIR: Heimsklúbburinn, s. 56 20 400. Hótel Saga, s. 525 9920. THAILANDS- VINAFÉLAGIÐ HEIMSKLÚBBUR INCÓLFS pRIMtt Áskrifendur fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum DV lr/////////////A/// oSirmlt/i/w Smáauglýsingar E33 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.