Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 43
Z>V LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 51 %ett Fjórir bankar metnir á tæpa 90 milljarða króna: Verðmæti vaxið um 33 milljarða á árinu - gengi hækkar stöðugt þrátt fyrir viðvaranir Seðlabankans Þrátt fyrir fullyrðingar Seðla- bankans um óhóflega aukningu út- lána á íslenskum fjármálamarkaði undanfarið ár virðast fjárfestar alls ekki hafa misst trúna á þau fyrir- tæki sem byggja afkomu sina alfar-. ið á útlánum. Þvert á móti hefur gengi hlutabréfa í bönkum sem skráðir eru á Verðbréfaþingi hækk- að gríðarlega það sem af er árinu. Mest hefur hækkunin verið á bréfum í Landsbankanum, 74%, og hefur markaðsverðmæti bankans þannig hækkað um 11,2 milijarða króna, úr 15,3 milljörðum í árslok 1998 í 26,5 milljarða króna nú. Gengi bréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hefur tekið mikinn kipp á síðustu dögum og hækkað um 12% síðan ríkið seldi 51% hlut sinn i bankanum fyrr í þessum mánuði. Alls hefur gengi bréfanna hins vegar hækkað um 66% það sem af er árinu og verðmæti Pjár- Birgir ísleifur Gunnarsson, aðal- bankastjóri Seðlabankans, hefur varað við því sem hann kallar óhóf- lega útgjaldaaukningu en fjárfestar láta sér fátt um finnast og girnast fátt meira en útlánastofnanir. festingarbankans aukist um 8,5 milijarða króna, úr 12,9 milljörðum í 21,4 miiljarð króna. Gengi hlutabréfa í Búnaðarbank- anum hafa hækkað um 60% frá því í lok síðasta árs og hefur markaðs- verðmæti bankans vaxið úr 11,6 milljörðum króna í 18,7 miiljarða eða um 7,1 milljarð. íslandsbanki hefur sömuleiðis átt hylli fjárfesta á árinu þótt athygli þeirra hafi síður beinst að honum en ríkisbönkunum. Gengi bréfa í bankanum hefur hækkað um 40% frá því á gamlársdag í fyrra og hef- ur markaðsverðmæti hans hækkað um 5,9 milljarða króna, eða úr 14,9 milljörðum í 20,8 milljarða króna. Samanlagt heildarmarkaðsverð- mæti þessara fjögurra banka hefur þannig hækkað um 32,7 milljarða króna á tæpum eliefu mánuðum, eða um 60%, úr 54,7 miiljörðum í 87,4 milljarða króna. -GAR Bogi Ágústsson - frískur á ný. Til vinnu á ný: Bogi brattur „Það er ánægjulegt að koma til vinnu aftur og þá sérstakiega þegar ljóst er hversu vel hefur til tekist til með flutning á fréttatíma okkar. Við höfum þegar endurheimt fyrra áhorf, þó svo við hefðum gert ráð fyrir að það gæti tekið okkur tvö ár,“ segir Bogi Ágústsson, fréttastjóri Ríkissjón- varpsins, sem er kominn á stjá á ný eftir að hafa verið tluttur í ofboði á sjúkrahús fyrir skemmstu með hjartaáfall. „Þetta var áfail en kom mér svo sem ekki alveg í opna skjöldu vegna þess að þetta er í ætt- inni. Ég var reyndar nýkominn úr rannsókn hjá Hjartavernd þar sem allt reyndist vera í lagi en iæknarnir sjá ekki allt fyrir,“ segir Bogi sem er staðráðinn í að byrja hægt, vinna minna en áður og forðast stressað umhverfi: „Áhættuþættirnir eru margir og I menn þekkja þá. Sjálfur var ég búinn ‘ að reykja í 25 ár en hreyfði mig alltaf mikið og var hættur að reykja. Ég held að það sé tilhneiging hjá mönn- um á miðjum aldri að láta hjá líða að leita læknis þegar þeir fá verk. Það er eins og þeir vilji hrista þetta af sér og leggja sig frekar en að leita læknis. Það er það vitlausasta sem menn geta gert,“ segir Bogi sem óttaðist það aldrei að hann væri að deyja þegar áfallið reið yftr. „í það minnsta sá ég aldrei lífshlaup mitt renna gegnum huga minn eins og kvikmynd. Ég held að það gerist aðeins í skáldsögum." - Og þú ætlar ekki að fá þér rólegra starf? „Nei, en ég ætla ef til vill að hafa aðeins minna af því starfi sem ég hef gegnt. Nú er gaman, við erum í sókn og ég fjári brattur," segir Bogi Ágústsson. -EIR Ríkisútvarpið: Neitar að birta um- sækjendalista - þrátt fyrir ákvæði upplýsingalaga Ríkisútvarpið neitar DV um lista yfir 14 umsækjendur um starf dagkrár- stjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Athugasemd Árna Þórs: Lak ekki út skýrslunni „Það er algjörlega úr lausu lofti grip- ið að ég hafi lekið út þessari skýrslu borgarstjómar enda kæmi það mér manna síst til góða,“ sagði Ámi Þór Sigurðsson i samtali við DV í gær vegna umfjöllunar í Sandkorni DV fyrr í vikuna þar sem sagt var frá því að Stöð 2 hefði birti leyniskýrslu Helga Hjörvar, forseta borgarstjómar, um hækkun launa borgarfulltrúa. Þar var einnig sagt að stuðningsmenn Helga Hjörvar teldu að Ámi hefði látið Stöð 2 hafa skýrsluna en Ámi segir það ekki rétt. -GLM Sjónvarpinu þrátt fyrir munnlega beiðni DV þar um á grundvelli upplýs- ingalaga. Síðasti frestur til að skila umsókn- um um starfið rann út á mánudag. I upplýsingalögunum, 2. kafla, 3. grein, segir að stjómvöldum sé skylt, sé þess óskað að, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða titekið mál. Þó með takmörkunum sem tíundaðar era í 4. grein. Þar stendur að réttur ai- mennings til aðgangs að gögnum taki ekki til „umsókna um störf hjá riki eða sveitarfélögum og allra gagna sem þær varða; þó er skylt að veita upplýs- ingar um nöfn, heimilisfong og starfsheiti umsækjenda þegar mn- sóknarfrestur er liðinn. (leturbr. blaðsins). „Klukkan ellefu, þriðjudaginn 30. nóvember, munu þessi nöfn liggja fyr- ir,“ sagði Guðbjörg Jónsdóttir, starfs- mannastjóri Ríkisútvarpsins, í samtali við DV en Markús Öm Antonsson út- varpsstjóri vísaði beðini DV til hennar. - Ekki fyrr? „Nei. Það er að ósk útvarpsráðs að nöfnin séu ekki birt fyrr en búið er að leggja umsækjendalistann fyrir út- varpsráð. Næsti fundur ráðsins hefst klukkan eliefu á þriðjudag og þá verða nöfnin opinber." - Af hveiju ræður útvarpsráð þessu? „Þetta er bara þeirra ósk sem við höfum virt.“ - En nú era lögin alveg skýr hvað þetta varðar. „Það fær enginn þessi nö£n.“ - Erað þið þá ekki að brjóta upplýs- ingalögin? Þar stendur skýrt...þegar umsóknarfrestur er liðinn." „Það er ekki sagt daginn eftir að hann er liðinn. Þetta hefúr gengið svona átölulaust hingað til,“ sagði Guðbjörg. -hlh BÍLAÞING HEKLU A/if/ue-r c'rtf í nofv?uin bfhw! Laugavegi 174,105 Reykjavík. sími 569-5500 y MMC Pajero 2,8, f. skrd. 16.041998. Ek. 34 þ. km, 5 <±, sv-grænn, 35“ breyting, krókur, kastaragrind, varahjólshlíf, spoiler, leður, filmur, ssk., dísil. .............................. rý Skeifunni 7 • Stmi 525 0800 • Opið öll kvöld til kl. 21 10% afsláttur af hitastýrðum blönduartækjum með brunaöryggi frá GROHE GROHE Við erum flutt úr Hallarmúlanum í Skeifuna 7 og Glæsibæ M METRO - miðstöð heimilanna Sporjámasett Jú 3 ilatilboð .995 I kr. | Fimm vönduð Itanley sporjárn HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.