Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 46
J 54 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 DV / bók Óttars Sveins- - sonar, Útkall á jólanótt, eru tvœr sannar frá- sagnir. í fyrri sögunni lýsa fimm skipbrots- menn af ms. Suðurlandi ógnvœnlegri vist í hálf- botnlausum gúmbáti eftir að skip þeirra sökk norðan heimskauts- baugs á jólanótt 1986. Seinni frásögnin er af því er flugvél nauðlenti ^ í sjónum utan við Höfn í Hornafiröi síðastliöið sumar. Um borð voru tvœr hollenskar konur á leið til íslands í sum- arfrí og til að hitta vinafólk annarrar kon- unnar. Viö grípum niður í sögima er heimamenn höfðu fengið upplýsing- ^ ar frá Flugmálastjóm í Reykjavík um að flugvél sem lenda átti á Hornafjarðarflugvelli hefði farið í sjóinn. Þeir hafa sett allt í gang. Bát- ar eru farnir af stað til leitar og björgunarsveitarmenn ganga ströndina. Meðal þeirra er Jónas Þorgeirsson, tæknimaður á Ratsjár- stöðinni á Höfn. Þegar hér er komið sögu hefur annarri konunni tekist að synda í land og Jónas komið auga á hana: Kona fundin! Fyrst lét ég vita í talstöðina svo að tilkynnt yrði í síma frá Ratsjár- stöðinni til björgunarsveitarinnar að kona hefði fundist. „Ég er búinn að finna konu,“ sagði ég. Nú fór ég að spyrja konuna frek- ar um hvað hefði gerst. „Hvað voruð þið mörg?“ spurði ég á ensku. „Hvar fór flugvélin nið- ur?“ Konan benti inn í víkina. Hún var máttlaus, reikul í spori og ég studdi hana. Ég var enn mjög hissa á því að hafa hitt konuna þama. Hún var í mikilli geðshræringu og þrekuð, enda nýbúin að þreyta sund í öldun- um fyrir utan. „Heldurðu að þú sért beinbrotin?“ spurði ég. Konan var greinilega marin í andliti. * Hún talaði við mig á þremur tungumálum: hollensku, ensku og síðast en ekki síst bjagaðri íslensku sem kom mér á óvart. Ég kannaðist auðvitað við öll tungumálin: hol- lensku þekki ég vel, ensku tala ég reiprennandi og svo sjálft móður- málið. Aðframkomin reyndi hún að segja mér eitthvaö; allt í einum hrærigraut. Hún spurði hvort ég hefði heyrt í þeim! „Hvaða þeim?“ hugsaði ég. Ég vissi ekki hvað hún var að meina en sagði strax já - til að reyna að róa • blessáða konuna. Hún hélt á Argus- tæki sem á að gefa frá sér staðsetn- | ingarsendingar fyrir GPS um gervi- tungl. „Hvar fóruð þið niður?“ reyndi ég að spyrja konuna. Ég var búinn að skilja á henni að það var hún sem flaug vélinni. Umfram allt vildi ég fá að vita hvar vélin væri og hvort aðrir hefðu hugsanlega komist af. Lidia heimt úr helju ásamt bjargvættum sínum, þeim Þorvarði Helgasyni, lengst til hægri, og Þorvaldi Hafdal Jónssyni fyrir miðri mynd. Að baki þeim stend- ur Jónas Friðriksson, sjúkraflutningamaður á Höfn. Ég var búinn að styðja konuna dálítinn spöl og sýndist hún ekki beinbrotin. Mér veittist svo erfitt að skilja hvað hún var að segja að ég var far- inn að halda að hún hefði verið á þyrlu! Þær hefðu verið tvær i vél- inni. Allt hafði gerst svo snöggt. Konan var í þvílíkri geðshræringu að hún blandaði saman öllum tungumálunum. Mér var ljóst að hún yrði að jafna sig aðeins áður en línur færu að skýrast hjá henni. „Ég er ekki brotin," sagði konan og benti mér um leið i þá átt sem hún taldi flugvélina hafa farið niður í sjóinn. Er hún látin? „Sestu hérna niður og bíddu eftir mér,“ sagði ég og hljóp af stað í dauðans ofboði. Fyrst þessi kona hafði komist upp í fjöru við illan leik og hin konan sást hvergi ímyndaði ég mér að ástand hennar væri enn verra - hún væri jafnvel látin. Um líf og dauða var að tefla. Ég fór að búa mig und- ir það versta - að finna hina konuna stórslasaða eða jafnvel látna. Þegar ég kom niður eftir skimaði ég út eftir fjörunni og hljóp með fram öllum klettunum og steinun- um til að athuga hvort hin konan gæti verið þar. Er ég hljóp um í fjörunni hugsaði ég með mér að ef ég sæi konuna þá myndi ég leggjast til sunds. En ég sá engan. Hún svaraði ekki Ég var kominn með mikinn hlaupasting, þungur og þéttur mað- urinn, og orðinn mjög andstuttur, búinn að hlaupa þarna út um allt. ■vW ' mkM HhhShhÉ * 111 ■ Mí ■“ 1 Jónas Þorgeirsson við klettana skammt frá þeim stað þar sem Effie kom að landi. Þegar ég kom til konunnar aftur ákvað ég að spyrja hana frekar um hvar vélin fór í sjóinn. „Hvar fóruð þið niður?“ spurði ég aftur. Nú var konan farin að átta sig að- eins en benti í allt aðra átt en hún hafði gert áður. Hún beindi fingri út á sjó, út frá nefinu sem var þarna. „Sást þú hina konuna i sjónum?“ spurði ég. Konan sagðist hafa séð vinkonu sína komast út úr flugvélinni en hún hefði eiginlega horfið í öldun- um eftir að flugvélin fór niður. Vin- konan hefði átt erfiðara með að komast út. „Ég hrópaði þá til hennar en hún svaraði ekki!“ sagði konan grát- andi. Það settist að mér beygur. Vin- kona skjálfandi konunnar sem ég var að reyna að hlúa að hafði sennilega rotast og drukknað þarna í öldunum, hugsaði ég. Mér stóð ekki á sama. Mér var ljóst að ef hin konan væri líka í bláum galla yrði erfitt að finna hana í sjónum.“ Leitað á sjó Þorvarður á Gústa í Papey hafði fengið nýja staðarákvörðun um hvar flugvélin hafði nauðlent: „Við vorum búnir að leita dá- góða stund þegar kallað var í okkur og sagt að flugvél- in væri uppi við Myndir: Júlía Imsland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.