Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 BLAR Hjálmar skipta höfuðmáli oöur sjalfs sprækari han Mitsubishi Carisma er bíll sem sprettur úr farvegi sem er hagstæöur fyrir okkur því hér tvinnast saman það besta úr evrópskum og japönskum hönnunar- og tækniheimi, hannaður í Japan og Evrópu og smíðaður í Hollandi. Carisma er nú komin endurbætt og markaðssett í Sport-útgáfu, bæði með 1,6 og 1,8 litra vélum. Við reynd- um eina slika með 1,6 lítra vél á dögunum, bæði sjálfskipta og handskipta. Hljóðlátari, aflmeiri, íburðarmeiri Við höfum áður sagt frá lúxusbíln- um Hyundai XG en hann á sér „stóra bróður" sem er finni og með stærri vél. Hann hefur til að mynda leður- innréttinguna fram yfir og dálítið af hestöflum. Hann var eini Asíubillinn sem komst í úrslit i sinum fiokki í baráttunni um heiðursverðlaunin Gulhia stýrið svo sem fram kom í DV- bílum um síðustu helgi. Við segjum nánar frá honum inni í blaðinu. Bls.44 Heimsmeistarakeppnin í rallakstri: Toyota sigraði Eftir harða baráttu í heilt ár hrós- ar Toyota sigri í heimsmeistara- keppninni i raUakstri 1999 (FIA World Rally Championship) í þriðja sinn frá árinu 1993 og allir hafa þeir sigrar unnist í samvlnnu við dekkja- framleiðandann Michelin. Toyota hefur haft aðra hönd á titl- inum allt frá Safarirallinu í mars og raunar var það svo að áður en loka- keppnin hófst, Breska rallið, var Toyota komin með forskot á keppn- islið hinna sex framleiðendanna. Keppendur Toyota áttu ekki góða daga í Breska rallinu að þessu sinni og lentu í ýmsum skakkaföllum og voru Subaru Impreza WRC-bilar í fyrstu sætunum að þessu sinni en sá bílanna frá Toyota sem náði bestum árangri kom i 8. sæti. Með þessari keppni lýkur þátt- töku Toyota-verksmiðjanna í heims- meistarakeppninni í rallakstri. Staða framleiðendanna í lok heimsmeistarakeppninnar 1999 er þessi: Toyota Subaru Mitsubishi Ford SEAT Peugeot Skoda 109 stig 105 stig 83 stig 37 stig 23stig 11 stig 6stig Svartur og virðulegur - en á til ágætlega frfska takta. Mynd DV-bílar Hilmar Þór Castrololía á alla BMW Búist er við að olíuframleiðand- inn Castrol skrifi undir samning við BMW fljótlega og mun hann teygja sig víða, bæði innan mötorsportsins eins og í Formúlu 1 og inn i fram- leiðslu bíla og mótorhjóla. Castrol verður samt sem áður ekki aðal- styrktaraðili Williams-liðsins, sem mun nota BMW-vélar á næsta ári, en leikur samt lykilhlutverk þar. Sem hluti af þessum samningi verður Castrololía sett á alla nýja bíla BMW og mælt verður með Castrol til allra umboða BMW í heiminum, 5.500 að tölu, til nota við þjónustu á bifreiðum og mótorhjól- um. Castrol mun þá einnig taka við framleiðslu þeirra bæversku á sinni eigin olíu. Samkvæmt yfirlýsingu aðalframkvæmdasrjóra Castrol, Mike Dearden, mun það gagnast Williams-liðinu vel að fá sérunna olíu á BMW-vélar bíla sinna en þær verða notaðar í fyrsta skipti í keppni í Ástrallu. „Þegar hönnun véla verður flóknari skipta þessi tengsl framleiðenda meira og meira máli," sagði hann. Ralf Schumacher mun þó hefja prófun á nýju BMW- vélinni 8. desember næstkomandi og lilega vilja Castrol og BMW ganga frá samningi áður. Einnig hefur heyrst að Mobil sé í svipuðum viðræðum við Mercedes Benz. -NG Passið ykkur á líknarbelgjum í aftursæti Látið ekki smábörn í aftursæti bíla sem eru með líknarbelgi aftur í. Þetta er haft eftir Thomas Thurbell, umferðaröryggisfræðingi hjá Vega- og flutningarannsóknarstofnun Sví- þjóðar, í sænska blaðinu Mótor. Bandaríska umferðaröryggiseftirlit- ið, NHTSA, hefur sams konar áhyggjur og vill að bílaframleiðend- ur hætti að koma fyrir líknarbelgjum í eða við aftursæti í bflum. Heimíld: Textavarp Aftonbladet Hvar er best aö gera bílakaupin? VW Passat 1,8, f. skrd. 01.07 1997, ek. 30 þ. km, 4 d., blár, álfelgur, spoiler, bsk., bensín. Verð 1.800 þ. Audi A6 1,8, f.skrd. 20.12 1996, ek. 42 þ. km, 4 d., blár, ssk., bensín. Verð 2.100 þ. MMC Carisma 1,8, f. skrd. 25.08 VW Polo 1,4, f. skrd. 08.07.1998, 1998, ek. 15 þ. km, 5 d., rauð, álfelgur, ek. 9 þ. km, 5 d., 1-grænn, ssk., ssk., bensín. Verð 1.590 þ. bensín. Verð 1.220 þ. Velkomin á Laugaveg 174 og Avww.bilathing.is Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 og laugard. kl. 12-16 Honda CR-V 2,0, f. skrd. 02.04 1998, ek. 40 þ. km, 5 d., v-rauður, álfelgur, spoiler, topplúga, ssk., bensín. Verð 2.160 þ. Nissan Almera SR 1,6, f. skrd. 27.02 1997, ek. 36 þ. km, 3 d., rauður, álfelgur, cd, bsk. Verð 1.130 þ. BÍLAÞINGÍEKLU Nuryi&r &ÍH' í notvZuM bílvml Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 www.bilathing.is * www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.