Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1999, Page 1
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 37 > n’iBIUR Hjálmar skipta höfuðmáli Bls. 43 Mitsubishi Carisma er bíll sem sprettur úr farve sem er hagstæður fyrir okkur því hér tvinnast sami það besta úr evrópskum og japönskum hönnunar- i tækniheimi, hannaður í Japan og Evrópu og smíðaðui Hollandi. Carisma er nú komin endurbætt og markaðssett Sport-útgáfu, bæði með 1,6 og 1,8 lítra vélum. Við reyn um eina slíka með 1,6 lítra vél á dögunum, ......... bæði sjálfskipta og handskipta. Hljóðlátari, aflmeiri, íburðarmeiri Við höfum áður sagt frá lúxusbíln- um Hyundai XG en hann á sér „stóra bróður" sem er finni og með stærri vél. Hann hefur til að mynda leður- innréttinguna fram yfir og dálítið af hestöflum. Hann var eini Asíubillinn sem komst í úrslit í sínum flokki í baráttunni um heiðursverðlaunin Gulina stýrið svo sem fram kom í DV- bílum um síðustu helgi. Við segjum nánar frá honum inni í blaðinu. Bls.44 Svartur og virðulegur - en á til ágætlega fríska takta. Mynd DV-bílar Hilmar Þór Castrololía á alla BMW Búist er við að olíuframleiðand- inn Castrol skrifi undir samning við BMW fljótlega og mun hann teygja sig víða, bæði innan mötorsportsins eins og í Formúlu 1 og inn i fram- leiðslu bíla og mótorhjóla. Castrol verður samt sem áður ekki aðal- styrktaraðili Williams-liðsins, sem mun nota BMW-vélar á næsta ári, en leikur samt lykilhlutverk þar. Sem hluti af þessum samningi verður Castrololía sett á alla nýja bíla BMW og mælt verður með Castrol til allra umboða BMW í heiminum, 5.500 að tölu, til nota við þjónustu á bifreiðum og mótorhjól- um. Castrol mun þá einnig taka við framleiðslu þeirra bæversku á sinni eigin olíu. Samkvæmt yflrlýsingu aðalframkvæmdastjóra Castrol, Mike Dearden, mun það gagnast Williams-liðinu vel að fá sérunna olíu á BMW-vélar bíla sinna en þær verða notaðar i fyrsta skipti í keppni í Ástraliu. „Þegar hönnun véla verður flóknari skipta þessi tengsl framleiðenda meira og meira máli,“ sagði hann. Ralf Schumacher mun þó hefja prófun á nýju BMW- vélinni 8. desember næstkomandi og lilega vilja Castrol og BMW ganga frá samningi áður. Einnig hefur heyrst að Mobil sé í svipuðum viðræðum við Mercedes Benz. -NG Heimsmeistarakeppnin í rallakstri: Toyota sigraði Eftir harða baráttu í heilt ár hrós- ar Toyota sigri í heimsmeistara- keppninni í rallakstri 1999 (FIA World Rally Championship) í þriðja sinn frá árinu 1993 og allir hafa þeir sigrar unnist í samvinnu við dekkja- framleiðandann Michelin. Toyota hefur haft aðra hönd á titl- inum allt frá Safarirallinu í mars og raunar var það svo að áður en loka- keppnin hófst, Breska rallið, var Toyota komin með forskot á keppn- islið hinna sex framleiðendanna. Keppendur Toyota áttu ekki góða daga í Breska rallinu að þessu sinni og lentu í ýmsum skakkafollum og voru Subaru Impreza WRC-bílar í fyrstu sætunum að þessu sinni en sá bílanna frá Toyota sem náði bestum árangri kom í 8. sæti. Með þessari keppni lýkur þátt- töku Toyota-verksmiðjanna í heims- meistarakeppninni í rallakstri. Staða framleiðendanna í lok heimsmeistarakeppninnar 1999 er þessi: 1. Toyota 109 stig 2. Subaru 105 stig 3. Mitsubishi 83 stig 4. Ford 37 stig 5. SEAT 23 stig 6. Peugeot 11 stig 7. Skoda 6 stig Passið ykkur á líknarbelgjum í aftursæti Látið ekki smábörn í aftursæti bíla sem eru með líknarbelgi aftur í. Þetta er haft eftir Thomas Thurbell, umferðaröryggisfræðingi hjá Vega- og flutningarannsóknarstofnun Sví- þjóðar, í sænska blaðinu Mótor. Bandaríska umferðaröryggiseftirlit- ið, NHTSA, hefur sams konar áhyggjur og vill að bflaframleiðend- ur hætti að koma fyrir líknarbeigjum í eða við aftursæti í bflum. Heimild: Textavarp Aftonbladet Hvar er best að gera bílakaupin? Honda CR-V 2,0, f. skrd. 02.04 1998, ek. 40 þ. km, 5 d., v-rauður, álfelgur, spoiler, topplúga, ssk., bensín. Verð 2.160 þ. Audi A6 1,8, f.skrd. 20.12 1996, ek. 42 þ. km, 4 d., blár, ssk., bensín. Verð 2.100 þ. Nissan Almera SR 1,6, f. skrd. 27.02 1997, ek. 36 þ. km, 3 d„ rauður, álfelgur, cd, bsk. Verð 1.130 þ. Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 VW Passat 1,8, f. skrd. 01.07 1997, ek. 30 þ. km, 4 d„ blár, álfelgur, spoiler, bsk„ bensín. Verð 1.800 þ. MMC Carisma 1,8, f. skrd. 25.08 1998, ek. 15 þ. km, 5 d„ rauð, álfelgur, ssk„ bensín. Verð 1.590 þ. VW Polo 1,4, f. skrd. 08.07.1998, ek. 9 þ. km, 5 d„ 1-grænn, ssk„ bensín. Verð 1.220 þ. Velkomin á Laugaveg 174 og www.bilathing.is Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 og laugard. kl. 12-16 BÍLAÞINGÍEKLU Num&r c-í'tf í no'faZum bí/um/ www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.