Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 31 Sport x>v ENGLAND A-deild: Coventry-Leicester ........0-1 0-1 Heskey (60.) Everton-Aston Villa........0-0 Middlesbrough-Wimbledon . . 0-0 Watford-Sunderland .....2-3 1-0 Ngonge (4.), 1-1 Page sjálfsmark (24.), 1-2 Phillips (33.), 2-2 Johnson (49.), 2-3 McCann (70.) West Ham-Liverpool ........1-0 1-0 Sinclair (44.) Newcastle-Tottenham .......2-1 1-0 Glass (5.), 1-1 Armstrong (44.), 2-1 Dabizas (58.) Arsenal-Derby..............2-1 0-1 Sturridge (2.), 1-1 Henry (11.), 2-1 Henry 51. Leeds-Southampton..........1-0 1-0 Bridges (90.) Chelsea-Bradford...........1-0 1-0 Flo (16.) Leeds 16 11 2 3 29-19 35 Manch. Utd 15 10 3 2 35-20 33 Arsenal 16 10 2 4 28-16 32 Sunderland 16 9 4 3 27-16 31 Leicester 16 9 2 5 26-20 29 Liverpool 16 8 3 5 20-13 27 Tottenham 15 8 2 5 25-20 26 Chelsea 14 7 3 4 20-11 24 West Ham 15 7 3 5 17-14 24 Middlesbro 16 7 2 7 20-23 23 Everton 16 5 6 5 24-22 21 Aston Vilia 15 5 4 6 13-16 19 Coventry 15 4 5 6 21-17 17 Wimbledon 16 3 8 5 22-29 17 Newcastle 16 4 4 8 27-30 16 Southampt. 15 4 4 7 20-25 16 Bradford 15 3 3 9 12-24 12 Derby 16 3 3 10 15-28 12 Watford 16 3 2 11 13-28 11 Sheff. Wed. 15 1 3 11 13-36 6 B-deild: Birmingham-Swindon............1-0 Blackburn-Stockport...........2-0 Charlton-Port Vale ...........2-2 Crystal Palace-Nott.Forest....2-0 Ipsvyich-Crewe................2-1 Man. City-Huddersfield........0-1 Portsmouth-Bolton ............0-0 QPR-Barnsley..................2-2 Tranmere-Wolves ..............1-0 WBA-Sheflíeld United..........2-2 Grimsby-Norwich...............2-1 Walsali-Fulham................1-3 Man. City 20 13 3 4 30-13 42 Huddersf. 21 12 4 5 38-22 40 Charlton 19 12 3 4 36-21 39 Barnsley 20 11 2 7 38-32 35 Ipswich 20 10 5 5 34-23 35 Fulham 20 8 8 4 24-18 32 Birmingh. 20 8 7 5 32-23 31 Bolton 20 8 7 5 29-20 31 QPR 20 7 8 5 29-26 29 Stockport 20 7 7 6 23-28 28 Tranmere 21 7' 5 9 28-30 26 Wolves 19 6 8 5 19-18 26 WBA 19 5 10 4 20-19 25 Grimsby 20 7 4 9 21-32 25 Norwich 20 6 7 7 17-18 25. Cr. Palace 20 6 6 8 28-32 24 Blackburn 18 5 8 5 21-18 23 Port Vale 21 5 6 10 26-31 21 Nott. For. 20 5 6 9 23-26 21 Portsmouth 21 5 6 10 25-35 21 Sheff. Utd 20 4 6 10 23-35 18 Walsali 21 4 6 11 18-33 18 Crewe 19 4 5 10 18-29 17 Swindon 21 3 7 11 15-33 16 Redknapp í uppskurð Jamie Redknapp, fyrirliði Liver- pool og leikmaður enska landsliðs- ins, fer í uppskurð á hné í dag en hnémeiðsli hafa verið að hrjá hann upp á síðkastið og lék hann ekki með Liverpool í leiknum gegn West Ham á laugardaginn. Redknapp leikur því ekki meira með Liverpool á þessu ári en verður væntanlega klár í slaginn eftir ára- mótin. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Liverpool enda Redknapp lykilmaður i liðinu. -GH Paolo Di Canio, framherji West Ham, leikur hér á Steven Gerrard í liði Liverpool í leik liðanna á Upton Park, heimavelli West Ham, á laugardaginn. West Ham hafði betur og tókst að stöðva sigurgöngu Liverpool. Reuter Enska knattspyrnan: Leeds efst Leeds United endurheimti efsta sætið í ensku A-deiIdinni í gærdag þegar liðið lagði Southamton, 1-0, á heimavelli sínum, Elland Road, en Manchester United, sem var í topp- sætinu fyrir leiki helgarinnar, átti frí vegna leiks gegn Pahneiras á morg- un. Það stefndi allt í markalaust jafnefli en í uppbótartíma skoraði Michael Bridges sigurmarkið við mikinn fógnuð stuðningsmanna Leeds en þá voru Leedsarar orðnir manni fleiri eftir að Patric Colleter hafði verið vísað út af. Newcastle vann lífsnauðsynlegan sigur í botnbaráttunni þegar liðið hafði betur gegn Tottenham. Vamar- maöurinn sterki, Dabizas, skoraði sigurmarkið og Newcastle þokaði sér af mesta hættusvæðinu. Henry þakkaði traustið Franski landsliðsmaðurinn Thi- erry Henry var maðurinn á bak við sigur Arsenal á Derby. Henry fékk sæti í byrjunarliðinu og þakkaði traustið með því að skora bæði mörk Lundúnaliðsins eftir að Dean Sturridge hafði náð forystunni eftir tveggja mínútna leik. Tore Andre Flo er kominn á markaskóna en þessi stóri og stæði- legi skoraði eina mark leiksins i viðureign Chelsea og Bradford þar sem þeir bláklæddu réðu lengst af lögum og lofúm. Liverpool loks stöðvað West Ham batt enda á gott gengi Liverpool með 1-0 sigri á heimavelli sínum, Upton Park. Fyrir leikinn hafði Liverpool ekki beðið lægri hlut í 7 leikjum og tapaði síðast leik í deildinni þann 27. september Leikur liöanna var í jafnvægi allan tímann en mark frá Trevor Sinclair á lokamínútu fyrri hálfleiks skildi liðin að. „Ég er mjög svekktur yfir þessum úrslitum. Við áttum meira skilið en smáeinbeitingarleysi undir lok hálf- leiksins kostuðu okkur ósigur,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpool. Leicester gengur vel þessa dagana og liðið vann góðan útisigur á Coventry sem fyrir leikinn hafði unn- ið 5 leiki í röð. „Við settum stefnuna fyrir tímabil- ið á að verða í hópi sex efstu liða og eins og liðið hefur verið að leika að undanfomu er það góður möguleiki," sagði Muzzy Izzett, leikmaður Leicester, eftir leikinn. Markverðimir Mark Schwarzer hjá Middlesbrough og Neill O’Sulliv- an hjá Wimbledon sáu til þess að eng- in mörk vom skorað í leik liðanna í Middlesbrough en Wimbledon var betri aðilinn og hefði veröskuldað stigin þijú. Á brattann að sækja „Við höfum ekki unnið leik á heimavelli síðan 18. september og það er auðvitaö allt of langur tími ef við ætlum að tolla í deildinni. Ég hef vit- að frá fyrsta leik í haust að við ættum á brattann að sækja,“ sagði Graham Taylor, stjóri Watford, eftir ósigurinn gegn Sunderland. ítalinn Benito Carbone var nálægt því að tryggja Aston Villa öll stigin gegn Everton en skot hans á lokamin- útunum hafhaði í tréverkinu. „Þetta var gullið færi en heppnin var ekki á okkar bandi frekar en í undanfomum leikjum. Ég verð samt að hæla mínum mönnum fyrir mjög góða baráttu," sagði John Gregory, stjóri Aston Villa. -GH ffí ENGLAND L® ;---------- Hermann Hreióarsson lék allan tim- ann í vöminni hjá Wimbledon og stóð vel fyrir sínu. Arnar Gunnlaugs- son var ekki i leik- mannahópnum hjá Leicester og Jóhann B. Guömundsson var sömuleiðis ekki í hópnum hjá Watford. Guóni Bergsson lék allan timann i vöm Bolton en Eiöur Smári Guöjohn- sen var tekinn af velli á 89. mínútu. Lárus Orri Sigurðsson lék allan leik- inn fyrir WBA sem jafnaði metin 10 mínútum fyrir leikslok. Siguröur Ragnar Eyjólfsson og Bjarnólfur Lárusson léku báðir lokamínútumar með Walsail gegn Ful- ham á fostudagskvöldið. Einar Þór Danielsson lék alian tím- ann fyrir Stoke gegn Colchester en liðin skildu jöfn, 1-1, í C-deildinni. Sig- ursteinn Gíslason er meiddur eftir að hafa farið úr axlarliö í fyrsta leik sín- um fyrir félagið. Hann er á góðum batavegi en meiðslin reyndust ekki eins alvarleg og haldið var í fyrstu. 14.000 áhorfendur vom á Stoke- leiknum en til að glæða aösókn á leikinn ákváðu íslensku stjómarmennimir hjá félaginu að lækka miðaverð fyrir 14 ára og yngri niður í 1 pund eða um 117 krónur. Bjarki Gunnlaugsson lék síðustu 9 mínútumar í liði Preston North End sem vann góðan útisigur á Bury, 1-3. ívar Ingimarsson var tekinn af leik- velli á 72. mínútu í liði Brentford sem tapaði fyrir Wycombe, 2-0. Fólk hló að mér Kevin Phillips, framherji nýliða Sunderland, er sá leikmaður í ensku A-deildinni sem hefur komið mest á óvart. Þessi smái en knái leikmaður skoraði sitt 15. mark á tímabilinu í sigrinum á Watford og er markahæsti leikmaður A-deildarinnar. „Fólk hló að mér þegar ég sagði því að ég myndi skora 20 mörk á tímabilinu. En það hlær ekki núna því mig skortir aðeins 5 mörk til að ná markmið- inu,“ sagði Phillips eftir leikinn gegn Watford en hann og Niall Quinn hafa náð einstaklega vel saman i framlínu Sunderland. -GH Heskey braut loks ísinn Þungu fargi er nú létt af Emile Heskey, framherja Leicester City, en þriggja mánaða markaleysi kappans lauk á laugardaginn þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Coventry. „Þetta var frábært mark og mun örugglega efla sjálfstraustið hjá honum. Heskey er mjög mikilvæg- ur fyrir okkar lið en kannski mætti hann verða ör- lítið eigingjarnari," sagði Martin O'Neill, knatt- spyrnustjóri hjá Leicester, eftir leikinn gegn Coventry. Gordon Strachan, stjóri Coventry, hreifst af frammistöðu Heskeys í leiknum og sagði að mark hans hefði verið hrein snilld. -GH Wigan og Preston eru í toppsætum C- deildarirmar með 39 stig. Stoke er í 7. sæti með 33 stig og Brentford er með sama stigafjölda í 9. sætinu. Evrópumeistarar Manchester United og Suður-Ameríkumeist- aramir 1 Palmeiras mætast í árlegum leik meistaranna i Tokyo í fyrramálið. Andy Cole, markahæsti leikmaður United á tímabilinu, leikur ekki með en hann á viö meiðsli aö stríða í nára. Leikurinn hefst klukkan 10 í fyrramálið og verður sýndur í beinni á Sýn. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.