Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 33 4 Sport unglinga Islenska liöiö Markverðir Jón Guðmundsson og Snævar Þórðarson Varnarmenn ísak Ómarsson, Guðmundur Björgvinsson, Leon Hafsteinsson, Kolbeinn Jónsson, Hrólfur Gíslason, Bergur Einarsson og Halldór Ásmundsson Framherjar Róbert Richardsson, Stefán Hrafnsson, Jón Gíslason, Snorri Rafnsson, Ingólfur Bjarnason, Hallur Árnason, Jón R. Jónsson, Ragnar Hlöðversson, Daði Heimisson og Brynjar Þórðarson. ^ Ishokkílandsliöiö komst áfram á Evrópumót unglinga: - á ísnum í fyrstu landsleikjunum í Skautahöllinni og írar lagðir, samtals 25-5 Fyrstu opinberu landsleikir í íshokkí hér á landi fóru fram i Skautahöllinni í Laugardal á fóstudag og laugardag og ekki er hægt að segja annað en byrjun- in hafi verið frábær. íslenska unglingalandsliðið und ir 18 ára vann nefnilega tvo sann- færandi sigra á jafnöldrum sínum frá írlandi, samtals með 25 mörkum gegn 5, og lék frábært íshokkí með góðum stuðn- ingi margra á- horfenda, sér- staklega fyrri daginn þegar stemningin var einstök. Með þessum sigrum komst ísland í úrslita- keppni D-riðils í Evrópukeppninni sem er haldin í Búlgaríu í mars og auk þess fengu starfsmenn og að- standendur sam- bandsins frábæra æfingu í að halda leiki þar sem heimsmeistaramót fullorðinna verður einmitt haldið hér á íslandi í aprílmánuði næstkomandi. Jón átti þátt í 11 af 25 mörkum Jón Benedikt Gíslason vakti mikla athygli hjá íslenska liðinu enda 1 eldsnöggur á isnum og með mikla ’ tækni en hann leikur í Finnlandi í efstu deild hjá 16 og 17 ára strákum. Jón skoraði samtals 4 mörk og lagði upp önnur sjö í þessum tveimur leikjum en hann náði mjög vel saman við Róbert Richardsson sem var markahæstur með 6 mörk, gerði þrennu í báðum leikjunum. Strákamir sýndu frábæran leik þessa helgi og settu íshokkíið hreinlega á blað í íslenskri íþróttasögu með þessum nigrum og nú verður spennandi að sjá hvort uppgangur liðsins heldur áfram í Evr- ópumótinu eftir áramót. Áfram ísland. -ÓÓJ Stefán Hrafnsson, Jón B. Gíslason, Daði j Heimisson og Róbert Richardsson skoruðu 19 af 25 mörkum íslands. Föstudagur, ísland - Irland, 13-2 Mörk íslands: (Stoðsendingar innan sviga) Jón B. Gíslason 3 (4), Róbert Richardsson 3 (3), Stefán Hrafnsson 3, Jón R. Jónsson 1 (2), Daði Heimisson 1, Hallur Árnason 1, Ragnar Hlöðversson 1, Bergur Einarsson (1), ísak Ómarsson (1), Hrólfur Gíslason (1), Snorri Rafnsson (1), Kolbeinn Jónsson (1) . Snævar Þórðarson varði 14 skot. Laugardagur, Ísland - írland, 12-3 Mörk Íslands: (Stoðsendingar innan sviga) Daöi 4, Róbert 3 (2) , Ingólfur Bjarnason 2, Jón B. 1 (3) Stefán 1, Jón R. 1, Ragnar (3), Bergur (1), ísak (1), Hrólfur (1), Guðmundur Björgvinsson (1). Snævar Þórðarson varði 13 skot. Isak Ómarsson, fyrirliöi liðsins: Gaman að vinna þá stórt „Þetta var mjög fint, tvö skemmtileg kvöld. Við byrjuðum ekkert alltof vel en komum brjálaðir inn í þriðju lotuna og kláruðum leikinn í henni í kvöld en í gær kláruðum við hann í annarri lotunni. Það voru mikil átök í þessu í kvöld sem er bara skemmtilegra því þá fær maður að negla þá meira niður og það er bara gaman. Við höfum æft á fullu síðustu helgar, þrjár æfingar hverja helgi því það þarf mikið úthald í svona íþrótt og við skiptum ört enda klárum við okkur á einni mínútu inni á vellinum. Það var frábært að vinna fyrstu landsleikina hér á landi og þetta var mjög ánægjuleg helgi og sérstaklega gaman að vinna þá svona stórt,“ sagði ísak Ómarsson, fyrirliði islenska liðsins. ísak byrjaði aö æfa hjá Biminum fyrir fimm árum þegar vinur hans dró hann með sér á æfingu og þá var ekki aftur snúið. ísak er einn af niu strákum sem koma úr Biminum en flestir ef ekki allir í liðinu eru farnir að spila með meistaraflokki og því komnir í alvöruna. „Það þarf að leggja nógu hart að sér því það er það sem skiptir mestu máli í íshokkíinu," svarar Isak að lokum því hver sé mikilvægasti eiginleiki íshokkímannsins inni á vellinum. -ÓÓJ Hér að ofan sýna þeir Isak Omarsson fyrirliði og Ingólfur Bjarnason aðstoðarfyrirliði allan þann útbúnað sem þarf til að geta leikið íshokkí. Svíinn Thomas Billgren er nýr þjálfari hjá liðinu og hann hafði í nógu að snúast við að skipuleggja það. Jan Stolpe landsliðsþj álfar i Framtíðin björt „Þetta er þriðja árið hjá 18 ára landsliði íslands í Evrópukeppninni og strákarnir eru að sýna miklar framfarir í vetur og hafa mikinn áhuga á að æfa vel. Við höfum einnig nýjan sænskan þjálfara sem aðstoöar mig og við sjáum þessa stráka bæta sig mikið mjög fljótt. Þegar eru nokkrir strákar farnir að spila erlendis og þessir sigrar voru mikilvægt skref fyrir íslenska liðið auk þess sem þetta voru fyrstu landsleikir hér á Islandi. Það er mikil fjölgun meðal yngstu krakkanna, þeir byrja að spila mun fyrr og fá því betri tækni á ísnum. Ég sé mjög bjarta framtíð i íshokkí á íslandi. Þetta er vetrarland og vetraríþrótt og ég sé ekki annað en íslendingar eigi eftir að taka ástfóstri við þessa íþrótt eins og við í Svíþjóð," sagði Jan Stolpe, sænskur aðalþjálfari íslensku landsliðanna síðustu þrjú árin. Magnús Jónasson, formaður IHI: Þetta er sportið „Þetta var yndisleg helgi sem við áttum hér saman í Skauta- höllinni og þetta gekk allt mjög vel. Við vonuðum að þeir myndu klára þetta dæmi en liðið spilaði samt mun betur en við áttum von á. Það voru nefnilega sex eða sjö eldri strákar sem gengu upp úr hópnum sem keppti síð- ast í Búlgaríu í vor. Það kom skemmtilega á óvart hve vel liðið stóð sig. Húsið er aðeins eins árs og við höfum haft stuttan tíma með alvöruaðstöðu til að iðka þessa íþrótt hér á landi. Áður fyrr féllu æfingar niður heilu og hálfu vikurnar vegna veðurs. Nú er loksins hægt að gera þetta eins og menn og árangurinn hefur verið ótrú- legur. Nú eru alltaf að koma fleiri og fleiri krakkar inn i íshokkíið og það sem meira er, nú koma þeir og velja íshokki sem fyrsta sport. Við erum með öll þrjú landsliðin okkar í undirbúningi í vetur og þetta er sportið," sagði Magnús Jónasson formaður ÍHÍ. ■r >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.