Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 Fréttir Uppnám vegna tilboða í rafveitukerfi Hveragerðis: Leynimakk RARIK - segir bæjarfulltrúi. Tilboð RARIK barst eftir að önnur voru opnuð. Eignir Veitustofnunar Hveragerðis eru eftirsóttar. Hiti er í jörðu sem og í mannlífinu vegna áformaðrar sölu á dreifikerfinu. Uppnám er meðal tilboðsgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á rafveitudreifi kerfi Veitustofnana Hveragerðis. Til- boð bárust frá þremur aðilum í hita- veituna, Orkuveitu Reykjavíkur, Hita- veitu Suðumesja og Selfossveitum. Fyrir rúmri viku voru þau opnuð að viðstöddum til- boðsgjöfum. Raf- magnsveitur Rík- isins tóku ekki þátt í kapphlaup- inu um dreiflkerf- inu þar sem stjóm- endur töldu sig ekki hafa lagaheimild til þess. Orkuveita Reykjavíkur bauð 152 milljónir auk þess að samræma taxta Hvergerðinga við það sem gerist í Reykjavík. Það hefði þýtt um 13 pró- senta lækkun til almennings. Hitaveita Suðumesja bauð 80 milljónir króna i eignimar auk lækkunar taxta Hver- gerðinga til samræmis við það sem gerist á Suðumesjum. Það hefði þýtt umtalsvert lægra orkuverð en Reyk- víkingar buðu. Loks buðu Selfossveit- ur 153 milljónir króna en óbreytta taxta. Bréf barst frá RARIK þar sem fram kom að fyrirtækið hefði ekki heimild Alþingis eða ríkisstjómar til að taka þátt í tilboðunum. Efitir að til- boðin vom opinber heimilaði ríkis- stjómin RARIK að taka þátt í slagnum. Skjótt var bmgðist við og sendi RARIK inn annað bréf sem innihélt tilboð sem var hærra en tilboðsgjafanna. Aðrir til- boðsgjafar em æflr vegna þessa þar sem RARIK hafi verið kunnugt um þeirra tilboð og boðið samkvæmt því. Boðaður befur verið lokaður fundur í bæjarstjóm Hveragerðis á morgun þar sem fjalla á um samninginn sem felur í sér að RARIK greiði rúmar 200 milljónir króna fyrir dreifikerfið. Ekki verður um taxtalækkanir að ræða, samkvæmt heimildum DV, heldur þvert á móti hækkanir i áfongum. Fundargögn hins lokaða fundar em merkt í bak og fyrir trúnaðarmál. Knútur Braun bæjarfulltrúi sem einn situr í minnihluta vildi ekki stað- festa þær tölur sem DV hefúr undir höndum þar sem hann sagðist vera bundinn trúnaði. Hann segir þó allt í kringum fyrirhugaða sölu hið rmdarleg- asta og svo virðist sem margir Hver- gerðingar hefðu sömu upplýsingar og DV því margir hefðu haft samband við sig. „Ég er í hjarta mínu á móti sölu hitaveitunnar en geri mér grein fyrir að meirihlutinn er ákveðinn að selja. Það er lágmarks- krafa að tekið sé tillit til hagsmuna neyt- enda og að hagur neytenda verði tryggður," segir Knútur. Hann segir málið vera stærsta hags- munamál Hvergerðinga um árabil og þess vegna sé öll leyndin sem yflr því hvíli óeðlileg. „Mér flnnst í hæsta máta óeðlilegt að hafa fundinn lokaðan og nær væri að halda borgarafund um málið. Þetta er í mínum huga leynimakk," segir Knútur sem halda mun uppi öflugu andófi á flmdinum á morgun. -rt Knútur Bruun bæjarfulltrúi. Jón Steinar Gunnlaugsson vegna útvarpserindis um prófessorsmáliö: Braut ekki af mér <“1“J wæir íamu).tKJT l^^auaaStilzfÞ'kmis „Það gleður mig ef umræður um þetta dómsmál era hættar að snúast um að dómurinn sé rangur og teknar að snúast um að ég megi ekki útskýra hvers vegna hann er réttur," sagði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður vegna fréttar DV frá í gær þar sem Ólöf Valdimarsdóttir, mágkona prófessorsins sem sýknaður var í Hæstarétti í kynferðisofbeldismáli, lýsti yfir hneykslan sinni vegna út- varpserindis Jóns Steinars um málið. „Ég braut ekki af mér með flutningi er- indisins á Bylgjunni. I fyrsta lagi vil ég segja að ég gætti nafnleyndar og fór mjög varlega með allt viðkvæmt efni. Með fréttinni, sem DV birti í gær, braut blaðið með óbeinum hætti gegn nafnleyndinni í þessu máli með því að segja hvemig nafngreindur við- mælandi blaðsins tengist málsaðil- um. í öðra lagi þá hafði efnið sem ég fór yfir allt komið fram með einum eða öðrum hætti í hinum birta dómi. Jón Steinar í þriðja lagi er það Gunnlaugsson. nefnt sérstaklega í frétt DV að ég hafi lesið úr bréfi sem stúlkan hafi sent fóður sinum. Það er rétt að það efni sem ég las úr bréfinu er ekki birt í dóminum. Þetta bréf var hins vegar sent fóðumum og hann er eigandi þess. Ég hafði heimild hans til að lesa úr því. í fjórða lagi vil ég segja að það er ekki vafi á því að sjónarmið tjáningar- frelsis veita mér heim- ild til að fjalla um þetta mál með rýmilegum hætti eftir að dómur er genginn og hann hefur verið birtur. Þetta á ekki síst við þegar haft er í huga að hlut- dræg umfjöllun um dóminn hefúr ver- ið þannig að fjölmargir menn virðast telja hinn sýknaða mann sekan þrátt fyrir dóminn. Að sumu leyti er þetta honum þungbærara heldur en áfellis- dómur hefði orðið. Það má hafa í huga að konan sem DV ræddi við hóf um- ræðuna um þennan dóm á opinberam vettvangi og veittist þar með mjög óvægnum hætti að manninum. Það sjá allir að heimilt hlýtur að vera að leit- Frétt DV frá í gær. ast við að veija manninn opinberlega fyrir þessum árásum. í fimmta lagi hlýtur hin rýmkaða heimild tjáninga- frelsisins líka að helgast af nauðsyn þess að skýra dómsniðurstöðuna þar sem Hæstiréttur hefur orðið fyrir óvægnum árásum vegna hennar. Og loks vil ég segja það að ef einhver tel- ur mig hafa gerst sekan um lögbrot þá getur sá hinn sami kært mig til lög- reglunnar. Ég skal skjóta honum þang- að,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi pró- fessorsins. -EIR Harry Potter trónir efst Harry Potter og viskusteinninn eftir skoska rithöfundinn Jóhönnu Rowling trónir efst á fyrsta bóksölulista DV fyr- ir þessi jóL Það þarf ekki að koma á óvart ef miðað er við vinsældir bókanna hennar í öðrum löndum en þar hafa þær vermt efstu sæti vin- sældalista. Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er í 2. sæti listans en þessi nýja bók hans hefur fengið mjög lof- samlega dóma. Ævisaga Einars Bene- diktssonar, annað bindi, eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing, er í 3. sæti listans en þar heldur hann áfram frá- sögninni af skáldjöfrinum umdeilda. Ævisögur era sterkar á bóklista DV eins og fyrri ár. í 4. sæti er Ævisaga Jónasar Hallgrimssonar efitir Pál Vals- son og Sviptingar á sjávarslóð, ævi- saga Höskuldar Skarphéðinssonar skipherra í því fimmta. Bækumar um Bert, eftir Sviana Jac- obsson og Olsson, hafa jafnan átt sæti á bóksölulista DV og svo er einnig nú. Nýjasta bók þeirra, Vandamál Berts, er í 6. sæti. Spennusagnahöfundurinn Stephen Listi Œ yfir söluhæstu bækur - síðustu viku - 1. Johanna Rowling - Harry Porter og viskusteinninn 2. Ólafur Jóhann Ólafsson - Slóð fiðrildanna 3. Guðjón Friðriksson - Ævisaga Einars Benediktssonar II 4. Páll Valsson - Ævisaga Jónasar Hallgrímssonar 5. Höskuldur Skarphéðinsson - Sviptingar á sjávarslóð 6. Jacobsson & Olsson - Vandamál Berts Örvænting Leyndardómar Shambala Áráslni^-" 7. Stephen King - 8. James Redfield - 9. Stephen King - ertsson -___________Ævisaga Steingríms Herman King á tvær bækur á listanum, Ör- væntingu, í 7. sæti og Árásina i því ní- unda en þar er hann meðhöfúndur. Leyndardómar Shambala eftir James Redfield, er í 8. sæti bóksölulist- ans en þar segir frá fóldu samfélagi í fjallgarði í Tíbet, leitina að því.. Annað bindi ævisögu Steingríms Hermannsonar, fyrrum forsætisráð- herra og Seðlabankastjóra, eftir Dag Eggertsson er í 10. sætinu. í þessari bók er fjallað um stjómmálaþátttöku Steingríms, menn, málefni og ýmislegt sem gerðist að tjaldabaki. Samstarfsaðilar DV við gerð bóka- listans era: Mál og menning (2 verslan- ir), Penninn-Eymundsson (5 verslanir), Hagkaup (5 verslanir), Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki, Bókval á Ak- ureyri, Bókabúðin Hlöðum, Egilsstöð- um og KÁ á Selfossi. Bóksölulistinn tekur mið af sölunni síðastliðna viku og er sala síðustu helgar meðtalin. Bóksalar tjáðu DV að sala fyrir þessi jól væri í startholun- um. Þótt staða bóka á listanum gæfú ákveðnar vísbendingar um framhaldið gæti listinn átt eftir að breytast. -hlh Stuttar fréttir i>v Dregur úr þenslu „Þetta verður því til að draga úr þenslunni og ég vonast til þess að aimenningur komi með jafn- myndarlegum hætti að ^ þessú nú og þegar við buðum áskriftina á bréfúm I þessum sömu bönkum á sínum tíma,“ segir Finnur Ingólfsson um þá ákvörðun ríkisstjómarinnar að selja 15% hlut i ríkisbönkunum tveimur. Dagur sagði frá. Tvöfalt bílverð Bifreið sem maður nokkur keypti á bílasölunni Bílatorgi haustið 1997 fyrir 1,9 milljónir króna heflm kost- að hann 3,5 miiljónir. Seljandi hafði svikist um að ftytja af henni veð- skuldabréf í eigu Glitnis hf. upp á 1,4 milljónir og kaupandinn greiddi síð- an 180 þúsund krónur í málskostnað vegna árangurslauss málreksturs gegn Glitni. Mbl. sagði frá. Stór reiðvöruverslun Ein stærsta reiðvöraverslun Evr- ópu verður opnuð í Reykjavik á morgun þegar þrjár verslanir sam- einast undir einu þaki. Verslanirnar þrjár era Hestamaðurinn, Reiðlist og Reiðsport en nafn nýju verslunar- innar verður Töltheimar. Eykur þenslu Sighvatur Björgvinsson, Samfylkingu, segir þá aðgerð að sélja ríkis- banka ekki munu draga úr þenslu heldur þvert á móti auka hana. Bylgjan sagði frá. 80 athugasemdir Tæplega 80 athugasemdir frá al- menningi og félagasamtökum við frammatsskýrslu skipulagsstjóra um 480 þúsund tonna álver á Reyð- arfirði bárust skipulagsstjóra, en frestur rann út hinn 19. nóvember. Mbl. sagði frá. Fiskistofa dæmd Rikissjóður var í héraðsdómi í gær dæmdur til að endurgreiða Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum tæplega fimm milljónir króna, en dómurinn komst að þeirri niður- stööu að gjald sem Fiskistofa lagði á fyrirtækið vegna 809 lesta umframa- fla úr norsk-íslenska síldarstoöiin- um sumarið 1997 hefði ekki átt sér stoð í lögum. Dagur sagði frá. Bætur vegna 53b Reykjavíkurborg mun greiða 10,8 milljónir króna í bætur til byggingar- aðila hússins að Laugavegi 53b, þar sem byggingarleyfi hefur tvívegis ver- ið fellt úr gildi vegna kæra nágranna. Borgarlögmaður hefúr náð samkomu- lagi við byggingaraðilann um greiðslu fyrrgreindra bóta. Mbl. sagði frá. Fuglaskoðuná markað Félag fuglaáhugamanna á Homa- firði er nú, í samvinnu við markaðs- ráð Suðausturlands, að hefja mark- aðssetningu á fúglaskoðunarferðum á vorin og haustin og segir Brynjúlf- ur Brynjólfsson, formaður félagsins, að fjöldi manna í Evrópu og Amer- íku hafi mikinn áhuga á fúglaskoð- un. Mbl. sagði frá. Handtökur bandamanna Bandamenn ætluðu að hand- taka allt að 700 íslendinga ef til innrásar Þjóð- veija hefði kom- ið á síðari áram seinni heims- styrjaldarinnar og flytja þá í búðir við Geitháls í ná- grenni Reykjavíkur. í hópnum vora sumir af helstu ráðamönnum lands- ins. Þetta kemur fram í bók Þórs Whitehead, Bretamir koma. Áminning ógild Héraðsdómur Reykjaness hefur fellt úr gildi áminningu sem skóla- meistari Menntaskólans í Kópavogi veitti kennara fyrir ári síðan. Var skólinn jafnframt dæmdur til að borga kennaranum 400.000 krónur í málskostnað. Mbl. sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.