Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 Fréttir_______________________________________pv Ríkissaksóknari ákærir Þórhall Ölver Gunnlaugsson fyrir ásetningsmanndráp: Ég lýsi mig alsaklausan - verjandinn i málinu lætur að því liggja að hann fari fram á frávisun ákæru „Ég, herra dómari, andmæli ákærunni. Hún á sér enga stoð. Ég lýsi mig alsaklausan af að hafa ban- að Agnari. Ég kom á staðinn . . Þessi orð mælti Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, títt nefndur Vatns- beramaður, sem ákærður er fyrir að hafa banaö Agnari W. Agnarssyni á heimili hans við Leifsgötu í sumar. Máiið var þingfest í gær og Þór- halli birt ákæran. Þegar þama var komið sögu greip Valtýr Sigurðsson dómsformaður fram i fyrir sakbom- ingnum og sagði hann ekki þurfa að skýra sitt mál frekar að svo stöddu þar sem hann var einungis beðinn um að gera grein fyrir því hvort hann samþykkti efni ákærunnar eða ekki. Ríkissaksóknari ákærir Þórhall fyrir manndráp með því að hafa „margsinnis" lagt til Agnars heitins með hnifi eða hnífum - hæði aftan- vert og að framanverðu. Með öðmm orðum hinn ákærði er ákærður fyr- ir manndráp af ásetningi - þyngstu sakargiftir sem mögulegt var að fá i þessu máli. „Ég er sekur um ... Það vakti verulega athygli við réttarhaldið í gær að Þórhallur Öl- ver lýsi sig nú saklausan af verkn- aðinum. Ákæran er 1 tveimur lið- um. Varðandi þann síðari, þar sem sakborningnum er gefið að sök að hafa strax eftir að hafa banað Agn- ari stolið skartgripum að verðmæti 285 þúsund krónur úr íbúð hans. „Ég er sekur um að hafa tekið þessa hluti,“ sagði Þórhallur og bætti skömmu síðar við“. . . og ónýta peningaseöla.“ fm •«4 ■ >“!*■*!?*(Zfi , .. t gpk * Áhorfendur ráku margir hverjir upp stór augu við þingfestinguna í gær þeg- ar Þórhallur Ölvir, oft nefndur Vatnsberamaðurinn, lýsti sig alsaklausan af að hafa banað Agnari W. Agnarssyni. DV-mynd Hilmar Þór Þórhallur viðurkenndi við lög- reglurannsókn í sumar að hafa átt í átökum við Agnar á heimili hans. Hann viðurkenndi líka í tímaritinu Mannlífl að hafa banað manninum. Þetta mun allt skýrast betur þegar réttarhöldin hefjast - hvers vegna maðurinn lýsir sig nú alsaklausan. Flækjur fram undan Hinn fjölskipaði dómur mun þurfa að taka á ýmsum álitamálum á næstunni - meira að segja áður en aðalréttarhöldin og dómsyfirheyrsl- umar hefjast. Hilmar Ingimundar- son, verjandi ákærða, óskaði til að byrja með við þingfestinguna í gær að öll réttarhöldin þegar að þeim kemur á næstu vikum verði haldin fyrir luktum dyrum. Ástæðan er til- litssemi gagnvart fjölskyldu sak- bomingsins. Valtýr dómari bar bækur sínar saman við meðdómendurna tvo, Hjört 0. Aðalsteinsson og Sigríði Ingvarsdóttur. Niðurstaðan var að hafna kröfunni. Forsendan var ein- föld. Meginreglan samkvæmt mann- réttindasáttmála Evrópu væri að réttarhöld skyldu haldin opinber- lega. Verjandinn óskaði þá eftir að dómurinn legði fram úrskurö um höfnunina og verður hann við því á næstunni.. Ákæru verði vísað frá? Verjandinn lét ekki þar við sitja og sagði að hann mundi jafnvel fara fram á að ákæranni yrði vísað frá dómi. Ástæðan fyrir því er sú að hann telur lögreglurannsókninni í manndrápsmálinu hafa verið ábóta- vant. Næsta réttarhald í málinu verður klukkan 16.30 á miðvikudag í næstu viku, þann 8. desember. Þá verður væntanlega lögð fram krafa um frá- vísun ákæru ef því verður að skipta og síðan ákveðið hvenær dómsyfir- heyrslumar hefjast með öllum til- heyrandi vitnum í málinu. -Ótt Hættulegir kjánar Náttúruvemdarsamtök- in World Wildlife Fund eiga i dag fund með stjórn- endum Norsk Hydro vegna Eyjabakkasvæðisins og væntanlegra virkjunar- framkvæmda á Austur- landi. Fundurinn verður væntanlega í höfuðstöðv- um Norks Hydro í Noregi. Vafamál er hvort eitthvert vit verði í þessum fundi, hann verði hreinlega hálf kjánalegur og litt að márka niðurstöður hans - ef einhveijar verða. Ekki vegna þess að fulltrúar nefndra náttúruverndar- samtaka séu einhveijir kjánar heldur gestgjafam- ir, forráðamenn Norsk Hydro. Þeir hafa nefnilega gert þá skyssu að vilja ekki leyfa Steingrími Her- mannssyni, fyrirverandi forsætisráðherra og lista- smið, að sitja fundinn. Og það þótt Steingrímur hefði verið meira en til í að fara. Hvað annað? Norðmenn em ekki uppnumdir yfir ferðagleði Steingríms og skynja hættuna af nær- vera hans. Því er ljóst að fulltrúar World Wildlife Fund verða eins og kjánar á fundinum vegna þess kjánaskapar Norðmannanna að hafna Steingrími og Áma Finnssyni, framkvæmda- stjóra Náttúruvemdarsamtaka íslands. Hvorki þeir né forráðamenn Norsk Hydro mimu heyra raddir íslenskra umhverfissinna. Þeim hefur verið hafnað. Þó Steingrímur og Ámi séu ekki hættulegir þýðir það ekki að þeir séu einhverjir kjánar. Öðru nær. Þeir vita sem er að á nýrri öld mun hreinlega verða hættulegt að vera umhverfis- sóði og þeir vilja koma þeim boðskap á fram- færi á fundi með norsku álkóngunum. En kján- ar skynja yfirleitt ekki hættu og sjá því enga ástæðu til að hlusta á Steingrím eða Árna eða aðra hættulega menn sem skynja hættuna af þeim kjánaskap sem felst í að stunda sóðaskap i umhverfinu. Steingrímur veit að hættulegir menn eru kjánalegir og kjánar era hættulegir. Þess vegna er útséð með að Steingrímur muni hafa nokkur áhrif á norsku álkóngana. Og því síður á uppeldissyni sína í ríkisstjórn- inni. Þeir hafa hafnað Steingrími eins og Norð- mennimir. Steingrímur og Ámi eiga ekki upp á pallboröið hjá álkóngunum í Framsókn frek- ar en hjá þeim norsku. Forystan í Framsókn virðist skynja hættuna af Steingrími. Og Stein- grímur veit eins og er að hann á ekki lengur er- indi í Framsóknarbrúnni og vill ekki flækjast þar fyrir. Enda þýðir það ekkert þar sem hon- um hefur verið hafnað og ekkert mark á hon- um tekið vegna hættunnar sem af honum stafar sem aftur er til komin vegna þess að hann skynjar hreinlega hættuna af umhverfissóðum nýrrar aldar. Dagfari sandkorn Fjölskylduvirkjun Það þykir einkennileg tilviljun hvernig ein fjölskylda tengist Fljótsdalsvirkjun frá ýmsum hlið- um. Friðrik Soph- usson, forstjóri Landsvirkjunar, og Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðar- sambandsins, em bræðrasynir. Guð- mundur hefur gagnrýnt ríkisstjóm- ina fyrir að setja virkjunina ekki í umhverfismat en Friðrik vill ólm- ur virkja. Nú hefur Björk, dóttir Guðmundar, gengið í lið með karli foður sinum. Hún ætlar að gefa út lag sem verður sett á heimsvefinn en tekjur af þvi eiga að renna í ný- sköpunarsjóð fyrir ungt fólk á landsbyggðinni. Daníel Ágúst Har- aldsson í Gus Gus, tengdasonur Friðriks, ætlar að syngja með. Loks hefur Guðmundur Hálfdánarson í Háskólanum sett fram kenningar um hvemig umhverfisvernd hefur komið í stað sjálfstæðisbaráttunn- ar í hugum landsmanna. Faðir Guðmundar er einmitt bróðir feðra þeirra Guðmundar í RSÍ og Frið- riks. Það þarf því vart mikið hug- myndaflug til að ímynda sér hvert umræðuefnið verður í jólaboðum í þeirri fjölskyldu... Hve góð er hún? Þá er jólabókaflóðið skollið yfir og hefðbundinn slagur um sölu byijaður á fullu. Nokkrar ævisögur er að venju að finna í flóðinu. Ein þeirra er ævisaga Ólafs Ólafs- sonar, fyrrum land- læknis. Sagan er ef- laust full af skemmti- legum firásögnum að hætti Ólafs, líflegu orðfæri hans og hnyttnum svörum, Og fyrst verið er að tala um hnytt- in tilsvör segir sagan að maður hafi hitt mann á götu og hafi tal þeirra borist að ævisögu landlækn- is sem annar hafði lesið. Hinn spurði lesandann hvernig bókin hefði verið og svarið þótti vel við hæfi: Alveg sjúklega góð... Pósturinn Páll Önnur bók í fyrmefndu flóði er smásagnasafn Páls Kristins Páls- sonar, Biu-ðargjald greitt. I sögunni er að sjálfsögðu komið inn á póstinn eins og nafnið gefur til kynna. Þar að auki mun fjallaö um forlagahyggju og einkennilegar til- viljanir. Skemmti- legasta tilviljunin í sambandi við bókina þykir þó kannski að eigin- kona Páls, Elsa María Ólafsdótt- ir, réð sig til starfa sem dreifingar- stjóri hjá íslandspósti daginn sem Páll skilaði inn handritinu... Smekkleysa Frelsarinn.is, vefur Heimdallar, fjallaði um helgina um hugmynd Árna Johnsens, fyrsta þingmanns Sunnlendinga, um göng milli lands og eyja. Frelsarinn, sem segist eiga ættir að rekja til Eyja, segir að fyrst göngin verði svona mikið not- uð hljóti einhver að vilja taka áhættuna af því að bora og fá síð- an að rukka veggjald. En meðan enginn _ vill taka áhættuna geti Árni ekki talað um hlutimir séu hag- kvæmir og góðir fyrir landsmenn. Svo segir. „Mr. Jolmsen. Næst þeg- ar þú vilt að Frelsarinn borgi und- ir þínar vinsældir skaltu vinsam- legast ekki fela það með einhverju aumkunarverðu þvaðri um þjóðar- hag eða almannaheill. Vér Vest- mannaeyingar kærum okkur ekki um smekkleysu af þvi tagi.“ Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.