Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 Neytendur Vörn gegn vetri því að húð barna er sérstaklega viðkvæm fyrir kulda. Flestar íslenskar konur hugsa vel um húð sína og margar eyða mMum fjármunum 1 alls kyns krem og smyrsl í leit að hinni ei- lífu æsku. En það er ekki nóg að halda húðinni sléttri og stinnri með kremum heldur er líka nauð- synlegt að verja hana gegn Vetri konungi sem getur farið Ola með húð allra, þ.e. kvenna, karla og ekki síst bama. Hér á landi og annars staðar á norðlægum slóðum er húð margra erfiðari viðfangs á vetuma en á sumrin. Húðin getur t.d. orðið þurr eða spmngin vegna kuldans. Hér á eftir fylgja nokkrar tillög- ur að vamaraðgerðum gegn kuld- anum sem voncmdi mýkja og fegra húð einhverra. Skortur á raka Húðin er sá hluti líkamans sem verður að taka við flestum nei- kvæðum fylgifiskum vetrarins. Eins og áöur sagði verður húðin frekar of þurr á vetrana heldur en á sumrin. Ástæðan er m.a. sú að minni raki er í kalda loftinu held- ur en hlýja sumarloftinu. Hitakerfi húsa bætir heldur ekki úr skák því heitt loftið innan- dyra þurrkar enn frekar upp við- kvæma húðina þegar fólk kemur inn úr kuldanum. Fólk sem þjáist af exemi finnur yfirleitt meira fyrir því á vetrana heldur en á sumrin vegna hins þurra vetrarlofts. Við þvi verður að bregðast með feitum kremum eða olíum. Ekki er nauðsynlegt að eyða mMum peningum í dýr krem og smyrsl. í flestum tilfellum er nægi- legt að kaupa ódýrt andlitskrem, t.d. úr stórmarkaði, með mikilli fitu og bera kremið síðan á sig áður en haldið er út í kuldann. Þetta ráð á ekki síst við um böm- in sem hafa viðkvæmari húð held- ur en fuilorðnir. Þeir sem þjást af of þurri húð ættu að bæta góðri oliu út í bað- vatnið öðru hverju til að auka rak- ann í húðinni. Hins vegar ætti fólk með þurra húð ekki að fara í freyðiböð þvi þau geta þurrkað húðina. Kuldabólga Margir finna fyrir svokallaðri kuldabólgu á vetruna. Kuldabólgan truflar blóðstreymi líkamans og get- ur verið nokkuð sársaukafuil. Háræðamar herpast saman, sumir fá útbrot eða kláða og í sumum til- fellum geta vefir líkamans skaðast. Besta leiðin til að forðast kulda- bólgu er að vera í þykkum sokkum og góðum skóm sem halda hita á fót- unum. Ekki láta upphitað heimilið eða vinnustaðinn blekkja þig og hlaupa út á inniskónum þvi það er kjörin leið til að fá kuldabólgu. Varir og hár Margir finna fyrir varaþurrk, spmngum í vörum eða fá frekar fransm- á vetrana heldur en á sumr- in. Engir fitukirtlar era i vöranum öfugt við aðra hluta andlitsins og því er gott að nota áburð við vara- þurrk, feitt krem eða jafnvel vaselín til að koma í veg fyrir varaþurrk vegna kuldans. Þeir sem eru gjamir á að fá fransur ættu að kaupa sér sérstakt frunsumeðal i apótekinu og bera það á fransuna um leið og hún myndast. Vetrarkuldinn hefur einnig tals- verð áhrif á hár manna sem hefur tilhneiningu til að verða þurrt og liflaust i kuldanum. Góð hámæring og djúpnæring öðra hverju geta lífg- að hárið við og gefið því gljáa og raka. Ónæmiskerfið Þótt ótrúlegt megi virðast þarf fólk ekkert frekar að búast við því að fá kvef á vetruna heldur en á sumrin ef rétt er haldið á spöðun- um. í sumum tilfellum fær fólk kvef af of mikilli innivera og samneyti við aðra sem era kvefaðir. Það er því ágætis ráð til að forðast sýklana að vera mikið úti. Einnig örvar útiver- an ónæmiskerfið. Uppbygging ónæmiskerfisins er mikilvæg vöm gegn kvefi. Einfalt er t.d. að taka C- vítamín, borða ávexti og annan holl- an mat og láta ekki streituna ná tök- um á sér tO að halda ónæmiskerf- inu í góðu lagi. -GLM Mexíkóskur kjúklingaréttur JESENDUM SVAjSAÐ rAdgjafaþjónusta húsfélaga Lesendur gela sent spurnlngar til sérfræölnga Húsráða meö tölvupósti. Netfangiö er dvritst@ff.is og merkja skal tölvupóstinn Húsráö. Húsráð Ef ná þarf kertavaxi af viði er ráð að mýkja vaxið með hárblás- ara. Fjarlægið vaxið með bréf- þurrku og þvoið síðan með blöndu af ediki og vami. Leðurborðplötur Til að halda leðurborðplötum fallegum er ráö að fjarlægja allt vax með blöndu af ediki og vatni (1/4 bolli edik og 1/2 bolli vam). Til að hreinsa bletti sem komið hafa undan lampa eða öðru slíku er gott að bera sitrónuolíu á leðrið tvisvar smnum á dag í eina viku. Til að viðhalda gæðunum er gott að bera sitrónuoliu mánaðarlega á leðrið. Glerborðplötur - Nuddið örlitlu af sítrónusafa á plötuna. Þurrkiö af með bréf- þurrku og bónið síðan með dag- blaði. Tannkrem getur fjarlægt smárispur á plötunni. Krómhreinsun Gott er að nota tusku sem vætt er með ammoníaki og þá glansa krómið án þess að taumar sjáist. Lím á húsgögnum Módellím eða trélím má fjar- lægja með þvi að nudda á það köldum rjóma, hnetusmjöri og sal- atoliu. Tágahúsgögn - Til að koma í veg fyrir að tága- húsgögn gulni má þvo þau upp úr volgu saltvatni. - Til að koma í veg fyrir ofþorn- un skal bera sitrónuoliu á þau af ogtil. - Látið tágahúsgögn aldrei fijósa. Við það fer að braka og bresta í þeim. - Tágahúsgögn þola illa þurrt loft. Notið því rakatæki þar sem þau era. Vinylhúsgögn Berið aldrei ohur á vinyl því þá harðnar það. Ef það gerist er nær ógerlegt að mýkja það aftur. Til að hreinsa vinyl er best að strá mat- arsóda eða ediki á grófan rakan klút. Þvoið síðan með mildri upp- þvottavélarsápu. Líkamsoha herð- ir vinyl svo nauðsynlegt er að þvo það alltaf af og til. Þessi girnilegi kjúklingaréttur kitlar sjálfsagt bragðlauka margra. Þessi gimilegi kjúklingaréttur kitlar sjálfsagt bragðlauka margra. Uppskrift 4 kjúklingabringur, bringubeinin fjarlægð örlítið af seherísalti og cayenne- pipar 2 msk. maísolía fersk kórianderlauf til að skreyta með Salsasósa 275 g vatnsmelóna, kjamhreinsuð og skorin í litla bita 175 g gul melóna, kjamhreinsuð og skorin í litla bita 1 lítill rauðlaukur, fínt skorinn 1 grænn chiilipipar, kjamhreins- aður og smátt skorinn 4 msk. fersk kóríanderlauf, niður- sneidd 2 msk. ferskur limesafi örlitið af salti. Aðferð 1) Hitið grihið í ofninum. Sker- ið rendur ofan í bringumar með beittum hnífi. Kryddið með seher- ísaltinu og cayenne-pipamum niður í rendumar. Penslið með oliu og griUið í um 15 mínútur eða þar tU kjúklingur er gegmunsteikt- ur. Snúið bringunum einu sinni við á meðan á steikingu stendur. 2) Blandið melónubitunum, lauknum, ciUipipamum, söxuðu kóríanderlaufunum og limesafan- um saman í skál. Saltið síðan lítU- lega. 3) Setjið salsasósuna í litla skál á miðjum diskinum og raðið kjúklingabringunum í kring. Ber- ið fram með mexíkóskum kom- flögum og skreytið með kóríander- laufunum. Leðuráklæði - Þvoið með rökum klút og söðlasápu. - Komið í veg fyrir að leðriö springi með því að bera reglulega krem á það sem gert er úr 1 hluta af ediki og 2 hlutum af línohu. Blóðblettir á áklæði Hyljið blettina strax með deigi úr komsterkju og köldu vatni. Nuddið létt og setjið áklæðið út í sólina tíl þerris. Sólm dregur blóð- ið inn í komsterkjuna. Biurstið af. Ef bletturinn fer ekki alveg skal reyna aftur. Moldugt bómullaráklæði Reynið að nudda moldinni burt með strokleðri. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.