Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 Útlönd_____________________ Fórnaði lífi sínu fyrir farþega á ferjunni Sleipni Leif Larsen, sjómaður á norsku ferjunni Sleipni sem sökk á fóstudagskvöld, lét það verða sitt síðasta verk að láta farþega fá björgunarbúning sinn. Larsen er einn þeirra sem saknað er eftir slysið. Allt að nítján manns fórust með ferj- unni þar sem hún sökk undan Haugasundi eftir að hafa steytt á skeri. Sjónvarvottur sagöi norska blaðinu Aftenposten að Larsen hefði farið úr flotbúningi sínum og síðan hjálpað farþega aö kom- ast í hann. Fljótlega á eftir hvarf Larsen í ólgandi hafið. „Þannig munum við eftir Larsen. Alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum,“ segir fyrrum starfs- félagi hans við Aftenposten. Forstöðumaður norsku sigl- ingamálastofnunarinnar sagði í gær að Sleipnir hefði aðeins haft leyfi tO að sigla í tiltölulega lygn- um sjó. Skipið hafði aðeins verið þrjá mánuði í rekstri og mátti aðeins sigla í eins meters háum öldum þar sem björgunarbúnað- urinn um borð hafði ekki verið prófaður í ólgusjó. Strandgæslan telur að ölduhæöin hafi verið tveir til þrír metrar kvöldið sem skipið fórst. STORM Cl LB E R T Lauqaveqi 62- Sími: 551 4100 STOPP! Lóttu ekki innbrotsþjófa valsa um eigur þinar. ELFA-GRIPO innbrots-, öryggis- og brunakerfin eru ódýr trygging! Kynningartilboð Þróilous kerfi fró 15.912 stgr. Þráðkerfi frí 13.410 stgr. ÚRVAL AUKAHLUTA: Sirenur, reykskynjarar, hreyfiskynjarar, fjarstýringar, hringibúnaður o.fl. Veitum tækniráðgjöf og önnumst uppsetningu ef óskað er. Mmi Farestveit & Co.hf. ___________Borgntúni 28 V 562 2901 og 562 2900 Blóövellir mexíkóskra eiturlyfjabaróna fundnir: Eitt hundrað lík í fjöldagröfum Allt að eitt hundrað lík mexíkóskra og bandarískra borgara kunna að vera grafin í fjöldagröfum mexíkóskra eiturlyfjabaróna sem fundust nærri landamæraborginni Juarez, gegn E1 Paso í Texas. Mexíkóskir hermenn og lögregluþjónar, ásamt sveit frá banda- rísku alríkislögreglunni FBI, byrjuöu að grafa upp líkin í gær. Að sögn bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar CBS eru allt að eitt hundrað lík grafin á landareignum tveggja búgarða nærri Juarez. Tvö hundruð starfsmenn FBI koma að rannsókninni, stærsta samvinnuverk- efni lögreglu í Mexíkó og Bandaríkj- unum um nokkurt skeið. „Rannsóknin miðar að því að upp- lýsa fjölda morða og mannshvarfa sem tengjast eiturlyfjaviðskiptum," sagði í tilkynningu frá skrifstofu dómsmálaráðherra Mexíkós. Talið er félagar í eiturlyfjahring sem kenndur er við Juarez hafi staðið fyrir morð- unum og mannshvörfunum. Eiturlyfjahringurinn sem hefur höfuðstöðvar sínar í Juarez er talinn einhver sá illskeyttasti í öllu Mexíkó. Hann er talinn hafa flutt mörg tonn af kólumbísku kókaíni yfir Rio Grande- ána sem skilur að Mexíkó og Banda- ríkin. Jaime Hervella, forseti alþjóðlegra samtaka ættingja og vinafólks sem hefur horfið, sagði fréttamanni Reuters að samtökin hefðu verið að leita að 196 manneskjum sem hafa horfið í Juarez frá árinu 1990. Átján hinna horfnu eru bandarískir borgar- ar. „Við bíðum í ofvæni eftir fréttum," sdagði Hervella. Hann sagði að starfs- menn dómsmálaráðuneytisins heföu sagt honum að hundruð líka kynnu að vera grafrn á búgörðunum tveimur. í fréttum CBS sagði að margir þeirra sem saknað er hefðu síðast sést í vörslu mexíkósku lögreglunnar, sem hefði hugsanlega tekið við fyrirmæl- um frá eiturlyíjaklíkunum. Sjónvarpsstöðin KVIA í E1 Paso hafði eftir embættismönnum banda- ríska dómsmálaráðuneytisins að bandarískir og mexíkóskir laganna verðir hefðu verið að leita að tveimur bandarískum lögreglumönnum, öðr- um frá FBI og hinum frá fíkniefna- löggunni DEA, og fundið þá báða látna á skotæfingasvæði sunnan við Juarez. Ekki var greint frá því hvenær mennirnir voru drepnir eða hvenær þeir fundust. Uppgreftinum á búgörðunum tveimur verður fram haldið í dag og er talið að verkið geti tekið allt að þrjátíu daga. Tracie McGovern og stöffur hennar í ástralska kvennalandsliðinu í knattspyrnu hafa gefið út dagatal með nektar- myndum af öllum liðskonunum. Tilgangurinn er að vekja athygli á liðinu, sem gengur undir nafninu Matthildurnar, fyrir ólympíuleikana í Sydney á næsta ári. Upplagið var aukið úr 5 þúsund í 45 þúsund eintök. Stjórn mótmælenda og kaþólikka á N-írlandi í kjölfar sögulegrar myndunar heimastjórnar mótmælenda og kaþ- ólikka á N-írlandi mun breska stjómin leggja fram lagabreytingu á þingi um að völd Breta á N-írlandi verði framseld til heimastjómarinn- ar. Heimastjómin mun síðan koma formlega saman á fimmtudaginn. Þá fá norður-írsku stjórnmálamennirn- ir ábyrgð á meðal annars landbúnað- armálum, umhverfismálum, menn- ingar- og menntamálum, heilbrigðis- og félagsmálum og viðskiptum. 108 n-írskir stjómmálamenn hitt- ust í gær í Stormontkastala og tU- nefndu 10 ráðherra nýju heima- stjómarinnar. Stærsti sambands- flokkurinn, Ulsterflokkurinn, og Jafnaðarmannaflokkurinn fá þrjú sæti hvor en Lýðræðislegi sam- bandsflokkurinn og Sinn Fein, pólítískur armur IRA, írska lýðveld- Leiðtogi Sinn Fein, Gerry Adams, og Martin McGuinness, mennta- málaráðherra nýju heimastjórnar- innar. ishersins, fá tvö sæti hvor. Framtíð þessarar fyrstu heima- stjómar N-íra í 25 ár er háð því hvort IRA standi við loforð sitt og út- nefni mUligöngumann sem semja á við óháða nefnd um afhendingu vopna og skotfæra. Það þykir þó tU marks um bjart- sýni á að stjórnin eigi framtíö fyrir sér að fyrrverandi leiðtogi IRA og núverandi samningamaður Sinn Fein, Martin McGuinness, var skip- aður í embætti menntamálaráð- herra. George MitcheU, samningamaður Bandaríkjanna í friðarviðræðunum á N-írlandi, kvaðst í gær viss um að líðan sín yrði frábær á flmmtudag- inn þegar nýja heimastjórnin kemur saman í fyrsta sinn. Hann varaði þó við að áfram mætti búast við ofbeldi. Stuttar fréttir i>v Óveður í Svíþjóð Margir slösuðust alvarlega í versta óveðrinu sem gengið hefur yfír Svíþjóð í 30 ár. MikU röskun varð á umferð og rafmagn fór af heimUum tuga þúsunda. Sleppt úr varðhaldi Veronicu og Per Kristian Orderud var sleppt úr 5 mánaöa gæsluvarðhaldi í Noregi í gær. Þau voru hneppt í varðhald í kjölfar morða á systur og foreldrum Pers Kristians. Vollebæk vonsvikinn Það var ískalt andrúmsloft á sameiginlegmn fréttamannafundi Knuts VoUebæks, utan- ríkisráðherra Noregs, og Igors Ivanovs, utan- ríkisráðherra Rússlands, í Moskvu í gær. Rússar vUja ekki segja hvenær sendinefnd ÖSE, Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu, fær að koma tU Tsjetsjeníu undir forystu VoUebæks. Norski ut- anríkisráðherrann kvaðst vera von- svikinn. Mjósnari afhjúpaður Háttsettur bandarískur sjóliðs- foringi njósnaði árið 1994 fyrir er- lent ríki, að því er yfirmaður bandaríska flotans tilkynnti í gær. Sparifé undir dýnuna Nokkrir Danir óttast 2000 vand- ann. Hafa þeir tekið fé sitt úr bönk- um. Bankaráögjafar segja hættu- legra að geyma fé sitt undir dýn- unni en í bönkunum. Þreyttir á jólunum Bandarikjamenn eru orðnir þreyttir á jólunum. Síðustu ár hafa 58 prósent þeirra reynt að draga úr prjálinu sem fylgir jólunum. Jeltsín á sjúkrahús Borís Jeltsín Rússlandsforseti var í gær fluttur á sjúkrahús. Læknar töldu sig hafa séð merki þess að forsetinn væri að fá lungnabólgu of- an í lungnakvef sem hann fékk í síðustu viku. Á undanförnum tveimur árum hefur Jeltsín tvisvar fengið lungnabólgu. Deila um 5 ára dreng 5 ára kúbverskur drengur fannst á floti í bílslöngu á Atlants- hafi eftir flótta frá Kúbu. Móðir drengsins drukknaði. Faðir drengsins vill fá drenginn heim til Kúbu en ættingjar í Bandaríkj- unum vilja halda honum þar. Kærður fyrir morð Lögreglan kærði í gær 26 ára gamlan mann fyrir morðtilraun eft- ir að hann réðist nakinn með sverði á kirkjugesti í London á sunnudag. í fangelsi um áramótin Egon Krenz, fyrrverandi leið- togi A-Þýskalands, mun byrja af- plánun sex og hálfs árs fangelsis- dóms fyrir lok þessa árs. Vilja einangra Baska Spænska ríkisstjórnin hvatti stjórnmálaflokka í landinu i gær til að einangra ETA, aðskilnaðarhreyf- ingu Baska, eftir að hún batt enda á 14 mánaða langt vopnahlé um helg- ina. Strauss-Kahn á teppið Dominique Strauss-Kahn, fyrr- um fjármála- ráðherra Frakklands, hefur verið kallaður fyrir rannsóknar- dómara og sæt- ir nú formlegri rannsókn vegna gruns um aðild að fjársvikamáli. Strauss-Kahn sagöi af sér í nóvemberbyrjun til að reyna að hreinsa nafn sitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.