Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 Spurningin Hvaða íþróttum fylgistu helst með f fjölmiðlum? Ingi Guöni Guðmundsson, nemi í Vélskólanum: Það væri þá helst körfuboltinn. Hilmar Þórlindsson sölumaður: Ég fylgist með öllum íþróttum, fyrir utan skautadans. Róbert Wesley sölumaður: Boccia og pílukast eru mitt uppáhald. Hreiðar Smári Grétarsson sölu- maður: Það er knattspyma og þar er Liverpool mitt lið. Snorri Öm Árnason, verslunar- stjóri Skífunnar: Knattspymu og er eitilharður stuðningsmaður Manchester United. Gísli Baldur Bragason sölumað- ur: Ég fylgist aðallega með körfunni og er stuðningsmaður Miami Heat. Lesendur_____________ Umhverfisfásinna „Svokallað orkuvandamál fjallar um að geta notað afl okkur til framfærslu þegar við viljum. Það vandamál verður að leysa á þann hátt að aflnotkun raski ekki jafnvægi vistkerfa." Þorsteinn Hákonarson skrifar: Eftir mikinn áróður um vistkerf- isbrest manna og dýra hafa við- brögð almennings verið að aukast. Einstök atriði ætlaðs vistkerfis- brests hafa þá verið tekin fyrir. Þau atriði skipta engu máli ein og sér. Við mannkyni blasir miklu stærra vandamál. Það eru tveir kostir. Annar er að rífast um smáatriði og falla að lokum fyrir vistkerfisbresti sem stofn eða tegund. Hinn er að ná fullu vistkerfisvaldi á öllum þeim sviðum sem máli skipta. Núverandi ástand fjallar um að beina athyglinni tímabundið að ein- stökum atriðum. Það er þó einskis nýtt. Öll hin atriðin elta okkur uppi til vistkerfisbrests. Þau atriði er mjög erfltt að hugsa kerfisbundið og það ógnar hagsmunum hvers ein- asta manns í bráð að horfa raun- hæft á lausnir. Til einföldunar er hægt að setja fram helstu grunnat- riði, t.d. þrif. Þrif eru ekki möguleg. Þetta er vegna þess að massinn, efn- ið, hverfur ekkert af jörðinni. Það sem er mögulegt er hringrásun efn- is innan eðlilegra vistkerfa. Það sem ekki leyfist í hringrásun innan eðlilegra vistkerfa eru t.d. geisla- virk efni, eitruð frumefni og lang- virk efnasambönd til skaða. Geislavirkum efnum og frumefn- um verður ekki eytt. Því verður að hætta dreiflngu þeirra og safna úr- gangi í framtíðarnámur. Aðferðir til að eyða langvirkum efnum eru til, en þá má ekki dreifa þeim. Þessi vandi kallast „efnafræðilegt heil- brigði vistkerfá". Svokallað orku- vandamál fjallar um að geta notað afl okkur til framfærslu þegar við viljum. Það vandamál verður að leysa á þann hátt að aflnotkun raski ekki jafnvægi vistkerfa. Til þess að sjá fyrir stærra mannkyni en nú er, við svipaða orkunotkun á íbúa eins og á íslandi, þá erum við að tala um tiföldun orkunotkunar heimsins. Það er í lagi ef við fullnægjum skil- yrðum um jafnvægi vistkerfa. Úr fimm þúsund stríðum og hundrað þúsund orrustum í þekktri sögu kom ekkert jákvætt. Stríð eru af tvennum orsökum. Annars vegar til að útkljá spennu og hins vegar framkvæmd vistkerflsbrests sem skollinn er á. Forsenda þess er að vistkerfisbrestur skelli ekki á. Mannkyn stendur til prófs náttúr- unnar. Spurningin er hvort við séum andlegar verur, sem ná vist- kerfísvaldi, eða dýr sem falla fyrir vistkerfisbresti. Úm það má líka velja. Skattframtölin hvimleiðu Eggert Laxdal skrifar: Það styttist í skattframtölin, þá hvimleiðu vinnu, er þjóðin situr og skrifar niður tekjur sínar á tiltekin eyðublöð sem koma alltof seint, jafnvel þegar langt er liðið á janúar- mánuð. Framtölin ættu að berast í byrjun mánaðarins. Margir fá aðstoð við framtöl sín því oft eru þau flókin og aldrei má neitt út af bera ef menn eiga ekki að fá skömm í hattinn fyrir misfellur eða vísvitandi svindl. Verst er að framteljanda er þá gert að skrifa undir það sem annar hefur gert þótt hann hafi ekki hugmynd um hvort rétt sé með farið. Hið rétta væri að sá sem vinnur verkið skrifaði undir í umboði framteljanda og bæri einn ábyrgð á framtalinu. - í versta falli gæti hann komið framteljanda í klípu með því að telja rangt fram, sé hann illa innrættur, eða af öðrum misjöfnum hvötum, og er þá fram- teljandi orðinn sekur um skattsvik þótt hann hafi hvergi nærri framtal- inu komið. Og það eru ólög. Þessu þarf snarlega að breyta í það horf sem ég nefni hér. Að sá sem vinnur verkið skrifi einn undir og beri ábyrgð á framtalinu. Það er það eina rétta. Norræna húsið í Vatnsmýrinni - kaffært meö skipulagsslysi Dr. Jón S.Þorleifsson hagkerfis- fræðingur skrifar: Nú er komið á daginn, enn eina ferðina, og eins og margir vökulir og glöggir borgarar óttuðust, að nýi steinsteypukassinn í Vatnsmýrinni, kenndur við náttúru íslands, yrði enn eitt skipulagsslysið, og nú sjá menn líka að um umhverfisslys er að ræða. Búið að þvergirða fyrir þá fögru útsýn til græns flatlendisins og fjallanna í suðri sem við borgarbúar höfum not- ið frá Tjarnarsvæðinu og víðar að. - Enn einu sinni hefur því borgin okk- ar bæklast. Bæklunin er hliðstæð þeirri er Há- skóli íslands fékk Hótel Sögu sem bak- sviðsmynd, Þjóðleikhúsið gert að bak- húsi spanskgræna dómshnallsins eða þá þegar Sundaborgarlanghalinn var skipulagður og látinn loka hinu dýr- ILiIÍitMlGMi þjónusta allan sólarhringinn Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Er augljóst að þegar Alvar Alto teiknaði Norræna húsið gerði hann sér glögga grein fyrir umhverf- inu, staðsetningu og útliti hússins. - Fallegt og lát- laust hús sem fellur fullkomlega inn í flatlendis- mynd mýrarinnar, með þaki sem höfðar til fjalla- hringsins í baksviðinu. lega útsýni út á sundin. Bara svo eitt- hvað sé nefnt. Skipulagningarmenn borgarinnar - því ekki er hægt að kalla þá virðing- arheitinu skipulagshönnuðir - virðast vera sérstakir sérfræðingar í skipu- lagsklúðri. Breskur skipulagsarkitekt sem hélt hér fyrirlestra í sumar og er forkólfur vinnubragða í skipulagi sagðist gáttaður á skipu- laginu í höfuðborginni, eftir að hafa skoðað hana hátt og lágt. Það er augljóst að þegar Alvar Alto teiknaði Nor- ræna húsið gerði hann sér glögga grein fyrir umhverfinu, staðsetn- ingu og útliti hússins. Hann teiknaði fallegt og látlaust hús sem fellur fullkomlega inn í flat- lendismynd mýrarinnar, með þaki sem höfðar til fjallahringsins í baksvið- inu. Nú er búið að kaf- færa húsið með ofvöxnu dökku steypubákni, Þarna skilur á milli ís- lenskrar stórkarla- mennsku í bygginga- framkvæmdum og fág- aðrar finnskrar bygg- ingalistar. Það er ljós í myrkrinu að nú hefur verið stofnaður félagsskapur um betri byggð en þangað geta stjórnvöld skipulagsmála leitað í ráðaleysi sínu og forðast skipulagsslysin. Norsk Hydro og listamannagengið Austfirðingur sendi þessar línur: Furðulegt er að lesa nafnarununa sem birtist í Mbl. sl. fimmtudag þar sem íslenskir listamenn skoruðu á Norsk Hydro og norsku ríkisstjóm- ina að beita sér fyrir því að ekkert verði af samningum við íslendinga um stóriðju hérna á Austfjörðum. Ég get ekki annað séð en þarna sé ein- göngu úrtölulið og hælbítar eins og þeir Óðinsmenn í launþegasamtökum sjálfstæðismanna í Reykjavík orðuðu það svo hnyttilega í ályktun sinni ný- lega um virkjunarframkvæmdirnar hér á Austfjörðum. Þetta virðist vera fólk sem hefur allt sitt á þurru, mest frá ríkisstofnunum og ekki miklir bógar í atvinnusköpun í landi okkar. Þetta fólk er i raun að vinna gegn hagsmunum okkar, þjóð okkar og stjómvöldum. Svei, þessu úrtöluliði. Eldgosið í Eyjum og flugmóðurskipið Benedikt skrifar: Það var ánægjulegt og fróðlegt að lesa endurminningar landlæknis, sem eru nýkomnar út. Margt er þar líka sem þjóðinni hefur ekki veriö kunnugt um eða hefur legið í þagnar- gildi af einhverjum orsökum. Kannski einfaldlega pólitískum. En í gosinu í Eyjum á sínum tíma er sagt að amerískt flugmóðurskip með þyrl- um og öllum öðram tækjum og tólum hafi lónað úti fyrir suðurströndinni albúið að grípa inn í til að flytja fólk brott hefði þess verið óskað. Blessun- arlega kom ekki til þess. Þetta m.a. sýnir að við íslendingar erum afar bjargarlausir ef til verulegra náttúru- hamfara dregur og full þörf á veru okkar í NATO enn um sinn. Auðvitað eigum við samt að koma okkur upp eigin landvamar- eða hjálparsveitum sem grípa má til í svona tilvikum. Við eigum ekki að taka mark á for- manni Vinstri grænna sem enn eina ferðina vill reka vamarliðið brott af landinu. Hann er búinn að gera nóg með þvi að hafna fullkomnum flug- velli á Egilsstöðum sem okkur stóð til boða frá Mannvirkjasjóði NATO fyrir nokkrum árum. Gömlu góöu flókaskórnir Guðbjörg hringdi: Ég hef árangurslaust leitað að inni- skóm fyrir manninn minn sem þolir ekki að ganga á þeim skóm sem hafa nælonbotn eða annað sem venjulega er notað undir inniskó, t.d. þunna pappabotna, o.fl. Ég hef spurst fyrir um hina gömlu, góðu flókaskó sem flestir muna frá fyrri tíð (þessa köfl- óttu með hörðum botni en gúmmílagi á milli. Ég hef ekki trú á öðru en ein- hvers staðar fáist þessir skór þótt vandfundnir séu og alls ekki í helstu skóbúðum hér i Reykjavík a.m.k. Lesendasíða DV hefur lofað að taka á móti upplýsingum frá þeim sem kynnu að vita hvar þessir umræddu flókaskór eru seldir. Með fyrirfram þökk fyrir veitta þjónustu og upplýs- ingar. Losna viö af- notagjöld RÚV Gísli Gíslason skrifar: Mér blöskrar að lesa um það að starfsmenn Ríkisútvarps og sjón- varps skuli fá undanþágu frá afnota- gjöldum stofnunarinnar. Fyrir nokkrum árum vora þau einnig frí fyrir aldraða (man ekki nákvæmlega hvernig reglan var) en nú er það lið- in tíð. Einu einstaklingarnir sem ég veit um að fá frí afnotagjöld RÚV era því starfsmenn þess. Þetta verður að afnema hið fyrsta. íviikil óánægja og öfund grefur um sig í þjóðfélaginu vegna þessara hlunninda starfsfólks RÚV. Menntamálaráðherra ætti að taka þetta upp hið fyrsta. Annars er þetta orðið svo yfirþyrmandi órétt- læti að ekkert annað en afnám allra afnotagjalda RÚV er lausnin. Ég er ánægður með „gömlu gufuna" en opna aldrei sjónvarpið nema fréttirn- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.