Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 11
DV ÞRIDJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 enning.. Lík í Heiðmörk Yfir Hvíldardögum, fyrstu skáldsögu Braga Ólafssonar, hvílir einstök jíirveg- un og undraverð rósemi. Á tæpum tvö hundruð blaðsíðum lýsir Bragi rúmri viku i lífi þrjátíu og fimm ára gamals manns sem býr einn í Reykjavík og hefur verið skikk- aður í sumarfrí í þrjá mánuði. Sögumanni, sem allan tímann er nafnlaus, gefst nú nægur tími til að gera nákvæmlega það sem honum sýnist. Fram undan eru tímamót, tuttugu ára afmæli gagnfræðaskólaár- gangsins, og drjúgur tími fer í það hjá hon- um að undirbúa sig fyrir það. Hann íhugar að nota frídagana m.a. til að skreppa upp i Heiðmörk með nesti og njóta náttúrufeg- urðarinnar þar. Bíll- inn bilar, síminn hringir og allt í einu hefur hann svo mikið að gera að hann veit ekkert hvernig hann á að haga sér. Lif þessa manns hef- ur hingað til ein- kennst af vana, ein- veru og öryggisþörf. Strax í byrjun bókar er gefið í skyn að líf hans muni taka breytingum. Honum fmnst sjálfum eins og margt sé að losna eða liðast í sundur í kringum hann, eitthvað sem ekki sé hægt að tjasla saman aftur (bls. 93). Sögumaðurinn er einfari, næstum því „nörd“. Honum gengur frekar illa að eiga samskipti við aðra, orð og tillit trufla hann. Líf hans er eins og kvikmynd sem er sýnd hægt, smávægilegustu ákvarðanir vefjast fyrir honum eða þeim er skotið endalaust á frest. í huga hans kvikna alls konar mynd- ir af minnsta tilefni, ímyndunaraflið leikur lausum hala og gamlar minningar streyma fram. Hann veltir fyrir sér undarlegustu hlutum, svo sem merkingu tímans, að fólk sé aldrei óhult, hvernig komið verði að ekki um að heim- sækja og vill heldur ekki að þær heim- sæki hann. Hann er nægjusamur í ein- semd sinni en þegar hann lítur yfir far- inn veg rennur upp fyrir honum að hann hefur ekki af- rekað neitt, ekki skilið neitt eftir sig, ekki skapað sér nafn og aldrei sigrast á neinu. Til að finna hvort hann sé yfr- leitt til hugleiðir hann að láta sig hverfa. Yrkisefni Hvíldar- daga eru einsemd og öryggisleysi vorra tima enda frásögnin öll í nútíð. Sögumað- urinn nær undarleg- um tökum á manni, hann er vinalegur og brjóstumkennanleg- ur, einangraður í þröngum heimi sem virðist vera að hruni kominn. Hvíldardagar er ótrúlega mögnuð og seið- andi bók. Bygg- ing sögunnar er þaulhugsuð og glæsileg. Kyrrð og fegurð ríkja yfir stíl, orðavali og efnistök- um í þessari frábæru skáldsögu. ____ „Ég hef aldrei þekkt ~~—manneskju sem ég veit að er einmana", segir sögumaður (57). Þó eru allar persónumar einmana, búa einar og umgangast fáa. Er- indi Braga við okkur er tímabært, á dög- um sífellt meiri hraða og tækni eykst fjar- lægðin milli fólks og viðkvæmir hugsuðir eins og sögumaður Hvíldardaga verða ut- anveltu. Lík þeirra finnast kannski seint og um siðir í Heiðmörk. Bragi Ólafsson Hvildardagar Bjartur 1999 Bragi Olafsson - þaulhugsuð og glæsileg skáldsaga. DV-mynd Hilmar Þór manni dauðum o.s.frv. Honum finnst hann vera einn i heiminum og að hann sé stundum ekki raunverulegur, einkum ef hann er innan um annað fólk (58). Hann er vinafár, á sunnudögum klukkan tvö heimsækir hann alltaf kunningja sinn Hall en samband þeirra er ekki náið og samræð- umar ganga stirðlega. Stundum heimsækir Bókmenntir Steinunn Inga Óttarsdóttir hann Dóru frænku sína og les blöðin hjá henni. Móður sína og systur kærir hann sig Frumleg frásagnarlist Bókin Sjórán og sigl- ingar eftir Helga Þorláks- son vekur allnokkrar væntingar enda kápan falleg og spennandi. í hug koma Langi Jón Silver og aðrir félagar bernskuár- anna og ekki þarf að horfa lengi á kápuna til að heyra ölduhljóð. Þó að ótrúlegt megi virðast stendur bókin fyllilega undir þessum væntingum. Margra ára rannsóknir prófessors í sagnfræði á alþjóðasam- skiptum á 16. og 17. öld þurfa ekki endilega að vera spennandi en Helgi Þorláksson er hinn ís- lenski Robert Louis Stevenson og það gerir ekkert til þó að bók hans þróist smám saman í aðrar áttir en Gull- eyjan. Af nokkurri djörfung hefur Helgi söguna á flotanum ósigrandi frá Spáni sem lét í minni pokann fyrir Englendingum árið 1588. Þar er gefinn tónn sem endurómar alla bókina, því að hún snýst um samskipti íslands við önnur lönd. Menn og málefni í Englandi, Danmörku og víðar skiptu íslendinga á 16. og 17. öld miklu máli þó að forfeður okkar vissu kannski ekki af því. Og hér beinist athyglin til skiptis að utanríkisstefnu Elísabetar fyrstu og Kristjáns fjórða og að fátæku fólki í Vest- mannaeyjum eða undir Jökli. Helgi kallar íslandsmið besta sjómanna- skóla Englendinga og tengir þar með barátt- una við hinn ósigrandi flota við verslun og sjórán hér á íslandi. Hann fléttar á meistaralegan hátt saman konunga i stórveld- unum og kjör íslenskrar al- þýðu, sjónarhornin eru mörg og frásögnin fjörug. Helgi kryddar frásögnina með því að beita sagnaþátta- list á borð við þá sem Tómas Guðmundsson og Sverrir Kristjánsson skemmtu með um árið og er ófeiminn að rekja sögu einstaklinga sem tengjast helstu viðburðum, t.d. Vinike Villums, Jóns Jónssonar lögmanns og sjálfs Jóns Gentilmann sem reynist heita James Gentleman og vera af kunnri Gentlemanætt frá Southwold. Þannig nýtir Helgi kosti frásagnarinnar í riti sem er fyrst og fremst rannsóknarrit. Helgi lætur frásögnina hnitast um nokkra mikilvæga viðburði, einkum ránið í Eyjum árið 1614 sem hefur nokkuð fallið í skugga Tyrkjaránsins nokkru siðar. Þaðan fetar hann sig út í heim, einkum til Englands. Þar hefur Helgi farið í rannsóknarferðir og grafið upp mikinn íjölda skjala sem aldrei hafa ver- ið nýtt í íslandssöguritun áður. Hefur hann unnið þar mikið þrekvirki í heimfldaleit sem ber svo sannarlega árangur hér. Við forum til Englands með honum og verðum að enskum sjómönnum á leið til íslands. Aldrei hefur ís- landssagan verið sögð frá erlendu sjónarhorni á jafn vel heppnaðan hátt og með jafngóðar heimildir að baki. Annar kostur á bók Helga er hversu saman- burður og hliðstæður leika í höndum hans. Hann flakkar um allt til að teikna heildar- mynd sína og leggur mikla áherslu á þver- sagnir tímans. Sami maðurinn gat verið hetja á einum stað, ræningi á öðrum. Líf sjóræn- ingjans var hart og áhættusamt. í bókinni er margt um aftökur og við sjáum þær frá sjón- arhorni fjölskyldu og vina. Ein merkustu áhrif þessa sjónarhoms er að skyndilega er hin sígilda fómarlambsímynd íslendinga horfin. Þess í stað sjáum við ísland sem fram- andi og spennandi land sem var mikilvægt fyrir verslun. Bókmenntir Ármann Jaknbsson Þannig dregur Helgi lesandann smám sam- an inn í þennan heim með spennu og snjallri beitingu sjónarhorns. Þegar við erum orðin spennt fara niðurstöðurnar að koma. Og þeg- ar innsæið er komið fylgja sjötíu síður af frumlegum niðurstöðum þar sem Helgi getur leyft sér að vera gagnrýninn rannsóknar- sagnfræðingur því að lesendur hans sleppa ekki bókinni úr þessu. Sjórán og siglingar er mikið nýjungarit. Þar fléttast saman frumleg efnistök, nýjar rannsóknir og ágæt frásagnarlist. Gagnrýn- andinn getur ekki annað en tekið ofan. ís- landssagan er ekki söm og áður. Helgi Þorláksson Sjórán og siglingar. Ensk-íslensk samskipti 1580-1630 Mál og menning 1999 Sönglög Emils Thoroddsen Á miðvikudagskvöldið kl. 20.30 verða Tíbrártón- leikar í Salnum í Kópavogi þar sem flutt verða öll einsöngslög Emils Thoroddsen. Það | eru þeir Þorgeir Andrésson tenór, Sigurður Skagfiörð Steingrímsson baríton og Jónas Ingimundarson pí- anóleikari sem flytja. Emil Thoroddsen var fæddur 1898 og hefði því orðið 100 ára á síðasta ári. Með þetta í huga þótti fara vel á því að flytja öll einsöngslög hans á einum tónleikum og varð 1. desem- ber fyrir valinu. Mun sá dagur verða árlega helgaö- ur íslenskum söng í Tibrárröðinni. Emil Thoroddsen fæddist í Keflavík 16. júní 1898. Snemma bar á frábærum gáfum hans, einkum á sviði tónlistar, og hann var ekki orðinn 10 ára þegar slagharpan var orðin honum kært og viðráðanlegt hljóðfæri. Hann sigldi til Kaupmannahafnar að loknu stúdentsprófi og las listasögu við Hafnarháskóla, iðkaði píanóleik og fékkst nokkuð við að mála en sneri sér smám saman af meiri al- 1 vöru að tónlistinni. Hann var í Kaupmannahöfn til 1920 en síðan i Leipzig og Dresden í Þýzkalandi í fiögur ár. Hann sneri aftur til íslands 1924. Árið 1944 hlaut Emil fyrstu verðlaun fyr- ir lagið „Hver á sér fegra föðurland" sem hann samdi við verðlaunaljóð ; Huldu í tilefni af lýðveldisstofnun- Iinni. Sennilega er það síðasta verkið sem hann samdi því hann lést það sama sumar. Meðal laga sem flutt verða má nefna íslands Hrafnistumenn við ljóð eftir Örn Arnarson, Búðarvísa við vísur Jóns Thoroddsen, Sáuð þið hana systur mina við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Komdu, komdu kiðlingur. Sagnaþættir Tómasar Tómas Guðmundsson var ekki einungis eitt ást- sælasta ljóðskáld þjóðarinnar á sinni tíð heldur naut hann einnig mikilla vinsælda sem sagnameist- ari. Um árabil skrifaði hann ásamt Sverri Krist- jánssyni sagnfræðingi frásöguþætti í tímaritið Satt um íslenskt mannlíf fyrri alda. Síðar var þessum þáttum safnað saman í ritröðina íslenskir örlaga- þættir. Þetta var þjóðlegur fróðleik- ur eins og hann gerist bestur, skáld- legt innsæi og fiörugur stíll fór sam- an við nákvæmni í sagnfræðilegum vinnubrögðum. Nú hefur Mál og menning gefið út bókina Sagnaþætti sem hefur að geyma úrval sagnaþátta Tómasar Guðmundssonar, perlur íslenskrar sagnalistar sem hafa verið ófáanleg- r Lx ar í mörg ár. Þar er til dæmis sagt frá sérvitringn- um Þorleifi Repp, rakin ævi merkra alþýðulista- manna á borð við Látra-Björgu, Vatnsenda-Rósu og Ingimund fiðlu; sögð er harmsaga Guðnýjar Jóns- dóttur frá Klömbrum og greint frá afdrifum Eggerts Ólafssonar. I bókinni lifnar líka ein þekktasta ást- arsaga seinni alda, þegar enski lávarðurinn Arthur Dillon reisti ástkonu sinni og barnsmóður hús. Ný framtíð í nýju landi Skjaldborg hefur gefið út bókina Ný framtíð í nýju landi þar sem Valgeir Sigurðsson blaðamaður og rithöfundur hefur skráð frásagnir fimm þýskra kvenna sem fluttust til íslands frá stríðshrjáðu heimalandi sínu rétt fyrir miðja öldina. „Fyrsta stóra innstreymið á síðari tímum er þýska verkafólkið sem flykktist hingað nokkrum árum eftir lok síð- ari heimsstyrjaldar, samkvæmt beiðni íslendinga sjálfra, þvi á þeim tíma var mikill skortur á fólki til landbúnaðarstarfa hér á landi,“ seg- ir höfundur í formála. í bókinni veit- ir hann innsýn i líf þessara land- nema, hvað mætti þeim hér, hvaða andlegan farangur báru þær með sér og hvemig vegnaði þeim. Konurnar sem talað er við eru Úrsúla Guð- mundsson, Sonja Emma Kristinsson, Helga Páls- dóttir, Maria Lovísa Eðvarðsdóttir og Alma Erna Ólafsson. Viktoríanskur femínisti í hádeginu á fimmtudaginn, kl. 12-13, verður Andrew Wawn, lektor í íslenskum og enskum fræðum við Háskólann í Leeds í Englandi, með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í stofu 101 í Odda. Rabbið ber yfirskriftina: „A Victori- an feminist in Iceland? - The strange case of E.J. Oswald." Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.