Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformafiur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgafustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk„ Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Norsk Hydro fíflar íslendinga Hagur af álverum byggist á aö hafa tök á öllu ferlinu frá vinnslu málmgrýtisins til framleiöslu nytjahluta úr áli. Sá, sem á bara álver til aö vinna málm úr grjóti meö raforku, er eins og báta- og kvótalaus fiskverkandi, sem þarf aö bjóða í fisk á hverfulum markaöi. Alusuisse haföi ítök í markaöinum báðum megin viö álveriö í Straumsvík og gat hagrætt verölagi í hafi eins og frægt varö á sínum tíma. Norsk Hydro hefur sömu stööu gagnvart álveri á Reyöarfirði, selur því málmgrýti og kaupir álið, sem framleitt var úr því. Norsk Hydro mun stjórna afkomu álversins á Reyðar- firöi. Þar sem hagsmunir fyrirtækisins eru eindregnari af rekstri, sem er allur í þess eigu, heldur en af rekstri, sem er aö minnihluta í eigu þess, mun það haga bókhald- inu í þágu þeirra hagsmuna, sem meiri eru. Ætlunin er að ginna íslenzka lífeyrissjóði til að verða hornsteinn fjármögnunar álversins á Reyðarfiröi. Þaö stafar af, aö í stjórnum lífeyrissjóða er mikið af fólki, sem þekkir takmarkað til rekstrar fyrirtækja og hefur tæpast meira vit á peningum en hver annar. Lífeyrissjóðirnir eru nú hver um annan þveran vistað- ir hjá verðbréfasjóðum og öðrum fjármálafyrirtækjum, sem freistast til aö nota lífeyrissjóðina til að hjálpa sér við skemmtilegar æfingar í kaupum og sölu pappíra. Þar á meðal er fyrirhugað álver á Reyðarfirði. Þar sem lífeyrissjóðir eru tiltöluleg nýkomnir í tízku- braskið, hefur ekki enn orðið neitt skammhlaup af þess völdum. Þess verður þó tæpast langt að bíða, að einhver lífeyrissjóðurinn gerist ófær um að sinna skuldbinding- um sínum vegna ógætilegrar fjárvörzlu. Nú halda menn, að þeir eigi í lífeyri sínum trygga eign til elliáranna. Svo er því miður ekki. Lífeyrissjóðir eru farnir að taka þátt í braski, sem stefnir öryggi sjóðfélaga í hættu. Eitt af því er þátttaka í álveri, sem ekki hefur tök á kaupum á aðföngum og sölu á afurðum sínum. Þeir, sem hafa áhyggjur af lífeyri sínum og telja, að líf- eyrissjóðir eigi að halda sig við áhættuminni fjárfesting- ar, ættu sem fyrst að hafa samband við stjórnarmenn líf- eyrissjóða sinna og lýsa efasemdum um, að það sé í þágu sjóðfélaga að fara í spilavítið hjá Norsk Hydro. Áliðnaður er gömul og gróin atvinnugrein, sem siglir í átt til lítillar arðsemi og jafnvel taprekstrar, rétt eins og skipasmíðar. Þróuð ríki eru að reyna að losna við áliðn- að sinn og koma honum til þriðja heimsins, þar sem ráðamenn eru margir enn með álglýju í augum. Svisslendingum hefur tekizt að losna við öll álver úr landinu, meðal annars með því að byggja eitt á íslandi. Þjóðverjar losnuðu við eitt álver til íslands. Og nú er Norsk Hydro að komast í vanda heima fyrir og vill láta íslenzka lífeyrissjóði borga fyrir sig álver í staðinn. Enginn mun græða á álverinu á Reyðarfirði nema Norsk Hydro. íslenzkir lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar munu tapa. Landsvirkjun mun tapa, því að orkuverð þyrfti að hækka um 70% til að kosta virkjun, sem fær ókeypis að eyðileggja Eyjabakka og Miklugljúfur. Þar sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa ákveðið að láta slag standa, eru ekki eftir margar aðrar leiðir í stöðunni en að reyna að hafa vit fyrir íslenzkum lífeyrissjóðum og draga kjark úr Norsk Hydro og norska iðnaðarráðuneyt- inu, sem fer með meirihlutaeign í fyrirtækinu. Ráðamenn Norsk Hydro eru að vísu enn svo forstokk- aðir, að þeir vilja ekki einu sinni hlusta á Steingrím Her- mannsson. Þeir eru óvinir þjóðarinnar númer eitt. Jónas Kristjánsson í w . m f^- ’wSSff Úr Sundahöfn. - Sjómenn mótmæla uppskipun úr flutningaskipinu Nordheim þar til undirritaður hefði verið kjarasamningur við áhöfnina í samræmi við viðurkenndar alþjóðlegar. Lögbann á mannréttindi lensk lög og íslenskir kjarasamningar eru virtir. Um það var þó ekki að tefla í þessu máli heldur hitt að yfir- leitt yrði gerður samn- ingur við áhöfnina en að sögn talsmanna Al- þjóðasambands flutn- ingaverkamanna eru dæmi þess að mánaðar- kaupið á þessu skipi sé 160 dollarar eða um 12 þúsund krónur og rétt- indin eftir því. Það er fyrir hönd þessa fólks sem verkalýðs- hreyfingin hefur tekið upp hanskann. En hvað gerist þegar mannrétt- indafáninn skal dreginn að húni í íslenskri „Skipiö er hér í siglingum fyrir Eimskipafélag íslands sem þannig gerist sekt um að brjóta niður lágmarkssamninga sem al• þjóðasamtök flutningaverka- manna hafa fengið viður- kennda. “ Kjallarinn Ögmundur Jónasson form. BSBB og alþingis- maður Fyrir fáeinum dögum var sett lög- bann á aðgerðir Sjómannafélags Reykjavíkur og Al- þjóðasambands flutningaverka- manna við Sunda- höfn í Reykjavik. Þessi verkalýðs- samtök höfðu mót- mælt því að skipað yrði upp úr flutn- ingaskipinu Nordheim þar til undirritaður hefði verið kjarasamn- ingur við áhöfnina i samræmi við við- urkenndar alþjóð- legar lágmarks- skuldbindingar. Skipið er hér í siglingum fyrir Eimskipafélag ís- lands sem þannig gerist sekt um að brjóta niður lág- markssamninga sem alþjóðasamtök flutningaverka- manna hafa fengið viðurkennda. Það er umhugsunar- efni fyrir íslenska þjóð þegar óska- barn hennar eins og Eimskipafé- lagið var oft nefnt fyrr á tíð geng- ur fram fyrir skjöldu um að grafa undan réttindabaráttu launafólks með því að gera samninga við cd- þjóðlega kjarabrjóta. Óskabarn á glapstigum Auðvitað er það ótækt að ekki skuli vera unnt að halda uppi sigl- ingum til og frá íslandi á skipum undir íslenskum fána þar sem ís- höfn? Viðbrögðin af hálfu við- skiptavinar Eimskipafélagsins voru þau að krefjast lögbanns. Við þeirri kröfu var orðið. Hlutur stjórnvalda. Meðan þessu fór fram kynnti samgönguráðherrann á Alþingi fs- lendinga nýtt frumvarp sem meðal annars íjallar um réttindi ís- lenskra farmanna. Frumvarpið er til að treysta stöðu þeirra í hví- vetna sagði ráðherrann í fram- söguræðu sinni á þingi. Ekki skal ég efast um góðan ásetning Sturlu Böðvarssonar samgönguráherra í þessu efni. En hitt er ljóst að á sama tíma og góður ásetningur, landslög og kjarasamningar ganga í eina áttina siglir veruleikinn hraðbyri í aðra. Því miður stuðla íslensk skipa- félög á borð við Eimskipafélag ís- lands að þeirri þróun. Sjálf koma koma þau sér undan eðlilegum skuldbindingum, samningsbundn- um og lagalegum með því að gera samninga við óprúttna aðila sem ekki skirrast viö að nýta sér fá- tækt og örbyrgð í snauðustu ríkj- um heims með því að ráða þaðan fólk til starfa og beygja undir þrælakjör. Þetta nýta síðan is- lenskir flutningsaðilar og fyrir vikið reynir sífellt minna á góðu lögin hans Sturlu Böðvarssonar og kjarasamningana sem fulltrúar Eimskipafélagsins undirita hér á landi. Úrbóta er þörf Ekki held ég aö þeir séu margir hér á landi sem vilja mæla þessui bót. Það er samfélagsins alls að fá þessu breytt því við þetta ófremd- arástand verður ekki lengur unað. Þar er enginn undanskilinn hvorki svokallaðir aðilar vinnu- markaðar, samtök launafólks og atvinnurekendur né löggjafinn. Það er verðugt verkefni að tryggja að framvegis verði kjara- samningar og lög virt í skipasigl- ingum landa á milli og aldrei aftur má það gerast að lögbann verði sett á mannréttindabaráttu í ís- lenskri höfn. Ögmundur Jónasson Skoðanir annarra Breytingar hjá RUV „Það er bersýnilega að komast töluverð hreyfing á umræður um framtíð Ríkisútvarpsins ... Þessar umræð- ur eru af hinu góða ... Það þarf að taka ýmsar grundvall- arákvarðanir varðandi rekstur RÚV. Ein þeirra er sú, hvort yfirleitt séu einhver rök fyrir því að ríkið reki fjölmiðil... Það er engin ástæða til að ríkið reki afþrey- ingarútvarp í samkeppni við einkareknar útvarpsstöðv- ar ... Ríkið á að selja Rás 2 ... Á næstu árum verða mikl- ar breytingar á sjónvarpsrekstri ... Þegar hafðar eru í huga þær miklu breytingar, sem fram undan eru á þessu sviði og jafnframt aö einkaaðilar geta auðveldlega séð um sjónvarpsrekstur, sem ekki var fyrirsjáanlegt að væri hægt i byrjun sjónvarpsaldar hér, eru mörg rök sem mæla með því að Ríkissjónvarpið verði einnig selt.“ Úr forystugreinum Mbl. 28. nóv. Afskipti Bjarkar af Fljótsdalsvirkjun „Margir munu líta Björk öðrum augum eftir þetta. Meginatriði málsins er þó að hún lifir í heimi allsnægta og ríkidæmis og gæti þess vegna byggt álver sjálf, kysi hún það. Fólk eins og hún skynjar ekki þá stöðu sem fólk á landsbyggðinni er í, hugsun hennar nær ekki svo langt. Hún lifir í heimi fræga fólksins, þar sem þykir fínt og gáfulegt að vera á móti eðlilegri nýtingu náttúru- auðlinda.“ Eiríkur Stefánsson í Degi 27. nóv. Með málsvörn sakamannsins að yfirskini „Oft heyrist í erlendum fréttum af stjórnmálamönn- um sem segja af sér þegar í stað ef klúður eða saknæmt athæfi hefur orðið í málaílokki sem þeir bera ábyrgð á, jafnvel þótt þeir séu ekki beinlínis sjálfir ásakaðir um misferli. Þá axla menn pólitíska ábyrgð eins og það heit- ir. Hérlendis hanga menn eins og hundur á roði í emb- ættum sínum með málsvöm sakamannsins að yfirskini. Hver maður skal teljast vera saklaus unz sekt er sönn- uð og er þá bæði pólitísk ábyrgð og trúnaðartraust al- mennings virt að vettugi.“ Vilhjálmur Árnason í Rabbi Lesbókar Mbl. 27. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.