Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 15 ursmuninn? Kristján segir að vinir sínir hafi tekið þessu þokkalega. „Þeir voru sumir hissa en báru það nú karlmannlega. Núna fínnst eng- um þetta neitt tiltökumál," segir hann. Ama tekur undir þetta. „Ég fann aldrei annað en mjög mikla já- kvæðni gagnvart sambandi okkar, bæði frá fjölskyldu minni og vinum og eins frá hans fólki. Núna minn- ist enginn á þetta og við veltum þessu aldrei fyrir okkur nema að fyrir komi að forvitnir blaðamenn spyrji okkur út í aldursmuninn,“ segir hún og hlær. „Reyndar hugs- aði sex ára dóttir okkar mikið um þetta á tímabili en hún er löngu hætt að velta sér upp úr þessu. Kristján er frábær pabbi. Hann er hæfilega afslappaður og kann þetta alveg þar sem hann átti þrjú böm með fyrri konunni sinni.“ En hvernig fannst hjónunum að eignast maka sem var af annarri kynslóð? „Mér fannst þetta alveg frábært,“ segir Kristján. Mér leið strax mjög vel með henni.“ Ama segir að þau hjónin hafi strax orðið miklir vinir og að þau bæti hvort annað upp. „Við eigum mörg sam- eiginleg áhugamál og höfum bland- ast vel ef svo má segja. Ég lifi að sjáifsögðu í öðrum takti en ef við væmrn ekki saman. En það er mik- ill segull á milli okkar og við giftum okkur í fyrra eftir átta ára farsæla sambúð,“ segir Arna. Hjónin eru sammála um að giftingin hafi gert þau nánari en áður og athöfnin í kirkjunni norður á Akureyri hafi verið ógleymanleg. -HG Kristjana Geirsdóttir og Tómas Freyr Marteinsson kynntust fyrir rúmum fimm árum og hafa verið óaðskilj- anleg síðan. Kristjana er tæpum fimmtán árum eldri en Tómas en í þeirra huga hefur aldursmunur- inn aldrei skipt neinu máli. „Það að ég sé eldri en Tómas er hlutur sem við spáum lítið í. Tómas er mjög þroskaður og ég segi stundum að hann búi að því að eiga fimm eldri systur. Þess vegna kann hann svo vel að um- gangast konur," segir Kristjana og Tómas tekur undir með konu sinni og minnir á að þeir örfáu sem spáðu sambandinu skammlífi í upphafi hafi allir haft rangt fyrir sér. Þau viðurkenna þó að i upphafi hafi vinir þeirra tekið tíðindunum misjafnlega. „Það má segja að mínir vinir hafi skipst í tvo hópa og nokkrir urðu svolítið hneyksl- aðir. Mér var bara alveg sama þótt sumar vinkonumar héldu að þetta væri bara eitthvert smáævintýri sem myndi aldrei endast. Með ár- unum hefur þetta viðhorf líka breyst meðal vinanna og þeir eru búnir að taka okkur í sátt,“ segir Kristjana. Vinir Tómasar tóku Kristjönu vel frá byrjun og í dag eru þeir ekki síður góðir vinir hennar. „Það hjálpaði líka mikið að fjöl- skyldur okkar beggja voru frá upphafi sáttar við sambandið. Bömin mín þurftu auðvitað svolít- inn tíma til að kynnast Tómasi en það hefðu þau alltaf þurft. Aldur- inn breytti engu i því sambandi," segir Kristjana. Kristjana og Tómas starfa á svipuðum vettvangi. Hún er mark- aðsstjóri á Broadway og hann er nýtekinn við starfi veitingastjóra á Rauða ljóninu. „Við erum að gera svipaða hluti og okkur finnst báðum skemmtilegt að vinna í þessum bransa. Það hentar okkur að minnsta kosti mjög vel,“ segir Tómas. Nýlega festu svo Kristjana og Tómas kaup á sinni fyrstu íbúð. „Þetta er svolítið eins og að vera á byrjunarreit en líka rosalega spennandi. Við erum auðvitað bara í baslinu eins og aðrir, en á meðan við njótum þess að vera saman þá er það bara skemmti- legt,“ segir Kristjana Geirsdóttir. Einar Kárason rithöfundur flytur ásamt fjölskyldu til Berlínar: Kemst í vinnustuð í nýju umhvedi úferlaflutn- ingar standa fyrir dyrum hjá Einari Kárasyni rithöf- undi en í janúar ætlar hann að flytjast til Berlinar í Þýskalandi ásamt fjölskyldu sinnl „Mér var boðinn dvalarstyrkur frá Berlínarborg. Þetta er eitthvert menningarpró- gramm sem þeir eru með og felst meðal annars í því að fá erlenda rithöfunda til dvalar í borginni. Ætli þeir séu ekki að koma sér upp íslandsvinum? Ég var fljótur að taka þessu góða boði enda Berlín feikiskemmtilegur staður. Svo er Reykjavík náttúrlega menningar- borg á næsta ári þannig að það er kannski ágætt að vera ekki of nærri,“ segir Einar. Á árum áður bjó Einar um langt skeið í Danmörku en síðustu árin hefur fjölskyldan búið hérlendis. Einar segist ætla að byrja á að vera i eitt ár eins og dvalarstyrkurinn býður en hvað gerist aö því loknu sé ekki afráðið. „Við sjáum bara til hvað verður þegar árið er liðið. Það gæti lika verið gaman að flytja sig um set erlendis og prófa að búa ein- hvers staðar cmnars staðar.“ Nýlega sendi Einar frá sér barna- bókina, Litla systir og dvergamir sjö en i farangrinum til Þýsklands verða tvær skáldsögur sem hann er með í smíðum. „Meiningin er að vinna mikið enda kemur það manni oft í vinnustuð að skipta um um- hverfi. Það er alltaf hressandi að komast úr þessari venjubundnu rútínu og kynnast nýju fólki og nýj- um hlutum," segir Einar. Einar hefur nokkrum sinnum komið til Berlínar og segist alltaf hafa hrifist af borginni. „Berlín er mjög spennandi borg um þessar mundir. Sameiningin hefur auðvit- að haft sín áhrif og til dæmis hefur gamla miðborgin sem var í austri opnast. Svo er mikil stemning í kringum það að borgin er að verða höfuðborg og virðist vera sem margt gott leiti til borgarinnar, þar á meðal vonandi skemmtilegt fólk,“ segir Einar Kárason rithöfundur. -aþ Borgaryfirvöld í Reykjavík úthluta á næstunni byggingarlóðum fyrir um 620 íbúðir í Grafarholtshverfi, nýju byggingarsvæði austan ' Vesturlandsvegar. Lóðunum verður úthlutað í þrennu lagi, þ.e. núna í desember, í janúar/febrúar og í febrúar árið 2000. Lóðimar verða byggingarhæfar sumarið 2000. í fyrsta áfanga verður úthlutað lóðum fyrir alls 204 ibúðir í fjölbýlishúsum, tvíbýlishúsum, keðjuhúsum, raðhúsum og einbýlishúsum. Auk þess verður úthlutað lóðum fyrir félagslegar íbúðir. Auglýst er eftir umsóknum um: ■ byggingarrétt fyrir 21 einbýlishús. Bygg- I ingarrétturinn verður eingöngu seldur einstak- ■ lingum og fjökkyldum á föstu verði. Dregið verður | úr umsóknum sem uppfylla skilyrði skilmála fyrir E þessar lóðir og umsækjendur fá að velja lóðir í H þeirri röð sem umsóknir þeirra verða dregnar út. Ibyggingarrétt á tveimur lóðum fyrir sérhæft og félagslegt húsnæði, svo sem sarnbýli, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og leiguhúsnæði. Stofnanir, félög og félagasamtök geta sótt um þessar lóðir. Ibyggingarrétt á flmm lóðum fyrir atvinnuhúsnæði. Fjórar af lóðunum eru um 6.000 fermetrar að stærð hver um sig en ein lóðin er um 17.000 fermetrar. Byggingarrétturinn verður seldur á föstu verði. Auglýst er eftir tilkoðum í: Ibyggingarrétt fyrir 14 tvíbýlishús á samtals fjórum lóðum. Byggingarrétturinn er boðinn út til einstaklinga, byggingameistara og fyrirtækja og verður seldur ásamt samningi um hönnun. Hönnuðir verða valdir með hæfnisvali. Ibyggingarrétt fyrir fjölbýlishús með allt að 36 íbúðum. Byggingarrétturinn verður seldur ásamt samningi um hönnun. Ibyggingarrétt á lóðum fyrir fjölbýlis-, rað- og keðjuhús, alls 119 fhúðir. Byggingarrétturinn verður boðinn út lóð fyrir lóð. Umsóknareyðublöð, ú±>oðsreglur og skilmálar fást á skrifstofú Boigarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Einnig eru veittar upplýsingar í síma 563 2300. Tilboðum og umsóknum í fyrsta áfanga úthlutunar skal skilað á sama stað fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 7. desember 1999- Tilboð verða opnuð sama dag kl. 16:10 í Skúlatúni 2, 5. hæð, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Næstu áfangar verða auglýstir síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.