Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 25 -f Sport Giuseppe Materazzi var í gær rek- inn úr starfi sem þjálfari ítalska knattspyrnuliðsins Venezia frá Fen- eyjum eftir aðeins 27 daga í starfi. Luciano Spalletti, sem rekinn var í byijun mánaðarins, hefur verið kall- aður til starfa á nýjan leik. Venezia er næstneðst í A-deildinni, hefur að- eins unnið einn leik og fékk eitt stig í þremur leikjum undir stjóm Mater- azzi. Hermann Maier frá Austurriki sigr- aði í risasvigi karla i heimsbikamum sem lauk undir miönætti í fyrrakvöld i Beaver Creek í Colorado-fylki. Helgin var því glæsileg hjá Maier því á laugardag sigrað hann í bruni á sama stað. Stephan Eberharter frá Austurríki varð annar og Lasse Kjus frá Noregi þriðji. Mojca Suhadolc frá Slóveníu vann sinn fyrsta heimsbikar- sigur í fyrrakvöld þegar hún sigraði í risasvigi kvenna í Lake Louise i Al- berta-fylki. Hilda Gerg frá Þýskalandi varð önnur og Is- olde Kostner frá Italíu þriðja. Aðalfundi Leeds-klúbbsins á íslandi sem halda átti í kvöld hefur verið frestað til 19. desember, vegna frest- unar á leik Leeds við Leicester. Fund- urinn verður haldinn í Ölveri þann dag kl. 14, tveimur tímum áður en leikur Leeds og Chelsea hefst. Lyon náði ekki að endurheimta topp- sæti frönsku A-deildarinnar í knatt- pymu þegar liðið steinlá fyrir Bastia á Korsiku, 3-0, í fyrrakvöld. Mónakó er því efst meö 33 stig en Lyon hefur 31 og Paris SG 30 stig. Michele Padovano, ítalski knatt- spyrnumaðurinn hjá Metz í Frakk- landi, fótbrotnaði í íeik gegn Troyes á laugardaginn og verður frá keppni í minnst sex vikur. Þetta er annað áfalliö sem Padovano verður fyrir á skömmu tíma því hann var heilt ár frá keppni vegna meiðsla í hné og samkvæmt franska blaðinu L’Equipe íhugar hann nú að leggja skóna á hlll- una. Guðni Pálsson sigraði Daniel Pét- ursson, 4-1, í úrslitaleik á móti í 1. flokki í snóker á Billiardstofunni Klöpp um helgina. Magnús Hákon- arson og Scevar Daviösson urðu í 3.^4. sæti. Fjórir stigahæstu menn 1. flokks hafa tryggt sér sæti í meistara- flokki eftir áramótin en það eru Jó- hannes R. Jóhannesson með 1.200 stig, Guðni Pálsson með 700, Daníel Pétursson með 590 og Örvar Guð- mundsson með 540 stig. Tryggvi Erlingsson sigraði Björg- vin Hallgrímsson, 4-3, í úrslitaleik á lokamóti ársins i 2. flokki í snóker en það var um leið hreinn úrslitaleikur um hvor þeirra kæmist upp í 1. flokk. Tryggvi fékk samtals 520 stig og fer upp ásamt Berki Birgissyni sem fékk 820 stig, Gary Vinson sem fékk 610 og Guðjóni Ó. Guðmundssyni sem fékk 550 stig. Helgi Sigurðsson lék síðustu 40 mínút- urnar með Panat- hinaikos í gær en lið- ið gerði jafntefli, 2-2, gegn Ionikos í grísku A-deildinni í knatt- spyrnu. Olympiakos skaust í efsta sætið með stórsigri á Et- hinoks, 5-0. Liðið er með 24 stig en Panathinaikos er í öðru sæti með 23 stig. Tim Duncan leikmaður San Antonio Spurs var í gærkvöld útnefndur leik- maður vikunnar í NBA-deildinni. Duncan afrekaði á þeim tíma að skora að meðaltali 24,3 stig, hirða 14,8 fráköst og blokka 4,25 skot. Heimsmeistaramótið í handknatt- leik kvenna hófst í Noregi í gærkvöld með þremur leikjum í A-riðli keppn- innar. Noregur vann stóran sigur á Hvíta-Rússlandi, 29-13, þar sem Birgitte Sœttem skoraði átta mörk fyrir norska liðið. Þá vann Pólland lið Ástralíu, 29-19, og í síðasta leik kvöldsins lagði Holland lið Tékk- lands, 25-21. Einn leikur var háður í 1. deild kvenna i blaki í gærkvöld. ÍS sigraði Þrótt Reykjavík, 3-1, (25-21, 20-25, 25-18, 25-21. 11. deild karla í körfuknattleik átt- ust við í íþróttahúsi Seljaskóla ÍR og ÍV frá Vestmannaeyjum. ÍR sigraði í leiknum með 81 stigi gegn 74. -VS/GH/JKS Fyrsti heimaleikur Guöjóns Þórðarsonar með Stoke: Ekki sannfærandi - ræður enn ekki við varnarleik veikari liða, segir Sentinel Sentinel, stærsta dag- blaðið í Stoke og ná- grenni, fór ekki fógr- um orðum í gær um fyrsta heimaleik Stoke City í ensku C-deild- inni undir stjóm Guðjóns Þórðarson- ar. Eins og fram hefur komið gerði Stoke jafntefli, 1-1, við eitt af botnlið- um deildarinnar, Colchester, og jaöi- aði metin 8 minútum fyrir leikslok. „Mikið íyrir aurana - hjá þeim sem borguðu bara eitt pund inn á leikinn,” sagði í inngangi greinar Sentinel um leikinn, og síðan var því bætt við að jafnvel hefðu einhveijir þeirra sem fengu svo ódýra miða verið búnir að yfirgefa völlinn áður en Kyle Light- boume skoraði jöfnunarmarkið. Áhorfendur á leiknum vom rúmlega 14 þúsund, sem er met hjá liðinu á heimavelli í vetur, enda jókst áhuginn mjög við yflrtöku íslendinganna og stórsigurinn gegn Wycombe, 4-0, í fyrsta leiknum undir stjóm Guðjóns. Sagt er að leikur Stoke hafl ekki verið sannfærandi og rétt eina ferðina hafi Uðið ekki getað brotið niður vel skipulagða vöm veikari andstæðings Met hjá Stoke Metaðsókn var á heimaleik hjá Stoke á þessu tímabili þegar botnlið Colchester kom í heim- sókn á laugardag. Áhorfendur hafa mætt á Britannia Stadium í vetur sem hér segir: Stoke - Oxford 11.300 Stoke - Millwall 7.054 Stoke - GiUingham . .. 8.369 Stoke - Wigan 11.195 Stoke - Scunthorpe .. 13.068 Stoke - Reading 9.621 Stoke - Wrexham .... 10.545 Stoke - Notts County . 11.619 Stoke - Bristol City .. 10.775 Stoke - Colchester ... 14.183 Þetta er jafnframt þriðja besta aðsókn á leik í C-deildinni í vet- ur en þessir leikir best sóttir: hafa verið Bristol City - Bristol Rovers . 16.011 Preston - Notts County 14.225 Stoke - Colchester . . . 14.183 Preston - Wigan 13.885 sem kemur á Britannia Stadium með þvi hugarfari að halda einu stigi. Einar Þór Daníelsson fær 6 í ein- kunn hjá blaðinu fyrir frammistöðu sína í leiknum, eins og flestir leik- manna liðsins. Fjórir fengu einkunn- ina 7. Guðjón segir í viðtah við blaðið að sitt lið hafi ekki náð sér á strik og leik- ið þá knattspymu sem greinilegt var að mótheijamir vonuðust eftir. Lærdómsríkt fyrir mig „Engir leikir em auðveldir og ef ein- hverjir leikmannanna halda það, eiga þeir að snúa sér að einhveiju öðru. Kannski þoldu þeir ekki pressuna fyr- ir framan svona marga áhorfendur en það er lærdómsríkt fyrir mig að sjá hvemig þeir bregðast við þessum að- stæðum," sagði Guðjón við blaðið. Hansson kominn til Stoke Sænski vamarmaðurinn Michael Hansson, sem leikið hefur með Norrköping, gekk í raðir Stoke í gær sem fékk hann án kaupverðs. Þá seg- ir Sentinel að Thomas Wæhler, 26 ára vamarmaður frá Strömsgodset í Nor- egi sem nú er til reynslu hjá félaginu, veröi keyptur innan tíðar. Bróðir hans, Kjetil Wæhler, leikur með Wimbledon. Wæhler lék 15 leiki með Strömsgodset í ár og var í meöallagi leikmanna hðsins í einkunnagjöfum norsku fjölmiðlanna. -VS Héðinn Gilsson fær mikið hrós: „Eins og hnífur gegnum smjör“ Þýskir fjölmiðlar hrósa Héðni Gilssyni í hástert fyrir frammistöðu hans með Dormagen gegn Wihstátt í þýsku A-deildinni í handknattleik á laugardaginn. Eins og fram kom í DV í gær skoraði Héðinn 8 mörk í 20-25 sigri Dormagen. Mittelbadische Presse segir að það hafl verið leikmaður númer 62 hjá Dormagen, Héðinn Gilsson, sem hafi nánast upp á eigin spýtur skot- ið lið Wihstátt í kaf. „Skot hans og sendingar runnu í gegnum vöm Wihstátt eins og hnífur gegnum smjör," sagði í umsögn um leikinn. Blaðið Neuss-Grevenbroicher Zeitung segir að margir hafl verið búnir að afskrifa Héðin og það sé langt síðan hann hafi spilað svona vel i búningi Dormagen. -VS Þórður fær mikið hrós DV, Belgíu: Belgísku dagblöðin vora sammála um það í gær að Þórður Guðjónsson hefði leikið af mikilli snihd með Genk þegar liðið lagði topplið Ander- lecht, 1-3, í A-deildinni í knattspymu í fyrra- kvöld. Gazet Van Antwerpen segir að Þórður hafi verið langbesti maður vallarins og skorað frábært mark. Þar fær Þórður 4 í einkunn af 5 möguleg- um og þar er hann að sjálfsögðu valinn í lið vik- unnar. Het Nieuwsblad segir að Þórður hafi átt stórleik ásamt Hasi og skorað stórglæsilegt mark. Öh blöð hér í Belgíu lofa Þórð í hástert og segja að RC Genk geti fyrst og fremst þakkað honum og Hasi fyrir sigurinn. Undir þetta tekur þjálfari liðsins, Jos Heyligen. -KB Þrenna hjá Chilavert Jose Luis Chhavert, knattspymu- markvörðurinn kunni frá Paragu- ay, skoraði þrennu fyrir lið sitt, Vel- ez Sarsfield þegar það sigraði Ferro Carrh Oeste, 6-1, í argentínsku A- deildinni í fyrrakvöld. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem það gerist i atvinnuknatt- spymu að markvörður skori þrjú mörk í leik. Chilavert gerði öh mörkin úr vítaspymum en hann er vítaskytta og aukaspymusérfræðingur liðsins. Mörk hans á atvinnuferlinum em nú orðin 46 talsins. -VS Barcelona í stuði Úrslitin í næstu síðustu umferð meistaradeUdarinnar í handbolta: A-riðiU: Ademar Leon-Sandefiörd.... ..28-22 Kiet-Montpellier ..24-18 Kiel 9, Ademar 4, MontpeUier 4, SandeQörd3. B-riðill: Cefie Piovama-Iskra ..40-32 Hapoel Rishon-HC Alpi ..... CeQe 8, Hapoel 8, Iskra 4, Alpi 0. .. 31-19 Criðill: Badel Zagreb-Slgem ..22-19 Suhr-Zaporzhye ..23-22 Badel 9, Zaporzhye 5, Suhr 4, Skjem 3. D-riðilk Barcelona-Volgograd .. 31-20 Vesprém-Prtizan Beograd ... ..24-17 Barcelona 10, Vesprém 6, Volgograd 2, Partizan 2. -GH iSá-ðSILBIM Úrslitin í nótt: Miami - Sacramento........98-88 Mashbum 22, Brown 18 - Webber 18, Williams 18. New York - Dallas .......107-82 Ward 25, Thomas 20 - Finley 20, Bradley 15. Utah - Golden State .....115-99 Malone 27, Hornacek 16 - Jamison 15, Farmer 15. Portland - Indiana........91-93 Pippen 20, Wallace 20 - Rose 22, Miller 15. Vancouver- Houston . . . 110-118 Bibby 25, Abdur-Rahim 23 - Francis 24, Barkley 22. Úrslitin í fyrrinótt: Seattle - Indiana.........102-91 Payton 31, Grant 23, Patterson 18 - Davis 19, Mullin 12, Rose 11. Detroit - Orlando.........99-108 Hill 24, Stackhouse 21, Laettner 17 - Doleac 20, Wiiliams 18, Armstrong 17. Detlef Schrempf, þekktasti körfu- knattleiksmaður Þjóðverja, sagði við þýsku fréttastofuna dpa í gær að hann reiknaði með því að leggja skóna á hilluna í vor. Schrempf, sem er 36 ára, hefur leikiö í NBA-deild- inni síðan 1985 og gekk í sumar til liðs við Portland Trail Blazers. Miðað við gengi Portland til þessa á Schrempf ágæta möguleika á að enda ferilinn sem NBA-meistari. Karate: Haukarunnu helminginn Haukar áttu tvo sigurvegara af íjórum á öðm bikarmóti Karatesambands Islands sem fram fór í Fylkishöh í fyrra- kvöld. Úrslit urðu þessi: Kumite karla -74 kg: 1. Gunniaugur Sigurðsson, Haukum 2. Kristján Hilmarsson, Fylki 3. Daníel Axelsson, Þórshamri Kumite karla +74 kg: 1. Daði Ástþórsson, Haukum 2. Sverrir Sigurðsson, Víkingi 3. Árni ívarsson, KFR Kata karla: 1. Vilhjálmur Svan Vilhjálmss., KFR 2. Jón Ingi Þorvaldsson, Þórshamri 3. Daníel Axelsson, Þórshamri Kata kvenna: 1. Sif Grétarsdóttir, Fylki 2. Birgitta Bedourg, HK -VS DV DV Sport Kristrún Lilja Daðadóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir og Sigurlín Jónsdóttir eiga allar í erfiðum meiðslum eins og spelkurnar sem þær eru með bera glögglega merki. DV-mynd Pjetur ki gefið alla von að fá Brynjar Björn Gunnarsson: ■ ■■■ > ■ milljomr Forráðamenn sænska liðsins AIK hafa ekki gefið upp aha von um að krækja ís- lenska landsliðsmanninn Brynjar Bjöm Gunnarsson frá Örgryte. Menn frá félögunum hafa rætt um hugsanleg kaup AIK á Brynjari og hefur verið talað um að ef af kaupunum verði þurfi AIK að punga út 10 mihjónum sænskra króna sem er að jafnvirði um 100 mihjónir islenkra króna. Brynjar átti frábært tímabii á sínu fyrsta ári með Örgryte og var talinn einn af bestu vamarmönnum deildar- innar. Hann á tvö ár eftir af samningi sinum við félagið en í sænskum fiölmiðl- um í gær segist hann tilbúinn að ganga í raðir AIK ef Örgryte vhji selja sig. Hingað tU hafa Örgryte-menn ekki ljáð máls á þvi að selja Brynjar en bjóði AIK 100 miUjónir króna í hann er aldrei aö vita nema að þeim snúist hugur. -GH/EH hjá Rúnari Um helgina tók Rúnar Alexandersson þátt á Grand Prix móti í Stuttgart í Þýska- landi. Rúnar stóð sig mjög vel og tókst að komast í úrsht á tveimur áhöldum, boga- hesti og tvíslá. Rúnar hlaut 9.675 í undankeppninni á bogahesti og var annar inn í úrshtin. í úr- slitunum gerði hann enn betur og hlaut 9.725 stig og sjötta sæti. Sigurvegari á bogahestinum var Marius Urziga frá Rúm- eníu og annar varð Alexei Nemov frá Rússlandi. Á tvíslánni hlaut Rúnar 9.5 í undankeppninni og bætti svo einkunn sina á tvíslánni einnig, hlaut 9.525 og fimmta sætið. Þessi árangur Rúnars er hreint út sagt frábær, enginn bjóst við því að Rúnar myndi verða í úrslitum á svo sterku móti strax en þetta er fyrsta árið sem Rúnar fær að þátttökurétt á Grand Prix mótum. Rúnar er nú á fullri ferð með undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í Sidney á næsta ári og er þessi mótaröð lið- ur í þeim undirbúningi. Elva stóð sig best í Cardiff íslenska landsliðið í kvennafimleikum tók um helgina þátt í N-Evrópumóti í fim- leikum i Cardiff á Englandi. Á mótinu voru stúlkur frá Finnlandi, írlandi, N-ír- landi, Noregi, Skotlandi, Svíþjóð, Wales auk íslendinga Árangurinn í hðakeppn- inni olh nokkrum vonbrigðum en hðið lenti í sjötta sæti af átta þjóðum með 95.05 stig. Lið íslands skipuðu Bergþóra Einars- dóttir, Ema Sigmundsdóttir, Elva Rut Jónsdóttir, Inga Rós Gunnarsdóttir og LUja Erlendsdóttir. Á einstökum áhöldum náði Elva Rut besta árangri íslensku stúlknanna, hún sigraði á tvíslá með 8.95 í einkunn. Hún varð svo í 5. sæti á slá og í sjötta sæti á gólfi. -AIÞ Grand Prix mót í fimleikum: Frábært Rúnar Alexandersson ' komst í úrslit á tveimur áhöldum á Gran Prix móti í fimleikum um síðustu helgi. Knattspyrnukonur létu ekki margra ára meiðsli stöðva sig: Harka eða heimska? Þrjár knattspymukonur fengu þann úrskurö í haust að ferih þeirra væri á enda eða í hættu. Þetta eru KR- ingamir Sigurlín Jónsdóttir og Inga Dóra Magnúsdóttir og Kristrún Lilja Daðadóttir úr Breiðabliki. Meiðslin bundu enda á tímabhið hjá Sigurlín en þær Kristrún og Inga Dóra létu þau ekki stöðva sig, enda um margra ára meiðslaferil að ræða hjá þeim. Sumum fmnst það merki um hörku að leika meiddur, öðrum finnst það merki um eitthvað aht annað. Sigurlin, sem á 233 A-deildarleiki að baki og er leikjahæsti leikmaður íslandsmóts kvenna kenndi sér meins í hné í lok ágúst í sumar. „Ég er með slitin krossbönd í hægra hné og lið- þófinn er farinn. Þegar ég fór í spegl- un í ágúst kom í Ijós að krossböndin höfðu trosnað, það var nóg th að ég náði ekki aö leika fleiri leiki á tíma- bhinu og ég þarf að fara í aðgerð eftir áramótin. Ég hugsa að nú sé ferhlinn á enda hjá mér, ég hætti á toppnum," sagði Sigurlín Jónsdóttir. Slitin krossbönd í mörg ár Kristrún hefur átt í vandræðum með vinstra hné i.nokkur ár. Lengi vel var talið að liðþófi væri úr lagi genginn en í haust kom loks í ljós að krossbönd voru slitin. Á þessum tíma hefur Kristrún harkað af sér og leikiö flesta leiki Breiðabliks í dehd og bikar, þar sem hún á 157 leiki að baki. „Ég er með slitin krossbönd og það eru örugglega nokkur ár síðan þau slitnuðu. Á þessum tíma hef ég farið í þijár speglanir þar sem liðþófinn var lagaður, enda töldu læknar að hann væri meinið. Ég hef sett mér ákveðið markmiö varðandi fótboltann og ég vil ekki trúa því að minn ferhl sé á enda,“ sagði Kristrún Lilja Daðadótt- ir. Slitgigt í ökklanum Inga Dóra, sem er aðeins 22 ára gömul og yngst þeirra þriggja, á 62 A- deildarleiki að baki. Hún hefur átti í meiðslum í ökkla í nokkur ár og missti m.a. af megninu af keppnis- tímabilunum 1997 og 1998. Hins vegar virtist aht vera í lagi í sumar og náði hún að leika tímabhið th enda. „Þeg- ar ég fór í skoöun i haust fannst auka- bein i ökklanum á mér auk þess sem þeir greindu þar slitgigt. Ég fór í að- gerð fyrr í mánuðinum þar sem bein- ið var fiarlægt en-slitgigtin gæti orðið mér erfið. Mín staða er þannig að fyrst ætla ég að jafna mig eftir aðgerð- ina og sjá th hvemig hún hefur tekist og síðan tek ég ákvörðun um það hvort ég verði áfram í boltanum eöa ekki,“ sagði Inga Dóra Magnúsdóttir. En eru þessi meiösli ykkar þriggja ekki enn ein sönnun þess aö konur eiga ekkert erindi í fótbolta? „Mér finnst þetta fáránleg spum- ing,“ sagði Sigurlín. „Hvers vegna ætti fótbolti að vera hættulegri fyrir konur en karla. Þegar íþróttamaður lendir í meiðslum þarf hver og einn að taka ákvörðun um framhaldiö, en það er ekki endalaust hægt að halda áfram," sagði Inga Dóra. „Mér finnst þetta hluti af íþróttum. Meiðslin eru bara enn ein áskomn th að sigrast á og ef maður er í góðu formi og vel undirbúinn þá tekur þetta ekki eins mikið á og hjá öömm sem ekki eru í íþróttum,“ sagði Kristrún. -ih JEM í sundi: Sjö íslendingar á leið til Ussabon Evrópumeistaramótið í sundi í 25 m laug verður haldið í Lissabon í Portúgal um aðra helgi. Mótið hefst fimmtudaginn 9. desember og stend- ur fram á sunnudaginn 12. desem- ber. Sjö islenskir sundmenn hafa verið valdir th þátttöku á mótinu. Þeir eru Lára Hrund Bjargardóttir, SH, Elín Siguröardóttir, SH, öm Amarson, SH, Ómar Snævar Frið- riksson, SH, Jakob Jóhann Sveins- son, Ægi, Friðfinnur Kristinsson, Selfossi, og Kolbrún Ýr Krisfiáns- dóttir, ÍA. Á sama tíma verður Norður- landamót unghnga í Udevaha í Sví- þjóð. Þar keppa fiórir Islendingar og em þeir íris Edda Heimisdóttir, Kehavík, Hahdór Karl Hahdórsson, Keflavík, Þuríður Eiriksdóttir, Breiðabliki, og Ragnheiður Ragnars- dóttir, Breiðabliki. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.