Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 29
3Z>V ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 37 Daði Guðbjörnsson er einn lista- mannanna sem eiga verk á sam- sýningunni. Samsýning á Egilsstöðum Samsýning 31 listamanns hefur verið opnuð í Safnahúsinu á Egils- stöðum. Á henni eru listaverk í margvíslegu formi: málverk, teikningar, höggmyndir, ljós- myndir, myndbönd og atburðir. Hugmyndin að baki sýningunni er að setja saman ólík birtingarform myndlistar og ólíka listamenn til að skapa margradda innsetningu. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru: Anna Lindal, Áslaug Thor- lacius, Ásmundur Ásmundsson, Sýningar Ásta Ólafsdóttir, Bruce Conkle, Daði Guðbjömsson, Eggert Péturs- son, Egill Sæbjömsson, Erla Þór- arinsdóttir, Erling T. V. Klingen- berg, Finnur Amar Amarson, Gabriela Friðriksdóttir, Haraldur Jónsson, Harpa Bjömsdóttir, Hild- ur Bjamadóttir, Hlynur Hallsson, Hrafnhildur Amardóttir, Hulda Hakon, Ingólfur Amarsson, Jón Óskar, Jón Sæmundur, Kevin Kelly, Kristinn G. Harðarsson, Magnús Pálsson, Magnús Sigurðs- son, Margrét H. Blöndal, Ragn- heiður Ragnarsdóttir, Ráðhildur Ingadóttir, Spessi, Steingrímur Eyíjörð og Þóroddur Bjamason. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9.00 til 17.00 og henni lýkur 18. desember 1999. Brúðan Mikjáll og stjórnandi henn- ar, Brynhildur Guðjónsdóttir. Krítarhringur- inn í Kákasus Þjóðleikhúsið sýnir annað kvöld leikritið Kritarhringinn í Kákasus eft- ir Bertolt Brecht. Brecht semur verk- ið upp úr gamalli kínverskri sögn af tveimur konum sem deila um bam en önnur er blóðmóðir þess og hin hefur fóstrað það. Jarlsfrúin er blóðmóðir þess en hin bláfátæka Gijúsja hefúr gengið þvi í móðurstað á ófriðartím- um og alið það upp. Þetta efni er frægt orðið i bókmenntum en það er deila tveggja kvenna um bam, deila sem Samkomur dómari leiðir til lykta með óvenjuleg- um hætti. Brecht skrifaði Krítarhringinn í Kákasus árið 1944 þegar hann dvaldi í Bandaríkjunum í útlegð frá Þýska- landi nasismans og er hann eitt þekktasta verk hans Leikstjóri er Svisslendingurinn Stefan Metz. Hann kemur frá leikhús- inu Theatre de Complicite í London sem hefur á síðustu árum hlotið heimsfrægð fyrir óvenjulegar og magnaðar leiksýningar. Leikarar em Margrét Vilhjálmsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Brynhildur Guðjóns- dóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Ingvar E. Sigurðsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Amar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Bergur Þór Ingólfsson, Þór H. Tulini- us, Stefán Jónsson og Ragnheiður Steindórsdóttir. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað -4 Bergstaðir skýjað -4 Bolungarvík Egilsstaóir -4 Kirkjubœjarkl. alskýjað -2 Keflavíkurflv. snjók. á sið. kls. -2 Raufarhöfn alskýjað -5 Reykjavík snjókoma -1 Stórhöfði slydda 1 Bergen rigning 4 Helsinki léttskýjað 1 Kaupmhöfn hálfskýjað 1 Ósló skýjað -2 Stokkhólmur Þórshöfn rign. á síð. kls. 8 Þrándheimur skýjað 3 Algarve rigning 13 Amsterdam þoka í grennd 7 Barcelona heiðskírt 8 Berlín rigning 6 Chicago heiðskírt -2 Dublin rigning 9 Halifax hálfskýjað 0 Frankfurt léttskýjað 0 Hamborg þokumóða 5 Jan Mayen skafrenningur -7 London léttskýjað 2 Lúxemborg þokumóða 1 Mallorca skýjað 15 Montreal jx>ka -2 Narssarssuaq snjókoma -2 New York hálfskýjaó 3 Orlando heiðskírt 14 Paris heiðskírt 3 Róm Vín þokumóða -3 Washington heiðskírt -1 Winnipeg heiðskírt -4 Jólatónleikar Kvennakórs Reykjavíkur: Ljómar nú jata lausnarans Veðríð í dag Snjókoma eða él um mest allt land Austan og norðaustanátt, 15-20 m/s og snjókoma eða él um mest allt land, norðlægari og lægir er líð- ur á morguninn og léttir til sunnan- lands og vestan síðdegis. Vaxandi suðvestanátt og fer að snjóa aftur vestanlands í nótt. Frost víðast á bilinu 0-5 stig í dag, en 3 til 8 í nótt. Höfuðborgarsvæðið: Vaxandi norðaustanátt, 10-15 m/s og dálítil snjókoma í fyrstu en léttir síðan til. Lægir með kvöldinu en þykknar upp í nótt með vaxandi suðaustan- átt. Frost 0-5 stig en 3 til 7 stig í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 15.51 Sólarupprás á morgun: 10.44 Síðdegisflóð í Reykjavík: 25.04 Árdegisflóð á morgun: 01.04 Seinni jólatónleikar Kvennakórs Reykjavíkur verða í Hallgríms- kirkju í kvöld kl. 20.30. Um er að ræða fjölbreytta dagskrá sem hefur yfírskriftina Ljómar nú jata lausn- arans. Flutt verða gömul íslensk jólalög, Ave Maria eftir Gustav Holst i átta röddum, franskt tónverk eftur Gabriel Faure auk erlendra jólalaga við íslenskan texta. Stjóm- andi kórsins er Sigrún Þorgeirsdótt- ir og undirleikari Þórhildur Bjöms- dóttir. Einsöngvari á tónleikunum er Egill Ólafsson. Skemmtanir Kvöldlokkur á jóla- föstu Hinir árvissu og vinsælu tónleik- ar „Kvöldlokkur á jólaföstu verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík 1 kvöld kl. 20.30. Það er Blásarakvin- tett Reykjavíkur og felagar sem hafa um árabil glatt eym aðdáenda á að- ventunni með fogrum serenöðum. Að þessu sinni em öll verkin eftir Mozart. Hljóðfæraleikarar era Daði Kolbeinsson og Peter Tompkins, óbó, Einar Jóhannesson og Sigurð- Kvennakór Reykjavíkur heldur seinni jólatónleika sína í Hallgrímskirkju í kvöld. ur I. Snorrason, klarínettur, Jósef Brjánn Ingason og Rúnar Vilbergs- Ognibene og Þorkell Jóhannesson, son, fagitt og kontrafagott. hom, og Hafsteinn Guðmundsson, Harrison Ford og Kristin Scott Thomas leika aðalhlutverkin. Örlagavefur Stjömubíó og Laugarásbíó sýna Örlagavef (Random Hearts). í myndinni segir frá Dutch Van Den Broeck (Harrison Ford), að- stoðarlögregluvarðstjóra í Was- hington, og þingkonunni Kay Chandler (Kristin Scott Thomas). Þau trúa bæöi á heiður og holl- ustu enda byggist ferill þeirra beggja á að virða góð og hrein manngildi og þar með talið hjóna- bönd þeirra beggja. Þegar farþega- þota hrapar skömmu eftir flugtak í Cheasepeake-flóanum hefur það afdrifaríkar afleiðingar fyrir þau bæði því meðal farþega sem látast ///////// Kvikmyndir ^jH eru eiginkona Dutch og eiginmaður Kay. Upp á eigin spýtur fer Dutch að rannsaka slys- ið og kemst að þvl að eiginkona hans átti í ástarsambandi við eig- inmann Kay sem var í miðri kosn- ingabaráttu þegar slysið varð. Þegar sannleikurinn kemur í ljós um tvöfalt líf eiginmannsins neit- ar hún að horfast í augu við stað- reyndir málsins. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: The World Is Not En- ough Saga-bíó: Runaway Bride Bióborgin: Tarzan Háskólabíó: Myrkrahöfðinginn Háskólabíó: Torrente Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 3 10 11 12 13 14 16 18 19 ÍJ 21 dags^ i Snjór á vegum Færð á vegum heftm spillst í snjókomunni und- anfama daga og er þungfært um einstaka vegi. All- ir helstu þjóðvegir era þó færir. Á suðvesturhom- Færð á vegum inu og vestur um land hefur verið skafrenningur. Um norðanvert landið hefur snjóað og vegir spillst. Nokkrar heiðar era ófærar. Vegagerðin hefur verið að opna leiðir sem hafa lokast í nótt. 4^ Skafrenningur m Steinkast 0 Hálka Q} Ófært 0 Öxulþungatakmarkanir [D Þungfært © Fært fjallabilum Ástand vega Ingólfur Orri Myndarlegi drengurinn á myndinni heitir Ingólf- ur Órri. Hann fæddist á fæðingardeild Landspítal- ans 19. júlí síðastliðinn Barn dagsins kl. 17.21. Við fæðingu var hann 3465 grömm og 50,5 sentímetrar. Foreldrar Ingólfs Orra eru Sóley Erla Ingólfsdóttir og Gúst- af Helgi Hjálmarsson og er hann þeirra fyrsta bam. Lárétt: 1 úldnar, 8 rækta, 9 gára, 10 óvirða, 11 band, 12 sýgur, 15 snemma, 16 fugl, 18 tjón, 19 komast, 21 álitinn. Lóðrétt: 1 stærst, 2 maðk, 3 fitla, 4 varpaði, 5 gagnleg, 6 mjög, 7 blóta, 13 afl, 14 lengdarmál, 15 elska, 17 ofn, 20 möndull. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skelk, 6 óa, 8 ella, 9 ill, 10 máttugt, 12 þrauka, 13 ei, 14 arkir, 16 grunaði, 18 náð, 19 ýtar. Lóðrétt: 1 sem, 2 klárir, 3 elta, 4 lat- ur, 5 klukka, 6 ólga, 7 al, 11 tærir, 12-t þegn, 14 auö, 15 iða, 17 ný. Gengið Almennt gengi LÍ kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollaenqi Dollar 72,570 72,950 71,110 Pund 116,300 116,900 116,870 Kan. dollar 49,170 49,480 48,350 Dönsk kr. 9,8400 9,8940 10,0780 Norsk kr 9,0090 9,0580 9,0830 Sænsk kr. 8,5270 8,5740 8,6840 R. mark 12,3099 12,3839 12,6043 Fra. franki 11,1580 11,2250 11,4249 Belg. franki 1,8144 1,8253 1,8577 Sviss. franki 45,6800 45,9300 46,7600 r Holl. gyllini 33,2129 33,4125 34,0071 ' Þýskt mark 37,4223 37,6472 38,3172 It Iira 0,037800 0,038030 0,038700 Aust sch. 5,3190 5,3510 5,4463 Port. escudo 0,3651 0,3673 0,3739 Spá. peseti 0,4399 0,4425 0,4504 Jap. yen 0,709700 0,714000 0,682500 írskt pund 92,934 93,492 95,156 SDR 99,490000100,090000 98,620000 ECU 73,1900 73,6300 74,9400 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 ------------------------------------------■% '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.