Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 ’7 Erfða- breyttar kýr Bls. 18 Hjónabaridið sjö milljóna virði bls. 22 Tölvuleikir fyrir yngri kynslóðina Bls. 21 PlayStation DVD-upptöku- tæki ..""".. { Fyrirtækið ‘l'ru-IJ"" Pioneer Corp. v „ . | hefur tilkynnt að t-I JlLiJ það hyggist setja wmmmmmm á markaðinn fyrsta DVD-spilarann í heimin- um sem getur tekið upp efni á DVD-formi. Ætlunin er að upp- tökutækið komi út á næsta ári í Bandaríkjunum og Evrópu. Nýja tækið gerir eigendum kleift að taka upp allt að sex klukku- stundir af efni, en það mun koma á markaðinn í Japan nú á fostudaginn. Þar mun hann kosta andvirði um 170.000 króna og búast Pioneer-menn við að selja 30.000 eintök af spilaranum fyrir næsta mars. Auðir DVD- upptökudiskar munu kosta um 2.100 krónur. Snuð og sykur gegn sársauka Franskir læknar . hafa komist að j J a J J £I3J því að ef ungbörn- I um er gefm syk- urlausn og síðan fengið snuð til að sjúga þá virkar það í raun eins og verkjalyf. Þeir telja að sykurinn komi af stað náttúrlegum verkja- lyfium 1 líkama barns- ins. Við rann- sóknir kom í ljós að snuðið " er besta aðferðin ein og sér tii að láta smábörn gleyma sársauka en þegar sykur- lausnin kemur einnig til er árang- urinn verulega góður. Læknamir telja að með þvi að nota þessa að- ferð sé búið að finna mjög áhrifa- rika aðferð við að halda börnun- um rólegum meðan verið er að taka blóðsýni úr þeim á unga aldri. ímyndaðu þér rannsóknarstöð á Mars sem getur leitað að vatni, rannsakað jarð- veg og mælt þétt- leika, þrýsting og hitastig andrúmsloftsins. ímyndaðu þér síðan að rannsóknarstöðin sé á stærð við greipaldin, keyrð áfram af tölvu sem er á stærð við hálft nafn- spjald og ekki mikið þykkari. Hugsaðu þér svo að öllu þessu sé haldið gang- andi með orku sem samsvarar átta venjulegum rafhlöðum og er sú orka næg til að senda út útvarpsbylgjur, gera tilraunir, safna jarðvegssýnum, hita þau i örsmáum ofni og senda ley- sigeisla í gegnum þau til að leita að vatni. Velkomin í hinn örsmáa heim Deep Space 2 rannsóknarstöðvanna tveggja, sem munu taka til starfa næsta fóstu- dag, þegar geimfarið Mars Polar Land- er svífur inn til lendingar á plánetunni rauðu. Áætlað er að geimfarið lendi mjúklega, en það munu Deep Space 2 stöðvamar ekki gera. Þær losna frá geimfarinu í aðfluginu og skella á yfir- borði Mars á um 640 km hraða á klukkustund, um 60 km frá þeim stað er Mars Polar Lander mun lenda. Það er ætlun vísindamannanna sem standa að geimfórinni að Deep Space 2- stöðvamar muni stingast undir yfir- borðið og geti þannig betur rannsakað jarðveginn. Þær em þó hannaðar þannig að hluti þeirra verður áfram á yflrborðinu, tengdur með kapli við hlutann sem fer undir yfirborðið. Krosslagðir fingur En rannsóknimar fara ekki bara fram eftir að Deep Space-stöðvamar em lentar, því þær munu safna mikl- um upplýsingum um andrúmsloftið í þær 10 mínútur sem þær era í frjálsu falli og jafnframt verða ýmsar mæling- ar gerðar á þeim sekúndubrotum þeg- ar þær skelia á yfirborðinu. Eins og gefur að skilja hefur undir- búningur að þessari rannsóknarfór staðið í langan tíma og spennan því orðin verulega mikil meðal vísinda- mannanna sem standa að fórinni, því lítið má út af bera. Því er um að gera að krossleggja fingur næsta fóstudag og vona að betur fari fyrir Mars Polar Lander og Deep Space 2 heldur en syst- urgeimfarinu Mars Climate Orbiter, sem hrapaði í haust eftir klaufalega reikningsvillu vísindamannanna. faxfjölskyldan cmm F-3600M « Faxtæki, sími, Windows- prentari, skanni, tölvufax, og Ijósriti í einu tæki • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Laserprentun • Prentar á A4 pappír • 30 blaða frumritamatari «100 blaða pappírsbakki UX-370 • Innbyggður sími • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Símsvara tengimöguleiki • Hitafilmu prentun • Prentar á A4 pappír • 10 blaða frumritamatari • 60 blaða pappírsbakki Betri faxtæki enu vandfundin! B R Æ U R N I R Lágmúla 8 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2810 U m b o A s m e n n um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.