Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 23 , Codémasters utan vega Tölvuleikir Breski leikjaframleiðandinn Codemasters er vel þekktur íyrir gæðaframleiðslu eins og TOCA og Colin McRae-akstursleikina vin- sælu. AUtaf hefur fyrirtækinu tek- ist að gera akst- ursleiki sina að vel heppnaðri blöndu af raunveru- leika og leikhæ&i. Nú hafa Codemasters ráðist í gerð akst- ursleiks sem snýst um kappakstur utan vega. Þar er á ferðinni leikur sem nefhist því viðeigandi nafni Off the Road. Margir leikjaframleiðend- ur hafa reynt fyrir sér í gerð leikja af þessu tagi en tekist heldur iila til. í ljðsi reynslunnar má búast við hinu besta frá Codemasters. Off the Road mun koma út snemma á næsta ári ef allt fer eftir áætlun. Squaresoft í kaupmennsku Leikjarisinn jap- anski, Squaresoft, hefúr opnað versl- un á Netinu. Fyr- irtækið, sem er í óðaönn þessa dagana að kynna Final Fantasy Vin á Evrópumark- aðnum, vill selja heiminum vörur sínar með hjálp Netsins. Ekki mun aðeins vera um að ræða sölu á leikj- um heldur líka á ýmsum vamingi, tengdum leikjum, eins og húfúm, höttum og fatnaði ýmiss konar. Til viðbótar þessum nauðsynlegu aukahlutum verða á boðstólum ails konar sjaidgæfar útgáfúr af leikjum sem Squaresoft hefur komið nálægt gegnum tíðina. Squaresoft fylgir í fótspor ýmissa stórfyrirtækja sem ; mörg eru búin að koma sér upp verslunum á Netinu til að nálgast fleiri viðskiptavini. ÍÍÍÍ'iLí' lalfií/ Sega sækir í sig veðrið: Dreamcast í milljón eintökum - leikjavélin selst framar vonum í Bandaríkjunum Dreamcast-leikjatölvan frá Sega hefur selst mjög vel í Bandaríkjunum og Evrópu síðustu mánuði. Dreamcast leikjatölv- an frá Sega-fyrirtæk- inu hefur selst framar öllum vonum upp á síðkastið. Dreamcast hefur verið afar vel tekið á Evrópu- og Bandaríkjamarkaði. í síðustu viku seldist svo milljónasta eintakið af Dreamcast í Bandaríkjunum, eftir að- eins tvo og hálfan mánuð frá útgáfú- degi. Það er ansi gott miðað við að PlayStation-leikjatölvan náði milljóna- markinu á 9 mánuðum á sínum tíma. Einnig er þessi árangur merkiiegur fyrir þær sakir að enn hefur jólaversl- un ekki náð hámarki. Sega er hins vegar ekki að gera eins góða hluti á heimamarkaði í Japan þar sem öll sölumet eru enn í eigu Sony- fyrirtækisins, sem hefur í dag um 60 prósent markaðshlutdeild á leikja- tölvumarkaðinum í Japan. Sega á Netið Undanfarin ár hefur Sega ekki skil- að hagnaði en fyrirtækið er á því að það muni breytast á næstu misserum. Fyrirtækið er í mikilli uppstokkun þessa dagana og er Sega á fúllu við að koma sér á nýja markaði með nýjum sóknarfærum. Eitt af því sem Sega mun leggja áherslu á í framtíðinni er að tengja hugbúnað sinn meira Net- inu. Því mun Sega reyna eftir fremsta megni að hanna leiki fyrir Dreamcast sem nýta sér möguleika Nets- ins. Þegar áform Sega- fyrirtækisins voru tilkynnt og í ljósi velgengni Dream- cast i Bandaríkjun- um og Evrópu tók verð hlutabréfa í fyr- irtækinu strax stökk upp á við um rúm 13 prósent. Eru stærstu hluthafar Sega bjart- sýnir á að nýir og betri tímar fari í hönd fyrir fyrirtækið. Spennandi tímar Liður í því að markaðsetja leikja- tölvu vel er að hafa nóg af hugbúnaði strax í byijun. Þegar Dreamcast-vélin kom út komu út um leið 19 leikir og er búist við að þeir verði orðnir 40 fyrir jól. Ekki er ólíklegt að sala á Dreamcast-tölvunni eigi eftir að hægj- ast upp úr áramótum þar sem Sony- fyrirtækið er þegar farið af stað með söluherferð sína á PlayStation 2 leikja- tölvunni sem kemur á markað á næsta ári. Sony er svo ekki eini keppinautur Sega þar sem Nintendo er með Dolp- hin-leikjatölvuna í startholunum. Ljóst er að árið 2000 verður spennandi ár fyrir áhugamenn um leikjatölvur. Bæði verður spennandi að sjá hver fer með sigur af hólmi Sony, Sega eða Nin- tendo en ekki síst verður ánægjulegt að fylgjast með þróuninni í tölvuleikj- um þeim sem koma út á árinu. Hvaða farskjóta menn svo kjósa á eftir að koma í ljós. -sno Þegaráform Sega-fyrir- tækisins voru tilkynnt og í ijósi velgengni Dreamcast íBandaríkjunum og Evr- ópu tók verð hlutabréfa í fyrirtækinu strax stökk upp á við um rúm 13 pró- sent Eru stærstu hluthaf- ar Sega bjartsýnir á að nýir og betri timar fari í hönd fyrir fyrirtækið. f'JÍVLí* lalíilr Nýr Star Wars-leikur væntanlegur: Stjörnustríðs- hetjurnar slást Star Wars mynd- irnar hafa alið af sér ara- grúa af alls konar aukahlutum og eru tölvuleikir þar á með- al. Þegar nýjasta myndin var frumsýnd fyrr á þessu ári komu út tveir Star Wars leikir fyrir PlaySta- tion-vélina. Annar leikurinn er Wipeout- legur.geimkappakstur og hinn ævintýraleik- ur sem lítur út eins og hann hafi komið út 1989 en ekki 1999. Nú er á leiðinni enn einn Star Wars leikurinn fyrir PlayStation-vélina. Mun þessi leikur bera nafnið Star Wars: Ep- isode I Jedi Power Battles. Þar er á ferð- í leiknum Star Wars: Episode I Jedi Power Battles inni slagsmálaleikur munu allar helstu hetjurnar úr nýju Stjörnustríðs- með persónum úr nýj- myndinni slást. f'JÍiLÍ- IdilÚf Ekki hefur enn þá verið ákveðinn útgáfudagur fyrir Star Wars: Episode I Jedi Power Battíes en búist er við honum um mitt næsta ár. ustu Star Wars myndinni. Ekki hef- ur enn þá verið ákveðinn útgáfudag- ur fyrir Star Wars: Episode I Jedi Power Battles en búist er við hon- um um mitt næsta ár. Það er von- andi að framleiöendurnir líti á dagatalið og geri heiðarlega tilraun til að velta Tekken, konungi allra bardagaleikja, úr hásætinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.