Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Side 1
19 dvsport@ff.is Miðvikudagur 1. desember 1999 Úrvals- hópur í Frjálsum Mainz lagöi Hertha Berlín í bikarnum: ?,Meiriháttar sigurleikur" sagði Helgi Kolviðsson sem átti stórleik Helgi Kolviðsson og félagar í Mainz 05 gerðu sér lítið fyrir og lögðu Hertha Berlín að velli, 2-1, í 3. umferð bikar- keppninnar i gærkvöld. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan jöfn, 1-1, en í framlengingu tókst Mainz að tryggja sér sigurinn og komast þannig áfram í fjórðu umferð. Það kemur síðan í ljós i dag þegar dregið verður hver mótherji liðsins verður í næstu umferð. Helgi Kolviðsson átti stórleik, var eins og klettur í vöminni og hélt Brian Roy algjörlega niðri. „Þetta var í einu orði sagt meiriháttar sigurleikur. Svona fyrirfram bjóst mað- ur ekki við miklu en geysilega góð bar- átta færði okkur þennan sigur. Þetta stóð tæpt vægast sagt, við lentum undir en náðum að jafna átta mínútum fyrir leikslok. Skömmu síðar misstum við mann út af en tókst að halda út. Síðan náðum við að tryggja okkur sigurinn í framlengingu en sá sem gerði markið fagnaði svo innilega að hann fékk sitt síðara gula spjald fyrir og var vikið af leikvelli. Við vorum því tveimur færri í tuttugu mínútur en stóðumst álagið. Þetta var algjört happdrætti fyrir fé- lagið að komast áfram og vonandi fáum við heimaleik í næstu umferð sem færir liðinu góðan pening, sagði Helgi Kolviðsson í samtali við DV eftir leikinn í gærkvöld. -JKS Túnismenn koma ekki Túnismenn hafa komið þeim boðum áleiðis til HSÍ að landslið þeirra getur ekki mætt íslendingum í tveimur landsleikjum sem fyrirhugaðir voru 13. og 14. janúar. Var litið á þessa leiki sem einn loka- hnykk í undirbúningi liðsins fyrir Evrópumeistara- mótið í Króatíu. Túnismenn báru því við að ekki reyndist unnt að hrófla við deildarkeppninni og fresta leikjum meðan að landsliðið færi til íslands. „Það er auðvitað slæmt að mörgu leyti að fá ekki þessa leiki við Túnis á þessum tímapunkti undirbún- ingsins. Við erum að vinna I öðrum málum í staðinn og það ætti að koma í ljós á næstum dögum hvað kemur út úr þvi. Við munum reyna allt hvað við getum til að fylla upp í þetta gat sem skapaðist vegna afsvars Túnismanna," sagði Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari við DV. -JKS 5 miffjonir hanga a spýtunni Það er eftir töluverðu að slægjast fyrir leikmenn þýska landsliðsins í knattspymu ef liðinu tekst að verja Evrópumeistaratitilinn sem Þjóðverjarnir unnu í Englandi 1996. Ef það gengur eftir fær hver leikmaður sem samsvarar um fimm milljónum króna í sinn vasa. Keppnin fer fram i HoUandi og Belgíu næsta sumar og hefst 10. júní og stendur til 2. júlí. -JKS eims- bikar höfn Mikael Silvestre, varnarmaðurinn ungi hjá Manchester United, iyftir heimsbikar félagsliða eftir 1-0 sigur á Palmeiras frá Brasilíu íTókíó í gær. Reuter Hamburger sýnir enn áhuga: „Jákvætt" - segir Ríkharður Daðason Forsvarsmenn þýska liðsins Hamburger SV hafa sett sig í sam- band við umboðsmann Ríkharðs Daða- sonar þar sem þeir sýna enn áhuga á ís- lenska landsliðsmanninum. Þeir vUja fá aðeins lengri frest í málinu en endanlegs svars er að vænta frá þeim síðar í vikunni. Ríkharður Daðason hélt hins vegar af landi brott sl. mánudagsmorgun þar sem æf- ingar hjá Viking í Stavanger hófust í gær und- ir stjórn Svíans Benny Lennartsson sem nýtek inn er við liðinu. „Það er ætlunin núna að æfa i þrjár vikur fyrir jól. Ég hara bíð, sé hvað setur hvað mín mál áhrærir en maður verður að túlka það á jákvæðan hátt fyrst Hamburger hefur sett sig í samband við umboðs- mann minn,“ sagði Ríkharður Daðason í samtali við DV. -JKS Bland í noka Islendingaliöiö Dormagen verður án tveggja sterkra leikmanna 1 næstu leikjum í þýska handboltanum. Danski fyrirliðinn René Boeriths veröur jafnvel ekki meira með á tímabilinu og pólski landsliðsmaö- urinn Robert Nowakowski meidd- ist gegn WiUstatt og verður frá um tíma. Ronaldo hinn brasiliski gekkst i gær undir aðgerð á hné á sjúkra- húsi í París. Eftir hana varð ljóst að kappinn verður lengin frá keppni en taliö var í upphafi. Þessi meiðsl hafa meira og minna háð kappanum sl. tvö tímabil en um helgina tóku þau sig upp að nýju í leiknum gegn Lecce. Talið er að Ronaldo verði frá æfingum og keppni næstu flmm mánuðina og yfrrstandandi tímabil þvi úti. Heiko Herrlich, sóknarmaður Borussia Dortmund, var 1 gær sektaöur af félagi sinu um fjögur hundruð þúsund krón- ur fyrir að gangrýna Michael Skibbe, þjálfara liðsins. Fyrr á tímabilinu voru þeir Andreas Möller og Victor Ikpeba sektaðir fyrir sama athæfi. Alexander Mostovoi, leikmaður Celta Vigo, sagði i gær að hann gæfi ekki kost á sér framar i rússneska landsliðið í knattspyrnu. Hann getur ekki fyrirgefið landsliðsþjálfaranum að hafa ekki valið sig í landsliðiö fyrir leikinn gegn Úkraínu i október sl. -VS/JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.