Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 3
20 4- MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 21 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 Sport HBA-DEILDIN Úrslitin í nótt: Toronto - Atlanta........89-107 Davis 16, Carter 14 - Rider 23, jackson 15. Cleveland - Dallas........106-99 Kemp 25, Dcclerq 17 - Davis 27, Nowitzki 20. New Jersey - Washington . . 78-85 Van Horn 24, Feick 15 - Howard 23, Hamilton 14. Orlando - Sacramento . . . 102-111 Armstrong 29, Gatling 17 - Webber 22, Divac 17. Minnesota - Denver......109-92 Smith 26, Brandon 18 - Mercer 16, Mcdess 16. Philadelphia - New York . . 74-70 Huges 25, Snow 11 - Houston 20, Sprewell 18. San Antonlo - Detroit .... 106-87 Duncan 28, Johnson 22 - Hill 30, Curry 9. Seattle - LA Lakers.......77-101 Patterson 19, Baker 12 - O'Neal 27, Rice 19. LA Clippers - Phoenix......80-94 Anderson 25, Taylor 15 - Kidd 20, Robinson 15. Staðan Atlantshafsriðill: Miami 11 3 New York 8 8 Piladelpia 8 8 Boston 7 7 Orlando 7 8 Washington 5 10 New Jersey 2 13 78,6% 50,0% 50,0% 50,0% 46,7% 33,3% 13,3% Miðriðill: Toronto 9 6 60,0% Milwaukee 8 6 57,1% Charlotte 8 6 57,1% Cleveland 7 6 57,1% Indiana 8 7 53,3% Detroit 7 8 46,7% Atlanta 6 9 40,0% Chicago 1 12 7,7% Miðvesturriðill: San Antonio 13 3 81,3% Minnesota 7 5 58,3% Utah 8 6 57,1% Denver 6 7 46,2% Dallas 5 11 31,3% Houston 4 11 26,7% Vancouver 3 11 21,4% Kyrrahafsriðill: Sacramento 10 2 83,3% Portland 13 3 81,3% Seattle 11 3 73,3% LA Lakers 11 4 73,3% Phoenix 10 4 71,4% LA Clippers 4 10 28,6% Golden State 2 11 15,4% HM kvenna: Haltvik með tíu mörk Trina Haltvik skoraði tíu mörk fyrir Norðmenn sem sigruðu Tékk- land, 30-21, á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna i gærkvöld. 11 aðrir leikir fóru og urðu úrslit eftirfarandi. A-riðiU: Pólland - Hvita-Rússland.........29-29 Noregur - Tékkland...............30-21 Holland - Ástralía...............26-16 Noregur 2 HoUand 2 Pólland 2 Hvíta-Rússland 2 Ástralía 2 Tékkland 2 2 0 0 59-34 4 2 0 0 51-37 4 1 1 0 58-48 3 0 1 1 42-58 1 0 0 2 35-55 0 0 0 2 42-55 0 B-riðiU: Austurríki - Úkraína...........26-25 Rúmenía - Kúba .................37-19 Frakkland - FUabeinsströndin . . . 31-19 C-riðill: Makedónía - Japan...............27-25 Þýskaland - Argentína ..........34-9 Danmörk - Angóla................31-12 D-riðiU: Suður-Kórea - Kína..............29-19 Ungverjaland - Brasilía.........22-13 Rússland - Kongó ...............42-20 -JKS England-deildarbikarinn: Dramatískur lokakafli á St. Andrews - West Ham skoraði tvö mörk í lokin Joe Cole tryggði West Ham sæti í 5. umferð enska deildarbikarsins þegar hann skoraði sigurmark Lundúnaliðsins á elleftu stundu gegn Birmingham á St. Andrews í gærkvöld. Birmingham virtist á góðri leið áfram enda með forystu, 2-1, þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Paul Kitson, sem hafði komið inn á sem varamaður jafnaði og síðan átti Cole lokaorðið með sitt fyrsta mark fyrir aðallið félagsins. Arsenal úr leik Arsenal mátti bíta í það súra epli að tapa fyrir Middlesbrough í vita- spyrnukeppni. Hamilton Ricard kom Boro yfir á 8. mínútu en Thi- erre Henry jafnaði fyrir Arsenal á 38. mínútu. Davor Suker kom síðan Arsenal yfir á 80. minútu. Ricard jafnaði fyrir Boro þremur mínútum síðar eftir að Henry hafði handleik- ið knöttinn innan vítateigs. Mark Schwarzer, markvörður Boro, reyndist Arsenal erfiður í víta- spymukeppninni og Boro fagnaði sigri. Guðni og Eiður í byrjunarliði Bolton sem komst áfram Guðni Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru báðir í byrjunar- liði Bolton sem vann sigur á Sheffield Wednes- day, 1-0. Robbie Elliott, sem leysti Guðna af hólmi Eiður Smári. eftir leikhlé, skor- aði mark Bolton á 53. mínútu. Hermann Hreiðarsson lék ekki með Wimbledon þar sem hann er ekki löglegur með liðinu í þessari keppni. Wimbledon fór góða ferð til Huddersfield og tryggði sér þar sig- ur, 1-2. Scott Sellars kom Hudders- field yfir undir lok fyrri hálfleiks. Alan Kimble jafnaði fyrir Wimbldon á 60. mínútu. Jason Euell tryggði síðan Wimbledon sigur í framlengingu. Loks vann Tranmere lið Bams- ley, 4-0. Bjarki skor- aði fyrir Preston Bjarki Gunn- laugsson skor- aði þriðja mark Preston í, 0-3, sigri á Enfiled í 2. umferð ensku bikar- keppninnar. Bjarki kom inn á sem varamað- ur á 64. mínútu. Blackburn upp töfluna Tveir leikir voru háðir í ensku B-deildinni. Blackburn sigraði Charlton, 1-2, á útivelli og Q.P.R. sigraði Sheffield United á Loftus Road í London, 3-1. Blackburn skríður hægt og bít- andi upp töfluna eftir afleita byrjun og er komið í 11. sæti deildarinnar. Charlton átti möguleika á að kom- ast upp að hlið Manchester City í efsta sætið en er áfram í þriðja sæt- inu. -JKS Bjarki Gunnlaugs- son. Besim til Valsmanna? Besim Haxhijadini, knattspyrnumaður frá Júgó- slavíu sem lék með KR 1998, hefur æft með Vals- mönnum að undanfomu og það skýrist fljótlega hvort hann leikur með þeim í 1. deildinni næsta sumar. Besim er 27 ára og skoraði 2 mörk í 11 leikj- um með KR-ingum en þeir sömdu ekki við hann á ný fyrir nýliðið tímabil. -VS ísland mætir Slóvenum í kvöld íslenska landsliðið í körfuknattleik mætir Slóvenum ytra í kvöld í forkeppni Evrópumóts landsliða. ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum en Slóvenar unnið báða sína. Af þessu má ljóst vera að við rammann reip verður að draga enda slóvenska liðið mjög erfitt heim að sækja. -JKS DV Aldrei gefið Héðin uppá bátinn „Það eru allir inn í myndinni hjá mér þegar þeir eru að sýna góðan leik. Ég hef aldrei gefið Héðin Gilsson (til vinstri) upp á bátinn og það er gott heyra að hann sé í góðu formi um þessar mundir. Ég ætla að ræða betur við Guðmund Guðmunds- son, þjálfara Bayer Dormagen, og fá nánari fréttir af Héðni. Það er alveg ljóst að við þurfum á okkar allra bestu að halda þegar haldið verður á Evrópumeistaramótið í Króatíu. Það er ekki spurning að Héðinn er inn í myndinni hjá mér eins og hver annar. Ég sný mér alltaf fyrst til þjálfara félagsliðanna þegar ég er að velja lands- liðið hverju sinni. Þeir vita betur en ég í hvaða formi menn eru í,“ sagði Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, í sam- tali við DV í gærkvöld. Héðinn skoraði sem kunnugt er 8 mörk og átti stórleik með Dormagen gegn Willstatt um síðustu helgi. -JKS Jóhannes stóð vel fýrir sínu - Maastricht tapaði fyrir Roda Jóhannes Guðjónsson, sem leigður hefur verið til hoilenska liðsins MVV Maastricht frá Genk 1 Belgíu, lék i gærkvöld þegar liðið tapaði fyrir Roda, 3-1, i hoUensku A-deUdinni. Bræður hans, Bjami og Þórður voru á leiknum, og sagði sá fyrrnefndi að Jóhannes hefði verið lengstum á miðjunni og skUað sínu hlutverki vel. „Ef Jóhannes leikur með þessum hætti verður hann með liðinu út tímabUið. Það var á brattann að sækja hjá Maastricht i þessum leik og Roda var mikla betra liðið,“ sagði Bjami við DV eftir leikinn. Maastricht er í 15. sæti af 18 liðum. -JKS Bjarni Guðjónsson fyigdist með bróður sínum i gærkvöld. Sport Handbolti: Helgi ekki meira með? Helgi Arason, handknattieiksmað- ur úr HK, leikur að líkindum ekki meira með Kópavogsliðinu í 1. deUdinni í vetur. Hann á við slæm bakmeiðsli að stríða og ljóst er að hann verður frá keppni að minnsta kosti fram í febrúar, lík- lega lengur. Samskonar meiðsli kostuðu Helga heUt tímabil fyrir nokkrum árum. Þetta er áfaU fyrir HK- liðið þar sem Helgi hefur verið í lykUhlutverki, sér- staklega í vamarleiknum. -VS Bestir í heimi Leikmenn Manchester United fagna eftir að hafa tekið við heimsbikar félagsliða íTókíó í gær. Man.Utd vann Palmeiras, 1-0 Reuter Manchester United varð í gær fyrsta enska fé- lagið tU að hreppa heimsbikar félagsliða í knatt- spyrnu með því að sigra Suður-Ameríkumeistar- ana Palmeiras frá BrasUíu, 1-0, í Tókió í Japan. Þar með er glæsileg fema í höfn hjá United á ár- inu 1999 en félagið er einnig enskur meistari og bikarmeistari og Evrópumeistari. Roy Keane skoraði sigurmarkið á 35. mínútu eftir glæsilegan sprett og fyrirgjöf Ryans Giggs frá vinstri en Marcos, markvörður Palmeiras, mis- reiknaði boltann algerlega og missti hann yfir sig þar sem Keane skoraði í tómt markið. Palmeiras var sterkari aðilinn framan af leiknum en frábær markvarsla hjá Mark Bosnich kom í veg fyrir að brasUíska liðið næði að skora. „Ég er stoltur af mínu liði en við nýttum ekki færin. United lék vel og markvörðurinn varði þrisvar frábærlega," sagði Luis Scolari, þjálfari Palmeiras. „Við sóttum okkur i seinni hálfleik og unnum verðskuldað þegar upp var staðið. Við ætl- uðum okkur að verða fyrsta enska liðið til að vinna titilinn og getum geriö stoltir af því að það tókst,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. Þetta er fimmti sigur Evrópu í röð í þessum ár- lega leik og forysta Suður-Ameríku í keppninni í heild minnkaði með honum niður í 20 vinninga gegn 18. Fimm sinnum áður hafa ensk lið leikið til úrslita en ávallt tapað. Liverpool tvisvar og Man- chester United, Nottingham Forest og Aston Villa einu sinni hvert félag. ítalir hafa oftast unnið bikarinn fyrir hönd Evr- ópu, 7 sinnum. Spánverjar og Hollendingar hafa unnið þrisvar hvorir, Þjóðverjar tvisvar og Portú- galir, Júgóslavar og Englendingar einu sinni hver þjóð. Af einstökum félagsliðum í Evrópu hefur AC Milan oftast unnið, þrisvar. Penarol og Nacional frá Úrúgvæ hafa hvort um sig sigrað þrisvar fyrir hönd Suður-Ameríku. -VS Upp fyrir Jordan - Karl Malone sá þriðji stigahæsti frá upphafi Karl Malone, körfuboltamaður- inn magnaði hjá Utah Jazz, náði stórum áfanga í fyrrinótt þegar lið hans lagði Golden State að velli, 115-99. Snemma í leiknum, þegar hann skoraði sína þriðju körfu, var Malone orðinn þriðji stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi. Kominn upp fyrir sjálfan Michael Jordan og aðeins með goðsagnirnar Kareem Abdul-Jabb- ar og Wilt Chamberlain fyrir ofan sig. Gert var leikhlé til þess að áhorfendur í Delta Center gætu klappað fyrir Malone, sem hefur leikið allan sinn 14 ára feril í NBA með Utah. Malone á góða möguleika á að komast upp fyrir Chamberlain og í annað sætið því miðað við skor hans í vetur og á ferlinum gæti hann náð honum um þetta leyti á næsta ári. Það er hins vegar borin von að honum takist að ógna Jabb- ar því til þess þarf hinn 36 ára gamli Malone 5 ár í viðbót. Stigahæstu leikmenn NBA-deild- arinnar frá upphafi eru eftirtaldir: 1. Kareem Abdul-Jabbar ..... 38.387 2. Wilt Chamberlain .........31.419 3. Karl Malone ............. 29.299 4. Michael Jordan........... 29.277 5. Moses Malone ............ 27.409 6. Elvin Hayes...............27.313 7. Oscar Robertson ..........26.710 8. Dominique Wilkins........ 26.534 9. John Havlicek............ 26.395 10. Alex English.............25.613 11. Hakeem Olajuwon......... 25.574 Olajuwon ætti að vera kominn í 10. sæti eftir tvo leiki í viðbót. -VS Karl Malone var vel fagnað í Delta Center í fyrrinótt. .. Keila: Island endaði í 14. sætinu ísland hafnaði í 14. sæti af 54 þjóðum í sveitakeppni karla á heimsmeistaramótinu í keilu sem lokið er i Abu-Dhabi. Svíar sigruðu, Bandaríkjamenn urðu aðrir og Þjóðverjar þriðju. Jón Helgi Bragason varð í 62. sæti af 345 í einstaklingskeppn- inni. Bjöm Sigurðsson var í 135. sæti, ívar Jónasson í 136., Bjöm Birgisson í 152., Steinþór Jó- hannsson í 156. og Freyr Braga- son hafnaði í 162. sæti. -VS Hlutafélagið Valsmenn í dag kl. 18 verður hlutafélagið Valsmenn hf. stofnað að Hlíðar- enda. Hlutafélagið verður sjálf- stæður fjárhagslegur bakhjarl Vals og er ætlað að styrkja inn- viði félagsins. Tilgangur hluta- félagsins, sem ekki verður skráð á hlutabréfamarkað að svo stöddu, er að ávaxta fjármuni með arðbærum hætti, m.a. með kaupum og sölu verðbréfa og ým- iss konar rekstri. Formaður verður Brynjar Harðarson, við- skiptafræðingur og fyrrum hand- knattleiksmaður úr Val. -VS Badminton: Ragna komst í úrslitaleik Ragna Ingólfsdóttir, 16 ára stúlka úr TBR, komst í úrslita- leik í flokki 17-19 ára á sterku badmintonmóti í Horsens í Dan- mörku um síðustu helgi. Ragna sigraði fjórar danskar stúlkur, þar á meðal þá sigurstrangleg- ustu, Mette Nielsen. í úrslita- leiknum tapaði Ragna fyrir Line Isberg, 3-11, 11-5, 5-11. Þá komust Ragna og Oddný Hróbjartsdóttir í undanúrslit í tvíliðaleik kvenna á sama móti. -VS ÍA-knattspyrna: Tapið 7.8 milljónir Aðalfundur Knattspyrnufélags Akraness var haldinn í gær- kvöld og kom fram að tap félags- ins frá 1/1-1/10 var 7,8 milljónir þrátt fyrir auknar tekjur. í undirbúningi er stofnun vinnuhóps sem fara skal í gegn- um rekstur félagsins með stofn- un hlutafélags í huga og er hon- um ætlað að skera úr um hvort sú leið sé vænleg fyrir Knattspymufélag ÍA og koma með tillögur um framhald. Vinnuhópurinn mun skila af sér fljótiega eftir áramót. -DVÓ Brasilíumennirnir til Keflavíkur: Líklega þrír - koma væntanlega til landsins í febrúar Flest bendir til þess að þrír brasilísk- ir knattspymumenn verði í liði Kefla- víkur næsta sumar. Að sögn Rúnars Arnarsonar, formanns knattspyrnu- deildar Keflavíkur, er eftir að taka end- anlega ákvörðun um það hvort þeir' verði tveir eða þrír en líklegast virðist að allir komi. Að sögn Rúnars er stefnt að því að þeir komi í febrúar. Gangi það eftir, verða sex Brasilíu- menn i úrvalsdeildinni næsta sumar, all- ir fyrir tilstilli Páls Guðlaugssonar, nýráðins þjálfara Keflavíkur. Hann fór til Brasilíu fyrir ári síðan og fékk þar þrjá til Leifturs, Santos, Sergio og Da Silva, sem allir leika áfram með Ólafs- firðingum. Páll var á ný á ferð i Brasilíu fyrir nokkrum vikum og sótti þar þjálf- aranámskeið og skoðaði leikmenn. Þremenningamir eru ungir að árum og að sögn Páls Guðlaugssonar koma þeir allir frá sterkari félögum en „Ólafs- firðingarnir" þrír. Thiago De Sena er 19 ára, fjölhæfur piltur sem getur spilað flestar stöður á vellinum. Antonio Marcos er tvítugur sóknar- maður, sem einnig getur spilað á miðj- unni. Hann hefur einn þremenninganna spilað utan heimalandsins en hann var um tíma í Sviss. Anderson Gomes er sóknar- eða miðjumaður sem verður 21 árs nú um jólin. -VS Grindvíski Grikkinn á grænni grein: Fær 70 milljónir - NBA-lið farm að fylgjast með Tsartsaris íslenskir áhugamenn um körfuknatt- leik muna líklega vel eftir Konstantinos Tsartsaris, unga gríska risanum sem lék með Grindvíkingum fyrir tveimur árum. Á síðustu leiktíð lék hann með Near East í grísku A-deildinni og var með 5,3 stig að meðaltali og 5,4 fráköst í leik. Nú hefur hann verið seldur til liðsins Per- isteri i sömu deild. Fyrir 4ra ára samn- ing fékk pilturinn rúmar 70 milljónir í sinn hlut og Peristeri varð að greiða Near East 58 milljónir til að krækja í strákinn. Gríska deildin er firnasterk og Tsartsaris talinn vera í fimmta sæti yfir efnilegustu leikmenn þar í landi. Þá munu einhver lið í NBA vera farin að gefa piltinum gaum. Þegar Konstantinos lék með Grindvíkingum var hann aðeins 17 ára, en var þó með 20,7 stig að meðal- tali og 16,3 fráköst. -bb t Deildabikarinn innanhúss? - beðið um 88 leiki í Reykjaneshöll Bland í poka Ingvar Ólason, knattspyrnumaður úr Þrótti R., lék í fyrraikvöld með varaliði Northampton sem tapaði, 1-3, fyrir Southend. Ingvar spilaði fyrri hálfleikinn en Kristjún Brooks úr Keflavík fékk ekki tækifæri í leiknum. Fabian Barthez, markvörður frönsku heimsmeistaranna í knattspyrnu, er tilbúinn í markið hjá Mónakó á ný eftir 7 vikna fjarveru vegna meiðsla. Mónakó hefur ekki saknað Barthezar því liðið hefur ekki tapað leik síðan hann meiddist og er komið á toppinn í frönsku A-deildinni. Deildabikarkeppnin í knatt- spyrnu verður að mestu spiluð inn- anhúss seinni hluta vetrar, í hinni nýju Reykjaneshöll sem verður formlega opnuð í Reykjanesbæ í febrúar. Rúnar Arnarson, formaður knatt- spyrnudeildar Keflavíkur, sagði við DV í gær að beðið hefði verið um eina 88 leiki í deildabikarnum í höllinni og keppnin myndi væntan- lega hefjast í lok febrúar. Til þessa hefur hún haflst um miðjan mars. í deildabikar karla voru leiknir 105 leikir á síðasta tímabili og 19 í kvennaflokki, þannig að miðað við þessa umsókn fer megnið af keppn- inni fram í höllinni. „Við bíðum spenntir eftir því að geta byrjað að æfa í höllinni og von- um að við fáum að prófa hana fljót- lega því lagningu gervigrassins er að ljúka,“ sagði Rúnar Arnarson. -VS Arsenal hefur boöið spænska B- deildarliðinu Levante frá Valencia 230 milljónir króna í 18 ára bráöefni- legan knattspyrnumann, Vicente Rodriguez. Levante, sem er í ööru sæti deildarinnar, vill fá 400 milljón- ir fyrir strákinn. Leik Víkings og ÍSí 1. deild kvenna i blaki sem fram átti aö fara í Víkinni í kvöld var frestað þar til annað kvöld kl. 21.15. Guójón Þóröar- son sagði í samtali við blaöið Sentinel i gær að hann biði ekki lengur eftir svari frá Svíanum Michael Hans- son, sem er að íhuga tilboð frá Stoke. „Ég verð að fá ákveðiö svar strax, þó Hansson sé góður leikmaður get ég ekki beðið endalaust," sagði Guðjón. Kristján Sigurdsson lék seinni hálf- leikinn með varaliði Stoke þegar það gerði jafntefli, 1-1, við WBA í fyrra- kvöld. Hann skipti þá við Norðmann- inn Thomas Wœhler sem er til reynslu hjá Stoke. -VS íþróttabókin í ár er saga Manchester United, frægasta og BESTA félagsliðs allra tíma, og vitaskuld er fjallað ítarlega um þrennuna gfæsilegu og alla frábæru leikmennina sem létu drauminn rætast BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.