Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 Jólagjöfin í ár: Bíll með kerru skal það vera - svöruðu mörg börnin á Fálkaborg en sum vildu þó heldur dúkku eða sleða eikskólabömin á Uglu- deildinni á leikskólan- um Fálkaborg í Breið- holti eru farin að hlakka mikið til jól- anna. Þau eru á aldrinum þriggja til fjögurra ára og voru bæði stillt og prúð þegar blaðamann bar að garði, vopnaður skaðræðismyndavél. Öll vildu bömin segja frá hvað þau langaöi helst að fá í jólapakk- ann en fyrst var ekki annað að heyra en samráð hefði verið haft um jólagjafavalið. Bíll með kerru skal það vera sögðu þau hvert af öðru og hlógu þeim mun hærra sem fleiri svöruðu spumingunni á sama hátt. Sum fóru þá að hugsa sig bet- ur um og dúkka, sleði, spiladós og lítill jólasveinn komust nú á óska- listann. „Veistu ... að ég sá einu sinni jólasveinafót- spor, “ sagði Jón Ingi. „Mig langar helst að fá ... bíl með kerru í jólagjöf,“ sagði hann eftir dálitla umhugsun. „Það er skemmti- legast, svo œtla ég að moka snjó upp í hann líka.“ „Mig langar hélst í snjósleða, “ sagði Rúnar. „Svo œtla ég að renna mér.“ „Ég vil líka bíl með kerru, “ sagði Steinunn og hló. „Ég á dúkku og vil bara bíl með kerru.“ „Ég heiti Ásta ogmig langar í spiladós. Það á að vera dansandi fólk á spiladósinni.“ „Mig langar í bíl með kerru,“ sagði Þórhild- ur G. eftir að hafa tekist að ná athygli Ijós- myndarans meö aðstoð vinkonu sinnar. „Ég heiti Sunna Rún Heimisdóttir. Ég vil bíl með kerru,“ sagði hún harðákveðin. „Ég heiti Dagný og ég vil kerru, “ sagði Dag- ný og hló. Krakkamir á Ugludeildinni í leikskólanum Fálkaborg i Breiðholti. „Mig langar í jólasvein,“ sagði Kristín Olga. „Það á að vera pínulítill jólasveinn og ein dúkka. “ „Mig langar í dúkku,“ sagði Vilborg hœversk. „En mig langar í soldið fleira ... dúkkuvagn og dúkku.“ „Ég heiti Sigrún Ása og ég vil líka fá jóla- svein. Það á að vera Kertasníkir.“ Óslóartré á Austurvelli í 48 ár tendruð 5. desember - Ijósin Árviss viðburður i höfuð- borginni í byrjun aðventu er þegar kveikt er á Óslóartrénu svokallaða fyrir framan Al- þingishúsið á Austurvelli. Óslóartréð, sem er vinar- gjöf íbúa Óslóar í Noregi til Reykvíkinga, átti að koma með skipi til landsins nú um helgina. Verður það sett upp nú í vikunni en kveikt verður á því með viðhöfn á Austur- velli sunnudaginn 5. desem- ber. Talið er að um fjögur hundruð ljósaperur séu í jóla- seríunni sem umlykur tréð. Þessi skemmtilegi siður Norðmanna að senda slíka vinargjöf hefur staðið um áratuga skeið. Samkvæmt upplýsingum frá borginni þá verða ljós nú tendruð á Ósló- artrénu nú í 48. skiptið. Vina- bæir margra íslenskra sveit- arfélaga á Norðurlöndum hafa líka haft þennan sið og því mun víða um land geta að líta tendraðar jólakveðjur Norðurlandabúa til íslend- inga í formi jólatrjáa nú um jólin. -HKr. Jólagjafahandbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.