Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 ■ anaaom Hver er minnisverð- asta jólagjöfin? Hermann Gunnarsson út- varpsmaður: „Ég held að það standi upp úr þegar ég var fimm ára og fékk fótstiginn leikfanga- hest. Þetta var meiri háttar gripur. Þá byrjaði maður að skeiða um KR-svæðið og pirra félagana. Þetta var ansi veglegur hestur, svona einn og tuttugu á hæð. Það voru hjól undir löppunum og hann var með petala til að drífa hann áfram. Það heyrðist mikið í honum og svo reið maður bara um vesturbæinn eins og Roy Rogers sem var auðvitað fyrirmyndin. Þetta átti eftir að fullnægja öllum mínum þörfum í hestamennsku. Hann var léttur á fóðrum en mikill kostagripur. Leikfélagar mínir þarná voru miklu eldri en ég og hávaðinn í hestamanninum pirraði menn auðvitað. Það endaði með því að þeir buðu þessum vandræðagrip að vera með og fóru þá að kenna mér fótbolta. Ég átti þennan hest í þó nokkur ár en sökum þess að hann var nokkuð fyrirferðarmikill þá fór hann bara í geymslu. Einhvers staðar á hann þó að vera til enn þann dag í dag.“ CH A©CH A jota- ocj áramóta Þór Magnússon þjóðminja- vörður: „Þegar ég var krakki fékk ég einhvern tíma bókina Jólin koma. Sú bók hefur fylgt mér alla tíð síðan. Oft hefur maður nú litið í hana sem barn, unglingur og á fullorðinsaldri. Af henni lærði maður ljóðin hans Jó-* hannesar úr Kötlum og naut myndanna af jólasveinunum sem Tryggvi Magnússon teiknaði. Þannig fannst manni að jólasveinarnir ættu að vera. Nýju fötin jólasveinanna eru á ýmsan hátt dálítið keimlík. Þessa bók á ég enn, eins og allar barnabækurnar mínar. Ég ætla að eiga þær þegar ég verð genginn í barndóm, þá les ég þær á ný. Þetta jóla- gjafaæði sem sumir kalla var þá ekki komið á það stig sem síðar varð, það var allt hógværara. Gleðin var þó alls ekki minni. Þegar ég stálpaðist fékk ég þessa íslandsúlpu sem allir voru í og var nokkurs konar einkennisflík íslendinga. Það voru grænar gæruúlpur með hettu sem framleiddar voru af Vinnufatagerðinni, að ég held. Þetta voru eigin- lega fyrstu kuldaflíkurnar sem þjóðin eignaðist.“ CH A©CHA Kringlan 8-12, sími 588-4848 Hringbraut 121 (JL-húsinu), sími 551-4850 Ögmundur Jónasson alþing- ismaður: „Ætli það sé ekki gulur blikkbíll sem Magnús Sig- urðsson, stórvinur föður míns, gaf mér í jólagjöf þeg- ar ég var sex eða sjö ára. Þetta var mjög merkilegur bíll. Eftirminnilegasta gjöf- in sem ég hef fengið fyrr og síðar var þegar foreldrar mínir gáfu mér hjól þegar ég var tíu ára. Þá þótti mér ég hafa himin höndum tek- ið. Það var hins vegar ekki um jól. Þetta var rautt sænskt hjól og gott ef það var ekki Husquarna. Bróðir minn, Jón Torfi, fékk blátt hjól og við áttum heiminn. Þá voru okkur allir vegir færir. “ Hvað er en góður svefii? rt hdlsu tU MEÐMÆLI FAGFÓLKS: Kinq Koil Þig dreymir betur á góðri heilsudýnu! heilsudýnumar eru í hæsta gæðaflokki og hafa hlotið viðurkenningu alþjóða- samtaka Kíropraktora og Good Housekeeping. ■—• /o \ GoodHousekeepingjý PROMÍSES Jy % Bassett Svefnherbergishúsgögn, amerísk hágæðavara! Rekkjan Skipholti 35 • Sími: 588 1955 www.ramburg.rekkjan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.