Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 - ótrúlegt en satt - og stinnur magi á 3 vikum Gymbody 8 er tæki sem losar þig viö fitu og styrkir vööva. Gymbody 8 er meö 8 límblöökum sem láta vöövana taka á 240 sinnum á 40 mínútum. Þú getur slappaö af eöa fariö í göngu-túr, bíltúr eða hvað sem er. Tækiö gerir æfingarnar fyrir þig. Einnig mjög gott viö vöðvabólgu, gigt og bakverkjum. Islenskar leiðbeiningar. slendertoné Sendum AaqI ípóstkröfu sólbaösstofan Þverhoili 14 Sími 561 8788 Fax 561 8780-A Draumatilboð „V..-..... KitchenAid blandarmn, ímynd þess besta. KitchenAid blandarinn kurlar ísmola - saxar - þeytir - blandar og hristir. Glæsilegur öflugur blandari - fyrir þá sem vilja nýta sér heilnæma fæðu og ferska drykki, fæst í stáli og 5 litum. Kynningarverð 12.920 stgr. í hvítu. Úrval vandaðra raftækja frá Severin. Severin, þýskt merki með áratuga reynslu MMMM Einar MmM Faresi Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 g 562 2901 og 562 2900 Jólin í fornöld Þórunn Valdimarsdóttir segir frá jólum í fornöld og í heiðni í bókinni Barnanna hátíð blíð. Þar kemur fram að jólin eru mun eldri en kristnin að uppruna. Kristnum mönnum þótti þó vel við hæfl að gera þessa hátíð ljóssins og hækk- andi sólar að sinni og tileinka hana Jesú Kristi. Nú halda kristnir menn jól hvert ár til að fagna fæðingu Jesú- barnsins sem fæddist fyrir u.þ.b. 2000 árum í bænum Betlehem. Jól- in eru þó í rauninni mun eldri en 2000 ára. 1 löndunum við Miðjarð- arhaf héldu menn jól til að fagna frjósemi jarðarinnar, gleðjast yflr því að sólin hækkaði á lofti og gróður lifnaði á ný. Á jólunum voru haldnar miklar veislur sem allir fengu að taka þátt í, fullorðn- ir og börn. Þrælarnir fengu einnig að taka þátt í þessum gleðskap með húsbændum sínum. Þá var dansað, etið og drukkið í marga daga fram á nætur. Það var ekki fyrr en Rómaveldi gerði kristna trú að ríkistrú að jólin breyttust í þá trúarhátíð sem viö þekkjum nú. Fólk vildi alls ekki sleppa jólun- um, sem voru svo skemmtileg og bættu svo mjög mannlífið, svo að það ákvað að gera jólin að hátíð frelsarans. Enginn vissi lengur hvenær á árinu Jesús Kristur var fæddur en þar sem hann var ljós heimsins, hin trúarlega sól, var ákveðið að fastsetja 25. desember sem fæðingardag hans. Þannig varð gömul heiðin jólagleði að þeirri kristnu jólahátíð sem haldin er um allan heim í desember. Heiðin jól á Norðurlöndum Til Islands fluttu menn ekki fyrr en á 9. öld eftir fæðingu Krists. Þá voru það að mestu Norðmenn og írar sem hingað fluttu. Norðmenn- imir voru heiðnir en írarnir hins vegar kristnir. Kristni var fyrir löngu orðin þekkt í Evrópu en þjóðirnar á Norðurlöndum tóku ekki upp kristna trú fyrr en þús- und árum eftir að Jesús fæddist í Betlehem. Þrátt fyrir það héldu heiðnu íslensku landnámsmenn- irnir sín jól. Þau jól hétu líka , jól“ i þá daga svo það er greinilegt að orðið sjálft tengist ekki trúnni á Guð neitt sérstaklega. Jólin voru þá til að fagna hækkandi sól og há- tíðahöld fólust í því að blíðka frjó- semisguðina Frey og Njörð. Menn hugsuðu líka um látna ættingja og vini á jólunum og reyndu að reka burt allar illar vættir. Stundum strengdu menn heit á þessum tímamótum, ákváðu að fara í vik- ing, vinna lönd eða eitthvað ann- að. Þá lyftu menn glösum og lögðu hendur yfir bakið á lifandi svíni sem var frjósemistákn ásatrúar- manna. Síðan var haldin mikil veisla með nóg af mat og öli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.