Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Blaðsíða 1
 :!>' HM kvenna í handbolta: Danska liðið til alls líklegt 2. umferö 1 riðlakeppni heims- meistaramóts kvenna í handknatt- leik lauk í gærkvöld. í B-riðli sigr- uðu Rúmenar Fílabeinsströndina, 33-15, Austurríki vann Kúbu, 37-27, og Frakkar sigruðu Úkraínu, 18-16. Rúmenar, Frakkar og Austurríki hafa 4 stig. í C-riðli unnu heimsmeistarar Dana lið Japans, 28-15, Makedónía vann Argentínu, 33-10, og Þýska- land og Angóla gerðu jafntefli, 20-20. Danir og Makedónía eru efst með 4 stig. í D-riðli vann S-Kórea lið Brasil- íu, 27-20, Ungverjar sigruðu Kongó, 39-17 og Rússar unnu Kína, 38-21. Rússar, S-Kórea og Ungverjar hafa 4 stig. -JKS United ríkast Manchester United er samkyæmt skýrslum rík- asta knattspyrnufélag heims. í ársskýrslum fyrir timabilið 1997-98 nam ársvelta liðsins tæpum 11 milljörðum króna. Þessi tala kemur til með að hækka töluvert á næsta ári en árið sem er að renna út hefur verið mjög gjöfult fyrir félagið og bara fyrir sigurinn í meistaradeildinni fékk félagið nálægt 500 milljónum króna. Af 20 ríkustu félögum heims koma níu frá Bretlandi en 14 af þessum rikustu eru annað hvort frá Bretlandi eða ítalíu. United er í toppsætinu eins og í fyrra. Þar á eftir koma Real Madrid, Bayern Mtinchen, Juventus, Newcastle, Barcelona, AC Milan, Inter Milano, Chelsea og Liverpool er í 10. sæti á þessum lista yfir rikustu félög heimsins. Eins og sést á þessari upptalningu eru félög frá Evrópu einráð á lista þeirra tiu efstu en í 11. sæti er lið Flamengo frá Brasilíu -JKS/GH Skotland: Aberdeen sló Rangers út Aberdeen kom geysilega á óvart í gærkvöld þegar liðið sigraði Glas- gow Rangers, 1-0, í 8-liða úrslitum skoska bikarsins. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Aberdeen í vet- ur og liðið er í neðsta sætinu í A- deildinni. Það var Andy Dow sem skoraði.eina mark leiksins í fram- lengingunni. Celtic sigraði Dundee, 1-0, á Park- head í Glasgow með marki frá Dan- anum Morten Wieghorst á 90. mín- útu. Celtic lék einum færri í 46 min- útur eftir að Stephane Mahe var vís- að af leikvelli. Sigurður Jónsson lék ekki með Dundee United sem lagði Motherwell, 3-2. -JKS England: David Moyes hrósar Bjarka David Moyes, knattspyrnu- stjóri hjá Preston North End, hrósar Bjarka Gunnlaugssyni í hástert fyrir frammistöðu hans í deildabikarkeppninni í fyrra- kvöld þar sem Preston lagði En- field, 3-0, en Bjarki skorað eitt mark í leiknum. „Það er mjög gott að Bjarki skuli vera búinn að opna marka- reikninginn og ég held að þetta hafi verið fyrsta markið hans fyrir Preston af mórgum. Bjarki hefur lagt hart að sér frá því hann kom í haust og i leiknum gegn Enfield sýndi hann frábæra takta og skoraði gott mark. Hann er því farinn að banka mjög hressilega á dyrnar," segir Moyes. -GH Þýski handboltinn: i Wetzlar skellti meisturum Kiel Sigurður Bjarnason og félagar hans í Wetzlar unnu sætan sigur á meisturum Kiel í þýsku A- deildinni í handknattleik i gær- kvöldi. Sigurður skoraði tvö af mörkum Wetzlar en hjá Kiel var Júgóslavinn Perunicic lang- markahæstur með 11 mörk. Flensburg náði 7 stiga forskoti í deildinni með sigri á útivelli gegn Frankfurt, 20-25. Flensburg er með 26 stig eftir 14 leiki, Kiel er með 19 stig eftir 12 leiki og Lemgo 19 stig eftir 13 leiki. Wetzlar er með 13 stig og er í 9. sæti. -GH Enski deildarbikarinn: Meistararnir slegnir út Tottenham á ekki lengur möguleika á að verja deildar- meistaratitilinn i knattspyrnu en liðið lá fyrir B-deildarliði Ful- ham í gær, 3-1. Þá bar Aston Villa sigurorð af Southampton, 4-0. -GH íslendingaliðin drógust saman í gærkvöld var dregið til 8-liða úrslita í enska deildarbik- arnum í knattspyrnu. Athygli vekur að Bolton, með þá Eið Smára Guðjhonsen og Guðna Bergsson innanborðs, fékk heimaleik gegn Hermanni Hreið- arssyni og félögum í Wimbledon. West Ham leikur heima gegn Aston Villa, Tranmere mætir Middlesbrough og Leeds eða Leicester mætir Fulham. Leik- irnir fara fram 14. eða 15. desem- ber. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.