Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Blaðsíða 4
22 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 Sport r>v Ronald Koeman tekur við þjálfun hollenska knattspyrnuliðsins Vitesse í næsta mánuði. Koeman, sem er fyrrum landsliðsmaður Hollendinga í knattspyrnu og leikmaður Barcelona, hefur verið aðstoðarþjálfari spænska liðsins á þessu tímabili. Koeman tek- ur til starfa þann 1. janúar en hann gerir tveggja og hálfs árs samning við félagið. Koeman lauk glæsilegum ferli árið 1997 og hefur siðan þá starfað fyrir Börsunga. Hann lék stórt hlutverk með hollenska landsliðinu í mörg ár og hann skoraði sigurmark Barcelona þegar liðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn árið 1992. Maurice Green, heims- meistari í 100 og 200 metra hlaupi, og Inger Miller, sem vann til gullverðlauna í 100 metra hlaupi og fékk silfurverðlaun í 200 metra hlaupi, voru í gær útnefnd bestu frjálsííþróttamenn Bandaríkjanna af bandaríska frjálsíþróttatímaritinu Track and Fields. Heins Weber, 23 ára gamall mark- vörður sem leikur með FC Tirol, er kominn til Liverpool og verður til reynslu hjá félaginu í 10 daga. Ger- ard Houllier, stjóri Liverpool, vill fá ungan framtíðarmarkvörð til félags- ins og standi Weber sig vel er senni- legt að Liverpool vilji kaupa hann. Aðalfundir Golfklúbbs Bakkakots verður haldinn kvöld, föstudag klukkan 20 í kaffiteríu ÍSÍ í Laugar- dal. Rætt verður meðal annars um framtíðarhorfur og lengingu vallar- ins. Sam Torrance hefur verið skipaður fyrirliði Evrópuliðsins sem mætir Bandarikjamönnum í Ryderkeppn- inni i golfi árið 2001. Hann tekur við af Mark James sem stýrði Evr- ópuliðinu í ár en þá höfðu Bandarík- amenn betur í hörkuspennandi keppni með eins vinnings mun. Nígeriumaöurinn Nwankwo Kanu, leikmaður Arsenal á Englandi, var í gær útnefndur knattspyrnumaður Afríku. Þetta er í annað sinn sem Kanu hlýtur þessa viðurkenningu en áriö 1996 varð hann fyrir valinu eftir að Nígeríumenn hömpuðu Ólympíu- meistaratitilinum á leikunum í Atl- anta. Kanu hlaut 46 stig í kjörinu, að- eins tveimur stigum meira en Ghana- maðurinn Samuel Osei Kuffur, varnarmaður Bayern Miinchen. í þriðja sætinu varð Ibrahima Baka- yoko frá Fílabeinsströndinni og leik- maður Marseille í Frakklandi en hann hlaut 42 stig. Lið Darlington datt í lukkupottinn þegar dregið var til þriðju umferðar í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær. Darlington komst bakdyra- megin aftur inn i keppnina eftir að hafa tapað í 2. umferðinni en ákveðið var að eitt af tapliðunum kæmist aft- ur í pottinn þegar Manchester United dró þátttöku sina til baka. Darlington mætir Aston Villa á útivelli. Þýska liðið Bayer Leverkusen keypti í gær tvo unga leikmenn frá Króatíu Jurica Vranjes og Marko Babic. Þeir koma báðir frá Osijek og gerðu fimm ára samning við þýska liðið. Vladimir Yashchenko fyrrum heims- methafi í hástökki lést úr lifrarsjúk- dómi í gær, aðeins 40 ára að aldri. Yas- hcenko átti við áfengisvandamál að stríða og það ýtti undir veikindi hans. Yaschenko setti heimsmet í hástökki árið 1977, aðeins 17 ára gamall, þegar hann vippaði sér yfir 2,33 metra en hæst stökk hann 2,34 m. rr "^S Berti Vogts, fyrrum landliðsþjálfari Þjóð- verja í knattspyrnu, segir að Lothar Matt- haus eigi ekki að ganga í raðir New York-New Jersey Metrostars sem leikur í bandarísku at- vinnumannadeildinni. Vogts segir að Matthaus eigi frekar aö ljúka tímabilinu með Bayern Munchen og enda svo sinn glæsilega feril með Þjóðverjum i úrslitakeppni EM. Steve Bruce var í gær útnefndur knattspyrnustjóri nóvembermánaðar i ensku B-deildinni i knattspyrnu. Bruce, sem lék um árabil með Manchester United, hefur náð að búa til mjög gott liö sem er i öðru sæti deildarinnar. Skoski landsliðsmaðurinn Craig Burley gekk i raöir Derby County í gær en félagið keypti hann frá Celtic fyrir 350 milljónir króna. -GH Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik: Slóvenar beittari í flestu - lögðu íslendinga, 93-60, í gærkvöld íslenska landsliðiö í körfuknattleik tapaði sinum þriðja leik 1 röð 1 D-riðli for- keppni Evrópumóts landsliða i borginni Radovlija í gærkvöld með 93 stigum g"egn 60. í hálfleik leiddu heimamenn með 47 stigum gegn 35. Eins og fyrirfram var bú- ist við var á brattann að sækja hjá Islendingum mest allan tim- ann en Slóvenar eru mjög erfiðir heim að sækja og tapa þar varla leik. Þessu fengu íslendingar að kynnast en í slóvenska liðinu er valinn maður i hverju rúmi og kæmi ekki á óvart að þeir stæðu uppi sem sigurvegarar í riðlinum þegar upp er staðið. Bæði liðin notuðu fyrstu min- útur í þreifmgar en smám saman settu Slóvenar leikinn í gang og náðu frumkvæðinu. Framan af fyrri hálfleik voru íslendingar þó ekki langt undan og munurinn var oft þetta 6-10 stig en mestur var hann 15 stig. Vörn og sókn í betra jafn- vægi íslenska liðið lék af skynsemi, vörnin og sóknin var í betra jafn- vægi ef tekið er mið af síðustu tveimur leikjunum á undan gegn Úkraínu og Belgum. íslenska liðið kom einbeitt til leiks í síðari hálfleik og skoraði fyrstu tvö stig. Liðið gat hæglega minnkað munihn 1 kjölfarið en tvö vítaskot eftir tæknivillu geig- uðu. Slóvenar settu í annan gir og léku á næstu mlnútum á alls oddi, Þeir nýttu hæðarmuninn til hins ýtrasta, tróðu i körfuna i regnbog- anslitum og beittu hraðaupp- hlaupum óspart og fyrir vikið náðu þeir góðu forskoti. íslend- ingar réttu úr kútnum á lokakafl- anum en þegar upp var staðið var munurinn á þjóðunum 33 stig. Falur var áberandi Falur Harðarson átti bestan leik í islenska liðinu og skoraði nokkrar þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik. Friðrik Stefánsson var mjög sterkur í varnarleiknum og hirti alls tíu fráköst. Guð- mundur Bragason skilar ávallt sínu og tók 7 fráköst. Uppselt var á leikinn og troð- fylltu 1700 áhorfendur íþróttahöll- ina í Radovlija. Leikurinn var sýndur beint i slóvenska sjón- varpinu en körfuknattleikur , er ein vinsælasta íþróttagreinin í landinu. Dómarar leiksins voru frá Ungverjalandi og Tékklandi og dæmdu þokkalega. Stig Islands: Falur Harðarson 16, Guðmundur Bragason 12, Her- bert Arnarsson 8, Friðrik Stefáns- son 6, Páll Axel Vilbergsson 6, Hermann Hauksson 6, Ólafur Ormsson 3, Fannar Ólafsson 2, Hjörtur Hjartarson 1. -JKS Falur Haröarson var bestur hjá íslendingum gegn Slóvenum og skoraði 16 stig. Friðrik Ingi Rúnarsson landsliðsþjálfari: Verk að vinna Friörik Ingi Rúnarsson segir það markmið að nálgast bestu landslið Evrópu. Friðrik Ingi Rúnarsson landsliðs- þjálfari sagði við DV eftir leikinn gegn Slóvenum að merkja hefði mátt meira jafnvægi í leik íslenska liðsins. Hann sagði að þetta tæki bara tima og menn yrðu að vera þol- inmóðir. „Liðiö var sumpart að leika á vissum sviðum sinn besta leik í riðl- inum til þessa en þessar þjóðir eru einfaldlega langt á undan okkur. Liðið fékk ekki mikinn tíma til und- irbúnings fyrir þá leiki sem lokiö er en við ætlum að stefna að því að finna einhvern tíma til æfinga yfir jólin," sagði Friðrik Ingi við DV. Næstu leikir liðsins i riðlinum verða seinni partinn i febrúar í Reykjavík gegn Makedóníu og Portúgal. „Ég held að Slóvenar séu með sterkasta liðið i riðlinum. Þeir eru hávaxnir og hafa yfir að ráða mjög góðri breidd sem á eftir að Geyta þeim langt. Það hlýtur að vera markmið okkar á næstu misserum að nálgast bestu þjóðir Evrópu og það má þvi segja að við höfum verk að vinna. Við verðum að vinna að því öllum árum að koma fleiri leik- mönnum héðan í atvinnumennsku i Evrópu en það myndi styrkja okkar landsliðs til muna," sagði Friðrik "#¦ -JKS Þjóðsöngurinn sunginn af slóvenskri söngkonu Þaö vakti mikla athygli fyrir landsleik Slóvena og íslendinga í borginni Radovlija i gærkvöld, ekki síst á meðal íslensku landsliðsmannanna, þegar slóvensk sönkona hóf að syngja íslenska þjóðsönginn en oftast er látið nægja að leika hann af snældu fyrir landsleiki. Umrædd söngkona fékk sendar héðan upptökur auk söngtexta af islenska þjóðsöngnum og fékk víst ekki mikinn tíma til undirbúnings. Að sögn íslendingana var þetta mjög skemmtilega uppákoma og setti skemmtilegan svip á umgjörð leiksins. Sönkonunni slóvensku fórst þetta verkefni vel úr hendi. jtjo Belgar töpuðu fyrir Ukraínu Tveir aðrir leikir fóru fram í riðli Islendinga í forkeppni Evrópumóts- ins í gærkvöld. Úkraínumenn gerðu góða ferð til Belgíu og unnu óvænt- an sigur á heimamönnum, 51-64. Byrjunin var Belgum að falli en Úkra- ína komst í, 2-14. Það munaði einnig talverðu fyrir belgíska liðið að Eric Strelens, sem meiddist í leiknum við íslendinga um síðustu helgi, lék í byrjun en hvarf síðan af leikvelli þegar meiðslin gerðu vart við sig. Þá unnu Mekedónar öruggan sigur á Portúgal, 72-63. Þegar þremur umferðum er lokið í riðlinum eru Slóvenar og Úkraínu- menn efstir með sex stig og hafa unnið alla sína þrjá leiki. Belgar eru í þriðja sæti með fimm stig, tvo sigra og eitt tap en gefið er eitt stig fyrir tap. Makedónar hafa fjögur stig, einn sigur og tvö töp og lestina reka svo Portúgalar og íslendingar með þrjú stig. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.