Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 10
10 ennmg FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 JL>V Gott og illt 5 érkennilegt var aö sjá viöbrögö barn- anna í Geröubergi á laugardaginn var þegar Andri Snœr Magnason las úr Sögunni af bláa hnettinum fyrir þau. Þau höföu sum af djörfung nálgast lesarana á undan honum, en þegar hann settist í sögu- stólinn var eins og stífla brysti. Þau þyrptust aó honum; umkringdu hann svo aö þaó sást ekki í hann utan úr salnum! Kannski var þaö kápumynd Áslaugar Jónsdóttur af blá- um hnetti á svifi á dimmbláu himindjúpi sem orkaöi svona aölaóandi á þau; kannski var það höfundurinn, Ijóshœröur og barna- vœnn. Hver veit. Hann segist hafa fengið hugmyndina að sög- unni út frá fiðrildadufti. „Hefurðu aldrei veitt fiðrildi?" spyr hann þegar blaðamaður rekur upp stór augu. „Ef þú veiðir fiðrildi í lófann skilur það eftir glitr- andi duft, og mér datt í hug að ef maður næði nógu miklu fiðrildadufti þá gæti maður kannski sjálfur flogið meðan sólin skín. Smám saman safnaði þessi hugmynd heilli heims- mynd utan á sig enda gaf ég henni eitt og hálft ár á hugmyndastiginu áður en ég byrjaði nokkuð að skrifa. Svo skrifaði ég söguna og þegar ég var kominn með heilt handrit lét ég rómantíska drauminn rætast og settist að á eyju skammt frá Sikiley þar sem ég vann að því að gera söguna enn þá betri. Tók upp öll atriði sem mér þóttu ófrumleg og gerði þau skáldlegri, tók upp allt orðalag sem var sjálfgefið og gaf því nýtt lif.“ Ævintýri með boðskap Á bláa hnettinum þar sem sagan gerist búa bara böm og þau eru fjarskalega hamingjusöm þangað til þau fá í heimsókn náunga sem býður þeim enn þá meiri hamingju. Hann dustar rykið af vængjum fiðrildanna og gefur börn- unum svo að þau geta flog- ið í sólskini, hann neglir nagla í sólina svo að það verður alltaf hádagur og bömin geta flogið allan sólarhringinn. En sæla eins getur verið óhamingja annarra, það uppgötva börnin: Ævintýrið hefur boðskap. eru afstæð hmtök Andri Snær Magnason - hugmyndin fæddist af fiðrildadufti. DV-mynd GVA Ein af myndum Áslaugar Jóns- dóttur í Sögunni af bláa hnettin- um. „Þetta er saga sem mig langaði til að segja,“ segir Andri Snær, „og fjalla um ákveðna grunnþætti sem era svo ríkjandi i samfélag- inu núna.“ - Þú ert ekki hræddur um að vera kenndur við vísifingurinn? „Jú, ég er dauðhræddur um það! En það var í rauninni ævintýrið sem stjórnaði móralnum en ekki öfugt, boðskapur- inn varð óhjákvæmlegur fylgifiskur og kom jafnvel sjálfum mér á óvart. Það er yfirleitt mórall í ævintýrum..." - Áttu þá við skýran mun á góðu og illu ...? „Já, en ég held að mér takist að gera hann ílóknari," segir Andri Snær, „Gott og illt eru afstæð hug- tök og flestar persónurnar mínar eiga bæði í innri og ytri átökum af því þær átta sig ekki alveg á þeim. Með því að búa til sjálfstæð- an heim eins og bláa hnöttinn get ég komið inn á ýmis mál án þess þó að fjalla um þau beint. Því sag- an er margræð og það sem gerist þar má yfirfæra á mjög margt í okkar heirni." Andri Snær er ljóðskáld sem líka hefur gefið út smásagnasafn og ævintýrið er aldrei fjarri i verkum hans. Meira að segja Bón- usljóðin hans vom full af ærslum og furðum og alveg einstakri til- fmningu. í barnabókinni sinni hefur hann búið til ævintýri sem er 1 hæsta máta nýtt og frumlegt - „með glænýjum töfraefnum", eins og hann segir. „Mig langaði til að hafa það virkilega sterkt; jafnvel leyfa grimmdinni að koma fram því þannig er það í gömlu ævintýrunum. Það er hægt að skapa ódýra spennu og djúpa spennu, alvöruspennu, og ég reyndi einmitt í eftirvinnslunni að taka burt staði þar sem ég stóð mig að því að skapa ódýra spennu. - Ætlarðu að halda áfram að skrifa fyrir börn? „Ef ég fæ hugmynd,11 svarar Andri Snær snaggaralega. Og ekki þarf að efast um það. Mál og menning gefur Söguna af bláa hnett- inum út en Andri Snær hefur einnig gert samning við Þjóðleikhúsið um sviðsetningu á leikriti sem hann hefur samið út frá sögunni. Það verður líklega sett á svið á næsta leikári - og þá verður nú flogið í leikhúsinu! Pétur Pan verður alveg að gjalti við allt það flug! Söngvar Emils Engan þurfti að undra hve fjölmennt var i Salnum á mið- vikudagskvöld þegar fluttir voru söngvar Emils Thorodd- sen. íslendingar eru alkunnir fyrir sína söngelsku, sér í lagi þegar kemur að íslenskum söngvum, íslenskum söngvur- um og íslenskum söngskáldum - ég tala nú ekki um þegar þetta þrennt fer saman líkt og á þessum tónleikum. Flytjendur voru Þorgeir Andrésson tenór og Sigurður S. Steingrimsson baritón og við slaghörpuna sat Jónas Ingimundarson. Þeir gengu allir inn á svið í upphafi tónleika og hófu þá á tveimur karlmannlegum lög- um, íslands Hrafnistmnenn við ljóð Arnar Arnarsonar og Sjó- menn Islands við ljóð Jóns Magnússonar. Þetta eru ekta „karlakóralög" þar sem testosteronið flæðir óhindrað i rómantíseringu sjómannslífsins og komust þau vel til skila í viðeigandi belgingslegum flutningi söngvaranna. Síðan spjallaði Jónas Ingimundarsson um Emil Thoroddsen, lif hans og störf, en hann átti aldarafmæli í fyrra. Eftir tölu Jónasar fengu áheyrendur að heyra lög úr sjónleiknum Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen sem Þorgeir og Sigurður skiptu bróðurlega með sér. Flest þeirra era vel þekkt, til dæmis í fógrum dal, Matgoggsvísur, Vöggukvæði (Litfríð og ljóshærð) og Búðar- vísa sem þeir sungu reyndar saman. Þaö verð- Sigurður S. Steingrímsson, Þorgeir Andrésson og Jónas ingimundar- son við flygilinn. DV-mynd Pjetur Tónlist Arndís Bjöik Ásgeirsdóttir ur að segjast að flytjendur komust ekki oft á flug, einna helst í Víkurbragnum sem Sigurð- ur útfærði örugglega í íslenska rímnastílnum og Til skýsins sem Þorgeir flutti einkar vel. Lögin falla vel að kvæðunum og hefði leik- urinn mátt vera meiri en heildarsvipúrinn var heldur stífur og tilþrifalítill. Jónas stóð þó sína plikt með prýði þrátt fyrir eilítið hik í Smalastúlkunni og er greini- legt að Emil hefur ekki síður lagt upp úr litríkum meðleik- spörtum í lögum sínum. Eftir hlé söng Sigurður fyrst Um nótt, fallegt en sjaldheyrt verk og gerði hann það af ein- lægni en vantaði öryggi í tón- inn og sömu sögu er að segja af Wiegendlied þar sem hann átti virkilega fina spretti en neist- ann vantaði. Komdu, komdu kiölingur var ágætlega flutt en bestur var hann í Syndaflóðinu, hnyttnu og skemmtilegu lagi sem ég minnist ekki að hafa heyrt áður og vildi gjarnan heyra oftar. Lögin sem Þorgeir söng eftir hlé vora Kveðja, Mitt er ríkið og Sáuð þið hana systur mina. Voru þau öll hin áheyrilegustu í flutningi hans og Jónasar sem fór á kostum í hugmyndaríkum píanópartinum í því síðast- nefnda. Að lokum sungu félagarnir saman Vísu Guðmundar Schevings og Berserkjabrag og veitti það smá upplyftingu i restina. Þessir tónleikar vora vel til fundnir og fróðlegt að heyra öll þekkt sönglög Emils á einu bretti en einhvem veginn vantaði punktinn yfir i-ið í heildarsvipinn þannig að útkoman voru held- ur daufir tónleikar. Valkyrjan Richard Wagner-félagið sýnir nú í vetur upp- færslu Metropolitanóperunnar í New York á Nifl- ungahringnum af myndbandi í Norræna húsinu. Á morgun kl. 12. 30 verður Valkyrjan sýnd, en hún er önnur í röðinni af Hringóperunum fjór- um. Þessi sama uppsetning veröur á fjölunum þar ytra nú síðla vetrar, og mun Kristinn Sig- mundsson þá fara með hlutverk Hundings í Val- kyrjunni. Leikstjóri er Otto Schenk, leikmynda- hönnuður Gúnther Schneider-Siemssen og hljóm- sveitarstjóri James Levine. í helstu hlutverkum eru Hildegard Behrens, Jessye Norman, Christa Ludwig, Garry Lakes, James Morris og Kurt Moll. Sýnt verður á stóra veggtjaldinu í sal Nor- ræna hússins. Enskur skjátexti. Aðgangur er ókeypis. Sögur og töfrabrögð Á dagskrá Listaklúbbs Leikhúskjallarans á mánudaginn verður bókmenntadagskrá í umsjá Hjalta Rögnvcddssonar leikara, auk þess sem svissneski töframaðurinn Alex Porter leikur listir sínar. Á bókmenntadagskránni verður upp- lestur úr nýjum bókum, Kajak drekkfullur af draugum, Ystu brún, Hringstiganum, Bréfum til Brands, Burðargjald greitt, Línum, Sagnabelg og Kæra Gréta Garbo. Húsið verður opnað kl. 19.30 en dagskráin hefst kl. 20.30 stundvíslega. Til styrktar góðu málefni Bókaútgáfan Stoð og styrkur hefur gefið út tvær bækur til styrktar góðum málefnum. Önnur þeirra er Ævintýri alþingismanna sem Vigdís Stefánsdóttir blaðamaður skráði og er gefin út til stuðnings Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra bama og forvamastarfi meðal bama. Þar segja nokkrir „æv- intýramenn" meðal alþingismanna frægðarsögur af sér, meðal annars af gönguferð á Suðurskautið, fall- hlífarstökki og ferðum til Kína. Meðal sögumanna Vigdísar eru Ámi Johnsen, Drífa Hjartardótt- , Ólafur Öm Haraldsson, Pétur H. og Svanfriöur Inga Jónasdóttir. Hin bókin heitir Á lífsins leið og er annað bindi í þeim flokki. Þar segir fjöldi þjóðþekktra manna frá atvikum og fólki sem ekki gleymist, meðal þeirra Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bjöm Bjamason, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Vala Flosadóttir, Jón Baldvin Hannibals- son og Guðrún Pélursdóttir. Þessi bók er gefin út til styrktar Barna- spitala Hringsins og forvama- starfi meðal barna. Lífshættir fugla Fátt hefur glatt fagurkera meira á þessu hausti en undurfallegir þættir Davids Attenborough Lífshættir fugla í sjónvarpinu. Nú hefur Skjald- borg gefið út bók með efni þáttanna og sama nafni í þýðingu Atla Magnússonar og Ömólfs Thorlacius. Tegundir fugla eru yfir 9000 í heiminum og engin dýr dreifast eins víða um jörðina. Bókin og þættimir veita frábæra innsýn í lífshætti þeirra og hegðun hvarvetna, hvað þeir gera og vegna hvers. Höfundurinn er auðvitað löngu heimsku- nnur fyrir ótrúlega kunnáttu sína og lagni viö að miðla þeirri kunnáttu til annarra, en þetta er í fyrsta sinn sem hann einskorðar sig við ákveöna dýrategund í heilu fræðiverki. Hann kannar sérhvern þátt í ævi fuglanna og vandamálin sem þeir þurfa að fást við: læra að fljúga, leita að fæðu, tjá sig, maka sig og annast hreiður, egg og unga, ferðast heimshorna milli og bjarga sér við erfiðar aðstæð- ur. Hann bendh' okkur líka á „v«u fuglamir geta glatt mannfólkið og hvað við forum mikils á mis ef við tökum ekki eftir þeim. Barnabókadagur Sunnudagurinn 5. desember verður helgaður barnabókum á Súfistanum, Laugavegi 18. Meðal þeirra sem lesa úr bókum sínum eru Andri Snær Magnason, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Ólafur Guðlaugsson, Ólafur Gunnarsson, Sigrún Eld- járn, Stefán Aðalsteinsson, Vilborg Dagbjartsdótt- ir og Yrsa Sigurðardóttir. Súfistinn verður með veitingar við hæfi bama og ýmsar uppákomur eiga sér stað. Dagskráin stendur frá 14-17 og er aðgangur ókeypis og öllrnn heimill. v f Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir L HHMH9Í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.