Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 Spurningin Eru aldamótin næstu eða þarnæstu áramót? Þórður Sigurðsson: Þau eru þarnæstu. Sverrir Birgir Sverrisson, 12 ára: Þau eru um næstu áramót. Valþór Sverrisson, vinnur í Der- es: Næstu áramót eru aldamót. Ágústa ísleifsdóttir sölumaður: Þau eru um næstu áramót. íris Sturludóttir þjónn: Næstu. Lesendur Atgervisskortur á landsbyggðinni Greinarhöfundur er harðorður í garð íbúa dreifbýlisins og talar um að eftir sitji hæfileikalítið fólk í þorpum og sveitum. Jón Kristjánsson skrifar: í allri umræðunni um vanda landsbyggðarinnar er engu líkara en ráðamenn og allir sem láta sig vandann varða fari eins og köttur í kringum heitan graut þegar dreif- býlið ber á góma. Stöðugar fréttir af rekstrarvanda fyrirtækja á lands- byggðinni dynja reglulega á þjóð- inni eins og veðurfregnir og engu er líkara en vandi dreifbýlisins sé að verða að náttúrulögmáli í íjölmiðl- um. Sannleikann þorir enginn að orða en hann er sá að vandi dreif- býlisins felst einfaldlega í þeim at- gervisflótta sem orðið hefur til höf- uðborgarinnar undanfarna áratugi. Eftir sitja þeir sem ekki komast suður - einhverra hluta vegna - og reynast, þegar öllu er á botninn hvolft, ófærir um að ráða sínum málum sjálfir, reka fyrirtæki en heimta samt sama þjónustustig og íbúar suðvesturhornsins. Stað- reyndin er sú að allir firðir landsins eru fullir af annars flokks fólki sem færi suður ef það gæti. Skortur á elju, dugnaði, útsjónarsemi og hug- rekki veldur því að fólkið er um kyrrt. Fjölgáfaðir einstaklingar sem hafa yndi af skáldskap stunda viðskipti á verðbréfamörkuðum í heimatölvu sinni, sækjast eftir félagsskap and- legra jafningja, þrífast ekki úti á landi. Sækjast sér um líkir - lík börn leika best - þess vegna flytja allir sem eitthvað er í spunnið af lands- byggðinni og til höfuðborgarinnar. Eftir situr hæfileikalítið fólk sem ræður ekki við þau sjálfsögðu verk- efni sem vinna þarf - á landsbyggð- inni líkt og í Reykjavík. Það verður ekki fyrr en ráða- menn viðurkenna þessar staðreynd- ir að einhver von kviknar um að hægt verði að taka á vanda lands- byggðarinnar. Ógeðfellt bréf frá Englandi Harpa hringdi: Inn á heimili okkar hjóna barst um daginn ógeðfellt bréf, nafnlaust en með ensku frímerki. í þessu bréfi, sem var stílað á manninn minn, er frekar ógreinileg mynd af eldri manni. Fyrir neðan stendur að mað- urinn, sem er nafngreindur í bréfinu, „þjáist af barnagirnd". í því er sagt að hann hafi misþyrmt börnum kyn- ferðislega bæði á íslandi og í Bret- landi, meðal annars eigin dóttur. Foreldrum er eindregið ráðlagt að halda litlum börnum frá þessum manni. Ég hef heyrt um einn annan hér í bænum, ég bý fyrir norðan, sem hef- ur fengið svona bréf. Þetta er tölvuút- prentun og útilokað að vita hver sent hefur, eða af hvaða hvötum, né held- ur hvers vegna hann valdi að senda okkur hjónum þetta. Okkur finnst þetta ógeðslegt athæfi. Maðurinn sem um ræðir mun vera þekktur þótt ég hafi aldrei heyrt hans getiö fyrr. Svona bréfasendingar geta verið af ógeðslegum hvötum. Við viljum ekki fá póst af þessu tagi til okkar. Er þetta kannski framtíðin hjá þeim sem vilja ná sér niðri á einhverjum? Feimni og nauðsynleg snerting Ólafur Þór Eiríksson skrifar: „Feimni - hvers vegna? Hvað er til ráða“ er heitið á merkilegri bók sem ég hnaut um er ég sótti heim bókasafnið í Gerðubergi. Höfundur er bandarískur prófessor, dr. Philip G. Zimbardo sem starfaði við Stan- ford-háskóla i Bandaríkjunum 1977 þegar bókin kom fyrst út. Ástæða þess að hann festi á blað hugleiðing- ar sínar um feimni er sú að honum rann til rifja hve margt fólk er þjak- að af feimni og einnig vegna þess að hvernig sem hann leitaði fann hann ekki neinar bækur sem hjálpað gætu feimnu fólki að losna úr þeirri prísund sem feimnin getur verið. Hann kom því til leiðar að við Stan- ford-háskóla var stofnuð sérstök feimnideild þar sem eingöngu var fjallað um feimni, orsakir, afleiðing- ar og úrræði. Prófessorinn hefur uppgötvað að feimni er ekki ásköpuð, eins og til dæmis háralitur. Heldur er ástæðan eitthvert áreiti eða jafnvel röð nið- urbrjótandi áreita. Til dæmis gæti foreldri hafa beitt röngum aðferðum í uppeldinu, verið letjandi en ekki tLH®Hl^Q®^ þjónusta allan sólarhringinn 'M 'j D'j-j Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum símim sem birl verða á lesendasíðu Gott faðmlag er margra meina bót, segir bréfritari og eflaust munu margir taka heiis hugar undir það. Góður koss er gulli betri. hvetjandi - refsað bami sinu fyrir óþægðina í stað þess að sýna því umburðarlyndi og beina á þá braut sem talin er betur við hæfi. Hann telur heppilegst fyrir böm og ung- linga að fordæmi foreldranna feli í sér umhyggju; þ.e. blíðu, traust og snertingu. Hefurðu faðmað barnið þitt eða bömin þln í dag? Faðmlag er mjög gott, það er jákvætt og hvetjandi fyrir alla, hvenær sem tækifæri gefst til. Líkamleg snerting, svo sem faðmlag, handaband eða koss er nauösynlegt fyrir sálarheill fólks; karla og kvenna. Rannsóknir sýna að í menningarsamfélagi þar sem líkamleg snerting er í lágmarki er oíbeldi mun tíðara og að fólk sem lítið er gefið fyrir líkamlega snert- ingu við aðra er miskunnarlausara 1 dómum sínum gagnvart misfellum annarra. Snertir þú, strýkur, faðmar, kyss- ir maka þinn, foreldra, ættingja og nána vini? Faðmarðu eða kyssirðu bamið þitt? Óttast þú að verða álit- inn öfuguggi ef þú snertir aðra ódrukkin(n)? Vonandi ekki. Fólk af ýmsu suðrænu þjóðemi snertist og kyssist mikið! Varla eru þessar þjóðir samansafn af „perrum“. Farsímar eru ekki fyrir bílstjóra undir stýri. Bönnum farsíma við akstur Guðjón Páll Guðmundsson hringdi: Mér finnst það jákvætt hjá Norðmönnum að banna farsíma við akstur. Ef eitthvert bann er af því góða, þá er það þetta. Ótal mörgum sinnum hef ég oröið vitni að því aö menn færu yfir á rauðu ljósi, án þess að taka eftir ljósinu, því þeir voru allt of upp- teknir af símanum og viðmæl- anda Sínum. Ótal fleiri dæmi mætti nefna um slys vegna athug- unarleysis ökumanns sem var að rabba í síma. Það borgar sig að hafa allan hugann við aksturinn, ekki mun af veita. En hvað með okkur ís- lendinga, ættum við ekki að feta í fótspor frænda okkar í Noregi? Eða þurfa mörg slys enn að verða til að tekið verði í taumana? Það er allt að hrynja Grindvíkingur hringdi: Finnur Ingólfsson var á fundi með okkur framsóknarfólki syðra í vikunni. Eins og títt er fór Finn- ur eins og köttur 1 kringum heit- an graut, þegar talað var um fjár- festingar í landinu. Hann varaði þó við því að fjárfesting í landinu minnkaði, - sem eðlilegt er. Með minni fjárfestingu mun inn- streymi erlends fjármagns minnka, gengi krónunnar mun falla. Fyrr eða síðar kemur að því, ef við minnkum ekki skuldasöfn- un erlendis með tilheyrandi við- skiptahalla upp á 22-30 milljarða. Þegar viðskiptabankar hafa verið seldir prívatmönnum munu er- lendar lánastofnanir kanna eigna- stöðu íslensku bankanna. Þá byrj- ar nú ballið. Viðskiptakjörin munu stórversna og viðskiptaleg staða versna, gengið falla og menn munu kippa að sér höndum innanlands og reyna að losa íjár- magn með sölu hlutabréfa. Gengi peningamaflunnar og þjóðarinnar allrar kann að riða til falls. Þetta sá Finnur auðvitað ekki, viðskipta- og bankamálaráð- herrann, hann var hræddur og er áreiðanlega skelfmgu lostinn. Og framsóknarmenn spurðu einskis. Athyglissýki og tískutildur Magni B. Sveinsson, Norðflrði, skrifar: Ætlar það aldrei að verða lýð- um ljóst að að lögum samkvæmt má virkja Eyjabakka og að fram- kvæmdir við Fljótsdalsvirkjun voru boðnar út fyrir nokkrum árum, en lentu í biðstöðu og til- boðshafar beðnir að geyma tilboð sín í tvö ár sem eru að vísu liðin í dag. Þá hafði enginn neitt við neitt að athuga. Enda var þar um að ræða eina af saklausustu stór- virkjunum I Evrópu. Uppátæki tískufólksins sem orðar sig við umhverfísvernd og gerir okkur Austfirðinga að fórnarlömbum sínum, verður að telja einkenni- legan seinagang. Tilgangurinn er að þjóna tískutildrinu og athyglis- sýki þeirra sem búa í vellysting- um syðra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.