Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 13 Fréttir Launakostnaður sjúkrahúsa úr böndunum: Skuggalegar tolur heildarhækkun 7,5 milljaröar á tæpum þremur árum „Þetta eru skuggalegar tölur,“ sagði Gísli S. Einarsson sem sæti á í fjárlaganefnd Alþingis um þróun launakostnaðar í heilbrigðiskerf- inu á á tæpum þremur sl. árum. Laun lækna á stóru sjúkrahúsun- um hafa hækkað um rúm 40 pró- sent frá árinu 1997 til þess sem af er ári 1999. Laun hjúkrunarfræð- inga hafa hækkað um 37 prósent og annarra starfsmanna um 24 pró- sent á sama tima. Launakostnaður heilbrigðisstofnana hefur hækkað um 39,3 prósent frá árinu 1997-1999, eða um 7,5 milljarða króna, að meðtöldum launatengd- um gjöldum. Án launatengdra gjalda nemur heildarhækkunin rúmum 6 milljörðum króna. „Fyrirmælin voru þau frá fjár- málaráðuneytinu að semja ætti um 17 prósenta launahækkun," sagði Gísli. „En þesi þróun skrifast beint á ábyrgð fjármálaráðuneytis og Meðallaun starfsmanna - á stóm sjúkrahdsunum í Reykjavík 1997-1999 500.000 450.000 400.000 350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 Krómr ] Meöallaun 1997 Meöallaun 1999 DV Læknar Hjúkrunarfræöingar Aörir starfsmenn Jóhannes Gunnarsson, lækninga- forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir, að Gunnar Þór Jónsson, yfir- læknir bæklunardeildar, sem sagt hefur verið upp, hafi verið áminntur áður en til uppsagnar kom. Aðspurð- ur, hvort yfirlæknirinn hefði fengið margar áminningar, svaraði Jó- hannes því tii að málið væri allt eft- ir formlegum leiðum. Langur og mikili aðdragandi þyrfti að vera að því að manni i opinberu starfi væri sagt upp. Yfirlæknirinn segist hafa verið í tíu ára einelti á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Honum hafi verið sagt upp fyrir tíu árum en sú uppsögn hafi verið hrakin. Hann hefur stefnt stofnuninni fyrir Héraðsdóm og krefst ógildingar á uppsögninni nú. „Það verður fjallað um það mál á réttum stöðum," sagði Jóhannes. Hann kvaðst ekki þekkja svo vel til málstilhögunar fyrir tíu árum þegar yflrlækninum var fyrst sagt upp að hann gæti tjáð sig um hvort honum væri sagt upp á sömu forsendum nú og þá. Gunnari Þór er nú sagt upp á þeirri forsendu að hann skili ekki vottorðum og greinargerðum sem honum beri að skila. Jóhannes sagði að fullyrðingar Gunnars Þórs þess efnis að verið væri að flæma sig í burtu til að koma öðrum manni í stöðuna hans væru „hans hugarórar". „Þetta er eingöngu gert á þeim for- sendum sem fram hafa komið af minni háifu og er undir safnheitinu „van- ræksla í starfi“,“ sagði Jóhannes. -JSS heilbrigðisráðuneytis. Þau gefa út Þetta var sent á stofnanirnar og þess að þær hefðu reynslu til þess fyrirmæli og fylgja þeim ekki eftir. þær látnar sjá um samninga, án eða þekkingu." -JSS Súluritið sýnir þróun launakostnaðar í heilbrigðiskerfinu sl. tæp þrjú ár. Eins og sjá má hafa laun lækna hækkað mest, laun hjúkrunarfæðinga koma þar á eftir og loks rekur annað starfsfólk lestina með um 24 prósent hækkun. Sjúkrahús Reykjavíkur: Yfirlæknirinn hef- ur veriö áminntur - segir Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri GP Húsögn eru 10 ára í desember Af því tilefni eru 1 Ofrábœr tilboð tiljóla. Tveir heppnir viðskiptavinir sem versla frá 1.-13- desember geta unnið utanlandsferð fyrir tvo til Dublinar. Troðfull buð afglœsilegum húsgögnum. • • HUSGOGN Bæjarhrauni 12 Hf. Sími 565 1234. Opið virka daga 10-18, laugard. 10-18 og sunnud. 13-17. GÆÐII GEGN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.