Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númen Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunan http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Bráðabirgðalausnir kirkjunnar Römm átök milli prests og sóknarbama eru ekki ný- næmi en ávallt erfið viðureignar. Kunn var langvarandi deila í Langholtssókn og þar áður innan Fríkirkjusafn- aðarins í Reykjavík. Um nokkurra missera skeið hafa sóknarböm og presturinn á Möðmvöllum tekist á en um langa hríð hefur hæst borið uppnám í sóknum Holts í Önundarfirði. Það sem gerir slíkar deilur erfiðari en flestar aðrar em sérstök staða prestsins. Hans hlutverk er að þjón- usta söfnuð sinn og veita kristilega forystu. Hann er með sínu fólki jafnt á gleði- og sorgarstundum. Það reynir ekki síst á hann í hlutverki sálusorgarans þar sem hann þarf að hugga og styrkja þá sem eiga um sárt að binda. Verði trúnaðarbrestur milli prests og sóknarbama veitist prestinum örðugt að gegna mikilvægu hlutverki sínu. Sú staða var uppi í máli sr. Gunnars Bjömssonar, sóknarprests í Holti í Önundarfirði, og hluta sóknar- bama hans. Sr. Gunnar hefur þjónað Önfirðingum í ára- tug, eftir átakatímabil innan Fríkirkjunnar. Framan af vom samskipti prests og önfirskra sóknarbama með ágætum. Undanfarin ár stirðnaði sambúðin, tortyggni jókst og snerist upp í hreina andúð sumra sóknarbama á presti sínum og að því er virðist prestshjónunum. Á almennum safhaðarfundi í Flateyrarsókn, einni sókna sr. Gunnars, var samþykkt tillaga í fyrra mánuði þar sem þess var farið á leit við prófast að annar prest- ur en sóknarpresturinn annaðist guðsþjónustu á að- ventu og um jól og áramót. Sú tillaga er liður í ferli sem staðið hefur lengi. Sóknamefiidin hafði fyrr sent bisk- upi erindi um að leitað yrði lausnar á ástandinu í sókn- inni. Biskup var með málið í ár en niðurstaða fékkst ekki. Þá fór málið fyrir úrskurðamefiid Þjóðkirkjunnar. í úrskurðarorði nefhdarinnar segir að ósannað sé að presturinn hafi brotið trúnað við sóknarböm sín og ekki sé um aga- eða siðferðisbrot að ræða. Hins vegar hafi presturinn ekki virt reglur eldri laga og þjóðkirkju- laga um verkaskiptingu milli sóknarnefhdar og sóknar- prests. Presturinn telst og hafa látið viðgangast að maki hans gengi svo langt í stuðningi við störf hans að telja megi til afskipta af starfi hans í prestakallinu. Úrskurðurinn var lítt afgerandi og málið fór því aftur til biskups. í yfirlýsingu eftir úrskurðinn boðaði sr. Gunnar skýringu á stöðu mála, „ef aðrir aðilar málsins láta nú ekki kyrrt liggja af eðlilegum sáttavilja“, eins og þar sagði. Miðað við skýringar prestsins í löngu bréfi til prófasts, í kjölfar úrskurðarins, verður hins vegar vart komist hjá því að draga sáttavilja hans í efa miðað við þær lýsingar sem þar er að finna á sóknarbömunum. Trúnaðarbresturinn milli prests og hluta sóknarbam- anna var augljós. Biskup átti því fárra kosta völ og ákvað í gær, eftir allt sem á undan er gengið, að flytja sr. Gunnar til bráðabirgða úr embætti sóknarprests í embætti sérþjónustuprests. Prófastur ísafiarðarprófasts- dæmis tekur að sér þjónustu í sóknum Holtsprestakalls en sr. Gunnar Bjömsson situr áfram prestakallið í Holti. Deilan í sóknum prestakallsins, og öðmm átakasókn- um, og bráðabirgðalausnir þar á opinbera vanda í skipulagsmálum Þjóðkirkjunnar og úrræðaleysi. Söfn- uður sem ræður sér prest á um leið að hafa rétt á að víkja honum úr starfi, sætti meirihluti hans sig ekki við þjónustu hans. Sú skipan kæmi í veg fyrir langvinn þrætumál af þessum toga. Jónas Haraldsson >—-■A>—p&i la as?. 1 Spilafíklar hér á landi eru fjölmargir og í sama hlutfalii og gerist erlendis. Háskólakassarnir þykja sýnu verstir. ísland án spilavíta Kjallarinn Ögmundur Jónasson alþingismaður Staðreyndin er hins veg- ar sú að uppistaðan í spilavítum á þessum stöðum og öðrum sem frægir eru að endemum fyrir spilavíti er ná- kvæmlega sú sama og við þekkjum hér á landi; sams konar kass- ar og hér hefur verið komið upp til þess aö hafa fé af fólki. Vissu- lega eru grænu borðin til staðar í Las Vegas og Mónakó, umkringd smókingklæddum auð- mönnum og skartkon- um en þar eru það þó kassamir sem eru skil- virkastir. Víða í Evrópu og Bandaríkjunum „Þess eru þvi miður allt of mörg dæmi að einstaklingar hafí spil- að frá sér eignum sínum, fjöl- skyldu sinni ogjafnvel viti sínu. Það er samfélagsins alls að taka á þessu máli af ákveðni og festu.“ Eins og fram hef- ur komið í umfjöll- un fjölmiðla er nú svo komið á íslandi að fjöldi spilafíkla er hlutfallslega svipaður og er í þeim löndum öðr- um þar sem spila- viti era rekin. Enda engin furða þvi hér á landi er spilakassa víða að finna og gengið mjög hart fram í að auglýsa þá. Heiti spilavítanna eru greinilega hugsuð til að æsa upp gróðavon. Þannig gengur happdrætt- isfyrirtæki Há- skóla íslands undir heitinu Gullnáman og Háspenna heitir fyrirtækið sem hef- ur umsjón með spilakössum þar á bæ. Fyrmefnda heitið er blekkj- andi að öðru leyti en því að spila- kassar eru eigend- um sinum drjúg tekjulind og vissulega er við hæfi að tala um háspennu. í spennunni er fíknin fólgin. Um siðferði slíkr- ar hugtakanotkunar ætla ég ekki að fjölyrða nú en hitt er ljóst að spilakassamir hafa fært mikla ógæfu yfír fjölda heimila á íslandi. Mónakó, Las Vegas og Reykjavík Einhverjum sem ekki þekkir til kann að þykja djúpt tekiö í árinni að tala um spilaviti á íslandi og verður hinum sömu þá án efa hugsað til Mónakó, Las Vegas eða annarra ámóta staða sem við tengjum starfsemi af þessu tagi. gilda strangar reglur um kassa af þessu tagi, hvers konar leiki hægt er að spila, hvaða auglýsingabrell- um má beita og þar fram eftir göt- unum. Hér hefur ríkisstjórnin ekki einu sinni hirt um að 'setja reglugerð eins og þó er lögboðið og margoft hafa verið gefin fyrirheit um. Sennilega eru verstu kassamir sem þekkjast hér á landi reknir af Háskóla íslands því þeir eru sam- tengdir og bjóða upp á mikla vinn- inga. Tap spilafíklanna er svo sennilega í réttu hlutfalli við þetta. Aðrir sem hagnast á þessari vafasömu fjáröflunaraðferð eru Rauði kross Islands, Slysavarnafé- lagið, Landsbjörg og SÁÁ en þess- ir aðilar eiga aðild að íslenskum söfnunarkössum. Ekki gekk lítið á hér um árið þegar þessir aðilar flugust á um einkaleyfi þessara spilavéla enda mn mikla peninga- hagsmuni að tefla. Upp úr þessum kössum koma um tveir milljarðar á ári og skila eigendum sínum um eitt þúsund milljónum króna í hreinan arð. Það er ekki að undra að menn vilji margir hverjir þegja þetta mál í hel. Sú leið hefur verið farin á Al- þingi. Þar hefur þessum málum verið hreyft á Lmdanfórnum þing- um en allt hefur komið fyrir ekki. Aftur og ítrekað hafa frumvörp um bann við spilakössum verið svæfð í nefndum. Við það verður hins vegar ekki unað lengur. Dæmin um eyðilegginguna sem þessar spilavítisvélar valda eru af- gerandi. Finnum nýja tekjustofna Þingmenn úr öllum stjómmála- flokkum hafa nú sameinast um lagafrumvörp sem þegar hafa ver- ið lögð fram á Alþingi til að banna þessa kassa. Jafnframt hafa sömu aðilar lagt fram þingsályktunartil- lögu um að skipuð verði nefnd til þess að finna ofangreindum aðil- um, sem aflir eru góðra gjalda verðir og hafa bæði mikilvægu menningarlegu hlutverki að gegna og sinna margvíslegri þjóðþrifa- starfsemi, nýja og trausta tekju- stofna þegar tekið verður fyrir fjárausturinn upp úr vösum ógæfufólks sem ánetjast hefur spilafíkninni. Þess eru því miður allt of mörg dæmi að einstaklingar hafi spilað frá sér eignum sínum, fjölskyldu sinni og jafnvel viti sínu. Það er samfélagsins alls að taka á þessu máli af ákveðni og festu. Ögmundur Jónasson Skoðanir annarra Byggðastofnun undir iðnaðarráðherra Það dylst ekki að í frumvarpinu um byggðamál er ekki að finna neinar þær áherslur sem treysta stöðu og afkomu landsbyggðarinnar nema síður sé. Frá þeim áformum sem kunna að hafa þann tilgang hef- ur ekki enn verið sagt. Þær ráðstafanir sem hljóta að vera áformaðar eiga ekki endilega að byggjast á lög- um um stofnunina heldur lúta boðvaldi iðnaðarráð- herra. Egill Jónsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar, í Mbl. í gær. Menningarsnautt, sérstætt fólk Enn einu sinni virðist það ætla að gerast að al- múgafólk skilur ekki þá sem upplýstari eru og menningarríkari. Þannig hafa kotungamir í sóknum séra Gunnars margir hverjir tekið illa upp hvemig þeim og fjölskyldum þeirra er lýst í ritgerð prests- hjónanna og telja að æm sinni vegið. Þeir skilja ekki að ritsmíðar Gunnars og Ágústu eru ekki hugsaðar sem móðgun við einn eða neinn - þær em einfald- lega fræðilegar athugasemdir menntaðra heims- manna um menningarsnauða lifnaðarhætti ákaflega sérstæðs fólks. Garri í Degi hefur sínar skoðanir á prestsvanda Ön- firðinga. Rangt nafn á flugvelli ...en textinn yfir íslandi er „Reykjavík Intemational Airport". Það er því sem fyrr með ólíkindum hvem- ig Flugleiðir telja sig geta breytt þekktu nafni á al- þjóðlegum flugvelli okkar íslendinga eftir eigin geð- þótta, svona í leiðinni og þeir breyta um liti á eigin flugvélum“. Steinþór Jónsson hótelstjóri mótmælir að Keflavík- urflugvöllur sé í Reykjavík, í Mbl. í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.