Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 Fréttir Túnfiskskipið Byr landar í Kópavogi: Tregt í tún- fiskinum - menn þó bjartsýnir á veiðarnar í framtíðinni „Þetta hefur verið ansi tregt að undanfomu, ekki bara hjá okkur heldur segja Japanamir sem stunda þessar veiðar að veiðin sé miklu minni en á síðasta ári,“ segir Sævar Brynjólfsson skipstjóri á túnfisk- veiðiskipinu Byr VE-373 sem var að landa túnfiski í Kópavogshöfn í fyrradag. Landað var 10 tonnum. Hver fisk- ur vegur að jafnaði um 120 kg þannig að nærri lætur að aflinn hafi verið um 40 flskar. Þessi afli fékkst á rúmlega tveimur mánuðum. Sæv- ar Brynjólfsson segir að aflaverð- mætið nemi 17-18 milljónum króna, þannig að ekki em þetta arðsamar veiðar miðað við aðrar og mann- skapurinn um borð á kauptrygg- ingu. „Nei, þetta er ekki nógu gott og Japanir sem hafa verið að fá 100 fiska að undanfornu voru með um 500 fiska á sama tima í fyrra. Ég er þó bjartsýnn á að úr þessu muni rætast, það árar misjafnlega í þess- um veiðiskap eins og öðrum,“ segir Sævar. Byr hefur stundað veiðarnar suð- ur af Vestmannaeyjum, aðallega um 200 mílur suður en allt að 660 míl- um. Veiðarnar fara þannig fram að lögð er gimislina sem er allt að 120 km löng og á henni eru um 3000 krókar, og því um 40 metrar á milli króka. Beitan er smokkfiskur. -gk Sævar Brynjólfsson skipstjóri við löndun á túnfiskinum í Kópavogshöfn í fyrradag. DV-mynd E.ÓI. Nýtt íþrótta- og menningarhús vígt á Hellu: Leikfimin úr bíói í íþróttahús DV, Suðurlandi: Nýtt glæsilegt íþróttahús var vígt á Hellu á sunnudag. Með tilkomu þess verður mikil breyting á aðstöðu íbúa Rangárvallahrepps til íþrótta- iðkunar, til dæmis flytur leikflmi- kennsla úr bióinu í fullkomið íþrótta- hús. Fram til þess að nýja íþróttahús- ið kom í notkun hafði leikfimi- kennsla farið fram í Hellubíói, félags- heimUi þeirra Hellubúa. Ungmenna- félagið og aðrir hópar höfðu fengið inni tU æfmga á Laugalandi I Holt- um. Ákvörðun um byggingu íþrótta- hússins var tekin 27. ágúst 1997 og 9. janúar 1998 voru fyrstu skóflustung- umar að nýja húsinu teknar af þá- verandi hreppsnefnd og leikskóla- nemendum á HeUu sem þótti við hæfi þar sem þau yrðu framtíðamot- endur hússins. Frá því að byrjað var á fram- kvæmdum hefur verið haldið jafnt og þétt áfram og í raun var fyrsta notk- un hússins 17. júní síðastliðinn þegar hátíðahöld HeUubúa voru flutt þang- að inn vegna veðurs. Kostnaður við húsið er um 120 miUjónir en mun hækka eitthvað. íþróttahúsið sjálft er um 1250 fer- metrar að stærð. Á mUli þess og sundlaugarinnar er tengibygging Krakkakrúþbi 1. vinningur: 5000 krónur frá Æskulinu Búnaðarbankans, 4 miðar á myndina Tarzan, Regnhlíf og barmmerkjaaskja. Ólafur Rúnar Kristjánsson nr. 72642. 4 bíómiðar á bíómyndina Tarzan, hver miði gildir iyrir fjóra, 4 regnhlífar og barmmerkjaöskjur. Agnar B. Garðarsson nr. 261297 Hanna Þórdís nr. 5797 Hafþór I. Sævarsson nr. 16064 Óskar E. Sigurðsson nr. 59506. bs 15 bíómiðar, gilda fyrir tvo á myndina Tarzan frá Sambíóunum. Kippa af hálfs h'tra kókflöskum fylgir hverjum tveimur bíómiðum á myndina Tarzan sem sýnd er í Sambíóunum. Katrín Á. Gísladóttir nr. 12550 Ámi Snær nr. 15613 Kara Ingólfsdóttir Hilmar S. Rögnvaldss. Vera S. Ólafsdóttir Hlynur Þorsteinsson Davíð Stefánsson Þjóðbjörg Heiða Rósa B. Guðmundsd. Linda B. Jóhannsdóttir Dagný Hallsdóttir Hildur Gunnarsdóttir Kjartan D. Jónsson Thelma R. Egilsdóttir Anna B. Guðjónsdóttir nr. 5124 nr. 16085 nr. 15699 nr. 12549 nr. 12578 nr. 11475 nr. 101094 nr. 14620 nr. 12701 nr. 9811 nr. 9484 nr. 6209 nr. 1041 n ku i-i-n-a-n ®BÚNAÐARBANKINN -Traustur banki Krakkar Sækið kókið og bíómiðann á Markaðsdeild DV fimmtu- daginn 9. og föstudaginn 10. desember. Krakkaklúbbur DV, Sambíóin, Coca Cola og Búnaðarbankinn þakka ykkur fyrir þátttökuna í Tarzan spurningaleiknum. Vinningshafarnir með 1.- 5. vinning fá þá senda í pósti næstu daga. íþróttahúsið er ekki síður hugsað undir menningarstarfsemi. Kvennakórinn Ljósbrá söng við vígsluna. Nyja iþrottahúsið á Hellu og ungir Hellubúar, talið frá vinstri: Rúdolf, Pálína og Havier sem sögðust ætla að vera dug- leg að iðka íþróttir í nýja húsinu. samanlagt upp á 300 fermetra á tveim hæðum. Gólfflötur nýja hússins er nægjanlega stór fyrir löglegan hand- boltavöll ásamt því að vera löglegur fyrir flestar inniíþróttir. Húsið er hugsað sem fjölnota hús, í því er DV-myndir Njörður Helgason ráðgert að halda íþrótta- og menn- ingarsamkomur af öllu tagi. -NH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.