Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 24
i 32 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 Sviðsljós Connery 1 boð í Hvíta húsinu Golfáhugamaðurinn og leikar- inn Sean Connery verður gestur Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á morgun, ásamt mörgum öðrum frægum og rík- um. Þá á að deila út hinum virtu Kennedymiðstöðvarverðlaunum. Annars er það helst að frétta af Skotanum góðkunna að hann hefur failist á að leika hlutverk galdrakóngsins í mynd eftir Hringadrottinssögu Tolkiens, Margréti Danadrottningu til óblandinnar gleði. Rokkamman Hna Turner tekur enga sjensa: Brjóstin tryggð fyrir 60 milljónir ítalska storleikkonan Sophia Loren er frábær kokkur, eins og þeir vita sem hafa prófað uppskriftir hennar. Hér er hún skælbrosandi með nýjustu kokka- bókina sína í hendinni. Bókin var kynnt í verslun Armanis í Mílanó. Bítla-Paul ætlar aldrei að hætta: Rokkað fram í rauðan dauðann Paul McCartney veit hvað honum finnst skemmtilegast af öllu. „Ég ætla bara að halda áfram að rokka. Ég ætla aldrei að setjast í helgan stein. Ég ætti sennOega að gera það af því að ég er kominn yf- ir fimmtugt. En í mínum huga hef- ur það ekkert að segja,“ segir hinn 57 ára gamli síungi fyrrum BítiU í viðtali við breskt sjónvarpsdag- skrárblað. Paul segir að ameríski blúsarinn Muddy Waters hefði bara batnað með aldrinum og minnir á að Ray Charles sé enn fantagóður þótt ald- urinn sé farinn að færast yfir hann. „Ég var 25 ára þegar ég gerði Sgt. Pepper og mér fannst ég svo sannar- lega vera gamall þá. Reyndar fmnst mér ég vera yngri nú en þá,“ segir bassaleikarinn örvhenti. Paul er nú óðum að ná sér aftur á strik eftir lát eiginkonu sinnar, Lindu. Hún lést í fyrra. Rokkskutlan Tina Turner tekur ekki neina sjensa í lífinu, að minnsta kosti ekki þegar fagurskapaður lík- ami hennar er annars vegar. Söng- konan hefur tryggt á sér brjóstin fyr- ir um sextíu miUjónir króna, röddina fyrir 240 miUjónir, fæturna fyrir 120 mUljónir hvom og andlit og varir fyrir sextíu mUljónir. Samtals gerir þetta um sex hundruð mUljónir. TUefni þessara svimandi háu trygginga er fyrirhuguð tónleikaferð hinnar sextugu Tinu tU Evrópu á næsta ári. Fyrir síðustu sams konar ferð tryggði hún sig fyrir 240 mUljón- ir. Það var fyrir fjórum árum. „Fætur Tinu, rödd, útlit og önnur verðmæti eru vörumerki hennar. Þau eru þekkt um heim aUan,“ segir maður sem tU þekkir í viðtali við breska sunnudagsblaðið People. „Ef eitthvað kemur fyrir hana, eða ein- Tina Turner tryggir líkamshluta sína fyrir tugi milljóna. hvem hluta líkama hennar, svo sem slys eða veikindi þýddi það vinnutap og heilmikið fjárhagslegt tjón.“ Tónleikaferð Tinu á næsta ári verður hin síðasta. Stjömunni finnst tími tU kominn að hvUa sig aðeins. „Sá tími kemur að það er ósæmi- legt að vera poppstjama,“ segir Tina í viðtali við breskt sjónvarpsdag- skrárblað. Hún hefur nýlokið við hljóðritanir á nýjum geisladiski. Tina segist vUja enda ferUinn með stæl á næsta ári. „Ég hef engan áhuga á að hanga uppi á sviði árið út og árið inn þar til einhver segir manni að tími sé kom- inn til að hætta," segir hún. „Ákveðnir afmælisdagar fá mann tU að endurmeta líf sitt.“ Hvort henni tekst að setjast í helg- an stein er önnur saga. Tina er nefni- lega vinnualki, aö eigin sögn. Rod og Caprice í verslunarferð Hrukkupopparinn Rod Stewart sást nýlega í verslunar- leiðangri með fyrirsætunni og leikkonunni Caprice í baðstrand- arbænum MarbeUa á Spáni. Þar leikur fina fólkið sér aUt árið um kring og sumir aUa ævina. Rod ku vera alveg vitlaus í hina bráðungu Caprice sem hefur mikinn undrabarm. Hann er 54 ára en hún einhverjum áratug- um yngri. Hamilton gerir hosur sínar græn- ar fyrir skáldkonu Sólbrúnkusjarmörinn George Hamilton og skáldkonan DanieUe Steel eru víst svo ástfangin um þess- ar mundir að nánir vinir þeirra eru famir að spá fyrir hjónabandi. Og það jafhvel fyrr en síðar. George, sem stendur á sextugu núna, og DanieUe, sem er 52, hittust fyrst árið 1995 þegar leikarinn fór með eitt aðalhlutverkanna í sjón- varpsmynd sem gerð var eftir skáld- sögu DanieUe, Vanished. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessa árs að þau George og DanieUe fóru að vera saman, eða deita, eins og það heitir í Ameríku. Þá var DanieUe nýskilin við eiginmann sinn númer fimm. Hvort George verður sá sjötti og síðasti skal ósagt látið en DanieUe er aUavega kát með ráðahaginn. Mikið úrval af fallegum barnamottum Verð frá 1.895 kr. HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is 25% nl’sl. Jennifer fær hálfan milljarð Leikkonan Jennifer Lopez fær rúman hálfan milljarð króna fyr- ir að leika í rómantískum trylli, Englaaugum. Samningar tókust með leikkonunni eftirsóttu og kvikmyndafyrirtækinu Warner í vikunni þar sem báðir aðUar gáfu eftir. Jennifer fékk 35 miUj- ón krónum minna en hún fór fram á í upphafi en kvikmynda- fyrirtækið þurfti að punga út 35 miUjónum meira en það ætlaði sér í fyrstu. í myndinni leikur Jennifer lögreglukonu sem hefur sætt kynferðislegu ofbeldi og reynir að jafna sig á því. Skórnir reynast Fergie rándýrir Fergie kaUar ekki aUT ömmu sína þegar skófatnaður er ann- ars vegar. Hertogaynjan af Jór- vík, fyrrum tengdadóttir Elísa- betar Englandsdrottningar, á svo mikið af skóm að það kostar hana um þrjátíu þúsund krónur á dag að halda þeim í fyrsta fiokks ástandi. Hún hefur ráðið tU verksins sérhæft fyrirtæki. Áreiðanlegar heimUdir herma að Fergie eigi ámóta mörg skópör og sjálf Imelda Marcos, og er þá nú mikið sagt, eða tvö hundruð, svona hér um bil. Arnold fær miskabætur Sá svarti senuþjófur Arnold Schwarzenegger hafði betur í málaferlum gegn lækni einum i Berlín sem missti það út úr sér að stórleikarinn ætti örugglega skammt eftir ólifað vegna allra steranna sem hann hefði tekið á lífsleiðinni. DómstóU í þýsku höfuðborginni dæmdi lækninn tU að greiða Arnoldi rúmlega sjötiu þúsund krónur. Arnold hefur viðurkennt að hafa tekiö lyf tfi að bæta árangur sinn í lík- amsrækt þegar hann var á há- tindi þeirrar frægðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.