Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 2
42 * %lar LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 Reynsluakstur Toyota Yaris „Free-Tronic"1,0: „BOI ársins" stendur vel fyrir sínu - skemmtilegt útlit mikið pláss og lipur skipting Toyota Yaris var á dögunum valinn „bíll ársins í Evrópu", nokkuð að óvör- um, en þetta er í raun 1 fyrsta sinn sem bill, framleiddur í Japan, hefur náð þessum eftirsótta titli. Nokkuð er síð- an Yaris var kynntur hér á landi en hann kom, sá og sigraði hér líka, ef svo má að orði komast, því hann hefur fengið mjög góðar viðtökur. Af því til- efhi að hann var valinn bíll ársins þótti rétt að endurnýja kynnin við hann en ekki síður að reyna Yaris „Free-Tronic", girskiptikerft sem bygg- ist á rafeindatækni. Gírstöngin er enn á sínum stað en kúplingspedalinn er horfinn. Ökumaðurinn hefur samt fulla stjórn á girskiptingum en þarf ekki að hugsa um að kúpla. Smart Það er eitt orð sem lýsir Yaris en það er „smart". Hönnunin er, að mati undirritaðs, vel heppnuð. Útlitið er ný- tískulegt, án þess að vera um of ögrandi. Hönnun útlits var í höndum hönnunarstofu Toyota EPOC, en hönnun inn- anrýmis fór fram í Japan. Þegar Yaris var kynntur hér í upphafl voru þau orð látin falla að „það er búið að fá mikið plass í litl- um bíl". Þetta er alveg rétt því þessi bill er „miklu stærri að inn- an en utan". Evrópu, Toyota Yaris, nýlega valinn „bíll ársins f Evrópu", bíll meb sérstætt útlit og mikiö pláss. DV-myndir Hilmar Þór Suzuki Vitara JLX 5 g. 07/96, hvítur, ek. 80 þ. 1.260.000. Honda Civic 1,4 si 3 d. 08/96, grænn, ek. 42 þ. 1.050.000. *d. 05 100». 40. '«7 380. *d. '67 330. 98 226. 'M 5d. 5d. 5Ú. Hooaa Accort EXI ssk. 4«. 'tl 1020- HomöPreluil«2.2im 2d. '03 I15h. Homla Accord coupé V6 2d. 'M 3h. Hooda Shuttle 2,2 LSI 5d. '91 100. Honda Accort LSl ssk. HondaCI«lc1,5LSI HonflaCHIcSI nk. HondaClilcLSI 50- Honda CR-V B»i ak. FortMonoaoGMiit íalsu Terios 4x* sik.5d. MMCUncerGLXI5g. 4d. MMCCarlsmaGDIssk. 5d. MMCLaacarSo. 4d. MMC Laocer ssk. 5d. MMCLancerGL 5o. MMCLaocersL4i4 MMC Spacewagon ssk. 5 d. Suzukl Sldeklck 5g. 5d. Suzukl WLara 5 B- Toiola Corolla XLI5 g. Toirola Corolla ttk. Toíola Corollo tsk. Toyola Corolla GL 5 g. Torola Corolla G0 To»otaloutlng*x4 5g Volra S40 ssk. VWGoll Manhaltan2,o VWVontoGLstk. 65 þ. 40 0. 140. 23p. 020. 02 It. 58 0. '08 '08 '08 '81 '02 40. '03 11511. 51 '03 890. '83 1370. '03 1050. '87 180. '85 8811. '02 117 0. 'M 400. 40. '82 1130. 30. 'M 420. '81 1300. 'M 210. '98 410. 03 50 p. 3tL 30. 40. 40. SlL 40. 50. 40. 690 6. 1.4M0. 3.540 þ. 2.290 b. 1.250 p. 1.180 p 1.1500. 1.570 0. 1.8500. 1.250P. 1.390|1. 1.190 h. 1.500 h. 4M0. 8400. 5Mb. 7M0. 090 h. 870 0. 1.280 h. 0700. 7300. 858 0. 760 h. 1.1M8. 820 0. 1.820 0. 1.2M0. 090 h. (B NOTAÐIR BILAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100 Sérstæöir mælar. Prívfddin gerir þaö aö verkum aö þeir virðast vera langt inni í mælaboröinu. Sætin eru góð og þar sitja allir vel, hvort sem um er að ræða fram- eða aft- ursæti. Hávöxnustu menn hafa miklu meira en nægt höfuðrými alls staðar í bílnum og körfuboltamenn gætu senni- lega verið með hatt án óþæginda. Fótarými er dágott og kostur er að hægt er aö færa aftursætið fram eða aftur eftir notkun hverju sinni en með því að renna því fram um 15 senti- metra er hægt að auka farangursrým- ið úr 205 í 305 lítra og sé aftursætið lagt fram er plássið orðið 950 lítrar. Hægt er að fella fram hluta aftursætisbaks (40/60) ef þörf er á að flytja stærri hluti. Við hönnun Yaris var farþegarýmið tekið til sérstakrar skoðunar og vís- indi vinnuvistfræðinnar notuð i botn. Vclin, aöeins 998 rúmsentímetrar, er skemmtilega spræk, enda eru toguö 68 hestöfl út úr þessari litlu vél. Meðal þess sem út úr þessu kom er allsérstæð hönnun á mælum í mæla- borði. Þeir eru fyrir miðju og hallast í átt að ökumanni. Það sem er þó merki- legast við þá er að þeir eru í þrívídd þannig að þegar horft er inn í dökkan skjáinn virðast mælarnir vera langt inni í mælaborðinu. Þetta er gert í Ijósi þess að rannsóknir sýndu að mikill tími og fyrirhöfh fer í það að skipta frá því að horfa fram á veginn og á mæl- ana. Með þessari nýju hönnun mæl- anna þurfa augun ekki að skipta um fókuslengd sem er stórt atriði. Undir- ritaður þarf að nota gleraugu við lest- ur og þarf því venjulega að píra augun Aöalmáliö í Yaris „Free-Tronic": gír- stöng, bensíngjöf og hemlapedall til staöar en enginn kúplingspedall. Rafeindatæknin sér um ao kúpla aðeins þegar skipt er frá veginum á mælana en hér var þetta þetta leikur einn og án óþæginda. önnur stjórntæki eru þægileg og innan seilingar. Viðbótarskjár er í miðju sem sýnir hvaða útvarpsstöö hefur verið valin, hitann úti fyrir og klukku. Nóg er af hirslum í Yaris, samtals 15 lítra, sem dreift er um allan bílinn. Þar á meðal er gott hólf undir framsæti, góö hólf sitt til hvorrar hliðar á miðstokki og vasar í hurðum. Tvö búnaðarstig Yaris er í boði í tveim- ur stigum búnaðar. Terra er grunngerðin og Sol er betur búinn. Sol hefur það umfram Terra að vera með króm- grill, sartúita stuðara, raf- stýrðar rúðuvindur og rafstýrða og upphitaða hliðarspegla. Einnig má nefha aö Sol er með hæðarstillingu á ökumannssæti og ABS-læsivörn hemla umfram Terra. í Terra-gerð er Yaris með útvarp og segulband en í Sol er geislaspilari staðalbúnaður. Free-tronic-kúplingin er sniöug Yaris er ekki faanlegur sjálfskiptur með þessari Utlu 1,0 Utra vél en er á hinn bóginn í boði með sjálfvirkri kúp- lingu, Free-Tronic. Þessi kúpling er í raun sú sama og í venjulega bílnum en er komin með skynjara sem skynja Útvarpio er sambyggt stjórntækjum í miöju mœlaborösins. Geislaspilari er staöalbúnaöur f Yaris Sol. Á skjánum tyrir miöju má sjá á hvaöa útvarpsstöö er stillt ásamt klukku og útihitastigi. snúningshraða vélarinnar, hreyfingu á gírstöng, bensíngjöf og bremsu. Þegar sett er í gang þarf bfllinn að vera í hlutlausu en vökvadæla dælir strax upp þrýstingi og sjálfvirknin fer að virka. Hún auðveldar að leggja í þröng stæði og taka af stað í brekku en það tekur hátt í tvo daga að venjast henni þannig að vinstri fóturinn fari ekki í sífellu að leita að kúplingu þegar skipt er um gír. Þegar viö reyndum þennan „kúplingslausa" Yaris fór að snjóa ótæpi- lega á höfuðborgarsvæðinu og því reyndi nokkuð meira á aksturshæfhi og rásfestu bílsins en á þurr- um götum og við betri að- stæður. Hér komu kostir Toyota Yaris 1,0 Free-Trpnic Helstu tölur: Lengd: 3.610 mm. Breidd: 1.660 mm. Hæð: 1.500 mm. Hjólahaf: 2.370 mm. Innanrýml, 1/br/h: 1.800/1.380/1.265 mm. Farangursrými: 205 til 305 lítrar. Eigin þyngd: 820 til 940 kg. Vél: 4ra strokka, 998 cc, 68 hö. v/6.000 sn. Snúningsvægi 90 Nm v/4100 sn. Drifrás: Framhjóladrifinn, fimm gíra. Sjálfvirk kúpling. Fjöðrun: MacPherson-gormafjöðr- un framan, gormar aftan. Stýri: Tannstangarstýri. Hemlar: Diskar framan, skálar aftan. Hjól: 175/65R14. Verð: 5 hurða Sol Free-Tronic kr. 1.249.000 (3ja hurða Terra kr. 998.000). Umboð: P.Samúelsson, Kópavogi. „Free-Tronic" fyrst 1 ljós fyrir alvöru. Vegna þess að rafeindatæknin sér um að kúpla var miklu minna um það að bfllinn spólaði og gírskiptingar voru miklu mýkri og liprari en vænta hefði mátt ef ökumaðurinn hefði sjálfur ver- ið að kúpla. Út frá þessu sjónarmiði er „Free- Tronic" sniðug lausn en ég held samt að ég myndi halda mig við hefobundna kúplingu með pedala. Góð fjöðrnn og hljóðiátur Llkt og í þeim stutta reynsluakstri sem við fórum í eftir frumkynninguna kemur á óvart hve bfllinn er hljóðlátur í venjulegum akstri á malbiki. í akstri á möl grípa dekkin smásteina og kasta undir botninn á bflnum þannig að úr verður nokkur hávaði. Þegar snjórinn kom til sögunnar dempaðist veghljóöið alveg niður þannig að bfllinn rennur nánast hljóðlaust áfram í venjulegum akstri. Fyrir fram hefði líka mátt ætla að svo litil vél þyrfti að puða nokkuð með tilheyrandi hávaða en annað kom á dagiim. Vélin er hljóðlát og aflið kom verulega á óvart, 68 hestöfl úr 998 cc vél. Vélin er búin tölvustýrðri opnun ventla, WT-i (variable valve timing- intelligence), sem gerir hana bæði snarpari og eyðslugrennri, en eyðslan er sögð vera 5,6 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri. Hámarksaflið, 68 hö., næst við 6.000 snúninga á mínútu og hámarkssnúningsvægið, 90 Nm, við 4.100 snúninga. Hröðun frá 0 í 100 km er um það bil 12 sekúndur. Búið er að boða l,3ja lítra vél í Yar- is og verður spennandi að reyna hann með slíkri vél því þá hlýtur aflið að verða vel yfirdrifið. Fjöðrunin kom einnig nokkuð á óvart. Að framan er hefðbundin MacP- herson-gormafjöðrun sem stendur vel fyrir sínu en að aftan sjálfstæð gorma- fjöðrun á eltiörmum sem hönnuð var sérstaklega fyrir Yaris, bæði hvað varðar virkni og ekki síður til að taka sem minnst pláss af innanrýminu. Verð sem stendur fyrir sínu Miðað við búnað er verðið gott. 3ja hurða Yaris Terra kostar kr. 998.000 og 5 hurða kr. 1.088.000. Fimm hurða Sol- útgáfan kostar kr. 1.198.000 og með Free-Tronic kostar fimm hurða Yaris Sol kr. 1.249.000. Það er því ljóst að Yaris kom sterk- ur til leiks hvað varðar verð og bilið frá grunngerðinni Terra upp í Sol er ekki meira en svo að margir hafa látið eftir sér enn meiri búnað og tekið Sol fram yfir Terra. _ -JR Þaö kemur verulega á óvart hve rúmgóbur bfll Yaris er og aðgengi gott, jafnt ab framan og aftan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.