Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 3
/T\ •"*?' LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 47' Umferðarmannvirki og umferðarkerfið: Hvernig spörum við með því að eyða? Fimmtudaginn 25. nóvember síðast- liðinn var haldin ráðstefna í Súlnasal Hótel Sögu um umferðarmannvirki og umferðarkerfið. Mættir voru margir sérfræðingar I þessum málaflokki, með- al annarra Örn Steinar Sigurðsson, verkfræðingur frá VST hf., sem fiutti er- indi um kostnað við umferðarmann- virki. í þvi kom fram að þrátt fyrir að 60% slysa í þéttbýli verði við gatnamót er ástandið hér nokkuð gott miðað við akstur erlendis. Áhættustuðullinn hér er lægri heldur en gengur og gerist eða 2,3 sem er frekar lítil áhætta. Kostnaður vegna umfeiðar mik- Það sem mesta athygli vakti hjá Erni voru útreikningar hans á einingakostn- aði og kostnaði þjóðfélagsins út frá því. Meðalkostnaður við ökutæki er 22,11 krónur á hvem ekinn kflómetra og öku- stundakostnaður, sem er kostnaður vegna þess tíma sem tapast undir stýri, 965 krónur á klukkustund. Þegar þessar tölur eru reiknaðar út yfir árið verða þær mjög háar. Árlegur ökutækjakostn- aður er rúmir 33 milljarðar og öku- stundakostnaður rúmir 24 milljarðar. Þar að auki er kostnaður vegan óhappa 11,5 miUjarðar á ári þannig að ljóst má vera að þjóðfélagið getur sparað sér um- talsverðar fjárhæðir með bættu umferð- arkerfi. Með hverju prósenti i lækkun A ráðstefnunni var hópur fólks frá Fjallahjólaklúbbn- um en félagar hafa veriö duglegir viö að vekja máls á sfnum hagsmunamálum og mættu fleiri slíkir hópar taka þá til fyrirmyndar. Þarna er hópurinn fyrir utan Hótel Sögu og kominn á nagladekkin. þessara kostnaðarliða sparast 700 miUj- ónir á ári. Samræmingu vantar Aðrir framsögumenn á ráðstefnunni voru dr. Haraldur Sigurþórsson, verk- fræðingur hjá Línuhönnun, sem flutti erindi um umferðaröryggi, Sigurður Ragnarsson, verkfræðingur hjá For- verki, en erindi hans fjallaði um mann- virki á hönnunarstigi, og Björn Ólafs- son, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, sem fjallaði um merkingar og vegvísun. Það sem var sammerkt með erindum þeirra var að mikið vantar upp á að samræming náist í umferðinni. Þeirri samræm- ingu þarf að ná í öllum flokk- um. Samræma þarf útboð og verklýsingar, merkingar og fieira. í dag er farið eftir al- mennum verklýsingum, stytt „alverk", en búa þarf til sam- ræmdar verklýsingar sem stytta mætti sem „höfuð- verk" en það er ekki einfalt í framkvæmd. Hjá Haraldi kom einnig fram að bráða- birgðalausnir í umferðinni standa oft lengi og verða stundum endanlegar. Má í því dæmi nefna gatnamót Miklubrautar og Snorra- brautar sem eru hálfkláruð mislæg gatnamót og 90' beygju á Höfða- bakka sem stafar af því að framlengja átti götuna seinna. Koma þarf í veg fyr- ir að svona bráðabirgðalausnir verði óafturkræfar. Hjólreiðar lausn á vandanum að einhverju leyti? Mikil fjölgun bíla síðustu árin hefur verið að sliga umferðarkerfið og stór hluti þess vandamáls er fjöldi bíla í um- ferð með aðeins ökumanninn innan- borðs. í stærri borgum, og þá sérstak- lega Asíulöndum, er stór hluti umferð- arinnar reiðhjól og mótorhjól og þar myndi kerfið hrynja ef allir væru þar á bíl. Gert hefur verið átak í höfuðborg- inni á undanfórnum árum í gerð göngu- og hjólreiðastíga en þar vantar tengingu við næstu sveitarfélög. Ekki er um mikl- ar vegalengdir að ræða og eflaust myndu fleiri notfæra sér það að fara á hjóli í vinnuna úr Kópavogi eða Garða- bæ ef sú tenging væri fyrir hendi. Vildu menn þar benda dálítið hver á annan í því sambandi. Kringlumýrarbrautin er þjóðvegur í þéttbýli og þess vegna fellur hann undir Vegagerðina en hún vill ekki kannast við að gangstéttir eða hjól- reiðastígar við hana séu í þeim pakka. Þar eiga sveitarfélögin að koma til að hennar mati. Ber þá Vegagerðin enga ábyrgð á gangandi eða hjólandi vegfar- endum utan þéttbýlis? Þarna þarf að gera bragarbót og ríki og sveitarfélög að hafa meiri samvinnu. Umræður Eftir framsöguerindin stjórnuðu þeir Ómar Ragnarsson og Birgir Þór Braga- son umræðum um efni fundarins og sátu þá fulltrúar ríkis og sveitarfélaga fyrir svörum. Margt var rætt þar og mikið spurt um atriði eins og lýsingu á Hellisheiði og hljóðmanir, svo að eitt- hvað sé nefnt. Nýjasta útspil stjórnmála- Mótoristarnir Omar Ragnarsson og Birgir Þór Bragason stjórnuöu um- ræöum á ráostefnunni. manna til vegabóta á Suðurlandi er lýs- ing á Hellisheiði og voru menn ekki á einu máli um ágæti hennar. Kannanir erlendis frá sýna aukningu umferðar- hraða við betri lýsingu og ekki má þessi hættulegi vegarkafli við því. 60% banaslysa verða í dreifbýli og oft vegna framúraksturs eða útafkeyrslu þannig að líklega væri skynsamlegra að verja peningum frekar í tvöfóldun akreina til að minnka hættuna vegna þessara þátta. Hljóðmanir voru einnig til um- ræðu og hvort hafa ætti þær öðruvísi en þær nú eru. Vel lagaðar hljóðmanir falla vel inn í landslag og spara líka peninga sem annars færu í að keyra efhi frá byggtogu götunnar eða umferðarmann- virkisins. Ráðstefnur sem þessar mættu gjarn- an vera fieiri og heyra mátti á flestum gestum hennar að menn voru ánægðir með hana. Að ráðstefhunni stóð Nestor, kynningar- og ráðstefnuþjónusta, í sam- ráði við ýmsa hagsmuna- og áhugaaðila. -NG 13,4% fleiri bílar en í fyrra Saia nýrra fólksbíla - þar með talið jeppa - fyrstu 11 mánuði ársins varð 14.620 bílar. Það er 13,4% aukning frá sama tima í fyrra þegar 12.893 bílar höfðu verið seldir í lok nóvember. Árið 1 fyrra var talið gott ár í bílasölu og að- eins yfir eðlilegri endurnýjun. Söluhæsta tegundin í ár er, eins og undanfarið, Toyota sem er með 2627 bfla selda, rétt tæp 18% markaðarins og um 1,5 prósentustigum meira en í fyrra. Söluhæsta umboðið er hins veg- ar Hekla hf„ með 2934 bíla selda. Ingv- ar Helgason hf. kemur í þriðja sæti með 2243 bíla og B&L skipar fjórða Mercedes-Benz: Skoða öryggisbelti í M-línunni Mercedes-Benz bifreiðaverksmiðj- urnar, sem eru í eigu stórfyrirtækis- ins Daimler-Chrysler, vilja kalla inn til skoðunar allar M-línu bifreiðar vegna athugunar á öryggisbeltabún- aði í framsætum. Þetta er gert í ýtrasta öryggisskyni eftir að belti losnaði úr hylki við gæðaprófun í verksmiðju á dögunum. Eftir þetta atvik voru 2.500 M-línu bíl- ar skoðaðir í verksmiðjunni og voru gerðar athugasemdir við búnaðinn í þremur þeirra. Rannsóknir sýna að líklega þarf að skipta um búnað í 0,5% bíla af M-línu-gerð. Engar kvart- anir hafa borist frá viöskiptavinum og ekkert slys hefur orðið. Til aö fyllsta öryggis sé gætt ætla forráðamenn Ræsis hf., sem hefur umboð fyrir Mercedes-Benz á íslandi, að hafa samband við eigendur M-línu- bifreiða á Islandi og kalla þá inn til skoðunar. Læsingarhylkin í framsæt- unum verða skoðuð og prófuð og þeim skipt út ef galli kemur í ljós. í fréttatilkynningu frá Ræsi kemur fram að mikil áhersla er lögð á hvers kyns gæðaprófanir hjá Mercedes- Benz-verksmiðjunum. í hvert sinn sem galli kemur fram, jafnvel þótt smávægilegur sé, er gripið til viðeig- andi ráðstafana til þess að mæta ýtr- ustu óryggiskröfum sem gerðar eru til vandaðra og öruggra bifreiða eins og Mercedes-Benz. sætið með 1394 bíla. I fimmta sæti eru Bílheimar með 1251 bíl en Brimborg er í sjötta sæti með 1003 bíla. Séu Ingvar Helgason og BDheimar hins vegar tal- in saman, eins og í rauninni er eðli- legt, bera þau fyrirtæki samanlögð höf- uð og herðar yfir hina með 3494 bíla selda þessa 11 mánuði ársins og röðin breytist sem þvi svarar. Samtals eru þessi fyrirtæki með 11.452 bíla selda sem eru 78,3% mark- aðarins. Þau sex fyrirtæki sem ótalin eru skipta milli sín þeim 21,7% sem eftir eru en aðeins tvö þeirra eru með fieiri en eina tegund. Það eru Jöfur með 864 bíla selda og Ræsir með 284 bíla. Mesta söluaukningin í prósentum er hjá Isuzu, 658% aukning frá árinu áður. í fyrra seldust 26 Isuzubílar en á sama tíma í ár er salan komin í 470 bíla. -SHH Sölulistinn f heild lítur þannig út: Toyota Volkswagen Nissan MMC Subaru Opel Daewoo Renault Suzuki Ford Honda Hyundai Peugeot Isuzu Skoda Daihatsu Kia Mazda Land Rover Galloper Fiat/AlfaR/Lanc. Volvo BMW Chrysler Mercedes-Benz Audi Saab GM Porsche 2627 1445 1357 893 886 749 708 637 572 550 534 493 475 470 385 321 287 200 199 152 148 132 119 102 84 59 21 11 3 Opel Zafira: „Fjölskyldubíll ársins" í Svíþjóð Opel Zafira var á dögunum valínn „fjölskyldubíil ársins" af Mo- torföraren, blaði bíleigenda í Svíþjóð, en eins og fram hefur komið fékk Zafira „gullna stýrið" í sínum flokki nýlega. AJls voru það 12 leiðandi bílablaða- menn frá helstu dagblöðunum í Sví- þjóð sem stóðu að valinu. Valið byggðist á fjðrum meginþátt- um: Þægindum, öryggi, verðgildi (bæði hvað varðar kaup á bílnum og viðhaldskostnaði) og umhverfisþátt- um. Meðal atriða sem dómnefhdin dró fram var eftirfarandi: Smart og fjölhæf hönnun. Hönnun öftustu sætanna stendur upp úr. Mikið öryggi. Góð þjónusta meðal góðs nets umboðs- manna. Góður kostur hvað varðar um- hverfisáhrif. Opel Zafira hefur gengið vel á mark- aði í Svíþjóð frá þvi að bíllinn var kynnur þar í ágúst, og sama á við í flestum Evrópulöndum, en í dag hefur Opel fengið meira en 150.000 pantanir á Zafira. Til að mæta þessu hefur Opel aukið framleiðslugetuna í Bochum í Þýskalandi og ráðgerir 150.000 bíla framleiðslu þar í ár. Heildarafköst á árinu 2000 eru áætluð um 200.000 bílar. Varað við líknarbelgjum á hlið Líknarbelgir á hlið geta stórlega slasað eða jafnvel drepið börn sem eru of nærri þeim þegar þeir blásast út í árekstri, segir í viðvörun sem banda- ríska þjóðvegaöryggisráðið NHTSA hefur gefið út. í þessari viðvörun er tekið mjög sterkt til orða og ráðið hef- ur jafnframt komið þeim tilmælum til bílaframleiðenda að þeir sendi ekki bíla frá verksmiðjum til umboða óðru- vísi en líknarbelgir á hlið séu gerðir óvirkir en kaupendur geti síðan fengið hliðarbelgina tengda ef þeir óska þess eftir að hafa fengið fræðslu um hugs- anlegan óskunda sem þessi öryggis- búnaður geti valdið. Enn sem komið er hafa engin alvar- leg slys hvað þá dauðaslys verið skráð sem rekja má til líknarbelgja á hlið. Verjendur hliðarbelgja benda á að ár- lega verða um 7500 banaslys í Banda- ríkjunum af völdum hliðarárekstra. Þeir benda á að þessir belgir gætu mjög líklega fækkað þessum slysum þó í einhverjum tiMkum kæmu slys af líknarbelgjum á móti og þá er spurt hvor kosturinn sé verri. Líknarbelgjum í stýri og við fram- sæti hefur verið kennt um 145 dauða- slys síðan 1990. Þetta hefur valdið nokkrum úlfaþyt Samkvæmt upplýs- ingum NHTSA hafa langflestir þeirra sem farist hafa með þessum hætti ver- ið börn sem ekki voru í beltum, hvað þá barnabfistólum. í viðvörunarbréfi NHTSA til bílaframleiðenda er lögð áhersla á að bílakaupendum sé gerð grein fyrir þeirri hættu sem börnum getur stafað af liknarbelgjum, ekki síst ef þau eru ekki í beltum. Meginheimild: CNN Það sem mestu máli skiptir í pjppadokkhim aru gæöi, golt grip og mýkl Mickey Thompson dekkin hafa þessa kosti auk þess að vara sórloga hljóðlát í akstri. Fjallasport ar sérhæft fyrirtæki í hreytingum á jeppum og sölu á aukahlutum fyrir jeppa. UTtVlSTARFArNAOUR MALARHÖFÐl 2 • 112 REYKJAVÍK ¦ SÍMI S77 4x4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.