Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 2
Fréttir MANUDAGUR 6. DESEMBER 1999 Stuttar fréttir r>v Stuðningsmenn sr. Gunnars á Flateyri vilja sinn prest: Beðið um messu fyrir svörtu sauðina - sóknarnefnd ekki á einu máli varðandi barnamessuna „Ég hringdi í prófastinn í fyrradag og spurði hana hvort séra Gunnar fengi að messa yfir okkur, svörtu sauðunum, ef við færum fram á það," sagði Sigurður Hafberg, íbúi á Flat- eyri, og einn úr stuðningsmannahópi séra Gunnars Björnssonar, prests í Holti í Önundarfirði, við DV. Beiðni Sigurðar snýst um það hvort séra Gunnar megi messa eða halda helgi- stund fyrir þá Flateyringa sem það vilja nú um miðjan mánuðinn. Sig- urður kvaðst hafa orðað þetta við séra Gunnar, en ekki enn vera búinn að ganga frá þessu við hann. Biskup íslands hefur, sem kunnugt er, leyst séra Gunnar frá störfum sóknarprests og skipað hann til sérþjónustu vegna deilna í Holtssókn og Flateyrarsókn. Sr. Gunnar efndi þó til barnamessu á Flat- eyri í gærmorgun. Að sögn viðmælenda DV á Flateyri voru um tíu börn við mess- Séra Gunnar Björnsson, prestur í Holti. una, svipaður fjöldi og á fyrri barnaguðþjónustum prestsins. Sigurður sagði það bein- línis rangt, sem komið hefði fram, að séra Gunnar hefði messað fyrir börnin í blóra við vilja sóknarnefndar Flateyrar. „Ég veit með vissu að það var ekki talað orð við einn sóknarnefndar- manninn. Þetta er eitthvert einkaspil hjá hinum tveim- ur sem eiga sæti i nefndinni. Ég sakna prestsins," sagði Sigurð- ur. „Ég vona að prófasturinn dragi ekki orð sín til baka og hleypi honum inn í kirkjuna. Ég held að allir séu orðnir leiðir á öllum þessum uppá- komum. Mér finnst alveg fáránlegt hvernig fólk lætur. Ég vil hafa minn prest, það eru góðar hjá honum mess- urnar." Hvorki náðist í sr. Gunnar Björns- son né sr. Agnesi Sigurðardóttir pró- fast í gærkvöld. -JSS Gerð var tilraun til íkveikju i Fríkirkj- unni í október síðastliðnum. Þá birti DV frétt um málið. Fríkirkjan: Brenna kirkju - sagði brennuvargur Tilraun var gerð til að kveikja í Fríkirkjunni aðfaranótt laugardags- ins. Er þetta i annað skipti sem reynt er að kveikja í kirkjunni á skömmum tíma. Öryggisvörður Securitas sagði DV að um sama manninn hefði verið að ræða í bæði skiptin. „Þegar ég hafði elt hann uppi sagði hann bara, „Brenna kirkju". Það sagði hann einnig í fyrra skipt- ið," sagði öryggisvörðurinn. Sama rúða var brotin og í fyrra skiptið. Rúðan er við skynjara þannig að stjórnstöðin fær viðvörun um leið og hún er brotin. Þegar ísleifur kom á vettvang stóð maðurinn fyrir framan rúðuna að utanverðu og hafði úðað eldfimu efni á glugga- karma og vegg. Hann hljóp af stað en náðist í námunda við MR. Hann veitti enga mótspyrnu. -hól Lögreglan hafði veitt ungum öku- manni eftirför seint í gær eftir að hann hafði ekið yfir á rauðu Ijósi og neitað beiðni um að stöðva bifreið sína. Hann náðist þegar bifreiðin endaði í snjó- skafli uppi á gangstétt. DV-mynd HH Eftirfór lögreglu: Endaði í skafli Lögreglan í Reykjavík þurfti að veita mjög ungum ökumanni eftiríbr í gærdag. Ökumaðurinn hafði ekki virt boð lögreglunnar um að stöðva bifreiðina eftir að hafa ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ökumannin- um, sem var nýkominn með bílpróf, hafði samkvæmt upplýsingum lög- reglu orðið eitthvað hverft við þegar lögreglan kom á vettvang og hélt áfram för sinni. Lögreglan hafði hendur í hári hans við Kattholt i Árbæ eftir að hann bremsaði snögg- lega og ók upp á gangstétt og stöðvað- ist bifreiðin í snjóskafli. -hól Jólasveinarnir sáu að venju um að skemmta ungviðinu þegar kveikt var á jólatrénu á Ingólfstorgi í Reykjavík síðdegis í gær. Jólatréð, sem er gjöf frá Óslóarborg, hefur verið sett upp á Austurvelli frá því um miðja öldina en vegna framkvæmda þar var ákveðið að velja því annan stað. DV-mynd ÞÖK Salmonellan hefur drepið 14 kýr á Bjólu: Mjólkin látin renna beint í haughúsið - tvennt af heimilisfólkinu hefur veikst „Ástandið á Bjólu er heldur í átt- ina, við erum komin yfir versta tímabilið og bjartari tíð fram und- an. Kýrnar eru farnar að hressast," sagði Grétar Hrafh Harðarson, dýralæknir á Hellu, við DV í gær. Kúnum á Bjólu hefur verið gefið lyf sem á að hrífa á salmonelluna. Grét- ar segir að pestin sé greinilega að ganga yfir og lítið eða ekkert beri á nýsmituðum kúm. Fjórtán kýr höfðu drepist af völd- um salmonellunnar á Bjólu í gær. Geldneyti og kýr hafa farið mun betur út úr pestinni en mjólkur- kýrnar sem fara illa út úr svona pestum. Tvennt af heimilisfólkinu á Bjólu veiktist af salmonellunni en er búið að ná sér að fullu. Enn hef- ur ekki fundist skýring á þvi hvern- ig salmonellan barst í kýrnar. Á meðan salmonellan finnst á Bjólu fara engar afurðir þaðan og ekkert er hægt að segja um það á hvaða stigi verður hægt að opna fyrir mjólkursölu þaðan. Á meðan sölubann er á mjólkina frá Bjólu er mjólkinni komið fyrir á bæn- um. „Mjólkin hefur verið hituð upp til gerilsneyðingar og kálfum gefin hún. En stór hluti af henni fer beint ofan í haughús," sagði Grétar Hrafn. - En er ekki verið að vernda sýkilinn þar? „Mjólkin er ekki mikill smit- valdur, það er náttúrlega mykjan úr kúnum sem fer ofan í haughús- ið sem er sýkt. Þar er því baktería í miklu magni. Verið er að skoða hvernig tekist verður á við hana. Eflaust eru leiðir til að útrýma henni. Mögulega drepst þetta með tímanum en það er líka hægt að breyta sýrustiginu í haughúsinu og drepa þetta þannig niður. Enn er of snemmt að segja til um hvað verður gert við mykjuna," sagði Grétar Hrafn. Hann segir að salmonellan sé líkt og aðrir orsakavaldar sýking- ar, þar á meðal campylobacter, um allt úti í náttúrunni. Enn þá hefur þó ekki orðið vart við salmonellu á fleiri bæjum en Bjólu. „Skepnurnar taka þetta náttúr- lega upp, sérstaklega á beit. Þær fá þessa bakteríu í sig þegar þær drekka úr tjórnum. Bakterian er eflaust víðar en fólk gerir sér grein fyrir," sagði Grétar Hrafn. -NH Falsaðir peningaseðlar í umferð „Maðurinn kom inn og bað mig að skipta 5000 króna seðli. Þar sem ég hafði ekki skiptimynt bað ég af- greiðslustúlku að skreppa í bankann og skipta fyrir mig seðli svo ég gæti orðið við bón hans. Þegar ég tók svo við seðlinum fannst mér hann aðeins of mjór og of langur og bar hann upp að ljósinu. 1 þeim svifum hljóp maður- inn út. Ég stökk yfir barborðið, hljóp á eftir honum og náði honum úti á gangstétt," sagði Hjörleifur Harðar- son, barþjónn á Liile Put, eftir að hafa haft hendur í hári peningafalsara. Hjörleifur bað tvo viðskiptavini sína að gæta mannsins meðan hann hringdi í lögregluna. Þegar lögreglan var á brott kom i ljós að „gæslumenn- irnir" höfðu tekið af manninum tvo falsaða 5000 króna seðla. Komst upp um þá eftir að þeir höfðu reynt að skipta seðlunum á öðrum veitngastað. Lögreglan náði þeim og færði í fanga- geymslur. -hól Stofnaður hefur sjóður, íslenski Nefnt eftir Laxness Ákveðið hef- ur verið að bókasafn Nor- ræna hússins í New York, sem vígt verður haustið 2000, muni bera nafn Halldórs Laxness. verið sérstakur menningarsjóðurinn, sem á að styrkja rekstur bókasamsins. Morgunblaðið sagði frá þessu. Fráleitar tillögur Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, seg- ir að tillögur OECD um að hækka eigi þjónustugjöld á dvalarheimil- um fyrir aldraða séu fráleitar. Eldri borgarar eru ekki afiögufærir hvað þetta varðar að hans mati. Sjónvarpið sagði frá. Bankasamruna á að skoöa Halldór S. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka íslands, telur að stærstu einingarnar á markaðnum, Landsbankinn og íslandsbanki, ætfu að koma fyrst til skoðunar við mat á hagræðingarkosfum í banka- rekstri. Talið er að hægt sé að spara a.m.k. tvo milljarða með sameiningu bankanna. Mbl. sagði frá. Dýrari mjólkurkvóti Verð á mjólkurkvóta hefur hækkað mikið á stuttum tíma. Markaðsverð var um 120 krónur litrinn um mitt síðasta ár, en nú eru boðnar 205 krónur fyrir hvern lítra. Þessi hækkun hefur orðið til þess að margir kúabændur hafa selt kvóta sinn, lagt niður mjólkur- framleiðslu en setið áfram á jörð- um sínum. RÚV sagði frá. Úr oskunni í eldinn Formaður sjávarútvegs- nefhdar Alþing- is, Einar K. Guð- fmnsson, segir að það væri að fara úr öskunni í eldinn að fara að tillögum sér- fræðinga Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu um breytingar á kvótakerfmu. Hann telur að breyt- ingarnar myndu auka óvissu fyrir sjávarútveginn. Sjónvarpið sagði frá þessu. Fuglafódriö á leiðinni Fuglafóður Sólskríkjusjóðsins, sem dreift er í barnaskóla á hverju ári, er seint á ferðinni í ár. Það er þó á leiðinni, Erlingur Þorsteins- son, formaður sjóðsins, segir að fóðrinu verði dreift snemma i þess- ari viku. Morgunblaðið sagði frá þessu. Verður Helga bankastjóri? Allar líkur eru taldar á því að Helga Jónsdóttir borgarritari verði ráðin bankastjóri í Seðlabankanum í stað Steingríms Hermannssonar. Stóll hans hefur verið laus síðan Steingrímur lét af störfum á síðasta ári. Dagur sagði frá. ísjensk kvikmyndahátíð Á fösfudagskvöldið hófst íslensk kvikmyndahátíð í New York með frumsýningu myndarinnar Ungfrú- in góða og Húsið. Hátíðin markar upphaf kvikmyndahátíða víðs veg- ar um Bandaríkin. Meðal mynda á sýningunum er hin aldna mynd Rokk í Reykjavík sem vakið hefur athygli vegna þátttöku Bjarkar Guðmundsdóttur í myndinni. Morgunblaðið sagði frá. . Skógrækt breytist í erindi Guðna Ágústs- sonar á ráð- stefnu í tilefni af 100 ára af- mæli skógrækt- ar á Islandi kom fram að landbúnaðar- ráðherrann telur að hlutverk Skóg- ræktar ríkisins breytist á komandi árum vegna stóraukinna verkefna á þessum vettvangi. Morgunblaðið sagði frá þessu. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.