Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Page 4
4 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 Fréttir Forráðamenn Hestaskólans leita að nýjum skólastjóra: Vilja Reyni eða Einar - stórfelldar breytingar — framkvæmdastjórinn íhugar að hætta Miklar breytingar eru fyrirhug- aðar á starfi hestaskólans að Ing- ólfshvoli í kjölfar atburða liðinna vikna. Hafliði Halldórsson lætur af starfi skólastjóra eftir að aganefnd Félags tamningamanna ákvað að víkja honum úr félaginu í tvö ár. Forráðamenn skólans leita nú að öðrum skólastjóra í stað Hafliða, sem mun hætta öllu starfi við skól- ann. Samkvæmt heimildum DV eru uppi hugmyndir um að fá Reyni Að- alsteinsson eða Einar Öder til að gegna starfi skólastjóra, en ein- hvern innan kennarahóps skólans að þeim frágengnum. Friðgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Hestaskólans, kvaðst ekki vilja tjá sig um hver kæmi til greina í starf skólastjóra. Hann sagði, að margir væru inni í myndinni, en of snemmt væri að tjá sig nánar um það. Friðgeir sagði enn fremur, að heilmiklar breytingar væru fyrir- hugaðar á starfi skólans. Námið væri of strembið eins og það væri upp sett nú. M.a. kæmi til greina að fækka frumtamningartrippum í eitt á mann, í stað tveggja eða jafnvel flögurra eins og sumir nemendur hefðu tekið að sér. Hver nemandi yrði þá með tvö hross, eitt tamið og annað ótamið. Þá væri fyrirhugað að bjóða upp á 10 daga námskeið og helgarnámskeið, jafnhliða 10 vikna námskeiðunum. Lögð yrði áhersla á að hafa einvalalið við kennslu í skólanum sem fyrr. Friðgeir kvaðst sjálfur íhuga að láta af starfi framkvæmdastjóra. Það hefði ekkert með atburði und- anfarinna vikna að gera. Hann væri í fullu starfi annars staðar og gengdi þvi i rauninni tveimur heil- um störfum. Hann sagði að þeir að- ilar sem reka skólann nú myndu halda því áfram og jafnvel yrði leit- að nýrra hluthafa. Aðsókn að skól- anum næsta ár væri með sama hætti og nú, sæmileg þátttaka á tveim fyrri námskeiðunum, en tvö síðari námskeiðin yfirfull. -JSS Eldur á jarðhæð við Drápuhlíð: Tvennt slapp naumlega Eldur kom upp í íbúð á jarðhæð við Drápuhlíð á fimmta tímanum í gærdag. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur út um glugga á íbúðinni. Náðu reykkafarar ungri konu og ungum manni naumlega út. Ekki munaði miklu að verr færi en íbúarnir munu hafa verið sofandi. Fólk á efri hæðinni hafði sam- band við slökkviliðið ásamt fleirum í nágrenninu sem sáu eldtungurnar út úr gluggunum. Allt tiltækt starfs- lið slökkviliðsins fór á staðinn. Eld- urinn var svo mikill að óttast var að gluggar á efri hæðinni brotnuðu. íbúarnir voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Elds- upptök eru ókunn. -hól Erill hjá slökkviliði Mikill erill var hjá slökkviliðinu í fyrrakvöld og nótt. Alls þurfti að flytja 36 einstaklinga með sjúkrabif- reið. Aðspurður taldi varðstjóri slökkviliðsins fólk vera meira á varðbergi og ganga betur frá jóla- skreytingum sem landsmenn eru óðum að setja upp. Nú er nýlokið eldvarnarviku sem Landssamband slökkviliðsmanna stóð fyrir. I kjölfar átaksins heim- sækja slökkviliðsmenn alla grunn- skóla landsins til að efla forvarnir á heimilum og öryggi Qölskyldunnar með því að fræða um þá hættu sem eldur getur haft í för með sér. Þá fara börnin með vitneskju sina tU sins heima og efla þannig forvarnir heimilanna. -hól ísafjörður: Rafmagn fór af Rafmagnið fór af í skamma stund í ísaflrði og nágrannabyggðum á fimmta tímanum í gærdag. Lögregl- an á ísafirði hafði fengið nokkrar fyrirspurnir vegna blikkandi við- vörunarljósa við göngin en að sögn starfsmanns hjá Orkubúi Vestfjarða haföi verið útsláttur á línunni frá Mjólká í Arnarfirði. Rafmagnið var komið á tíu mínútum síðar. -hól Eldur logaði á jarðhæð við Drápuhlíð á fimmta tímanum í gærdag. Ungt fólk var fyrir I íbúðinni og reykkafarar náðu því út. Fólkið var flutt á slysadeild. íbúðin er mjög illa farin eftir brunann. DV-mynd HH Hélt höfði en tapaði andlitinu Dzigh/j Stjórnmál snúast ekki eingöngu um al- mennt orðaða stefnu flokkanna. Þau snúast öðru fremur um hags- munagæslu og vernd- un sérhagsmuna. Þetta skilja allir stjómmála- menn. En það er ekki sama hvernig unnið er að þessum markmið- um og ferst stjórn- málamönnum þau verk misjafnlega úr hendi. Það hefur kom- ið berlega í ljós undan- farnar vikur þegar jarðaviðskipti Guð- mundar Bjarnasonar hafa verið að koma upp á yfirborðið. Guðmundur seldi jörðina Hól á Fljóts- dalshéraði síðasta dag- inn sem hann var í embætti landbúnaðarráð- herra. Og það þótt mælt hefði verið með því að hann seldi hana ekki. Guðmundur fékk skýrslu í hendurnar þar sem fram kom að vatnsréttindi fylgdu jörðinni vegna fyrirhugaðrar byggingar Fljótdalsvirkjunar. Með sölunni gæti ríkið, og þá væntanlega almenningur, verið að tapa pening- um sem Landsvirkjun þarf að greiða fyrir vatns- réttindin verði af virkjuninni. En Guðmundur mátti ekki vera að þvi að taka hagsmuni ríkisins og almennings með í reikninginn þar sem málið var komið á lokastig eftir margra ára meðferð í kerfinu. Einhvem tíma verður að ljúka málum, sagði Guðmundur. Og það var gert síðasta dag ráðherrans í embætti. Ekkert kom fram sem benti til þess að hlunnindi eins og vatnsréttindi hefðu verið undanskilin í sölunni enda málið af- greitt í flýti korteri fyrir hrottför Guðmundar úr ráðuneytinu þrátt fyrir að hafa velkst þar milli skrifborða í um flmm ár. Og þar sem lögfræðingur í leyfi með 40 verk- efni fyrir ráðuneytið á herðunum og skrifstofu úti í bæ sá um söluna fréttist ekki af henni fyrr en seint og um síðir. Enda var lögmaðurinn í leyfi. Þegar Qölmiðlar byrjuðu með sín hefð- bundnu leiðindi, að segja almenningi frá því að hagsmunir hans hefðu kannski verið fyrir borð bornir með sölunni á Hóli, voru góð ráð dýr. Til að salan á Hóli yrði ekki stimpluð sem spilling heldur einungis sem hefðbundið hagsmunagæslu- mál sem stjórnmálamönnum er eðlilegt að sinna sendu hjónin, sem keyptu Hól, frá sér yfirlýsingu um að þau afsöluðu sér vatnsréttindunum. Og strax kom yfirlýsing frá andstæðingi Guðmundar í pólitík, sem einnig hefur skilning á hlutverki stjórnmálamanna, um að Guðmundur hefði hald- ið sínu fagra höfði. Glæpurinn væri horfinn úr málinu þar sem hjónin fengju ekki milljónir sem annars voru ætlaðar ríkinu og þar með almenn- ingi. Og það þótt ráðherra hefði brotið reglur sem hann setti sjálfur um sölu ríkisjarða. Fyrrver- andi ráðherra landbúnaðarmála þótti hafa bjarg- að höfðinu til þess eins að missa andlitið degi síð- ar þegar upp komst að hann hefði með almanna- fé leyst fótgönguliða úr flokknum undan millj- ónaskuldum með því að kaupa af honum jörðina Þrándarstaði austur á Héraði. Er nú beðið eftir þvi hvort seljandinn bjargi andliti Guðmundar svo litið verði á viðskiptin sem eðlilegt hags- munagæslumál stjórnmálamanns en ekki spill- ingu af versta tagi. Dagfari Rífið ykkur upp Ragnar Sverrisson, formaður Kaup- mannafélags Akureyrar, hefur farið mik- inn að undanförnu vegna þeirrar ákvörð- unar að byggð verði verslunarmiðstöð á Gleráreyrum þar sem KEA og Rúm- fatalagerinn ætla að byggja stórt og fleiri að- ilar munu fá inni. Ragn- ar er grjótharður tals- maður þess að byggja slíka verslunarmið- stöð upp í miðbænum og sakar bæjarfull- trúa um að hafa sofið á verðinum og verið sem stjórnlaus reköld þegar ósk fyrirtækjanna um lóð undir byggingu á íþróttavelli bæjarins var hafnað. í svæðisútvarpinu fyrir norðan voru þessi mál rædd á dögunum og þar sagði Ragnar m.a. við Vilborgu Gunnarsdóttur bæjarfulltrúa: „Bæjar- fulltrúar, rífið ykkur upp úr þessari með- almennsku, þetta er að drepa okkur“ og átti þá væntanlega við kaupmenn í mið- bænum. r Ur öskunni í... Biskup hefur nú loks leyst rembihnút- inn sem séra Gunnar Björnsson og sóknarbörn hans í Önundarfirði hnýttu eins fast og þau gátu. Ráð biskups var að leysa séra Gunnar tímabundið frá störf- um og setja hann í sér- verkefni, hver sem þau svo eiga að vera. Ekkert varð úr því að höfð væru skipti á þeim séra Gunnari og séra Torfa Hjaltalín Stef- ánssyni á Möðruvöll- um í Hörgárdal, en hann hefur líkt og Gunnar eldað grátt silfur við sóknarbörn sín um árabil. Það mun hafa verið alveg á hreinu að hvergi var áhugi á þessum skiptum, hvorki í Hörg- árdag né Önundarfirði,. enda sérarnir tveir sagðir líkir í umgengni og sóknar- bömin breytast lítið... Hvað gerist þá? Strax í 2. leik sínum sem fram- kvæmdastjóri enska liðsins Stoke, fékk Guðjón Þórðarson að finna fyrir þeirri heift sem oftar en ekki einkennir enska knattspymuáhugamenn. Stoke gerði þá einungis jafntefli á heimavelli gegn neðsta liði 2. defldar og Guðjón er sagður hafa fengið það óþvegið frá stuðningsmönnum Stoke sem „bauluðu" á hann. Hinn skap- mikli þjálfari er ýmsu vanur frá sin- um ferli, og hefur til þessa getað svarað fyrir sig fullum hálsi þeg- ar hann hefur verið gagnrýndur. Það má eiga von á skrautlegum uppákomum ef Guðjón lætur það eftir sér að svara stuðningsmönnum Stoke sem heimta sigra og aftur sigra og sætta sig ekki við neitt annað. Þá fyrst verður nú andskot- inn laus. Góður Eggert! Eggert Skúlasyni, fréttahauk á Stöð 2, leiddist ekki að fagna með borgarstjór- anum sínum þeirri staðreynd að tré eitt við Túngötu í Reykjavík var útnefnt „tré ársins", en í fyrra státuöu Akureyringar af því að eiga tré sem bar þá nafnbót. Eggert sagði þessa frétt á Stöð 2 og klykkti út með því að minna á að Reyk- víkingar eiga líka mest brúuðu á landsins. Eggert háði í haust mikla keppni við fé- laga sinn á Stöð 2 á Akureyri, Óskar Þór Halldórsson, um það hvort fleiri brýr væru yfir Glerá á Akureyri eða Elliðaárnar í Reykjavík og tókst Eggert að merja sigur með því að telja allar göngubrýr og vatnsrör sem lágu yfir Elliðaárnar, og gott ef hann hafði ekki loforð frá vinu- konu sinni, borgarstjóranum, um fleiri brýr ef upp á vantaði. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Netfang: sandkorn @ff. is tæsese

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.