Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Side 8
8 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 Útlönd Stuttar fréttir dv Tuttugu létust í sprengingum í fjölbýlishúsum Að minnsta kosti ellefu létust er sprenging varð í fjögurra hæöa fjölbýlishúsi í Dijon í Frakklandi aöfaranótt sunnu- dags. Alls bjuggu 14 manns í hús- inu en þar sem afmælisveisla var í einni íbúðinni var í gær ekki vitað hversu margir væru grafn- ir í rústunum. í bænum Zernograd í suðurhluta Rúss- lands hrundi hluti fjölbýlishúss, sem í bjuggu 44, á laugardaginn. í gær höfðu björgunarmenn fund- ið 10 lík í rústunum. Afvopnunarvið- ræður hafnar á NorðuHrlandi írski lýðveldisherinn, IRA, til- kynnti í gær að hafnar væru við- ræður um afvopnun við John De Chastelain, formann alþjóðlegrar nefndar um afvopnun skæruliða kaþólikka og mótmælenda. ítil- kynningu IRA sagði að milli- göngumaður samtakanna hefði átt fund með alþjóðlegu nefnd- inni. IRA nafngreindi ekki milli- göngumann sinn. Fangelsismálayfirvöld vísuðu á bug vangaveltum um að fang- inn Padraig Wilson, sem situr í Mazefangelsinu, hefði fengið að fara úr fangelsinu um helgina til fundar við afvopnunarnefndina. Breskt blað hafði greint frá því að Wilson væri milligöngumaður IRA. VIII takmarka stækkun ESB Evrópusambandið, ESB, á ekki að veita fleiri löndum aðild þegar stækkuninni, sem nú stendur fyr- ir dyrum, er lokið. Þetta segir Chris Patten, sem fer með utan- ríkismál í framkvæmdastjórn sambandsins, í viðtali í nýjasta tölublaði þýska tímaritsins Der Spiegel. Fimm ríki bíða nú inn- göngu í bandalagið: Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Pólland og Slóvenía. Patten telur nauðsynlegt að gera langt hlé á inntöku nýrra landa eftir að fyrrgreind lönd eru orðin aðilar. Hann segir nauð- synlegt að ákveöa hvar mörk Evrópu séu. Á komandi leiðtoga- fundi ESB í Helsinki munu bæði Spánn og Þýskaland krefjast þess að stækkun ESB haldi áfram. Engar fregnir frá Mars Ekkert hafði í gær heyrst frá könnunarfarinu sem lenda átti á Mars á fostudagskvöld. Óvíst þótti í gær hvort könnunarfarið og tveir minni sendar hefðu yfir- höfuð lent á Mars. Vísindamenn NASA, banda- rísku geimferðastofnunarinnar, voru þó bjartsýnir í gær og töldu ekki alla von úti. í september misstu vísinda- menn annað Marsfar vegna mannlegra mistaka. Verkefnið nú kostar um 12 milljarða ís- lenskra króna. Saksóknarinn í Bonn: Ihugar rannsókn á þætti Kohls Saksóknarinn í Bonn, Dieter Irs- feld, íhugar nú að hefja rannsókn á þætti Helmuts Kohls, fyrrverandi kanslara Þýskalands, í meintri spill- ingu flokks hans, kristilegra demókrata. Þýska blaðið Bild am Sonntag greindi frá þessu í gær. „Saksóknaraembættið verður að meta málið vegna ummæla herra Kohls á þriðjudaginn og vegna kæru sem barst skrifstofu okkar á fóstudaginn," sagði fulltrúi sak- sóknarans í viötali við blaðið. Stjórn kristilegra demókrata er enn meö skrifstofu í Bonn og það er þess vegna sem saksóknarinn þar ber ábyrgð á mögulegri rannsókn. Kohl viðurkenndi á þriðjudaginn að hafa borið ábyrgð á leynireikn- ingum flokks síns. Sjálfur hefur hann ekki sýnt mikinn vilja til að kafa til botns í málinu. Hann hefur einungis greint opinberlega frá smá- atriðum í málinu þegar þrýstingur- Kohl segist aldrei hafa látið peninga hafa áhrif á pólitískar ákvarðanir sínar. Sfmamynd Reuter inn hefur einnig verið orðinn óbærilegur innan Kristilega demókrataflokksins. Kohl lætur einnig sem að málið skipti hann litlu. „Stormurinn sem geisar utandyra fer hjá,“ sagði hann í sjónvarpsvið- tali síðastliöinn föstudag. „Ég hef lifað af aðra storma og ég mun lifa þennan af.“ Hann ítrekaöi að hann hefði ekki sjálfur gerst brotlegur. „Það er óhugsandi að peningar hafi haft áhrif á pólitískar ákvarðanir mínar. Ég hef aldrei látið þá gera það,“ sagði kanslarinn. Traust Þjóðverja á pólitíska kerfinu hefur minnkað í kjölfar hneykslismála að undanfornu hjá bæði kristilegum demókrötum og jafnaðarmönnum. 70 prósent Þjóðverja segjast ekki treysta stjórnmálamönnum jafn vel og áður. Fimm stúlkur, 14 til 21 árs, létu lifið þegar þær tróðust undir á snjóbrettasýningu fyrir utan Innsbruck í Austurríki á laugardagskvöld. Fjöldi áhorfenda reyndi að klifra yfir járnhlið á leið út af sýningarsvæðinu þar sem um 40 þúsund manns höfðu safnast saman. Hliðið lét undan þunga áhorfendanna. Margir duttu við það í snjóinn og tróðust undir fótum annarra í öngþveitinu sem varð. Lögreglan skaut viðvörunarskotum en vegna skelfingarópa og óláta heyrði enginn í lögreglunni sem ekki tókst að fá áhorfendur til að hætta að þrýsta á þá sem fyrir framan voru. Alls slösuðust 16 manns, þar af fjórir alvarlega. Símamynd Reuter Forræðisdeila orðin að milliríkjadeilu: Castro vill 6 ára dreng aftur heim til Kúbu Forræðisdeilan um Elian Gonza- les, 6 ára dreng sem missti móður sína á flótta frá Kúbu, harðnaði í gær þegar Fidel Castro Kúbuforseti krafðist þess að Bandaríkin sendu drenginn til baka til Kúbu innan þriggja daga. Elian, sem á 6 ára afmæli í dag, fannst undan strönd Bandaríkjanna fyrir viku. Bátnum, sem hafði flutt hann, móður hans og stjúpa auk nokkurra annarra flóttamanna, hvolfdi. Elian komst lífs af þar sem hann náði taki á gúmmíslöngu. Drengurinn er nú hjá ættingjum á Miami í Flórída. Faðir Elians og aörir ættingjar hans krefjast þess að honum verði skilað heim þegar í staö. Fidel Castro sakaði bandarísk yf- irvöld um mannrán í sjónvarps- ávarpi í gær. Sagði Kúbuforseti að Elian Gonzales er nú hjá ættingjum sínum á Miami í Flórída. Kúbumenn væru reiðubúnir til að efna til fjöldamótmæla gegn Banda- ríkjunum. „Hafi Bandaríkjamenn ekki skilað drengnum innan 72 klukkustunda munu milljónir manna þyrpast út á göturnar og krefjast frelsis drengsins. Mótmæl- unum verður ekki hætt fyrr en drengurinn hefur verið sendur til baka. Þessi barátta er rétt að hefj- ast,“ sagði Castro. Hann hvatti einnig til alþjóðlegr- ar baráttu fyrir frelsi drengsins. Fullyrti Kúbuforseti að öfl andstæð honum sjálfum hefðu séð til þess að drengurinn hafði ekki samband við fóöur sinn fyrr en á laugardaginn. Castro fullyrti einnig aö verið væri að reyna að kaupa drenginn til að vera um kyrrt í Bandarikjunum. Bandarískir embættismenn segja að dómstóll eigi að skera úr um málið. 20 létust í óveðri Um 20 manns létust í óveðrinu sem gekk yfir Danmörku, Þýska- land, Pólland og Svíþjóð um helg- ina. Gífurlegt tjón varð af völdum fárviðrisins. Gegn Kínasamkomulagi Pat Buchanan, forsetaframbjóð- andi Umbótaflokksins í Banda- ríkjunum, sagði í gær að sömu samtök og efndu til mótmæla á fundi Heimsvið- skiptastofnunar- innar í Seattle myndu reyna að hindra viö- skiptasamning Bandaríkjanna og Kina. Sjálfur kvaðst Buchanan styðja slíkar aðgerðir. Myrti fimm barna sinna Maður skaut til bana fimm af sjö bömum sínum á laugardaginn í fátækrahverfi í Sacramento í Kalifomíu. Tveimur elstu börn- unum, 9 og 14 ára drengjum, tókst að flýja. Faðirinn svipti síöan sjálfan sig lífi. Móöir bamanna sat á meðan hjá nágrannakonu við sauma. Mannskæð átök Átök briftust út á ný milli krist- inna og múslíma á Mólúkkaeyj- um í Indónesíu um helgina, með þeim afleiðingum að 31 beið bana. Hart barist við Grosní Harðir bardagar voru i gær sagðir háðir sunnan við Grosní þrátt fyrir að herforingjar Rússa hefðu áður tilkynnt að borgin hefði verið umkringd. Uppreisn- armenn búa sig nú undir árás á borgina. Fleiri byggingaleyfi ísraelsk friðarsamtök og Palest- inumenn sökuðu í gær Ehud Barak, forsætis- ráðherra ísra- els, um að hafa veitt fleiri bygg- ingaleyfi á Vest- urbakkanum á hálfu ári en fyr- irrennari hans, Benjamin Net- anyahu, veitti á einu ári. Er stefna Baraks talin stofna friðar- ferlinu í hættu. Hungurverkfall Fimm palestínskir mennta- menn, sem sitja í fangelsi vegna gagnrýni á Yasser Arafat Palest- ínuleiðtoga, hófu í gær hungur- verkfall. Lögmaður handtekinn Serbneska lögreglan handtók i gær kosovo-albanskan lögmann, tveimur dögum áður en hann átti að verja nokkra þeirra 2 þúsund Kosovo-Albana sem sitja í fangels- um f Serbíu. Kona í forystu gaullista Frakkar fengu á laugardaginn fyrsta kvenkyns flokksleiðtoga sinn er Michele Alliot-Marie var kjörin leiðtogi gaullista, flokks Jacques Chiracs forseta. Rak lögreglustjórann Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur rekið lögreglustjórann í Moskvu. Segir Jeltsin lögreglu- stjóranum hafa orðið lítt ágengt í baráttunni gegn glæpum. Brottrekstur lögreglustjór- ans, Nikolajs Kulikovs, kom ekki á óvart. Er brottreksturinn talinn beinast gegn borgarstjóra Moskvu, Júrí Luzhkov, sem gagnrýnt hefur Jeltsín. Páfi biður um blóð Jóhannes Páll páfi hvatti í gær kaþólikka í Róm til aö gefa meira blóð. Skortur er á blóði í Róm þangað sem allt að 26 milljóna pílagríma er að vænta á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.