Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 10
10 MANUDAGUR 6. DESEMBER 1999 Fréttir Óánægja með þá ákvörðun Vinnslustöðvarinnar að hætta við sameiningu: Geir Magnússon kom í veg fyrir sameininguna - rifti án sýnilegrar ástæðu þó gengið væri að hörðum kröfum hans Eins og DV greindi frá á dögunum hefur Vinnslustööin í Vestmannaeyj- um slitiö sameiningarviðræðum við þrjú sjávarútvegsfyrirtæki: Isfélag Vestmannaeyja, Krossanes og Ósland. Viðræður um sameininguna höfðu staðið yfir i allt haust og er ljóst að til- kynningin kom eins og þruma úr heið- skíru lofti fyrir marga. Orð Geirs Magnússonar, stjórnar- formanns Vinnslustöðvarinnar, um að hið nýja fyrirtæki hefði verið með of miklar skuldir hljóta að teljast furðu- leg i ljósi skulda Vinnslustöðvarinnar. Hið nýja fyrirtæki hefði skuldað 7,7 milljarða króna en þar af væru 4,4 komnir frá Óslandi og Vinnslustöð- inni, fyrirtækjum sem heyra undir hæl Oliufélagsins og þar með Geirs sjálfs. Þegar sameiningarviðræður hófust var það skilyrði af hálfu Olíufé- lagsins að Ósland, sem er fiskimjöls- verksmiðja, yrði með í sameiningunni. Forsvarsmenn Krossaness og ísfélags- ins voru ekkert of hrifnir af því en voru reiðubúnir að taka það inn til að sameiningin gengi. Samkvæmt heim- ildum DV hafa sumir forsvarsmanna Krossaness og ísfélagsins bent á að meira vit væri í því fyrir ísfélagið að bæta við sig veiðiheimildum því, eins og einn orðaði það, „það eru of mörg lík í lestinni hjá Vinnslustöðinni". Geir hafði sitt fram að lokum I lok sumars var skrifað undir vilja- yfirlýsingu um sameiningu fyrirtækj- anna sem var í framhaldinu samþykkt í stjórnum þeirra. Áður höfðu yfir- menn Vinnslustöðvarinnar átt í við- ræðum við Fisk- iðjuna Skagfirð- ing fyrir norðan en samkvæmt heimildum DV strönduðu þær viðræður á norðanmönn- um. Vitneskja um viðræður ís- félagsins og Vinnslustóðvar- innar lak fijótt út og neyddist Vinnslustöðin til að senda til- kynningu á Verðbréfaþing Islands þegar viljayfirlýsingin var farin að ganga manna á milli á faxi. Telja margir að einhverjir, tengdir Olíufélaginu, hafl lekið yfirlýsingunni því þeirra eintak var frábrugðið eintakinu sem stjórnir ísfélagsins, Vinnslustöðvarinnar og Krossaness höfðu undir höndum. „Það er ljóst að einhver lét þetta af stað en ég er jafnnærri því og þú hvaðan þetta kom," sagði Geir Magnússon þegar hann var spurður um málið. Sam- kvæmt heimildum blaðsins voru þeir margir sem höfðu skoðanir á ágæti sameiningarinnar og vildu ýmsir koma í veg fyrir hana. „Það voru margir sem vildu málið feigt," sagði einn viðmælenda DV. „Ýmsa aðila langar í Vinnslustöðina og þeir hafa ekkert látið af þeim ásetningi." Um það hvort margir hefðu reynt að hafa áhrif á sameininguna sagði Geir Magnússon: „Við bara skoðuðum þetta mál og ég þarf ekkert að lýsa því fyrir þér á neinn annan hátt." Þá hefur DV öruggar heimildir fyrir þvi aö þegar í ljós kom að ekkert í afkomutölum Isfé- lagsins gæfi tilefni til að rifta samein- ingarferlinu hefði Geir Magnússon far- Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum DV skiptu Vest- mannaeyingarnir í stjórn fyrirtækisins um skoðun varðandi sameininguna. Sigurgeir Brynjar framkvæmdastjóri innar. ísfélag Vestmannaeyja. Almenn óánægja virðist vera með ákvörðun stjórnar Vinnslustöðvarinnar. ið að setja fram miklar kröfur á ísfé- lagsmenn ef sameiningin ætti að ganga eftir. Með öðrum orðum: Geir Magnús- son vann leynt og ljóst að því að ekk- ert yrði af sameiningunni. Fyrsta kraf- an var að ísfélag Vestmannaeyja færði olíuviðskipti sín yfir til Olíufélagsins hf. en fram að því hafði ísfélagið skipt við Skeljung. Þetta féllust Isfélags- menn á en sú ákvörðun hefur eflaust reynst Sigurði Einarssyni erfið því auk þess að hafa skipt við Skeljung til margra ára er Sigurður gamall stjórn- armaður félagsins. Þá gerði Geir Magnússon það að kröfu að Sigurður Einarsson yrði ekki forstjóri í samein- uðu fyrirtæki. Um þetta segir Geir: „Hafi það komið til umræðu ræði ég það ekki í blöðunum." Að síðustu krafðist Geir þess að Sigurður Ein- arsson og fjöl- skylda myndu ekki eiga nema sem næmi 35% í sam- einuðu fyrirtæki, þ.e. Geir fór fram á það að þau losuðu sig við um 10%. Samkvæmt heim- ildum DV höfðu ís- félagsmenn gengið að öllum þessum kröfum en því bjóst Geir Magnús- son líklega ekki við. Því var ekki um neitt annað að ræða fyrir Geir en að rifta samruna- ferlinu án nokkurr- ar sýnilegrar ástæðu. Kristgeirsson, Vinnslustöðvar- Vestmannaeyingarnir í stjórn Vinnsiustöðvarinnar skiptu um skoðun Hlutskipti Vestmannaeyinganna í stjórn Vinnslustöðvarinnar er sér- stakt. Samkvæmt heimildum DV var það Haraldur Gíslason, Vestmannaeyj- um,/Sem fyrstur bryddaði upp á sam- einingu Isfélags Vestmannnaeyja og Vinnslustöðvarinn- _____________ ar. Hann var mjög hlynntur samein- ingunni þvi með henni taldi hann ör- uggt að Vinnslu- stöðin yrði áfram í bæjarfélaginu en þá hafði Vinnslustöðin verið í viðræðum við aðra, m.a. Fisk- iðjuna Skagfirðing, en þær viðræður voru komnar mjög langt á veg. Hinn Vestmannaeyingurinn sem situr í stjórn Vinnslustóðvarinnar er Viktor Fréttaljós Höskuldur Daði Maynússon Helgason. Hann var samkvæmt heim- ildum DV einnig hlynntur sameining- unni. Eftir því sem DV kemst næst voru þeir búnir að skipta um skoðun fyrir stjórnarfundinn sem haldinn var á mánudaginn en Viktor mætti ekki sökum veikinda. Ástæðan fyrir því að Haraldur skipti um skoðun er ekki vituð og vildi hann ekki tjá sig um málið við blaðið. Einhver umræða hefur þó verið í Eyj- um um að Sigurður Einarsson yrði of stór í hinu nýja fyrirtæki og þar af leiðandi of stór í bæjarfélaginu. Það hefur pirrað marga í Eyjum og er vit- að að einhverjir útgerðarmenn reyndu að koma í veg fyrir sameiningu eða, eins og einn viðmælandi blaðsins orð- aði það: „Það var í lagi að Siggi tæki fyrirtækið þegar það var á leið úr bæn- um en um leið og forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar fóru að halda því fram að hægt væri að reka fyrirtækið í Eyjum lögðust menn gegn sameining- unni." Geir Magnússon hafði þetta að segja um þennan orðróm: „Ég hef heyrt þennan orðróm en veit ekkert meira um það." Menn vildu sjá sameininguna ganga upp Viðmælendur DV virðast vera á einu máli um að ef sameiningin hefði gengið eftir hefði það verið mjög jákvætt fyrir Vestmannaeyjar. og liklegt að rétta hefði mátt af skrykkj- ótt gengi undanfarið. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, sagði í blaðið á miðvikudag að samtali við hann hefði viljað sjá öflugt sjávarút- vegsfyrirtæki rísa í bænum með góða kvótasamsetningu. „Ég hefði viljað sjá þetta ganga upp," sagði Guðjón. Sig- urður Einarsson hefur lýst yfir mikl- um vonbrigðum með niðurstöðuna og sagði að hún hefði komið á óvart. Hann vísaði þeim orðrómi á bug að staða Isfélagsins hefði verið verri en menn áttu von á. „Stjórnin hefur ekki fjallað um mál- ið en persónulega slær þetta mig illa. Ég hafði reiknað með að þessi samein- ing myndi ganga eftir," segir Magnús Kristinsson, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Vestmannaeyja, en sjóðurinn á tæp 16% í Vinnslustöðinni. „Það liggur nú ekkert i augum uppi hvort þetta sé betri eða verri kostur fyrir okk- ur," segir Valur Valsson, banka- stjóri Islands- banka, en bank- inn er viðskipta- banki ísfélagsins og Vinnslustöðv- arinnar. „Ég hygg að það hefði verið betri kostur fyrir fyrirtækin ef þau hefðu sameinast. Við höfum samt ekkert meiri fréttir af þessu en hafa verið í fjölmiðlum." ís- landsbanki átti mikinn þátt í samein- ingunni árið 1991, þegar ísfélagið og Hraðfrystistöð Vestmannaeyja samein- uðust annars vegar og Vinnslustöðin og Fiskiðjan hins vegar, og pressaði samningsaðila aftur að borðinu þegar allt var að fara út um þúfur. „Jú, á sín- um tíma, þegar sú sameining átti sér stað, var það mjög að frumkvæði bank- ans að það var gert. Þessi sameining var hins vegar alfarið að frumkvæði fyrirtækjanna beggja og ef hún hefði orðið hefðum við stutt hana. Við töld- Sigurður Einarsson, lags Vestmannaeyja. um þessa sameiningu vera góðan kost en því miður varð ekki af þessu." „Ég get ekki sagt að ég sé sáttur við þessa niðurstöðu," segir Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri Krossa- ness. „Þetta eru mikil vonbrigði því þegar við fórum í þessa sameiningu var það trú okkar að þetta væri best fyrir alla aðila og frá þeim tíma þegar viljayfirlýsingin var undirrituð hefur ekkert komið fram sem breytir þeim forsendum. Það verður því að teljast furðulegt hvað heir tóku sér langan tíma í þetta," segir Jóhann Pétur. Stjórnarmennirnir Viktor Helgason, Haraldur Gislason og Jóhann Magnús- son vildu ekki tjá sig um málið. Löng bið eftir svari - leituðu menn leiða til að rifta samruna- áætluninni? Eins og DV hefur greint frá lýsti Sig- urgeir Brynjar Kristgeirsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar, því yfir í síðasta tölublaði vikuritsins Frétta í Vest- mannaeyjum að litlar líkur væru á því að Vinnslustóðin myndi hætta við sameininguna. En var ekkert erfitt að vinna með hinum samningsaðilunum þegar til stóð að hætta við sameining- una? „Þetta er náttúrlega þannig að menn skrifuðu undir viljayfirlýsingu í haust og undir henni vinnur maður og meðan stjórnin er ekki búin að ákveða annað vinnur maður eftir samþykkt hennar. Meðan annað er ekki ákveðið gildir viljayflrlýsingin og það var alls ekkert erfitt að vinna eftir henni," seg- ir Sigurgeir Brynjar. En nú var tafið mjög lengi að svara og þið gerðuð áætl- anir sem Geir segir að óháðir aðilar hafi verið fengnir til að fara yfir. Sýn- ir þetta ekki að menn voru að leita leiða til að rifta samrunaáætluninni? „Það er þannig að þegar menn eru að fara í gegnum svona mikil og stór viðskipti er ekkert óeðlilegt að menn taki sér smátlma til að fara yfir málin, auk þess að fundur stjórnar hafði ver- ið fyrirhugaður fyrir ábyggilega 10 dögum, en það var ekki flugfært til Eyja í fjóra daga. Það var 15. októ- ber sem við ætl- uðum að vera til- búnir með sam- runaáætlunina en það var í raun- inni ekki fyrr en 24. október sem reikningar félag- anna voru sam- þykktir og þá var það einfaldlega þannig að meiri- hluti stjórnar Vinnslustöðvar- innar var ekki á landinu næstu tvær vikurnar." Nú hefur Sigur- geir verið mikið gagnrýndur fyrir að búa ekki í Vestmannaeyj- um: Hyggst hann flytjast þangað? „Sá sem ætlar sér að vera framkvæmda- srjóri Vinnslustöðvarinnar verður að búa í Eyjum og það er ekkert hik á mér í þeim efnum," segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. „Hann er bara forstjóri Vinnslustöðvarinnar og það hefur ekki verið tekin ákvörðun um neitt annað," segir Geir Magnússon. Samkvæmt heimildum DV var Sigur- geir Brynjar enn skráður forsrjóri til bráðabirgða i siðustu tiikynningu stjórnar Vinnslustöðvarinnar til Verð- bréfaþings íslands. forstjóri ísfé-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.